Tíminn - 01.06.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Miðvikudagur 1. júní 1988
FRÉTTAYFIRLIT
ÁSTRALIA - Jarðskjálfti I
sem mældist sjö á Richter!
kvarða skók Darwin höfuðborg!
norður-hluta Ástralíu
í gærmorgun, svo rafmagn fór
af meginhluta borgarinnar.
JERUSALEM - Öryggis-
málaráðherra israels Yitzhak
Rabin hefur þegar haldið tvo
fundi með leiotogum Palestínu
frá herteknu svæðunum og að
sögn háttsetts embættis-
manns eru fleiri fundir ráðgerð-
ir á næstunni.
RÓM - Sósíalistar unnu stór-
an sigur en kommúnistar hins
vegar töpuðu gríðarlega í
kosningum í Róm og eru úrslit-
in talin eiga eftir að hafa mikil
áhrif á stjórnmálin í landinu.
MANAGUA - Daniel Or-
tega forseti Nicaragua hefur
ákært Ronald Reagan forseta
Bandaríkjanna fyrir að standa
í vegi fyrir sáttafundum sandin-
ista og Contra skæruliða. Hann
segir það vera hluta þeirrar
stefnu sem Reagan rekur á
leiðtogafundinum.
MOSKVA - Fjöldámótmæli
hafa blossað upp í Yerevan,
höfuðborg sovéska sam-
bandslýðveldisins Armeníu,
að sögn andófsmanna í
Moskvu.
BELGRAD - Stjórnvöld í
Júgóslavlu hafa afnumið höml-
ur af utanríkisverslun og að
nokkru leyti af innflutningi.
Þetta er liour I herferð til að
vinna sigur á efnahagskreppu
landsins.
JÓHANNESARBORG-
Trúarleiðtogar í Suður-Afríku
halda nú ráðstefnu til að ræða
nýja áætlun sem varðar mót-
spyrnu án ofbeldis gegn kyn-
þáttamisrétti.
lllllllllll ÚTLÖND
Leiðtogarnir ræða
svæðisbundin átök
Reuter-Moskva:
Svæðisbundin átök eru eitt af
fjórum megin umræðuefnum þeirra
Ronald Reagans og Mikhael Gor-
batsjovs á fundi þeirra í Moskvu
þessa dagana. Leiðtogarnir hafa rætt
leiðir til að aðstoða íbúa Eþíópíu,
þar sem hungursneyð hefur herjað
að undanfömu vegna uppreisna Er-
itreumanna gegn leppstjórn Sovét-
ríkjanna í landinu.
Sovétmenn styðja Bandaríkja-
menn í tilraunum þeirra til að fá.
40.000 manna kúbanskt herlið til að
yfirgefa Angóla, í stað þess að
yfirvöld Suður- Afríku veiti Nam-
ibíu sjálfstæði. í síðasta mánuði
héldu bandarísk stjórnvöld fund
með embættismönnum frá Angóla,
Kúbu og Suður- Afríku í þessum
tilgangi.
Ólympíuleikarnir sem haldnir
verða í Seoul í september hafa verið
til umræðu, en báðum aðilum er
umhugað um að þeir fari fram á
friðsamlegan hátt. Báðar stórþjóð-
irnar munu taka þátt í leikunum.
Bandaríkjamönnum er umhugað
um að Sovétmenn hætti að styðja
Sandinista stjórnina í Nicaragua.
Sovétmenn vilja hins vegar sjá fyrir
endann á stuðningi Bandaríkja-
manna við Contra skæruliða í land-
inu. í tilefni þessara deilna hafa
Sovétmenn borið fram tillögu um að
bæði risaveldin hætti herstuðningi
við Nicaragua.
Bandaríkjamenn hafa komið með
óskir um að Víetnamar dragi til
baka 100.000 manna herlið sitt sem
styður stjórnina í Phnom Pehn.
Stjórnvöld í Víetnam hafa gefið
loforð um þetta verði gert fyrir 1990
og gáfu þá yfirlýsingu í síðustu viku
að helmingurinn eða 50.000 her-
menn verði kallaðir þaðan á þessu
ári.
Leiðtogar risaveldanna segjast
eyða litlum tíma í umræður um
málefni Afganistans þar sem brott-
flutningur sovéskra hermanna þaðan
stendur nú yfir. IDS
Sovésk börn niðursokkin í sjénvarpsefni frá Evrópu.
æfingar og annað efni sem það
myndi aldrei sjá í sjónvarpi í Sovét-
ríkjunum. Á meðan CNN gerir inn-
rás á sovésk heimili reyna ABC,CBS
og NBC sjónvarpsstöðvarnar hver í
kapp við aðra að fanga huga og
hjörtu sjónvarpsáhorfenda í Banda-
ríkjunum þar sem milljónir dollara
eru í húfi um að verða fyrstur með
fréttirnar. IDS
Gengið til leiðtogafundar.
Sjónvarpsfár í
Sovétríkjunum
S>vo viróist sem best skipulogtíu
hóparnir á leiðtogafundinum í
Moskvu þessa dagana séu annars
vegar sovéska lögreglan og hins
vegar bandarísku sjónvarpsstöðv-
arnar. Sjónvarpsstöðvarnar hafa lagt
undir sig eitt stærsta hótel veraldar,
Rossya sem hefur að geyma ein 6000
herbergi. Jafnframt hafa fjórar
stærstu sjónvarpsstöðvarnar lagt
undir sig Rauða torgið og eru meira
að segja komnar með flókinn sendi-
búnað inn í Kreml, en engrar höfuð-
borgar í heiminum er jafn vandlega
gætt og einmitt hennar. Fréttamenn,
ljósmyndarar og leigðar Lada bif-
reiðar æða um göturnar í von um að
Reagan eða Gorbatsjov láti sjá sig
utan dyra.
Smæsta sjónvarpsstöðin af þessum
fjórum CNN, hefur meira að segja
komið sér upp dyggum hópi sovésk-
ra áhorfenda. Á meðan á fundinum
stendur mun CNN sjónvarpsstöðin
senda út efni frá Evrópu á öllum
ferðamannahótelum í Moskvu og
Moskvubúar með erlend sjónvarps-
tæki hafa möguleika á að sjá efnið.
Starfsfólk hótela hefur oft verið
gripið fyrir framan sjónvarpsskjána
horfandi á fótboltaleiki, eróbik
Danmörk:
Finnland:
SELIR DEYJA
UNNVÖRPUM VIÐ
STRENDURNAR
Rcutcr-Danmörk
Yfir 300 dauðir selir hafa fundist
við strendur Danmerkur undan-
farna tvo mánuði. Talið er að
selirnir hafi dáið úr lungnasjúk-
dómi sem rakinn er til bakteríunn-
ar Bordella Brronchiseptica. Tals-
maður danska náttúruverndarráðs-
ins segir að ekki sé talið að mengun
sé bein orsök að dauða selanna.
Mengun er hins vegar talin hafa
gert selina næmari fyrir smiti. Yfir
8000 selir lifa við strendur Dan-
merkur. Smitið hins vegar getur átt
eftir að reynast þeim skeinuhætt,
þar sem það getur drepið fullorðna
seli og valdið því að afkvæmin
fæðist fyrir tímann. Vísindamenn
telja að ekkert samband sé á milli
eitruðu þörunganna við strendur
Noregs og dauða selanna. IDS
Finnar og Spánverjar
hafa skipti á föngum
Yfirvöld í Finnlandi dæmdu fyrir
skömmu síðan breskan þegn að
nafni Chris Lace í fimm ára fangelsi
fyrir eiturlyfjasmygl. Jafnframt var
Bretanum gert að greiða sekt sem
hljóðaði upp á 400.000 finnsk mörk.
Spænsk yfirvöld afhentu stjórnvöld-
um í Finnlandi Bretann fyrir nokkr-
um vikum. Skömmu áður höfðu
Finnar rekið Spánverjann Mario
Innes Torres til síns heima þar sem
hann var eftirlýstur fyrir bankarán
auk þess að vera meðlimur í öfga-
sinnuðum pólitískum samtökum þar
í landi. IDS
SPENNUM
BELTIN
sjálfra okkar
vegna!