Tíminn - 31.05.1988, Page 15

Tíminn - 31.05.1988, Page 15
Laugardagur 28. maí 1988 Tímínn 15 ' ÁRNAÐ HEILLA illlllllll|!P!!!lllllilillll!fl ..■ '::ll:l!l!iiiii|!''i' ;■:'■" 70 ára: Jóhann Magnusson Jóhann! Það er skrýtið að heimurinn virðist vera inní sjálfum sér og við virðumst vera inní heiminum. Og þó, þetta er kannski ekkert skrýtið: fiskurinn er í sjónum, fuglarnir í loftinu og börnin inní móður sinni. Er þá nokkuð skrýtið til í þessum heimi, sem er inní sjálfum sér og miðdepillinn er naflinn á okkur sjálfum? Jú, það er til dæmis afskaplega skrýtið að þú, Jói á Breiðavaði, þessi bráðungi unglingur, skulir vera orð- inn sjötugur. Venjulega eru menn orðnir ofur- lítið eldri þegar þeir verða sjötugir en þeir voru t.d. fimmtugir, en mér finnst þú, Jóhann á Breiðavaði, vera nákvæmlega jafn ungur núna eins og þú varst í stórkostlegri, sögulegri og reisnarmikilli fimmtugshátíð þinni. Sennilega verður þú, Jóhann bóndi á Breiðavaði, alltaf jafn ungur. Þetta er kannski ekkert skrýtið, því menn eins og þú, Jóhann, sem eru ungir inní sjálfum sér, verða ávallt í ungum umbúðum og eru og verða miðpunktar í umhverfi sínu. Fyrir þrjátíu árum reyndar kom ég fyrst inn í umhverfi þitt, Jóhann, til að aðstoða læriföður minn, ná- tengdan Breiðavaði, við að leggja raflagnir í Breiðavaðsbæinn gamla. Það var gaman. Pá varst þú bara fertugur. Síðan hafa mörg vötn til sjávar runnið og brotið úr bökkum Breiða- vaðsins í Lagarfljóti. En þú, Jóhann bóndi, og fjöl- , skylda þín, hafið brotið blað í sögu Breiðavaðs og búskapar þar á svo myndarlegan hátt að eftir er tekið. Ekki bara þetta, þið hjón hafið yngt upp úr sjálfum ykkur mann- dómsfólk frá Breiðavaði. bóndi á Breiðavaði Þið hafið verið lánsöm, hjónin á Breiðavaði, með elju ykkar, krafti og greind, en þó fyrst og fremst með bros á vör og þolinmæði búandans, hafið þið sigrað það andstreymi sem bóndinn á íslandi - já og í allri vesturálfu - hefur fengið í kjölfar tæknivæðingar landbúnaðar og ráð- leysi peningapúkasjónarmiða vest- rænnar menningar. Já, bölvuð tæknin - hún hefur öllu breytt, eða hvað? Kannski hefðum við Jón Guðmundsson aldrei átt að leggja rafmagn í gamla Breiðavaðs- bæinn. Kannski hefðirþú, Jói, aldrei átt að byggja nýja húsið, nýja fjósið og stóra turninn. Þá hefðu kannski Dagblaðsritstjórinn, ýmsir stórkrat- ar, já og allir þessir hagspekingar í steinsteyptu höllunum í Reykjavík, sem spruttu víst upp af sjálfum sér af útsæði verslunargróðans, ekki haft svona margar andvökur sem raun ber vitni. Þá hefði forystan hugulsama í Reykjavík nægan tíma til að vinna að dægurmálum sínum, s.s. Borgarleikhúsi, Tónleikahöll, Ráðhúsi, Veitingahúsi á Öskjuhlíð, verslunarhöllum, íþróttamannvirkj- um og bankamusterum, sem verða til af „lág“vöxtum framleiðslunnar í landinu; frið fyrir okkur þessum jarðálfum dreifbýlisins sem í fásinnu okkar trúum þvf enn að við verðum að framleiða einhverjar efnisbundn- ar vörur í þessu landi til að fram- fleyta okkur sjálfum og kosta menn- ingarleiki í höfuðborginni. Þá væru forystumenn Álversins, Eimskips og S.l.S. sem búa í stóru höllunum í Laugarási ekki með and- vökur yfir offjárfestingum í frysti- húsum, fiskiskipum, í iðnaði og landbúnaði á landsbyggðinni. Þá gætu þeir haldið áfram að nota gróðann til að reyna að metta stein- steypuhugsjónina í Reykjavík og vera þessir undarlegu miðpunktar í sjálfum sér. Nei og aftur nei. Svarið við þessu öllu liggur hvað best til reiðu hjá Einari Benediktssyni, þegar hann segir í síðasta versi Kveðju Skírnis: Sé forystan ónýt til boðs eða banns skal byggja á sjálfsdáð hins einstaka manns. Efafveg er stýrt fram til yztu þramar, ef allsherjar skipun bælir og lamar, á héraðið vald, milli heiðar og sands. Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasti hamar. Vaknaðu, reistuþig, lýðurmínslands.“ Já, Jóhann bóndi á Breiðavaði, þú hefur verið og ert þínum foringjum framar. Þín festa er trúin á landið og uppskeru þess. Heill þér sjötugum, þú ungi maður, og megir þú eiga framundan mörg fögur ár á býli þínu, bóndi. Með síðbúinni kveðju Erling Garðar Jónasson ■II MINNING Valgeir Gunnarsson Fæddur 12. nóvember 1958 Dáinn 4. aprfl 1988 Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi setning flaug í gegnum huga okkar þegar okkur var tilkynnt and- lát Valla eins og hann var kallaður af flestum sem þekktu hann. Er kallið kom var Valli að vinna á skíðasvæði KR í Skálafelli eins og hann hafði gert um helgar undan- farna vetur. Fullhraustur fór hann að sofa að kvöldi páskadags, en enginn ræður sínum næturstað, því þá um nóttina varð hann bráðkvadd- ur. Við sem eftir lifum spyrjum í vanmætti okkar hver sé tilgangurinn með því kalla burtu svo skyndilega ungan og hraustan, son, bróður, eiginmann og föður. Honum hlýtur að vera ætlað eitthvað æðra hlutverk, en við mennirnir þekkjum og það mun hann rækja af sömu trúmennsku og dugnaði og þau störf sem honum voru falin í okkar heimi. Valgeir var fæddur á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Neskaupstað þann 12. nóvember 1958 og var því tæp- lega þrítugur þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Gunnars Lars- sonar og Ólafar Ólafsdóttur, sem bjuggu á Sigmundarhúsum í Helgu- staðahreppi mestan sinn búskap, en Gunnar lést fyrir nokkrum árum. Valgeir ólst upp á Sigmundarhúsum í stórum systkinahóp, en hann var áttunda barn foreldra okkar af ellefu og það fyrsta sem fellur frá. Valgeir kynntist eftirlifandi konu sinni Ástu Sigrúnu Gylfadóttur 1980 og eiga þau saman eina dóttur Elsu * Sænýju og væntu annars barns á komandi sumri. Valli og Ásta byrj- uðu sinn búskap á Neskaupstað en þar er Ásta fædd og uppalin. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur og hófu þar bæði nám og hefði Valli lokið sínu trésmíðanámi nú innan nokk- urra mánaða. Fyrir tæplega tveimur árum keyptu þau Nudd- og gufubað- stofuna á Hótel Sögu og hefur Ásta séð um rekstur hennar síðan. Valla var annt um sína heima- byggð og kom í sveitina sína eins oft og tími og aðstæður leyfðu, enda var hann mikið náttúrubarn og hafði unun af útiveru og ferðalögum. Hann fór í margar fjallaferðir með bræðrum sínum og vinum og naut hann sín þá ekki hvað síst á vetrum í misjöfnum veðrum, en honum þótti veðrið aldrei vont, bara mis- jafnlega gott. Valli var flestum mönnum hraustari og naut sín alltaf vel þegar takast þurfti á við veður og náttúru. Valli var í eðli sínu glaðvær og hafði gaman af því að vera með fólki og gleðjast í góðum hóp. Hann var lítið fyrir að láta hampa sér og var vinnusamur, hjálpsamur og sér- staklega viljugur að rétta öðrum hjálparhönd. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var ófeiminn að láta þær í Ijós. Hans er nú sárt saknað af þeim sem hann þekktu, en minningin um lífsglaðan og góðan dreng mun lifa og vera okkur sem sólargeisli í sorginni og þannig verður minning hans okkur vinum hans öllum styrk- ur í lífsbaráttunni. Elsku Ásta, Elsa Sæný og mamraa. Algóður Guð styrki ykkur og styðji á þessum erfiðleikatímum. Guð blessi minningu Valgeirs Gunn- arssonar. Systkini. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. fn Innritun 'ir í framhaldsskóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í framhaldsskóla í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00-18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja Ijósrit eða staðfest afrit af prófskírteini. í Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upp- lýsingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Iðnskólinn í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Hamrahlíð Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn við Sund Réttarholtsskóli (fornám) Verslunarskóli íslands Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofangreinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólann 1. og 2. júní næstkomandi. Orðsending til viðskiptavina Globus h/f Nú stendur yfir flutningur á öllum varahlutalager fyrirtækisins að Lágmúla 7 (bakhúsið). Meðan á þessum flutningum stendur má gera ráð fyrir ýmsum óþægindum og afgreiðslutöfum á varahlutum í allar þær vélar og bíla sem Globus flytur inn. Okkar vaska fólk mun þó reyna að annast afgreiðslu varahluta eins fljótt og unnt er og varahlutadeildin mun hafa opið allan tímann. Vonumst til að hlutir verði komnir í lag eftir 2-3 vikur og biðjum viðskiptavini okkar afsökunar á óþægindum. G/obus/ Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Fjórðungsmót Vesturlands Eigendur kappreiðahrossa, skráið hross ykkar á Fjórðungsmótið á Kaldármelum, 30. júní - 3. júlí hjá: Ólöfu í Nýjabæ í síma 93-51233 eða hjá Ernu áStakkhamri í síma93-56667 í síðastalagi 6. júní. Keppnisgreinar: 150 m skeið 1.vl. 17.000 2.vl.11.000 3.vl. 8.000 250 m skeið 1 .vl.26.000 2.vl.16.000 3.vl.12.000 250m unghr.hl 1.vl. 14.000 2.vl. 9.000 3.vl. 7.000 350 m stökk 1.vl. 14.000 2.vl. 9.000 3.vl. 7.000 800 m stökk 1.vl.17.000 2.vl.11.000 3.vl. 8.000 300 m stökk 1.vl.14.000 2.vl. 9.000 3.vl. 7.000 Skráningargjald er kr. 1.000,- Framkvæmdanefndin. Sveitavinna óskast Ungur maður óskar eftir sveitavinnu, er vanur. Upplýsingar í síma 12903.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.