Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. júní 1988 Tíminn 5 Hiö íslenska þjóðvinafélag: Aðalfundur Mánudaginn 9. maí síðastlið- inn var aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags haldinn í Alþing- ishúsinu. Jóhannes Halldórsson cand. mag.,sem gegnt hefur störfum forseta félagsins frá því í mars 1987 flutti skýrslu félagsins og las reikninga og var hvoru tveggja samþykkt. Kosin var stjórn fé- lagsins til næstu tveggja ára og voru þessi kjörin: Jóhannes Hall- dórsson, cand. mag., forseti, dr. Jónas Kristjánsson, varaforseti, dr. Guðrún Kvaran, Heimir Þor- leifsson og Ólafur Ásgeirsson. Guðrún Helgadóttir tók til máls og hvatti til að Alþingi sinnti þessu aldna félagi meir en verið hefði. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson tók undir þau orð og gat þess að að fyrirhugað væri að forsetar þingsins tækju mál þess til meðferðar. -SH Hálfraraldarafmæli Rafveitu Hafnarfjarðar: Nýtt aðveitu stöðvarhús í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Rafveita Hafnarfjarðar yfir- tók rekstur rafveitu í Hafnarfirði, var í gær tekin fyrsta skóflustungan að nýju aðveitustöðvarhúsi við Öldugötu 39 í Hafnarfirði. Guð- mundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar hélt stutta ræðu og síðan tók Sigurður Emilsson, formaður rafveitunefndar fyrstu skóflustunguna. Á eftir var gestum boðið inn í núverandi að- veitustöð. Hún var tekin í notkun 12. desember 1964, en þá voru liðin 60 ár frá því að Jóhannes Reykdal setti upp og tók í notkun fyrstu almennings rafveitu á íslandi sem var við Hamarskotslæk. Nýja aðveitan verður með 132 kílówolta spennu og byggingin verð- ur 2900 rúmmetrar. í tengslum við byggingu þessa húss er stefnt að tengingu rafkerfisins við hina nýju orkusölustöð sem Landsvirkjun ætl- ar að byggja við Hamranes. Raf- veitustjóri Hafnarfjarðar er Jónas Guðlaugsson. -SH Sigurður Emilsson, tekur fyrstu skóflustunguna. Tímamynd Pjetur. á liðnum 12 árum keypt gærur sláturhúss þess. Rekstur fyrirtækj- anna er að öðru leyti algjörlega aðskilinn. Tengsl þeirra eru þó vel staðfest á þann máta að fulltrúi Loðskinna hf. í stjórn Hafnar hf. er formaður hennar. Þorbjörn Arnason sagði að í raun væri mikið í húfi fyrir Loð- skinn hf., ekki síður en íbúa í Þykkvabænum, að halda sláturhús- inu áfram í rekstri. Fyrirtækið hefur keypt allar tilfallandi gærur frá sláturhúsinu á mörgum undan- förnum árum. Á síðasta hausti voru þær í færra lagi, sum árin hefur fjöldi þeirra verið ríflega 200 þúsund. „Menn skyldu og hafa í huga að í sláturhúsaskýrslunni frægu er gert ráð fyrir að sláturhús- ið í Þykkvabænum haldi áfram velli,“ sagði Þorbjörn. Einungis endahnúturinn eftir Kolbeinn I. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Hafnar hf. á Selfossi orðaði það svo að í raun væri lítið eftir annað en að binda endahnút- inn á yfirtöku hlutafélagsins Þrí- hyrnings á rekstri sláturhúss Friðr- iks Friðrikssonar. Kolbeinn sagði að rétt væri að menn gerðu sér grein fyrir því að Höfn hf. tengdist þessu máli fyrst og fremst vegna eignarhluta Loðskinna hf. í fyrir- tækinu. Hann þvertók fyrir það á þessu stigi að hlutafélagið Þríhyrn- ingur hefði einnig hug á yfirtöku reksturs Verslunar Friðriks Friðr- ikssonar og þar af leiðandi væri ekki á döfinni að Höfn hf. opnaði verslunarútibú í Þykkvabænum. Friðrik þóguH sem gröfin Friðrik Magnússon, fram- kvæmdastjóri Verslunar Friðriks Friðrikssonar hf. í Þykkvabæ, vildi nánast ekkert tjá sig um þetta mál þegar Tíminn innti hann eftir því í gær. Orðrétt sagði Friðrik: „Það eru enn nokkrir lausir endar og af þeim sökum get ég ekkert sagt um þetta á þessu stigi. Þetta er á viðkvæmu stigi eins og er.“ Að- spurður um hver fjárhagsstaða verslunar og sláturhússins væri nú sagði Friðrik; „Við látum þetta mál alfarið bíða í bili.“ óþh Þegnar riðu á Þríhyrningsháls þaktir brynju og skjöldum. Allir komu þar óvinir Njáls nema Ingjaldur frá Kjöldum. Lesendum Tímans til gamans, en ekki síst glöggvunar, á téðri nafngift, skal á það bent að Þrí- hyrnings er getið á eftirfarandi hátt í varðveittu broti af Njálurímum: Stór eða lítill Þríhyrningur? Samkvæmt heimildum Tímans hafa forsvarsmenn Kaupfélagsins Þórs á Hellu m.a. þreifað á þeim möguleika að „rjúfa“ Þríhyrning- inn og koma inn í nefndan rekstur í Þykkvabænum. Þetta er ein þeirra hugmynda sem reifaðar hafa verið, sem liður í uppstokkun á rekstri kaupfélagsins. Með þessu yrði starfsemi þess Þríhyrnings, sem flest bendir nú til að verði myndað- ur í kringum rekstur sláturhússins, víkkuð út og næði einnig til versl- unarreksturs. Vitað er að sú hug- mynd hefur verið nefnd manna í milli að Kaupfélagið Þór opnaði verslunarútibú í Þykkvabænum og tæki þannig yfir verslunarrekstur Friðriks Friðrikssoanr. Flestir við- mælendur Tímans höfðu þó uppi stórar efasemdir um að þetta gengi eftir. um sameiningu kaupfélaganna, er það mál sem enn á eftir mjög langt í land með að verða að raunveru- l.eika." Verulegir erfiðleikar hjá Þór Ljóst er að um þessar mundir er verulega þröngt í búi Kaupfélags- ins Þórs. Eftir því sem Tíminn liðinni. Aðspurður um uppgjörs- tölur fyrir rekstur Þórs á síðasta ári, sagðist Emil ekkert geta tjáð sig um þær nú, málin myndu skýr- ast á aðalfundi kaupfélagsins í sumar. Loðskinn hf. til í slaginn „Við höfum hug á því að taka þátt í hlutafélaginu Þríhyrningi til þess að tryggja áframhaldandi Á þessari mynd getur að líta „blákaldan áhuga“ Loðskinna hf. á Sauðárkróki, á áframhaldandi rekstri Sláturhúss Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabænum. fyrirætlanir gengju hreinlega ekki upp, of mörg ljón stæðu í veginum, eins og raunar viðræður um sam- einingu sunnlenskra kaupfélaga fyrir skemmstu leiddu íljós. Annar viðmælenda Tímans hafði eftirfar- andi um málið að segja: „Það má segja að þessar hugmyndir hafi komið upp þegar menn ræddu um sameiningu kaupfélaga á Suður- landi. Þá fóru menn að hugsa sem svo; er hægt að gera eitthvað fleira en þetta. En það hefur aldrei orðið meira. Og þó menn ræði sín á milli kemst næst var um 37 milljóna tap á rekstri kaupfélagsins á síðasta ári. Niðurstöðurtölur fást þó ekki uppgefnar fyrr en á aðalfundi Þórs, að nálega einum mánuði liðnum. Emil Gíslason, kaupfélagsstjóri Þórs, staðfesti í gær að „ýmsar þreifingar," eins og hann orðaði það, væru nú í gangi um breytingar á rekstri kaupfélagsins. Hann kvaðst þó að svo stöddu hvorki geta eða vilja tjá sig frekar um þær þreifingar, en niðurstöður þeirra ættu að liggja klárar fyrir að viku rekstur Sláturhúss Friðriks Friðr- ikssonar í Þykkvabæ. Það kemur einfaldlega til af því að á undan- förnum árum höfum við keypt fjölda gæra úr Þykkvabænum. Til dæmis keyptum við um 16 þúsund gærur sl. haust. Með því að fara inn í slíkan rekstur teljum við að núverandi fyrirkomulagi sé í við- haldið," sagði Þorbjörn Árnason, framkvæmdastjóri Loðskinna hf. á Sauðárkróki, ísamtali viðTímann. Loðskinn hf. eiga 40% í fyrir- tækinu Höfn hf. á Selfossi og hafa Að undanförnu hafa verið í gangi viðræður milli verslunarinnar Hafnar á Selfossi, Loðskinna hf. sútunarverksmiðju á Sauðárkróki og fyrirtækis Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ, sem rekur þar bæði verslun og sláturhús, um yfirtöku tveggja þeirra fyrrnefndu á rekstri Sláturhúss Friðriks Friðrikssonar. Viðræður þessara aðila er komnar vel á rekspöl og búast má við að draga muni til tíðinda í málinu á allra næstu dögum. Vinnuheiti nýs hlutafélags um þennan rekstur er Þríhyrningur, en rétt er að taka fram að þetta nafn vísar ekki til þríhliða viðræðna, heldur ber hlutafélagið nafn fjallsins ægifagra, sem er milli Rangárvalla og Fljót- shlíðar. Stór Ijón og mörg í veginum Viðmælendur Tímans höfðu á orði að Þríhyrningsdæmið væri í raun hluti af stærra máli. Þar væri einfaldlega um að ræða sameiningu sunnlenskra fyrirtækja á breiðum grundvelli, m.a. fyrirtækja í versl- unarrekstri. Einn viðmælenda Tímans orðaði það svo að slíkar Stofnað hlutafélag um rekstur sláturhúss Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ: Myndaður Þríhyrningur um rekstur siáturhúss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.