Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. júní 1988 Tíminn 15 LESENDUR SKRIFA __ Hrafninn fýkur Eftir að hafa horft á kvikmyndina Óðal feðranna í Sjónvarpinu 21/5, varð það mér umhugsunarefni í hvaða tilgangi Hrafn Gunnlaugsson fylgdi henni úr hlaði með svo um- fangsmiklum formála og útskýring- um, sem raun varð á. Það hvarflaði að mér að um tvær megin ástæður gæti verið að ræða. Það er í fyrsta lagi áleitin þörf H.G. fyrir að láta sig sjást og heyrast og í öðru lagi að koma frekara höggi á sveitirnar og það sem þeim tengist, en honum hafði tekist að túlka í myndinni sjálfri. Hvað fyrra atriðið snertir, fer þaðekki dult, aðH.G. notarólíkleg- ustu tækifæri til að auglýsa sig í Sjónvarpinu. Nærtækt er dæmið um viðtal hans við kvikmyndaleikstjór- ann Ingmar Bergman, sem snerist upp í langdregna kynningu á ágætum Hrafns sjálfs. { hinu alltof langdregna viðtali Illuga Jökulssonar við H.G. í upp- hafi myndarinnar, fann ég ekki að fælist raunsönn lýsing á því, sem myndin sýndi, heldur öllu heldur viðleitni hans til að gefa aukinn þunga því sem hann vildi láta koma fram, en þar virtist einkum um að ræða fjandskap við sveitirnar og allt sem þeim tengdist. Jafnvel seilist H.G. svo langt í viðtalinu að níða þann stjórnmálaflokk, sem nánast tengist landsbyggðinni, með orðum, sem ég dreg í efa að séu sæmandi starfsmanni ríkissjónvarpsins, þar sem hlutleysi á að vera ráðandi. Eins og ég hefi lauslega drepið á, fannst mér túlkun höfundar í viðtal- inu á ýmsan hátt fara á svig við það sem myndin sýndi. Þar sá ég ekki koma frant þann ómennska ljótleika sveitalífsins sem H.G. boðaði í við- talinu, enda þótt langt væri seilst til að sýna slíkt. Þar á ég ekki hvað síst við, þar sem sýnd er vönun graðhests, sem mér fannst detta inn í myndina að tilefnislausu. Myndin kom mér svo fyrir sjónir, að mæðginin þrjú, sem enn hokruðu á kotinu sínu, væru einu heiðarlegu manneskjurnar, sem komu fram í myndinni, enda ósnortin af „há- menningunni". Eldri sonurinn, sem af litlum efnum hafði verið kostaður til mennta í borginni, hefur trúlega að upplagi líkst sínum nánustu, en borgarvistin hefur gert hann að kærulausum auðnuleysingja, sem útúr svalli með kunningjakonum sínum úr borginni fer sér í ölæði að voða, svo þaðan í frá má tæpast greina hvort hann er lífs eða liðinn. Úr borginni kemur dópistinn, dus- ilmennið og varmennið, sem nauðg- ar vangefnu stúlkubarni sem liggur á sóttarsæng. I borginni er drykkju- sjúka einstæða móðirin, sem léði húsaskjólið, en rændi sveitadrenginn aleigunni, þegar hann kom til borg- arinnar, en vildi greiða með blíðu sinni, sem þó var afbeðin. Og úr borginni voru hjónin, sem verið höfðu gestir á heimili Stefáns og reynt að véla jörðina af þeim. Eftir margítrekuð heimboð mátti svo frú- in aldrei vera að því að taka á móti Stefáni, eftir að hann var kominn til borgarinnar. Gagnstætt því sem kom fram í túlkun höfundarins, fæ ég ekki betur séð en að þessi mynd sýni, umfram allt, tómleika, óheillyndi og fláræði borgarlífsins. Hrafnar hafa löngum þótt viðsjáls- gripir. Þeir sameina lymsku hræ-' fuglsins og grimmd ránfuglsins. Því hefur nokkur áhersla verið lögð á að fækka þeim. Nú hefur Sjónvarpið hafið fækkun Hrafna. Betur að áframhald yrði á því. 22/5 1988 Óskar Sigtryggsson Að bregðast sjálfum sér í „Tímanum“ birtist fyrir nokkru grein eftir gamlan félaga, Helga Ólafsson, frá Álfsstöðum á Skeið- um. Grein þessi var hugvekja tii Sunnlendinga, sem áður hafði birst í blaði á Selfossi er nefnist „Dagskrá“. Helgi nefnir grein sína „Að vinna gegn eigin hagsmunum" og má segja að heiti greinarinnar sé að sönnu. Dæmi Helga um konurnar í Bakkafiski á Eyrarbakka, sem fái fríar ferðir af og til, svo að þær geti notið stórmarkaðanna á Reykjavík- ursvæðinu, á víðar við, en greinar- höfundur gerir sér grein fyrir. Þegar vel grær í haga hjá mörgum lands- byggðarfyrirtækjum eru greiddar niður ferðir fyrir starfsfólkið, svo að það njóti helgarferða og annarrar fyrirgreiðslu, til að sjá sig um í almenningum stórmarkaðanna í Reykjavík. Steininn tók nú úr í fyrravetur, þegar greiðasala bænda við Haga- torg skipulagði ferðir í verslunarhof- in. Þetta var á þeim árstíma, þegar bændurnir njóta vildarkjara þar um slóðir. í máli sveitarstjórans á Stokkseyri og oddvitans á Eyrarbakka við starfsmann Rásar 2, þegar hann innti þá tali um ágæti nýrrar brúar yfir Ölfusá, kom fram að þeir óttuð- ust afleiðingar, þegar leiðin styttist til innkaupaferða í Hagkaup. Ljóst var af viðbrögðum þeirra, að grein Helga Ólafssonar voru orð í tíma töluð, því þeir sögðu að þessi mál væru mikið rædd þar um slóðir. Bentu þeir á að margir sæktu vatnið yfir lækinn í verslunarefnum. Heima fyrir væri mikil og góð verslunar- þjónusta. Fólkið er nánast að bregð- ast sjálfu sér, þegar það flytur versl- un sína og önnur þjónustukaup út fyrir heimabyggð sína. Eftir sitja heimaverslanir, einkum kaupfélög- in, með vaxandi rekstrarhalla í þeirri viðleitni að bjóða fram þjónustu, sem hæfir markaðnum, þótt æ fleiri sæki heldur til verslunarhallanna í Reykjavík. Þegar við norðanmenn lítum í eigin barm er ljóst að hið sunnlenska ástand sækir norður yfir heiðar, með bættum vegasamgöngum. Eitt sinn sóttu Skagfirðingar og Húnvetningar í innkaupaleiðöngr- um til Akureyrar, einkum þegar þeir þurftu að eiga viðskipti í áfengisbúð- inni. Nú er komin á Sauðárkróki áfengisverslun og ein myndarlegasta kjörverslun utan Reykjavíkur. Hver er niðurstaðan? Kaupfélagi Skag- firðinga er nánast hegnt fyrir sitt ágæta framtak, með vaxandi rekstr- arhalla, vegna bættrar þjónustu. Á fundi Verkfræðingafélagsins um hálendisvegi var þeirri hugmynd slegið fram, að hagkvæmast væri að stytta leiðina frá Akureyri til Reykjavíkur, því að algengt væri að a.m.k. Húnvetningar og Skagfirð- ingar færu suður í Hagkaup til innkaupa á dagvörum. Spurningin er sú, hvað mundi gerast ef vegurinn um Öxnadalsheiði væri færður í nútímahorf. Mundi verslun færast til Akureyrar eða verslun Eyfirðinga færast suður? Það er Ijóst að með þessum hætti eru landsbyggðarmenn að grafa sér eigin gröf á því sviði, sem mestu varðar fyrir landsbyggðina. Lands- byggðarfólkið verður að skilja það, að landsbyggðarstefnan er einnig sá lífsstíll, sem fólkið tileinkar sér. Ef landsbyggðarfólkið, hvort sem það er norðan heiða eða austan fjalls, skynjar ekki hættuna, þarf ekki að eyða orðum að raunhæfri byggða- Ég stiklaði að Ferstiklu og naut þar góðra veitinga í notalegum veit- inga- og sýningarsal innan um dá- samleg málverk eftir sómalista- manninn Magnús Guðnason frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, er nú er hættur búskap, fluttur á Akranes og helgar sig eingöngu list sinni og er í stöðugri framför. Hann sýnir stefnu. Byggðastefnan er ekkert í raun annað, en sjálfsbjargarviðleitni fólksins sjálfs í byggðunum. Á þessu sviði á fólkið afl og tæki til að vinna þetta verk, sem eru kaupfélögin víðs vegar um landið. Hverfi samheldnin og byggðavitund- in, býr ekki lengur það afl í fólkinu sjálfu, sem þarf til að móta hinn rétta lífsstíl landsbyggðarmanna og þar með byggðastefnu hins daglega lífs úti í byggðunum. Hin nýja stétt auðmagnsins á ís- landi mun aldrei sá silfri sínu í akur hinna dreifðu byggða. Það er of langt að sækja til gróðans á þeim vettvangi. Landsbyggðarmenn standa í þakkarskuld við Helga Ólafsson frá Álfsstöðum og við væntum fleiri skrifa frá hans hendi. Hollur er sá vinur er til vamms segir. Samherji norðan heiða þarna fjölda málverka, bæði fant- asíur og landslagsmyndir og blöndu af hvorutveggja. Ég ráðlegg öllum að feta í mín fótspor og stikla að Ferstiklu og njóta þess er ég hef lýst. Sýningin mun standa til júnílok’a. Ellert Guðmundsson, Hveragerði. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða BÓKASAFNSFRÆÐINGS við bókasafn sjúkrahússins í tengslum við Háskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins Halldóri Jónssyni, en nánari upplýsingar veitir bókavörður safnsins, Björg Þórðardóttir í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ferstikla - Ferstikla Hvergi betra verð Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður sími 91-651800 BOÐI BOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus til umsóknar kennara- staða í þýsku og einnig kennarastaða í stærðfræði og eðlisfræði. Við Fjölbrautaskólann við Ármúla er laus V2 kennarastaða í vélritun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið HH REYKJKMÍKURBORG III K M M________________ ** AA H MF Arkitekt Laus er til umsóknar staða arkitekts við borgar- skipulag Reykjavíkur. Upplýsingar hjá forstöðu- manni eða Bjarna Reynarssyni, símar: 26102 og 27355. Konur í Kópavogi Hin árlega skógræktarferð Kvenfélagasambands Kópavogs að Fossá í Kjós, Landi Skógræktarfélags Kópavogs, verður farin laugardaginn 4. júní kl. 10.00 með rútu frá Félagsheimili Kópavogs. Nánari upplýsingar gefa Ingibjörg í síma 41224 og Sigurbjörg í síma 41545. Mætum vel. Stjórnin t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Kristján Magnússon bóndi, Seljalandi Höröudal sem lést mánudaginn 30. maí á Sjúkrahúsinu Akranesi verður jarðsunginn frá Snóksdalskirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Svanhildur Kristjánsdóttir Gísli Jónsson Magnús Kristjánsson Hólmfríður Kristjánsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Kristján Finnsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.