Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 1. júní 1988
Agreiningur í Fiskveiðasjóöi um lánveitingar: w
GEFIÐ EFTIR NU,
EN ALDREIAFTUR
Stjórn Fiskveiðasjóðs afgreiddi á fundi sínum á mánudagskvöld
lánveitingar til nýsmíði 7 fiskiskipa. Áður hafði stjómin samþykkt lán til
fimm annarra skipa.
Lánsloforðin fyrir skipin 12 hljóða upp á 1,25 milljarða króna.
Agreiningur kom upp á fundi
ráðsins um afgreiðslu nokkurra
lána.
„Það var sótt um lán til 45 skipa.
Það verður samkomulag um nokk-
ur skip, það verður samkomulag
um að synja miklum meirihluta
þeirra og ágreiningur varð um
nokkur skip. Sá ágreiningur var
mismunandi mikill. Það varð hins
vegar að niðurstöðu, þar sem
greidd voru atkvæði um öll skipin
í einu, að menn skiluðu auðu í stað
þess að vera með eða á móti. Við
vorum því þrír sem skiluðum
auðu,“ sagði Árni Benediktsson,
framkvæmdastjóri Sambands
frystihúsanna og annar fulltrúi fisk-
vinnslunar í stjórninni í samtali við
Tímann í gær. Auk Árna skiluðu
þeir Geir Hallgrímsson, fulltrúi
Seðlabankans og Friðrik Pálsson
hinn fulltrúi fiskvinnslunnar auð-
um seðlum.
Ágreiningurinn stafar m.a. af
því, að þeir telja offjárfestingar í
greininni fara fram úr öllu hófi,
lánveitingarnar óeðlilegar með til-
liti til stórs fiskiskipaflota, of mikla
skuldbindingu í formi erlendrar
fjármögnunar, sem leggst á sjóðinn
seinna meir, sum lánanna brjóti í
bága við reglur sjóðsins og einnig
að skipin hefðu komið inn í landið
hvort sem var.
í auglýsingu Fiskveiðasjóðs um
hæfni umsókna, er tekið fram að
ekki verði lánað til smíði fiskiskipa
sem þegar hefur verið samið um
áður en stjórnin fjallar um þær.
Þannig er því t.d. farið með Hafn-
arfjarðartogarann Harald Krist-
jánsson, sem kominn er til landsins
fyrir nokkru síðan. Brýtur þetta
ekki í bága við þessa auglýsingu?
„Það má segja það. En það má
það sama segja um fjölmörg önnur
af þessum skipum. Það er því
miður svo að of oft fara menn af
stað áður en þeir fá loforð um lán
úr Fiskveiðasjóði og eiga þar með
ekki að fá lán. Menn sáu í gegnum
fingur sér í sambandi við það núna
í nokkrum tilfellum, en það verður
ekki gert framar," sagði Árni.
Alls bárust stjórninni 45 um-
sóknir. Sex umsóknir voru dregnar
til baka, 27 var synjað og 12
samþykktar. Samanlögð stærð
skipanna er 3.500 tonn. -SÓL
Páll Guðmundsson með eitt verka
sinna. (Tímamynd: Gunnar.)
Afmælisharnið skarlaði sínu fegursta í j»ær. Tímamynd Gunnar
Afmælishátíð Hafnarfjarðar
í tilefni af 80 ára afmæli Hafnar-
fjarðar stendur bærinn fyrir 4 daga
afmælishátíð sem hefst í dag mið-
vikudaginn 1. júní, en hátíðahöldin
standa til laugardagskvöldsins 4.
júní. Alla dagana verður boðið upp
á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á
öllum aldri, jafnt unga sem gamla.
í dag kl. 14.00 verður dagskrá
fyrir bömin í bókasafninu, þar sem
brúðuleikhúsið „Sögusvuntan" kem-
ur í heimsókn. í veitingahúsinu A.
Hansen verður kaffi fyrir bæjar-
starfsmenn í boði bæjarstjórnar frá
kl. 15.00 til 18.30, en kl. 17.00 mun
málfundarfélagið Magni afhenda
bæjarstjórn Hafnarfjarðar Hellis-
gerði til eignar. Um kvöldið kl.
20.30 verður hátíðarfundur fyrir
boðsgesti og verður frú Vigdís Finn-
bogadóttir forseti íslands heiðurs-
gestur.
Á morgun fimmtudaginn 2. júní
verður afmælisveisla fyrir aldraða
Hafnfirðinga í íþróttahúsinu við
Strandgötu kl. 14.00. Þar verður
boðið upp á skemmtiatriði, kaffi og
aðrar veitingar. Sömuleiðis verða
skemmtanir á St. Jósefsspítala, Sól-
vangi og Hrafnistu. Klukkan 17.00
verður á vegum Byggðasafnsins opn-
uð sögusýning í Húsi Bjama riddara,
Riddaranum og Siggubæ. í Öldu-
túnsskóla verða opnaðar þrjár sýn-
ingar kl. 18.00: sýning á skipulagi
Hafnarfjarðar í 80 ár, myndbanda-
sýning sem ber heitið Hafnarfjörður
og nágrenni 1944 - 1960 og einnig
verður opnuð sýning á verkum
yngstu bæjarbúanna, en hún nefnist
„Bærinn okkar“. Sýningarnar í
Öldutúnsskóla standa til 19. júní.
Um kvöldið kl. 21.00 verður sýnd í
Bæjarbíói nýuppgerð heimildar-
kvikmynd, „Hafnarfjörður fyrr og
nú.
Föstudaginn 3. júní verður á
Thorsplani (miðbær) skemmtun fyr-
ir yngstu kynslóðina kl. 10.30 og
15.00. Óskar og Emma koma í
heimsókn og ef veður leyfir verður
grillað úti. Klukkan 17.00 verður
afhjúpað listaverk á húsi Fiskmark-
aðarins sem Sigrún Guðjónsdóttir
og Gestur Þorgrímsson hafa gert.
Eftir afhjúpunina verður kaffisam-
sæti í boði hafnarnefndar og er
fiskvinnslufólki og sjómönnum sér-
staklega boðið.
Laugardaginn 4. júní verður báta-
leiga við Lækinn frá kl. 11.00 til
17.00. Hestaleiga við íþróttahúsið
frá kl. 12.00 til 15.00. Á Thorsplani
fer fram útidagskrá frá kl. 13.00, þar
sem m.a. verðurknattspyrna, sýning
á flugvélamódelum og fallhlífa-
stökk. Lokaatriði afmælishátíðar-
innar hefst klukkan 15.00 í íþrótta-
húsinu við Strandgötu, þar sem fram
fer skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
í tilefni af 80 ára afmæli kaupstað-
arins hefur verið gerð samþykkt um
byggðamerki og ber hún heitið:
Samþykkt um skjaldarmerki Hafn-
arfjarðar. Verður hún staðfest að
öllum líkindum í dag af ráðherra.
-ABÓ
Grjóti
Páll Guðmundsson frá Húsafelli
heldur þessa dagana sýningu á högg-
myndum sínum í Gallerí Grjóti við
Skólavörðustíg í Reykjavík. Hann
hefur á undanförnum árum vakið
athygli fyrir höggmyndir sínar, en
þær heggur hann í rautt og blátt
grjót sem finnst í bæjargilinu á
Húsafelli. Hann hefur áður haldið
tíu einkasýningar, og verk eftir hann
eru víða á söfnum.
Páll er fæddur 1959 og nam við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
í Reykjavík árin 1977-81. Árið 1985
var hann við nám hjá prófessor
Burgeff í listaháskólanum í Köln.
Sýningin í Gallerf. Grjóti stendur til
12. júní. -esig
Forsætisráðherra og f rú:
Hafaþegið
boð til
Finnlands
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra og kona hans frú Ingibjörg
Rafnar hafa þegið boð Harri
Holkeri forsætisráðherra Finn-
lands um að koma í opinbera
heimsókn til Finnlands dagana 9.
til 10. júní nk.
Upplausn á Helgarpósti
Helgarpósturinn kemur út á
morgun, eins og aðra fimmtudaga,
en hvort hann kemur út í vikunni á
eftir er ekki ljóst enn.
Eftir hatramma baráttu andstæðra
hluthafafylkinga í Helgarpóstinum,
tókst öðru liðanna að hafa sigur og
boðaði aðalfund á mánudagskvöld.
Þar var kjörin ný stjórn og nýr
framkvæmdastjóri ráðinn.
Nýja stjórnin ber gömlu stjórninni
illa söguna og segir hana hafa skilið
fjármál fyrirtækisins eftir í ólestri.
Þannig munu engir peningar vera
eftir til að borga starfsfólkinu laun í
dag. Eins og við er að búast, er
starfsfólkið ekki mjög ánægt með
það.
Nýju stjórnina skipa Róbert Árni
Hreiðarsson, sem jafnframt er for-
maður, Sigurður Ragnarsson, sem
er fyrrverandi formaður og Birgir
Hermannsson. Nýi framkvæmdas-
tjórinn er hins vegar fyrrverandi
framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins,
Valdimar Jóhannesson, en fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Helgar-
póstsins, Hákon Hákonarson, er nú
orðinn framkvæmdastjóri Alþýðu-
blaðsins! Róbert Hreiðarsson gekk í
gær á milli starfsfólksins, sagði því
frá fjárhagserfiðleikunum og spurði
það jafnframt hve mikla peninga
það þyrfti til að kaupa fyrir mat og
borga nauðsynlegustu reikninga,
eins og rafmagn, hita og síma.
Starfsfólkið svaraði heldur fáu, fyrir
utan að segja að það vildi fá sín laun
og engar refjar.
„Menn ætla að gefa út HP á
morgun, við stoppum ekki þetta
blað. En ef málin verða ekki leyst,
þá þykir mér ólíklegt að HP komi út
í næstu viku,“ sagði einn starfsmann-
anna í samtali við Tímann í gær.
Mikið hefur verið um fundahöld á
blaðinu og í gær funduðu blaðamenn
með stjóminni og framkvæmda-
stjóranum. í dag verður fundað með
gamla framkvæmdastjóranum og á
morgun stingur starfsfólkið síðan
saman nefjum og ræður ráðum
sínum. -SÓL