Tíminn - 31.05.1988, Síða 16

Tíminn - 31.05.1988, Síða 16
Þriðjudagur 31. maí 1988 16 Tíminn DAGBÓK llllllllllll Skólaslit Fjölbrauta- skólans í Garðabæ Fjölbrautaskólanum í Garöabæ var slitið 21. maí s.l. meö brautskráningu 24 stúdenta og þriggja nemcnda af 2ja ára brautum. Bestum námsárangri á stúd- entsprófi náöu Ólafur Torfason á félags- fra;ðibraut og Marta María Skúladóttir á eölisfræði- og náttúrufræðibraut. Marta lauk samtals 193 einingum. Við skólaslitin söng skólakórinn undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar og Sigrún Þorgeirsdóttir söng einsöng við undirleik Láru Rafnsdóttur. Við skólann stunduðu um 400 ncmendur nám í vetur. Vinningsnúmer Dregið hcfur verið í Vorhappdrætti Tónlistarsambands alþýðu 1988. Eftirfarandi númer komu upp: 1-2. Flugferð fyrir einn til Luxemburgar með Flugleiðum nr. 438 og 210. 3-6. Geislaplötuspilari frá Ncsco nr. 1148, 610, 1426, 372. Vinninga ber að vitja sem fyrst að Hjallabraut 39, 1. hæð til vinstri, Hafnar- firði (Torfi). Allarnánari upplýsingar eru veittar í síma 51801. Vornámskeið um misþroska barna Þriðja vornámskeið Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins verður haldið í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni), 1. og 2. júní n.k. Að þessu sinni fjallar námskeiðið um misþroska, greiningu og meðferð og eru þátttakendur úr flestum þeim faghópum scm vinna með fötluð börn. Misþroski (á ensku oft nefnt MBD eða Minimal Brain Disfunction) er hugtak sem notað er til að lýsa ástandi er nokkur hluti barna býr við og vcldur þcim ýmsum erfiðleikum við félagslcga aðlögun og við skólanám þrátt fyrir cðlilega greind. Vornámskeið Greiningarstöðvarinnar hafa þann tilgang að veita þeim stóra hóp, sem starfar við þjálfun, meðferö og uppeldi barna og unglinga innsýn i þau ýmsu þroskafrávik er cinatt gera vart við sig. Stöðugt bætist við ný þekking á þessu sviði, bæði varöandi greiningu og með- fcrð sem brýnt er að koma á framfæri. Fyrri námskciö hafa verið fullsetin, og er ljóst að svo verður einnig í ár. Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri með tónleika Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri heldur sína árlcgu tónleika í samkomu- húsinu á Akureyri (leikhúsi bæjarins), miðvikudaginn 1. júní kl. 20.00. Hljóm- sveitin hefur starfað í 6 ár, og stjórnandi lengst af vcrið Edward Fredriksen, en undanfarin tvö ár hafa þeir Finnur Eydal og Norman H. Dcnnis veriðstjórnendur. Aðal-sólóistar verða Finnur Eydal, Jón Elvar Hafsteinsson og Eiríkur Rósbcrg. Aðgöngumiðasala verður við inngang- inn. RRI 'rutboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. skóla- skrifstofu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í gerð hitakerfis í Hagaskóla í Reykjavík. Verkið felst í því að leggja nýjar hitalagnir sem eru ofnakerfi og aftengja geislahitunarkerfið sem fyrir er í húsinu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 9. júní kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Heimsókn John Stott ávegum KFUMogKFUK Miðvikudaginn 1. júní n.k. vcrður haldin almcnn samkoma í Neskirkju kl. 20.30 á vegum Landssambands KFUM og KFUK, Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga og Kristilegra skólasamtaka. Ræðumaður verður John Stott. John Stott er enskur prestur og einn allra þekktasti leiðtogi evangelískra krist- inna manna í heiminum í dag. Hann var lengi sóknarprestur við All Souls kirkjuna í Lundúnum og hefur ferðast víða um heim til fyrirlestrahalds. Hann er einn af höfuðleiðtogum Lausanne-hreyfingar- innar, sem eru samtök cvangeliskra krist- inna manna, auk þess sem hann er einn af leiðtogum kristilegu stúdentahreyfing- arinnar IFES. Loks má geta þess að Stott hefur ritað fjölmargar bækur um kristileg efni. Tvær þcirra hafa verið þýddar á íslensku; Sannleikurinn um Krist og Kristindómur í jafnvægi. Stott er heimsfrægur fuglaskoðari og ein helsta tómstundaiðja lians er að taka myndir af fuglum. Tilgangur hans með heimsókninni til íslands er m.a. að skoða varpstöðvar íslenskra fugla og taka hér myndir. Samkoman í Neskirkju verður eina samkoman sem hann talar á í þessari heimsókn. Hérerþví einstakt tækifæri að heyra einn fremsta prédikara kristinnar kirkju tala á íslandi. Friðsamlegar lausnir Stuðningshóp um friöaruppeldi og Rauöakrossi (slands hefur borist erindi frá WAO sem eru samtök er vinna að veiferð munaðarlausra og yfirgefinna barna um allan heim, þess efnis að hér á landi scm og í öllum löndum heims vcrði stofnuð landsnefnd um friðarfræðslu og friðaruppcldi. Forsaga þessa máls er að samtökin WAO leggja áherslu á alþjóðlega sam- vinnu til að koma í veg fyrir megin orsakir þess að börn verði munaðarlaus og yfir- gefin. Þar sem stríð og ofbeldi eru þarefst á blaði hafa samtökin ákveðið að reyna að fá börn til að afneita stríði og ofbeldi til lausnar vandamálum og leggja í þess stað áherslu á samvinnu og friðsamlegar lausnir. í bréfinu segir: Þar sem tvær megin hindranir að þessu marki eru leikfanga- vopn og ofbeldi í fjölmiðlum, höfum við ákveðið að undirstrika þessa þætti með tveggja vikna aögerðum sem hcfjast þann 7. sept. 1988 með degi helguðum eyðingu leikfangavopna. Sá dagur verði upphafið að friðarleikfangaviku. 1 kjölfar hennar komi síðan friðarfjölmiðlavika fyrir börn. Þessum aðgerðum Ijúki með alþjóðlegum friðardegi barna þann 20. september. Þegar hafa verið stofnaðar landsncfndir í yfir 70 löndum. Samtökin leggja á það áherslu aö liver landsnefnd hafi mjög breiða þátttöku og í henni eigi fulltrúa samtök, hreyfingar. félög, og stofnanir sem á einhvcrn hátt geta haft áhrif á velferð barna. Ýmsar tillögur hafa borist um fram- kvæmd þessara aðgcrða sem og um áframhaldandi starf. Á þessu stigi málsins er ekki unnt að gera grein fyrir þeim, en við undirrituð væntum þess að viðkom- andi samtök, hrcyfing, félag, stofnun eða fyrirtæki skilji mikilvægi þessa erindis og tilnefni einn fulltrúa hvert fyrir sig til að vinna að aðgerðum í haust og að áfram- haldandi starfi. Fulltrúunum verður síðan gerð grein fyrir áðurnefndum tillögum. Svar óskast sent í pósthólf 279-1221 Reykjavík, fyrir 11. júní ásamt nafni og heimilisfangi tengiliðs éða fulltrúa. Síðan verður boðaður stofnfundur landsnefndar um þetta málefni. Með friðarkveðju. Hrund Sigurhansdóttir, Gréta Matthías- dóttir, Anna Rósa Sigurjónsdóttir, Ól. Oddsson, Freyja Þorsteinsdóttir, Ragn- hildur Eggcrtsdóttir, Ásta L. Kristjáns- dóttir, Steinunn Harðardóttir og Guð- björg Kristjánsdóttir. Félag eldri borgara Opið hús Goðheimum Sigtúni 3 þriðju- dag kl. 14.00 félagsvist og kl. 17.00 söngæfing. Kynningarfundur Náttúru* lækningafélaganna 1988 Náttúrulækningafélag fslands, ásamt bandalagsfélögunum á Akureyri og í Reykjavík, halda kynningarfund á Hótel Loftleiðum ráðstefnusal, miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30-23.00 Á dagskrá kynningarfundarins er fjöl- breytt kynning á starfsemi Náttúrulækn- ingafélaganna, sagt frá hugmyndum um nýjungar í starfi og horft til framtíðar um mikla grósku stefnunnar. Á síðasta ári átti Náttúrulækningafélag Islands 50 ára afmæli og hélt upp á það á ýmsa vegu. í tilefni af því var ákveðið að gera sjónvarpsmynd um félögin og verður frumgerð hennar sýnd á þessum fundi. Einnig var ákveðið að endurreisa tímarit félagsins, Heilsuvernd, en fyrsta tölublað eftir þær breytingar kemur út í byrjun júní. Á fundinum gefst áhugamönnum kost- ur á að spyrja um stefnu félaganna og ræða málin. Auk kynningar á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og Náttúrulækninga- félagi íslands, verða tvö stærstu banda- lagsfélögin kynnt og sagt frá framtíðar- áætlunum Náttúrulækningafélags Akur- eyrar um byggingu heilsuhælisins í Kjarnaskógi. Allir áhugamenn eru vel- komnir. ÚTVARP/SJÓNVARP ■1 Þriöjudagur 31. maí 6.45 Veðuríregnir. Bæn, séra Gísli Jónasson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ragnheiði Ástu Péturs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurf regnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Stúart litli“ eftir Elwin B. White. Anna Snorradóttir les þýðingu sína (6). 9.30 Dagmál Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guðmundsdftir. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis" eftir A.J. Cronin. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Finn- borg örnólfsdóttir les (11). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudagskvóldi). 15.00 Fréttir. Tónlist. 15.20 Landpósturinn - Frá Suðurlandi. Umsjón: Þoriákur Helgason. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Sæverud og Svendsen a. Forleikur Appassionata op. 2 eftir Harald Sæverud. Hljómsveit tónlistarfélagsins „Harm- onien“ leikur; Karsten Andersen stjórnar. b. Sinfónía nr. 1 í D-dúr op. 4 eftir Johan Svendsen. Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leikur; Neeme Jáarvi stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn - Leikhús. Umsjón Þorgeir Ólafs- son. 20.00 Kirkjutónlist. Flutt verk eftir pólsku tónskáld- in Krzysztof Penderecki og Karol Szymanowski við textann „Sabat mater". Trausti Þór Sverris- son kynnir. 20.40 Börn og umhverfi (Endurtekinn lokaþáttur Ásdísar Skúladóttur frá fimmtudegi). 21.10 Norræn dægurlög. 21.30 Útvarpssagan: „Sonurinn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. Sigurður Gunnarsson þýddi. Jón Júlíusson les (17). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Þrjár konur“ eftir Sylvíu Plath. Þýðandi: Hallberg Hallmundsson. Leikstjóri: Árni Blandon. Leikendur: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Gisladóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. (Áður flutt í október sl.) 22.55 Tónlist eftir Györgi Ligeti. a. „Lontano" fyrir stóra hljómsveit eftir György Ligeti. Sinfón- íuhljómsveit útvarpsins í Baden-Baden; Ernest Bour stjórnar. b. Tríó fyrir fiðlu, horn og píanó. Saschko Gawriloff leikur á fiðlu, Hermann Baumann á horn og Eckart Besch á píanó. c. Tvöfaldur konsert fyrir flautu, óbó og hljómsveit. Gunilla von Bahr leikur á flautu, Torleif Lánner- holm á óbó og Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins; Elgar Howarth stjórnar. 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi i næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 10.05 Miðmorgunssyrpa Kristínar Bjargar Þor- steinsdóttur. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. - Rósa Guðný Þórsdóttir. 16.03 Dagskrá. 18.00 Kvöldskattur. Umsjón: GunnarSalvarsson. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Bláar nótur. Djass og blús. 23.00 Af fingrum fram. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúfl- ingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Frétt- ir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veður- fregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 31. maí 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Bangsi besta skinn 20. þáttur (The Adven- tures of Teddy Ruxpin) Breskur teiknimynda- flokkur um Bangsa og vini hans. Leikraddir: örn Árnason. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 19.25 Poppkorn. Endursýndur þáttur frá 27. maí. Umsjón: Steingrímur Ólafsson. Samsetning: Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Landið þitt ísland Endursýndur þáttur frá 21. maí. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Keltar (The Celts) - Þriðji þáttur: Heiðin þrenning. Breskur heimildamyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.30 Rif úr mannsins síðu. (Rikets kultur) Um mannsins tvíkynja eðli. Umræðuþáttur um forn- ar arfsagnir um tvíkynja uppruna mannsins. Leitast er við að sjá hvernig það endurspeglast í listsköpun manna fyrr og síðar. Þýðandi: Sigurgeir Steingrímsson. (Nordvision Sænska sjónvarpið). 22.05 Taggart (Taggart - Murder in Season) - Annar þáttur - Skoskur myndaflokkur í þremur þáttum. Aðalhlutverk Mark McManus og Neil Duncan. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 23.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 31. maí 16.40 Leynifundir. Briel Encounter. Mynd þessi er byggö á leik'riti eftir Noel Coward. Anna Jesson er hamingjusamlega gift kona meö tvö böm. Þegar hún af tilviljun hittir mann, sem hún hrífst af, gerir hún heiðarlega tilraun til þess aö standast freistinguna. Aðalhlutverk: Sophia Lor- en og Richard Burton. Leikstjóri: Alan Bridges. Framleiöendur: Carlo Ponti og Cecil Clarke. Þýöandi: Björn Baldursson. ITC1975. Sýningar- tími 100 mín. 18.20 Denni dæmalausi. Teiknimynd. Þýöandi: Bergdís Ellertsdóttir. 18.45 Buffalo Bili. Skemmtiþáttur meö Dabney Coleman og Joanna Cassidy í aöalhlutverkum. Bill Bittinger tekur á móti gestum í sjónvarpssal. Þýðandi: Halldóra Filippusdóttir. Lorimar. 19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Aftur til Guileyjar Return to Treasure Island. Framhaldsmynd fyrir alla fjölskylduna. 9. þáttur af 10. Aðalhlutverk: Brian Blessed og Christopher Guard. Leikstjóri: Piers Haggard. Framleiöandi: Alan Clayton. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson. HTV. 21.25 Iþróttir á þriöjudegi. Blandaður iþróttaþátt- ur með efni úr ýmsum áttum. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 22.25 Friöa og dýriö. Beauty and the Beast. Spennuþáttaröð meö rómantísku ívafi. Þýð- andi: Daviö Þór Jónsson. Aðalhlutverk: Linda Hamilton og Ron Perlman. Republic 1987. 23.10 Saga á síðkvöldi ArmchairThrillers. Moröin i Chelsea The Chelsea Murders. Framhalds- mynd um dularfull morö sem framin eru í Chelsea í London. 5. hluti af 6. Aðalhlutverk: Dave King, Anthony Carrick og Christopher Bramwell. Leikstjóri: Derek Bennett. Framleið- andi: Joan Rodker. Þýðandi:ÁgústaAxelsdóttir. Thames Television. 23.35 Leikfléttur. Games Mother Never Taught You. Ung kona hyggur á frama hjá stóru fyrirtæki. Hún kemst þó fljótt aö því aö konur eru ekki vel séðar og eftir þvi sem hún kemst ofar i metorðastiganum eykst andstaöan. Aðalhlut- verk: Loretta Swit og Sam Waterstone. Leik- stjóri: Lieb Phillips. Framleiðandi: Tristine Rain- er. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. CBS 1984. Sýningartími 90 mín. 01.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.