Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. júní 1988 Tíminn 3 Fundur Alþjoðahvalveiðiráðsins í Auckland: VÍSINDAVEIÐAR OKKAR TEKNAR FYRIR í NÓTT Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins stendur enn yfir í Auckland á Nýja Sjálandi og var gert ráð fyrir að vísindaáætlun lslendinga yrði rædd nú í nótt. í gær var aftur á móti rætt um heildarendurmat á hvalastofnunum og var sameiginlegt álit vísinda- og tækninefndar ráðsins lagt til grund- vallar þeirrar umræðu. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, kom með innlegg í þær umræður, og fjallaði hann um samspil hinna ýmsu sjávarlífvera á vistfræðilegum grunni og nauðsyn á því að taka upp nútímaiegri rannsóknaraðferðir við samanburð milli hinna einstöku stofna og lífkeðjuna í hafinu. „Eins og meðlimum ráðsins er fullkunnugt um, eru fslendingar af- gerandi háðir auðlindum sjávar um afkomu sína. Við höfum talið nauð- synlegt að hyggja að fjöltegundaað- ferðum til að stuðla að skynsamlegri nýtingu auðlinda sjávar í landhelgi okkar. Frá sjónarhóli íslands er hér ekki einungis um að ræða áhugavert fræðilegt vandamál, heldur miklu fremur alvarleg vísindi sem taka verður tillit til við framtíðarstefnu- mótun. Með hliðsjón af framan- sögðu er ég sannfærður um að í nánustu framtíð verða teknar upp stjórnunaraðferðir sem miðast ekki einungis við viðkomandi stofn, held- ur heildarástand lífríkisins. Við verðum í vaxandi mæli að meta áhrif nýtingar einnar auðlindar á afkomu annarra tegunda sem háðar eru þeirri auðlind. Með öðrum orðum verðum við að áætla heildarfram- ieiðslu vistkerfisins í efnahagslegum, líffræðilegum og öðrum skilningi, fremur en að stefna að hámarks- afrakstri hverrar tegundar fyrir sig án tillits til heildarástands vistkerfis- ins“ sagði Halldór m.a. í ræðu sinni. Hann benti á að síðustu tvo ára- tugi hefði loðna verið umtalsverður hluti heildarafla íslendinga, með miklum sveiflum þó. Þorskurinn hafi samt ávallt verið lang mikilvægasta tegundin. Lauslegar athuganir gefi til kynna að loðna sé !ó til ló af heildarfæðu veiðistofns þorsksins. Vegna þess hve nýliðun í loðnustofn- inum byggist á fáum árgöngum, sé tegundin geysilega næm fyrir um- hverfisbreytingum og ofnýtingu. Þannig hafi loðnustofninn nánast hrunið á árunum 1980 til 1982. Sú þróun hafi síðan endurspeglast í afrakstri þorskstofnsins, en meðal- þyngd einstaklinga við ákveðinn ald- ur hafi lækkað um 25% á því tíma- bili. „Hér höfum við dæmi um tvær efnahagslega mikilvægar tegundir sem eru mjög háðar hvor annarri. í framtíðinni er hugsanlegt að loðnu- stofninum yrði hlíft við veiði í þeim tilgangi að stuðla að hámarksaf- rakstri þorskstofnsins, eða að reynt yrði að stjórna veiðum beggja teg- unda með hámarksheildarafrakstur að markmiði" sagði Halldór. Því næst ræddi hann um samspil sjávarspendýra og fiskveiða og benti m.a. á hringormavandamálið og að mælingar bentu til að hvalir ætu milljónir tonna af fiski í íslenskri lögsögu á hverju ári. „Þetta táknar alls ekki að við álítum að fækka eigi þessum dýrum niður í eitthvert lágmark, heldur fyrst og fremst að stefna beri að betri skilningi á hlut þessara dýra í vist- kerfinu. Á okkur hvílir sú ábyrgð að tryggja skynsamlega nýtingu og verndun allra þátta lífríkisins" sagði Halldór. Kjartan Júlíusson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, en hann er í íslensku sendinefndinni á Nýja Sjálandi, sagði í samtali við Tímann í gær, að hvalveiðar fsiendinga í vísindaskyni yrðu líklega teknar fyr- ir nú í nótt, en hann vildi engu spá um hvernig sú umræða færi. „Andinn er kannski ekkert ósvip- aður og í fyrra. Það eru skiptar skoðanir sem koma alltaf fram og eru í sjálfu sér ekkert frábrugðnar því sem verið hefur. En það á eftir að reyna á hvort það er samkomu- lagsvilji fyrir hendi eða ekki, og það þýðir ekkert að vera að leggja dóm á það fyrr en það kemur í ljós“ sagði Kjartan. -SOL Vaxtasneið Afmæll sreikningsins er heil kaka út af fyrir sig Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið. Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir. Hann hentar því mjög vel til almennra tímabundinna nota og er LdnClSD3nKl auk þess kjörin afmælisgjöf. Mk Islands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.