Tíminn - 31.05.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 31.05.1988, Qupperneq 7
Þriðjudagur 31. maí 1988 Tíminn 7 íbúar viö Kleppsveginn í fýlu út í borgaryfirvöld vegna fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti: „Olyktin er okkur íifandi að drepa íbúar við Kleppsveginn eru í mikilli fýlu út í borgaryfírvöld þessa dagana, en vegna hægrar noröanáttar leggur reyk úr físki- mjölsverksmiðjunni á Kletti yfír Sundahöfn og blokkirnar viö Kleppsveginn. Peningalyktin sem reyknum fylgir fer skiljanlega mjög fyrir brjóstið á íbúunum og eru dæmi þess að ofnæmissjúklingar kasti upp vegna stybbunnar. Þrátt fyrir kvartanir hafa borgaryfírvöld ekki krafíð forráðamenn físki- mjölsverksmiðjunnar um hreinsi- búnað til að koma í veg fyrir fískimjölsfýluna. „Þessi ólykt er okkur lifandi að drepa of við erum í mikilli fýlu út í borgaryfirvöld fyrir að taka ekki í taumana" sagði íbúi við Klepps- veginn sem ekki vill láta nafns síns getið, en hafði samband við Tím- ann út af þessu máli. „Konan mín sem er ofnæmissjúklingur hefur hvað eftir annað kastað upp þegar þessi ólykt leggst yfir blokkina og smýgur inn um glugga, þó harð- læstir séu. Ég veit fleiri dæmi um að fólk hafi kastað upp vegna lyktarinnar, síðast í gær þegar stybban var fram úr hófi andstyggi- leg." Þessi tiltekni íbúi sagðist ekkert skilja af hverju borgaryfirvöld lctu það líðast að fiskimjölsverksmiöj- an dældi frá sér þessum illa þefj- andi reyk. „Það var allt vitlaust vegna kaffilyktar sem barst frá kaffibrennslu hér í bænum á sínum tíma og það fyrirtæki var skikkað til að setja upp dýran hreinsibúnað. Má ég heldur biðja um ilmandi góða kaffilyk en þessa bölvaða óværu." -HM „Það er mjög mismunandi hvað berst mikið inn hjá okkur. Það gerist þó nokkuð oft, það fer auðvitað eftir vindátt, þetta getur verið mjög hvimleitt,“ sagði Soffía Oskarsdóttir íbúi við Kleppsveg. (Tímamynd Gunnar) Friðrik Sigurðsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Höf um í mesta lagi 1 /2 mánuð Þriggja manna nefnd, skipuð á fundi Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, gekk í vikunni á fund Þorsteins Pálssonar, forsætis- ráðherra, til að biðja ríkisstjórnina um að flýta fjárfestingum í greininni, vegna offramleiðslu á seiðum hér á landi. Friðrik Sigurðsson, formaður sambandsins, sagði í samtali við Tímann í gær, að Þorsteinn hefði sagt að störfum starfshóps, sem skipaður hefði verið til að kanna málið, yrði flýtt. Þjóðhagsstofnun, Veiðimálastofnun og Framkvæmda- sjóður væru að athuga málið og bjóst Friðrik við aö fundur yrði haldinn í næstu viku. „Þetta vinnst bara ekki hraðar í íslenskastjórnkerfinu. En við höfum hlotið jákvæðar undirtektir, m.a. hjá Framkvæmdasjóði. En við höf- um ekki nema viku, í mesta lagi hálfan mánuð varðandi seiðin í haf- beit. Það þýðir lítið fyrir menn að vera að halda seiðunum í stöðvum, ef þeir hafa svo enga möguleika á að losna við þau þegar dregur fram á sumarið, ef það er ekki til fjármagn til að kaupa fleiri kvíar eða reisa fleiri ker“ sagði Friðrik. -SÓL „Bankarán“ í Landsbankanum: Steig óvart á banka- ránshnapp Lögreglan í Reykjavík fékk um eittleytið í gær merki samkvæmt boðkerfi um bankarán í Landsbank- anum í Austurstræti. Lögreglan brást að sjálfsögðu snöggt við og þusti á vettvang með vælandi sírenur og viðeigandi blikk- Ijósum. Miðbærinn fylltist af lög- regluþjónum sem skimuðu fránum sjónum í miðbænum eftir banka- ræningjanum eða ræningjunum. Málið upplýstist hins vegar fljót- lega, en þá kom í ljós að starfsmaður í bankanum hafði óvart stigið á viðvörunarhnappinn, enda hafði ekkcrt rán átt sér stað. -SÓL Einar Sigurðs- son frá Bylgj- unni til Flugleiða Einar Sigurðsson hefur veriö ráð- inn fréttafulltrúi Flugleiða og kemur til starfa hjá fyrirtækinu 15. júní. Hann tckur við af Boga Ágústssyni, sem hefur vcrið ráðinn fréttastjóri sjónvarpsins. Einar hcfur starfað við fjölmiðlun í 12 ár, fyrst scm blaðamaður, síðan dagskrárgerðarmaður og fréttamað- ur í hljóðvarpi og sjónvarpi. Hann réðst sem útvarpsstjóri til íslenska útvarpsfclagsins hf. fyrir tveimur árum og undirbjó þarog hratt afstað starfsemi Bylgjunnar, fyrstu út- varpsstöð í einkaeign hér á landi. Einar lauk BA prófi í fjölmiðla- fræði og síðan MSc prófi í stjórn- málafélagsfræði frá The London School of Economics 1983. Einar er kvæntur dr. Kristínu Ingólfsdóttur, lyfjafræðingi við Há- skóla fslands. Þau eiga eina dóttur. Nú getur þú látið það eftir þér að fá þér nýjan leðurhornsófa í stofuna eða sjónvarpsholið. BERGEN hornsófinn er klæddur með ekta nautaleðri á slitflötum en gervileðri á utanverðri grind. Stærð: 210 x265 cm. Verð: 79.590. húsgagna-höllin M REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.