Tíminn - 31.05.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 31.05.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 31. maí 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- t Peningamál og pólitík Einn liðurinn í efnahagsaðgerðum þeim, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir nýlega, er að lækka vaxtakostnað. Vaxtakostnaður hér á landi er alltof hár og íþyngir rekstri fyrirtækja á óeðlilegan hátt. Þessi mikli vaxtakostnaður er ein ástæða þess að íslensk útflutningsfyrirtæki eiga í erfiðri sam- keppni á erlendum mörkuðum. Vaxtakostnaður snertir einnig fjárhag heimil- anna í landinu bæði beint og óbeint. Hinn mikli vaxtakostnaður segir til sín í neysluvöruverði og þó langmest í húsnæðiskostnaði. Því er ljóst að það skiptir miklu bæði fyrir afkomu atvinnuveganna og heimilanna að fjár- magnskostnaður sé sanngjarn og íþyngi ekki þeim aðilum sem bera uppi þjóðfélagið sjálft, atvinnufyrirtækjunum og heimilunum. Verð- bólga og dýrtíð hér á landi endurspeglast ekki síst í háum vaxtakostnaði. Hár fjármagnskostn- aður hefur hækkunaráhrif á almennt verðlag. Þjóðfélagslegar aðstæður valda því að svo- nefnd frjáls vaxtastefna á ekki við hér á landi. Sú tilraun, sem gerð hefur verið til þess að halda hér uppi slíkri stefnu, hefur því gefist illa. Þar hefur allt gengið í þá átt að spenna upp vextina. Sú leit að jafnvægi, sem boðuð hefur verið, hefur engan árangur borið. Hvorki atvinnufyrirtækin né almenningur finna það á hagsmunum sínum og afkomu að frjálsa vaxtastefnan hafi komið þeim að haldi. Mun sönnu næst að þessi leikur markaðshyggju- aflanna með vaxtafrelsið hafi ekki orðið annað en gróðalind fyrir fámennan hóp peninga- braskara, en ekki haft vitund með það að gera að efla heilbrigðan fjármagnsmarkað eða stuðla að betri rekstri fyrirtækja. Framsóknarmenn hafa lengi gert þá kröfu í stjórnarsamstarfinu að vaxtamálin verði tekin til endurskoðunar. Sú krafa hefur borið sinn árang- ur eins og síðustu efnahagsráðstafanir sýna. Þ.á m. ber að halda til streitu þeirri kröfu að samsetning og áhrif lánskjaravísitölu verði endurskoðuð og vaxtabyrðin verði létt. Það væru mjög alvarleg brigð á samkomulagi innan ríkis- stjórnarinnar, ef framkvæmd vaxtalækkunarinn- ar tefst, eða ef það verður látið viðgangast að vextir hækki þvert ofan í tilgang efnahagsaðgerð- anna. Með því verður að fylgjast, að peninga- braskarar Ieiki sér ekki að því að sniðganga lög og stjórnarstefnu. Þaðan af síður er hægt að láta það afskiptalaust, ef bankar og aðrar almennar lánastofnanir fara að leita að smugum til þess að fara í kringum markaða stefnu í vaxtamálum. ^P^ningamál eru ekkert einkamál afmarkaðs hóps", sem af tilviljun hefur atvinnu sína af því að sýsla við þau daglega. Peningamál eru pólitísk. GARRI Framsókn og Sambandið Annar aAstoðarritstjóri DV skrifar helgargrein í blað sitt á iaugardag, þar sem hann fjallar um stjórnarsamstarfið og nýafstaðnar efnahagsaðgerðir. Þar ræðir hann um afstöðuna milli Framsóknar- flokksins og Sambandsins, sem hann segir um m.a.: „Sjálfstæðismaður sagði í viðtali við DVað stjórnarsamstarfíð hefði verið erfítt. Eitt aðalatriðið væri að Fram- sókn væri stöðugt með Samhandið á bakinu. Staðan hefði snúist til hins verra fyrir Sambandið. Sambandsfyrirtæki væru mjög skuldug. Vaxtastefnan hefði verið þrí þungbær. Það væri aðalástæða þess að Framsókn vildi breyta frá vaxtastefnunni. Ýmislegt, sem Framsókn legði til um þetta, væri þó hrein vitleysa. Þá hefðu frystihús Sambandsins farið illa í rekstri og lent í meiri háttar tapi. Þar væri að fínna skýringar þess að Framsóknarflokkurinn hvetti til gengisfellinga og vildi ganga þar lengra en aðrir. Þetta gerðist hvað eftir annað og gerist enn. “ Einn grundvöllur Hér er ýmislegt að athuga. Til dæmis fer því fjarri að það sé nokkurt feimnismál að undir póli- tísku starfi Framsóknarflokksins og viðskiptastarfsemi kaupfélag- anna og samtaka þeirra, Sam- bandsins, cr frá fornu fari einn og sami hugsjónagrundvöllur. Báðar hreyfingarnar vilja halda öfguni frjálshyggjunnar og gróðahyggju hennar í hæfilegum skorðum, en byggja í staöinn upp atvinnulíf um landið allt sem stjórnað sé af hciniafólki á hverjum stað. Líka er það hugsunarvilla hjá aðstoðarritstjóranum þar sem hann talar um frystihús Sambands- ins, og um fyrirtæki þess, þar sem helst er að sjá að hann eigi við kaupfélögin. Sambandið á ekki frystihúsin sem selja afurðir í gegn- um Sjávarafurðadeild þess, nema örfá að litlum hluta. Þau eiga heimamenn. Og Sambandið á heldur ekki kaupfélögin, heldur er landssamband þeirra. Þá er það ekki rétt hjá aðstoðar- ritstjóranum að Framsókn hafl tal- að fyrir gengisbreytingu með hags- muni Sambandsins sem fyrirtækis í huga. Framsókn beitti sér fyrir lagfæringu á gcnginu vegna þess að það lá Ijóst fyrir að frystingin var að komast í þrot. Þetta átti jafnt við um þau hús sem selja í gegnum Sambandið og þau sem sclja í gegnum Sölumiðstöðina. Eftir upplýsingum, sem fram hafa komið hér opinberlega, er enginn umtals- verður munur þar á. Þar er um það að ræða hvort menn vilja yfir höfuð viöhalda frystingunni í land- inu, og hefur ekkert með neina sérhagsmuni Sambandsins að gera. Vaxtamálin Þá fer aðstoðarritstjórinn enn með rangt mál þegar hann talar um að Framsókn hafi viljaö breyta vaxtastefnunni vegna þess að hún hafi verið orðin Sambandinu þungbær. Þar er máliö cinl'aldað langt út fyrir mörk sannleikans. Eins og hver maður utan rit- stjórnar DV veit fullvel hefur vaxtasprengingin s.l. haust farið ákaflega illa með allt atvinnulíf á landsbyggðinni. Þetta hefur til dæmis komið greinilega fram í ársreikningum kaupfélaganna sem lagðir hafa verið fram á aöalfund- um þeirra nú í vor. Þar er nánast sama, hvar gripið er niður, því að alls staðar hefur liðurinn fjár- magnskostnaður hækkað stórlega. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir ófullnægjandi afkomu margra þeirra, og að því er einnig að gæta að kaupfélögin birta reikninga sína opinberlega, sem einkafyrirtæki gera yfirleitt ekki. Aftur á móti bendir þetta til þess að til dæmis einkaverslanir og cinkarekin frysti- hús á landsbyggðinni hljóti einnig að hafa lent í sama vandanum. Trúlegt er að þar sé einnig að finna taptölur og háar vaxtagreiðslur. Þess vegna er það sem Framsókn vill taka hér í taumana. Framsókn sér ekki að það sé þjóðinni til hagsbóta, nema síður sé, að fyrir- tæki á landsbyggðinni fari unn- vörpum á hausinn og atvinnuiíf leggist kannski meira og minna af í stórum landshlutum. Þetta hefur ekkert með hagsmuni Sambands- ins sem fyrirtækis að gera, eins og aðstoðarritstjóri DV vill vera láta. Þvert á móti snýst málið um hags- muni þjóðarinnar allrar. Fyrst og fremst þeirra sem búa á lands- byggðinni, en raunar ekki síður hinna sem búa á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir eiga, þegar öllu er á botninn hvolft, talsvert undir því komið að landsbyggðarfólk haldi áfram að afla gjaldeyris í þjóðar- búið og geti áfram greitt fyrir þá þjónustu sem það kaupir að sunnan. Og meðal annars má ætla að DV eigi talsvert undir því líka að þessi stefna Framsóknar nái fram að ganga. Ef allt fer á hausinn úti á landi, er þá ekki hætt við að kaupendum DV þar fækki tölu- vert? Telja þeir kannski bara að allir áskrifendur DV utan suðvest- urhornsins megi einfaldlega missa sig? Garri. VÍTT OG BREITT iilli Æru-Tobbar nútímans íslenska kvikmyndaævintýrið er lítið annað en barnaleg tæknitil- gerð. Það sem háir að úr verði alvöru kvikmyndir er ofvaxinn áhugi á tækninni, áhrifsatriðum og listrænum brellum meðal kvik- myndamannanna en aftur á móti lítið auga fyrir hinum huglægu atriðum, eðlilegri frásögn, mun á raunveruleik og skáldskap og sjálfu hinu listræna innihaldi. Eitthvað á þessa leið farast Ey- vindi Erlendssyni orð í grein um íslenska kvikmyndagerð, sem birt- ist í Alþýðublaðinu um helgina. Er pistillinn skrifaður í tilefni nýlegrar sjónvarpsmyndar, sem hlotið hefur þetta venjulega klisju- kennda lof hj á gagnrýnendum, sem er fremur í ætt við kunningjagreiða en heiðarlega úttekt á texta og úrvinnslu. Eyvindur, sem sjálfur er vel menntaður og vandaður leikhús- maður, telur að flestar íslenskar kvikmyndir séu ekki annað en fingraæfingar stutt kominna fag- manna utan um sögur sem ekki eru þess virði að vera sagðar. Þakka skyldi Gagnrýni um íslenskar kvik- myndir eru fastir liðir eins og venjulega og Eyvindur spyr: „En hvað er að hrósa því þótt fagmenn kunni sitt fag? Er ekki nokkurn- veginn sjálfsagt að kvikmynda- tökumaður kunni að taka myndir, hljóðmaður að hljóðrita, klippari að klippa o.s. frv. Er það ekki jafn sjálfsagt og að bifvélavirki kunni að setja saman mótor og fá hann til að ganga „af listfengi“? Hefur þetta fólk ekki allt verið í löngu skólanámi vegna þessa? Þakka skyldi því.“ Eyvindur segir dæmisögu og dregur af henni þá ályktun að íslenskir sjónvarps- og kvikmynda- menn keppist sífellt við að finna upp Ijósaperuna. Liðið er á þriðja áratug síðan nokkrir opinberir starfsmenn hófu að senda hreyfanlegar myndir á öldum ljósvakans. Atvinnumenn í kvikmyndagerð urðu til um svipað leyti. Allan þennan tíma hefur verið uppi ógurleg kröfugerð um að hlúa beri að íslenskri kvikmyndagerð, sem alltaf er fjárvana og síbernsk og sjónvarpsfólkið finnur upp ljósaperuna dag eftir dag og mynd- irnar hreyfast og hljóðið heyrist í takt við varahreyfingarnar, sem alltaf er jafnmikið undur. Séríslensk fjölmiðlun Undirrituðum hefur lengi verið undrunarefni sú bjartsýni sem ís- lenskir kvikmynda- og sjónvarps- nienn eru gæddir þegar þeir velja sér efnivið. Viðamiklar og tiltölu- lega dýrar „pródúktsjónir“ eru settar í gang til að búa til kvik- myndir og sjónvarpsleikrit úr liðó- nýtum handritum. Þessu er svo reynt að bjarga með billegum brellum og misskildum súrrealisma, sem maður hélt að heyrði sögunni til og gerir það víðast hvar, en avant garde og allt það veður uppi í íslenskum kvik- myndum og sjónvarpi svo að minnsta kosti sá áhorfandi sem hér hripar botnar yfjrleitt aldrei upp eða niður í þessari séríslensku fjölmiðlun. Grunur leikur á að fleirum sé svo farið, en það þykir ófínt að segjast ekki hafa ánægju af öllum þessum nútíma Æru- Tobbum. Öllu þessu brellufólki virðist fyrirmunað að koma saman því sem Eyvindur kallar eðlilega frásögn. Hér situr maður kvöld eftir kvöld og horfir á útlendar bíómyndir og sjónvarpsleikrit og er hægt að fylgja söguþræði án mikils erfiðis. En það heyrir til hreinnar undan- tekningar ef íslendingur slysast á kvikmyndahandrit sem hægt er að búa til samfellda, skiljanlega, hreyfanlega frásögn eftir. Annars þarf allt þetta að vera óttalega absúrd og tilgerðarlegt. Framúrstefnulegt er það ekki, því flest af því sem brellufólk er að bardúsa við á íslandi er fyrir löngu gengið sér til húðar meðal kvik- myndagerðarmanna annars staðar. Ef ekki fara að koma í leitirnar sæmileg handrit til að búa til bíó og sjónvarpsþætti eftir er lítill skaði skeður þótt síbernskan fari að slappa af frá því striti að finna upp ljósaperuna. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.