Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. júní 1988 Tíminn 7 Á undanförnum mánuðum hefur nokkuð verið ritað í hérlend blöð um útflutning sjávarafurða frá Noregi til Japans. í þessum skrifum hefur komið fram að Norðmenn hafa um nokkurt skeið lagt á það sérstaka áherslu að auka þennan útflutning og að þeir hafa varið opinberu fé til þess markaðsátaks. Þá var nýlega spurt í lesendabréfi í einhverju dagblaðinu hvort ekki væri kominn tími til að íslenskir útflytjendur færu að sinna Japansmarkaði líkt og frændur þeirra í Noregi. Þannig virðist hrifningin yfir framtakssemi Norðmanna hafa leitt athyglina frá þeirri staðreynd að íslenskir útflytjendur hafa einnig náð góðum árangri á Japansmarkaði, og í rauninni mun betri árangri heldur en Norðmenn. Á meðfylgjandi súluriti, sem feng- ið er úr upplýsingasafni Sjávar- afurðadeildar Sambandsins, kemur fram að á tímabilinu frá 1984 til 1987 hefur útflutningur Norðmanna til Japans aukist um 52 af hundraði, úr 48,9 miljónum dollara árið 1984 í 74,4 miljónir árið 1987. En á sama tíma hefur útflutningur fslendinga á sjávarafurðum til Japans hins vegar rúmlega áttfaldast, úr 9,8 miljónum dollara 1984 og upp t 79,6 miljónir árið 1987. Ásíðasta ári varð útflutn- ingur fslendinga þangað því rúmlega 5 miljónum dollara meiri að verð- mæti heldur en útflutningur Norðm- anna. Ástæða er til að taka fram að hvalafurðir eru hér ekki meðtaldar, heldur er eingöngu um fiskafurðir að ræða hjá báðum þjóðum. Báðir aðilar selja Japönum frysta loðnu og fryst loðnuhrogn, og einnig rækju, karfa og frysta síld. Norðmenn selja líka talsvert af makríl til Japans, sem íslendingar gera ekki, en aftur á móti seljum við þeim grálúðu sem ekki er að sjá af skýrslum að Norð- menn geri. 1 heild er Japansmarkað- ur talinn mjög hagstæður, og verð þar er fyllilega samkeppnisfært mið- að við aðra fiskmarkaði okkar ís- lendinga, þrátt fyrir að flutning- skostnaður sé óhjákvæmilega tal- sverður. -esig , Kennarar við Ölduselsskóla: Ihuga stöðuna innan skólans Laumufarþegi frá Marokkó í Saltnesinu: Óttaðist dauðadóm „Að svo stöddu viljum við ekki ræða það opinberlega hvað við gerum, en það er mikil umræða okkar í milli og við bíðum eftir svari frá menntamálaráðherra," sagði Halldóra Kristjánsdóttir ein þriggja í stjórn kennarafélags Öldusels- skóla, spurð hvort kennarar ætluðu að segja upp störfum sínum við skólann ef Daníel Gunnarsson fengi ekki skólastjórastöðuna. Daníel er yfirkennari við Ölduselsskóla og annar umsækjendanna um skóla- stjórastöðuna. Sagði Halldóra að kennarar væru að íhuga stöðu sína innan skólans. „Þetta er auðvitað alvarlegt mál, hvernig tekið verður á þessu, því að það er alltaf verið að tala um að færa sjálfstæðið inn í skólana sjálfa," sagði Halldóra. Halldóra sagði að kennarar hefðu gengið á fund menntamálaráðherra og sent skriflega yfirlýsingu, „því að við þekkjum Daníel, enda erum við búin að starfa með honum og treyst- um honum best. Við t.d. kusum Forsætis- ráðherra á auka- þingi S.Þ. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herrasiturnú III. aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um afvopnun- armál, sem fram fer í New York um þessar mundir. Ráðherra heldur ræðu á þinginu 2. júní nk. Ljóðalestur á Hótel Borg í dag milli kl. 17 og 20 verður Ijóðalestur á Hótel Borg. Það er Almenna bókafélagið sem gengst fyrir þessum lestri í tilefni Ljóðaár- bókar 1988, en hún kemur út í dag. Þar lesa nokkur skáld, sem Ijóð eiga í bókinni, úr verkum sínum og bókin verður kynnt. í henni eru um 100 ný ljóð eftir 75 skáld á aldrinum 18 til 83 ára. -esig hann sem okkar yfirkennara á sínum tíma“. Spurð hvort einhverjar aðrar leið- ir en að segja upp störfum væru mögulegar, ef Daníel fengi ekki stöðuna, sagði Halldóra: „Þessari spurningu vil ég ekki svara að svo stöddu, við erum að íhuga stöðu okkar innan skólans". -ABÓ „Kvikmyndin Nonni og Manni er óðum að fá á sig endanlegan búning, það er búið að klippa og verið er að undirbúa hljóðsetning- una,“ sagði Ágúst Guðmundsson leikstjóri kvikmyndarinnar um Nonna og Manna í samtali við Tímann, en hljóðblöndun kvik- myndarinnar fer fram í Múnchen í júlí. Það er þýska fyrirtækið Taur- us Film í Múnchen sem annast Maður frá Marokkó faldi sig um borð í Saltnesi í byrjun maímánaðar, þegar skipið var í höfn í Nador, og hugðist hann fara til Noregs, þar sem hann segist eiga skyldmenni. Hann uppgötvaðist nærdauða en lífi þremur dögum eftir að skipið hélt frá landi, en það var þá statt undan norðurströnd Spánar. Þegar hann fannst vildu skipverjar þrífa hann og fæða og hugðust flytja verkið fyrir hönd þýsku sjónvarp- stöðvarinnar ZDF, „Zweite De- utsche Fernsehen“ sem fr fram- leiðandi myndarinnar. „Kvikmyndataka fór fram frá 13. júlí til og með 12. desember. Um sumarið vorum við hér heima og mynduðum mest í kring um Breiðafjörð, talsvert í kring um Stykkishólm, en líka í Vatnsfirði, hann úr klefanum sem hann hafði falið sig í. Marokkómaðurinn hélt hins vcgar að fslendingarnir hefðu kveðið upp yfir sér dauðadóm og ætluðu að henda honum útbyrðis í gin hinna ýmsu sjávardýra. Barðist hann því á hæl og hnakka, sýndi fjölskyldumyndir, grét sáran og bar sig aumlega. Hann varð því mjög þakklátur þegar tókst að gera honum skiljanlegt að ekki stæði til að fleygja á Búðum og í Flatey. Hins vegar voru inniatriði tekin upp í Noregi og einnig nokkur vetraratriði," sagði Ágúst. Aðspurður sagði Ág- úst að ástæðan væri sú að það þótti heldur kostnaðarsamt að koma aftur til fslands til þess að taka vetrarmyndirnar, það þurfti líka snjó til, en enginn snjór var r' nóvember á þeim slóðum á fslandi sem við hefðum notað. Þetta kom honum fyrir borð. Þegar skipið kom síðan til Noregs, vildu yfirvöld ekkert af Markokkó- manninum vita og neituðu honum um dvalarleyfi. Hann strauk samt frá borði, en náðist skömmu síðar. Hann var síðan afhentur lögreglunni þegar til fslands kom, og stendur til að hann vcrði sendur aftur til síns heima. -SÓL ágætlega út,“ sagði Ágúst, „góð lausn, en hefði orðið svolítið basl hér heima.“ Eftir hljóðvinnsluna er stutt í að myndin verði tilbúin til sýningar, en áætlað er að sýna hana á jólum í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, íslandi og jafnvel víðar. Myndin er tekin upp með ensku tali, en einnig verður búin til þýsk, frönsk, spænsk og ítölsk útgáfa af mynd- inni. Ekki er búið að ákveða hvort hún veiði með íslensku tali, en Sjónvarpið mun taka myndina til sýningar. íslendingar er í nokkrum aðal- hlutverkum myndarinnar. Garðar Thor Cortes og Einar Örn Einars- son leika Nonna og Manna, Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk Júlla smala, Rúrik Haraldsson fer með hlutverk sýslumannsins, Benedikt Árnason fer með hlut- verk prestsins og svo eru Árni Pétursson og Baldvin Halldórsson í nokkuð stórum hlutverkum auk fjölda annarra. Ágúst Guðmundsson fékk út- hlutað 10 milljónum úr kvik- myndasjóði við síðustu úthlutun til að gera myndina Hamarinn og krossinn. Sagði Ágúst að það væri óvíst hvort hann gæti byrjað á þeirri mynd nú í ár, þar sem meiri tími fór í að ganga frá Nonna og Manna en áætlað var. „Ef mér tekst ekki að byrja á myndinni þá skila ég peningunum aftur til sjóðsins. Það er því miður óljóst ennþá. Fyrir stuttu var ég mjög efins um að ég gæti komið því í verk á þessu ári, en í dag er ég aðeins bjartsýnni, en ekki samt niikið, það gæti verið komið annað hljóð í mig á morgun,“ sagði Ágúst Guðmundsson leikstjóri. -ABÓ Ágúst Guðmundsson MYNDIN UM NONNA OG MANNA SÝND UM JÓLIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.