Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 1. júní 1988
AUGLÝSING
um lausar stöður hjá Hollustuvernd
ríkisins
Með vísun til laga um breyting á lögum nr.
109/1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit,
með síðari breytingum, sem samþykkt voru á
Alþingi 2. maí 1988, auglýsir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið lausar til umsóknar eftir-
taldar stöður hjá Hollustuvernd ríkisins:
1. Staða framkvæmdastjóra stofnunarinnar
Staðan veitist frá og með 1. ágúst n.k., til
fjögurra ára. Einungis má skipa mann, sem
hefur menntun og reynslu á stjórnunar- og
rekstrarsviði. Framkvæmdastjóri annast fjár-
málalega stjórnun og stjórn almennrar skrif-
stofu.
2. Forstöðumaður heilbrigðiseftirlits
Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. til 6 ára.
Forstöðumaður heilbrigðiseftirlits skal hafa há-
skólamenntun og viðhlítandi sérþekkingu í
heilbrigðisvernd og starfsreynslu í heilbrigðis-
eftirliti. Heilbrigðiseftirlit hefur yfirsjón með því,
að framfylgt sé ákvæðum heilbrigðisreglugerð-
ar og annarra reglugerða, er lúta að heilbrigðis-
eftirliti. Það annast vöruskráningu og eftirlit
með innflutningi matvæla og annarra neyslu-
og nauðsynjavara.
3. Forstöðumaður rannsóknarstofu
Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. til 6 ára.
Forstöðumaður rannsóknarstofu skal hafa há-
skólamenntun á sviði örveru- og/eða efnafræði
og sérþekkingu og starfsreynslu á sviði rann-
sókna á matvælum og neyslu- og nauðsynja-
vörum. Hlutverk rannsóknarstofu er að annast
efna- og gerlafræðilegar rannsóknir, sem lög
um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit gera ráð
fyrir á sviði matvæla, neyslu- og nauðsynjavara
og mengunar. Ennfremur að annast sérstök
rannsóknarverkefni eftir því sem stjórn stofnun-
arinnar ákveður hverju sinni.
4. Forstöðumaður mengunarvarna
Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. til 6 ára.
Forstöðumaður mengunarvarna skal hafa há-
skólamenntun á sviði verk- eða efnafræði og
sérþekkingu og starfsreynslu á sviði mengunar-
varna. Hlutverk mengunarvarna er að hafa
yfirumsjón með því að framfylgt sé ákvæðum
mengunarvarnareglugerðar og annarra hlið-
stæðra reglugerða. Ennfremur að annast
mengunarvarnir:
1. Tillögur að starfsleyfum og úrvinnslu gagna
hvað snertir mengunarvarnir.
2. Skipulagningu og umsjón með framkvæmd
mengunarrannsókna í samræmi við lög um
hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
5. Forstöðumaður eiturefnaeftirlits
Staðan veitist frá og með 1. janúar 1989 til 6
ára. Forstöðumaður eiturefnaeftirlits skal hafa
háskólamenntun og viðhlítandi sérþekkingu á
eiturefnafræði og starfsreynslu á því sviði.
Hlutverk eiturefnaeftirlits er að annast yfirum-
sjón með vöruskráningu og innflutningi eitur-
efna og hættulegra efna í nauðsynjavörum.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og störf sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík,
fyrir 1. júlí 1988.
Heiibrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
30. maí 1988
y Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda:
Utflutnings-
verðmæti upp
á 3 milljarða
Félag íslenskra fiskmjölsframleið-
enda hélt aðalfund sinn síðast liðinn
föstudag. Aðild að félaginu eiga
allar loðnu- og fiskmjölsverksmiðjur
á landinu. Kom fram á fundinum að
útflutningsverðmæti verksmiðjanna
á síðasta ári nam rétt tæpum þrem
milljörðum króna, sem er rúm 7%
af heildarútflutningsverðmætum
sjávarafurða frá íslandi. Varð nokk-
ur samdráttur í framleiðslu mjöls og
lýsis miðað við fyrri ár.
Kosið var til stjórnar, og gaf Jón
Reynir Magnússon, framkvæmda-
stjóri Síldarverksmiðja ríkisins og
formaður félagsins í 11 ár, ekki kost
á sér til endurkjörs. Pétur Antons-
son, forstjóri Fiskmjöls og lýsis hf. í
Grindavík, var kjörinn í hans stað.
Framkvæmdastjóri er Jón Ólafsson.
Fundurinn lýsti yfir vonbrigðum
með afgreiðslu samgönguráðuneyt-
isins á kröfum félagsins um réttláta
gjaldtöku af útflutningi félagsmanna
og óskaði liðsinnis sjávarútvegsráðu-
neytis við leiðréttingu málsins.
Pá taldi fundurinn mjög mikilvægt
að leita allra leiða til að lækka olíu-
og rafmagnsverð verksmiðjanna.
Vekja framleiðendurnir athygli á að
hér er greitt helmingi hærra raforku-
verð en í Noregi og Danmörku, svo
dæmi séu tekin. Þá harmaði fundur-
inn að ekki skuli hafa tekist að semja
við Grænlendinga um veiðihlutdeild
þeirra í loðnukvótanum hverju
sinni. -SÓL
Barnahópur Kvennaathvarfs:
„Láttu mig
vera, ég vil
þetta ekki“
Smábókin „Þetta er líkami minn“
er nú komin út á vegum Barnahóps
Kvennaathvarfsins. Bókin, sem ætl-
uð er forskólabörnum, fjallar um
það hvernig kenna megi börnum á
nærfærinn hátt öryggi í samskiptum
við fullorðna.
Barnahópurinn hefur starfað frá
árinu 1983. Verkefni hans hafa með
árunum í æ ríkara mæli beinst að því
hvernig beita megi fyrirbyggjandi
aðgerðum til þess að draga úr of-
beldi, kúgun, kynferðislegri áreitni
og vanrækslu barna í þjóðfélginu.
Starfið byggist allt á sjálfboðavinnu
og er hópurinn opinn öllum sem
hafa áhuga á að beita sér gegn illri
meðferð barna.
Af helstu verkefnum hópsins má
nefna rekstur barnasímans (622260)
í samvinnu við starfsfólk Rauða
kross hússins, fræðslubæklingana
í texta með þessari mynd í bókinni
segir: „En þótt aðrir fái stundum að
snerta mig, er líkami minn alveg
sérstakur, því ég á hann og enginn
annar.“
„Kynferðisleg áreitni" og „111 með-
ferð á börnum - hvað er það?“, sem
væntanlegur er fljótlega og ýmiss
konar kynningarstörf.
Smábókin „Þetta er líkami minn“
er seld á skrifstofu samtakanna í
Hlaðvarpanum, Bókabúð Máls og
menningar og Námsgagnastofnun.
Sjónvarpið til jákvæðra áhrifa
Félag kvenna í fræðslustörfum,
Delta Kappa Gamma, hefur á fund-
um sínum í vetur fjallað um áhrif
fjölmiðla á börn og ungmenni. Á
síðasta vetri var menntamálaráð-
herra send ályktun þar sem bent var
á að einhver mesti áhrifavaldur í
mótun uppeldis æskufólks, utan
heimila og skóla, væri sjónvarp.
Var hvatt til að koma á skólasjón-
varpi og bent á, að nýta mætti betur
sjónvarpið til fræðslu- og jákvæðra
uppeldisáhrifa. Bent var á að auk
þess sem skólasjónvarp gæti stuðlað
að betri og ljósari fræðslu og höfðað
betur til áhuga nemenda, gæti það
örvað almenna umræðu og áhuga á
skólamálum, en jafnframt orðið
grundvöllur til skoðanaskipta um
málið innan veggja heimilanna.
Samhliða vann sérstök nefnd að
öflun upplýsinga frá ýmsum löndum
um áhrif myndefnis á böm. Hópur-
inn komst að þeirri niðurstöðu að
taka saman nokkur atriði í lítið rit
og er það einkum ætlað foreldrum
og uppalendum. -SÓL
BYKO opnar
verslun
BYKO opnaði stærstu bygginga-
vöruverslun landsins í austurbæ
Kópavogs fyrir skömmu. Þetta er
fimmta verslun fyrirtækisins á höfuð-
borgarsvæðinu, en með tilkomu nýju
verslunarinnar eykst verslunar- og
þjónustuflatarmál verslunarinnar
um 2200 fermetra. Nýja verslunin er
að Skemmuvegi 4a.
í nýju versluninni er bryddað upp
á ýmsum nýjungum til að auka
þjónustuna, bæði við iðnaðarmenn
og húsbyggendur. Má þar meðal
annars nefna að komið hefur verið á
fót áhaldaleigu, þar sem hægt er að
leigja fjölbreytt úrval af tækjum og
vélum.
Verslunarstjóri nýju verslunarinn-
ar er Agnar Kárason. -ABÓ
Hin nýja verslun BYKO að Skemmuvegi 4a.