Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 1. júní 1988 llli MINNING lllllllllillli Reykjaneskjördæmi Steingrímur Jóhann Níels Árni Elín Hermannsson Einvarðsson Lund .Jóhannsdóttir Að loknum þingstörfum boða þingmenn og varaþingmenn Framsókn- arflokksins í Reykjaneskjördæmi til almennra stjórnmálafunda um þingstörfin og ástand þjóðmála, á eftirtöldum stöðum: Fimmtud. 2. júní kl. 20.30. Glaumberg. FyrirNjarðvík, Voga, Hafnir, Sandgerði og Garð. Fundirnir verða öllum opnir og við hvetjum framsóknarmenn og aðra áhugamenn um þjóðfélagsmál til að mæta. Kjördæmissamband framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Framsóknarvist Þriggja kvölda framsóknan/ist verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu, Linnetsstíg 3, Hafnarfirði (við htiðina á Sparisjóðnum), kvöldin 2., 9. og 14. júní kl. 20.30. 36 spil að venju. Góðir vinningar. Mætum öll i spilaskapinu. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði. Norðurland vestra Fyrirhuguðum aðalfundi Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði sem halda átti 2. júní 1988 er frestað um óákveðinn tíma. Stjórnin. Ferðamálaráðstefna Félög ungraframsóknarmannaá Norðurlandi vestra boðatil ráðstefnu um ferðamál í tilefni af 50 ára afmæli S.U.F. Ráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki laugardaginn 4. júní og hefst hún kl. 14.00 í Framsóknarhúsinu, Suðurgötu 3. Frummælendur verða: Jónas Hallgrímsson, Seyðisfirði Reynir Adolfsson, Akureyri Jón Gauti Jónsson, Sauðárkróki. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um ferðamál. F.U.F. félögin á Norðurlandi vestra Akranes Bæjarmálafundur laugardaginn 4. júní kl. 10.30 í framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Dagskrá: 1. Reikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 1987. 2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 7. júní. Bæjarfulltrúarnir. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 11. júní. Staður og dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin Sumartími Breyttur opnunartími á skrifstofu Framsóknarflokksins. Frá og með 1. júní n.k. verður skrifstofa Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, Reykjavík opin alla virka daga frá kl. 8.00 - 16.00. Framsóknarflokkurinn Helga Olafsdóttir Höllustöðum Ennþá er samur blœrinn meðal bjarka, búslað á þröstur enn í fylgsnum skóga. Dalurinn geymir út til endimarka ilminn frá sumri því, er blóm lét gróa. (Sigur&ur Jónsson frá Brún) Vinkona mín Helga Ólafsdóttir er látin. Hún var jarðsett laugardaginn 28. maí í fjölskyldugrafreitnum á Guð- laugsstöðum í Blöndudal. Þessa daga leita minningar óvenju sterkt á hugann. Það er vor og sólin skín á sveitina okkar. Aflgjafi lífsins er hún, blessuð sólin, þó hún megni ekki að vekja hana Helgu, sem sefur svo vært. Helfregnin, sem kom eins og svart ský á björtum morgni, verkaði á okkur sem lost, Hvers- dagslegir hlutir verða einskis verðir. Það sem miður fer í daglegu amstri skiptir ekki máli. Við erum með hugann hjá fjölskyldunni á Höllu- stöðum. Guð blessi þau öllogstyrki. Svo vel þekkti ég Helgu, að ég veit að þaðan sem hún horfir til okkar og sér tárin, sem falla, vill hún þerra þau. Hún vill ekki að hér ríki sorg. I jarðnesku lífi hennar var gleði og birta. Hún var hetja til hinsta dags. Hún flutti alltaf með sér góðan anda, hún Helga hafði svo hreina sál. Ung og bjartsýn horfðu þau til framtíðarinnar Helga og Páll, þegar þau að loknu námi settu saman bú á Höllustöðum. Þar áttu þau fagurt heimili og dýrmæt ár, myndarleg börn og vel gefin, sem bera einkenni foreldranna og merki heimilisins vel. Þau eru hreinskiptin og glaðlynd. Stormar mannlífsins hafa nætt um Höllustaðaheimilið af og til, en mér hefur stundum fundist hægt að líkja því við hreiður, sem hefur verið valinn staður svo góður að ekkert nær að skaða það. Svo vel tókst þeim með hreiðrið sitt Höllustaðahjón- um. t)g leitun mun vera á betra og samhentara fjölskyldulífi. Trúi ég það muni létta þeim öllum mikinn missi. Hún Helga okkar lifir þó hún sé látin. Guði sé þökk. Við kveðjum hana og þökkum henni samveruna af alhug og biðjum guð að blessa hana. Tíminn lt'ður hratt og fyrr en varir hittumst við öll hinum megin. Bryndís. t Ástvinur okkar Ásgeir Torfason Hávallagötu 15 lést á heimili sínu 22. maí. Útför hans var gerð í kyrrþey. Gyða Jónsdóttir Sigurður Jónsson ÁsgeirSigurðsson Jón Viðar Sigurðsson t Útför móður okkar, Lilju Bjarnadóttur fyrrum húsfreyju, Langholti, Hraungerðishreppi Eyrarvegi 16, Selfossi verður gerð frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Börnin Dráttarvélar Sannarlega peninganna virði. VELAR 0G ÞJ0NUSTA HF. - Velaborg JARNHALSI 2 - SÍMI 83266-686655 Samtök aldraðra Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 1988. 502 nr. 6 8339 nr. 13 653 nr. 2 8631 nr. 18 1503 nr. 2 8805 nr. 15 1731 nr. 4 9031 nr. 11 2000 nr. 5 9032 nr. 9 2420 nr. 21 9081 nr. 14 5149 nr. 3 9335 nr. 20 4995 nr. 8 10742 nr. 1 5247 nr. 22 11143 nr. 17 5907 nr. 19 11193 nr. 16 7213 nr. 10 11247 nr. 7 Flokksstarf BILALEIGA með utibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Vesturlandskjördæmi Alexander Stefánsson alþingismaður boðar til funda til að ræða um þingstörlin, ástand þjóðmála og stjórnmálaviðhorfið. Fundir eru ákveðnir á eftirtöldum stöðum: Hellissandi miðvikudaginn 1. júní kl. 17.00. Ólafsvík miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30. Stykkishólmi fimmtudaginn 2. júní. Grundarfirði föstudaginn 3. júní. Lýsuhóli laugardaginn 4. júní. Breiðabliki mánudaginn 6. júní. Lindartungu þriðjudaginn 7. júní. Akranesi fimmtudaginn 9. júní. Fundartími og nánari staðsetning verður auglýst í útvarpi og á viðkomandi stöðum. Framsóknarflokkurinn Vorhappdrætti Fram- sóknarflokksins 1988 Dregið verður i vorhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní n.k. Að gefnu tilefni er vakin athygli á þeirri nýjung að nú er sendur út einn gíróseðill. Þar eru tilgreind númer þeirra miða sem viðtakandi á að greiða. Þeir sem hafa fengið sendan þennan gíróseðil eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Allar frekari upplýsingar veitir skrifstofa flokksins að Nóatúni 21, sími 24480 og SÍmi 21379. Framsóknarflokkurinn Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bítaleiga Akureyrar NOTAR ÞÚ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.