Tíminn - 31.05.1988, Síða 19
Ij I J ^ i ~ w« J II
Þriðjudagur 31. maí 1988
Tíminn 19
SPEGILL
Elizabeth Taylor heimsækir
kóngafólk
í Thailandi
Svo margir biðla til Elizabethar
Taylor þessa dagana að hún virðist
eiga erfitt með að ákveða hvern
þeirra hún vilji helst eiga. Hún
hefur Iíka langa reynslu í eigin-
mönnum og veit að hjónabandssæl-
an getur verið skammvinn.
Einn þessara tryggu aðdáenda
Elizabeth er Malcolm Forbes og
hefur hann þann óumdeilanlega
kost framyfir marga keppinauta
sína að hann veit ekki aura sinna
tal. Og það kann Elizabeth að
meta.
Nýlega bauð hann Elizabeth í
siglingu á snekkjunni sinni „High-
lander IV“ og lá leiðin m.a. til
Thailands. í Bangkok var þeim
tekið með kostum og kynjum. Pau
fóru í konungshöllina og forsætis-
ráðherra landsins tók á móti þeim.
Schulabhorn prinsessa, næstelsta
dóttir konungshjónanna, heimsótti
þau um borð í snekkjuna og dáðist
að listaverkunum sem þar hanga á
veggjum eftir Gainsborough, Dufy
og Toulouse-Lautrec.
Já, Malcolm Forbes er loðinn
um lófana og er reyndar álitinn
marghundraðfaldur milljónamær-
ingur. Meðal eigna hans er Boeing
727, höll í Normandý og önnur í
Tanger. Til að sýna Elizabeth ást
sína á áþreifanlegan hátt skenkti
hann henni Harley Davidson mót-
orhjól í sama lit og ilmvatnið
„Passion", sem Elizabeth hefur
sjálf lagt nafn sitt við. Hann hefur
líka gefið eina milljón dollara til
sjóðs sem fæst við rannsóknir á
eyðni en Elizabeth er stjórnarfor-
maður sjóðsins. Og svo hefur hann
að sjálfsögðu líka ausið yfir hana
dýrmætum skartgripum.
Samt á Elizabeth enn í mestu
vandræðum með að ákveða hvort
hún er tilbúin að giftast þessum
örláta manni.
Það var tckið vel á móti Elizabcth Taylor og Malcolm Forbes í Thailandi og sólin skein í heiði. En skyldi henni
ekki vera heitt með alla þessa skartgripi?
Varð Dallas bani
Donnu?
Donna Reed og maður hennar, Grover Asmus, voru fyllilega ánægð með
lífið, áður en Donna fór að leika í Dallas, sem hann fullyrðir að hafi orðiö
bani hennar.
- Mestu mistök, sem ég hef gcrt
á ævinni, voru að taka að mér
hlutverk Ellie í Dallas, sagði
leikkonan Donna Reed við mann
sinn, herforingja á eftirlaunum að
nafni Grover Asmus.
Þegar Barbara Bel Geddes
veiktist og bað um að fá að hætta í
Dallas, var ekki auðvelt að finna
einhverja sem gæti tekið við hlut-
verkinu. Larry Hagman taldi að
móðir hans, Mary Martin, væri
fædd í hlutverkið, en framleiðend-
um fannst hún of gömul. svo þeir
buðu Donnu það. Hún var Icngi í
vafa, en lét loks undan.
Hlutverkið varð henni erfitt og
einkum kom þeim Larry illa
saman, enda var hann móðgaður
yfir að móðir hans, fyrrum Broad-
waystjarna, fékk ekki hlutverkið.
- Sá eini, sem var almennilegur við
mig, var Howard Keel, sem lék
manninn minn, sagði Donna.
Áhorfendur voru heldur ekki
hrifnir, svo reynt var að telja
Barböru á að koma aftur sem
Ellic, hvað hún samþykkti eftir
miklar umræður. - Mér var sagt
gcgn um síma, að ég ætti að hætta,
sagði Donna. Hún hafði vcrið
slæm í maga, síðan hún hóf leik í
Dallas, en nú varð það að blæðandi
magasári. Donna var bitur.
- Ég hef leikið í 40 ár, en svona
hefur aldrei verið komið fram við
mig áður, sagði hún. - Það versta
er, að mig langaði alls ekki til að
gera þetta, en lét tilleiðast til að
bjarga framleiðendunum úr klípu.
Donna var lögð inn á sjúkrahús
og þar komust læknar að því að
hún var með magakrabbamein á
háu stigi. Hálfum mánuði fyrir 65
ára afmæli sitt, lést hún í svcfni á
heimili sínu í Beverly Hills.
- Það er Dallas að kenna, að ég
missti Donnu, segir maður hennar.
- Sjónvarpsvinnan fór alvcg nteð
hana, svo hún var örvæntingarfull
og niðurbrotin manneskja. Donna
var alla tíð stálhraust, þangað til
hún byrjaði í Dallas. Kannske
voru hinir leikararnir öfundsjúkir,
því Donna var fyrsti Óskarsverð-
launahafinn, sem lék í sápuóperu.
Þess má geta að Donna fékk Ósk-
arinn fyrir leik sinn í „Héðan til
eilífðar" á móti Frank Sinatra fyrir
35 árum eða svo.
Jar nes
Bond
fly tur
Ötrúlegt
afrek
Þessi níu ára gamli snáði, Tony
Allengena, er yngsti flugmaður,
sem nokkurntíma hefur flogið
þvert yfir Bandaríkin, báðar leiðir.
Hann lagði af stað frá Kaliforníu á
lítilli Cessnu þann 30. mars og kom
heim aftur á páskadag. Með í
vélinni voru flugkennari hans og
fulltrúi hins opinbera, til að ganga
úr skugga um að allt færi löglega
fram.
Drengurinn var dálítið þreyttur
eftir afrekið, en farþegar hans
sögðu að hann hefði flogið kórrétt
allan tímann. Jafnvel á lengstu
leiðunum gat hann einbeitt sér
fyllilega og allar lendingar heppn-
uðust prýðilega, þó veður væri
misjafnt.
Kannske má taka fram, að faðir
drengsins er flugmaður og hefur
kennt honum síðan áður en hann
fór að ganga.
007, öðru nafni James Bond,
spæjarinn, sem á orðið bágt með
að vera leynilegur, þar sem allur
heimurinn þekkir hann, hefur nú
látið niður í ferðatöskur. Með leyfi
til að drepa, stefnir hann á Mexíkó.
Ástæðan er sú, að kostnaður við
upptökur á Bond-myndunum
heima í Englandi er kominn upp úr
öllu valdi. 125 ár hafa Bond-mynd-
irnar verið teknar upp í Pinewood-
verinu, en nú er því lokið. Fyrir-
tækið gerir ráð fyrir að spara rúmar
210 milljónir á því að flytja sig yfir
hafið.
Hitt er svo annað mál, að undir-
búningur er hafinn fyrir töku 16.
James Bond-myndarinnar, sem
sögð er verða sú langdýrasta þeirra
allra. Upptökur á henni eiga nefni-
lega að fara fram í Kína að miklu
leyti og Kínamúrinn mikli verður í
stóru hlutverki.