Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 2. júní 1988 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- 1 Vandi landsbyggdarinnar og fyrirtækja þar Landsbyggðin á stöðugt meira og meira undir högg að sækja. Þar fer mikill hluti verðmætasköpunarinnar fram. Þar er landbúnaðurinn. Hann á ekki upp á pallborðið hjá þeim sem aðhyllast markaðshyggju. Þar er mestur hluti sjávarútvegsins. Sú atvinnugrein nýtur heldur ekki mikillar virðingar þeirra manna sem hafa komist yfir peninga. Þar er ullariðnaðurinn. Þessar greinar geta ekki ráðið tekjum sínum. Erlent markaðs- verð ræður, eða samningar um verð á innanlandsmark- aði. Þar er erfiðara um verslun en þar semfjölbýllaer. Þeir sem búa á afmörkuðu svæði við Faxaflóa eiga stöðugt erfiðara og erfiðara með að skilja aðstöðu landsbyggðarinnar. Þetta landsvæði býr við meira frjálsræði en landsbyggðin um verðmyndun framleiðslu sinnar og þjónustu og getur oft skammtað sér lífsgæði á kostnað landsbyggðarinnar og gerir það stundum ótæpilega. Því miður vex þeirri skoðun ört fylgi að landsbyggðin sé baggi á borgríkinu og tefji fyrir efnahagslegri framvindu. En þessu er einmitt öfugt farið. Engin ástæða er til að gera of lítið úr framlagi eins landshluta öðrum fremur, en ekki verður hjá því komist að leggja áherslu á að efnahagsleg hagsæld þessa lands byggist að miklum hluta á kraftmiklum útflutnings- atvinnuvegum, dreifðum um allt land. Það er því höfuðnauðsyn fyrir allt þjóðfélagið að efla og styrkja þessar atvinnugreinar með ráðum og dáð hvar sem þær er að finna. Framsóknarflokkurinn hefur lengi barist fyrir jafn- vægi í byggð landsins í þeirri vissu að með því að viðhalda jafnvæginu væri hagsmunum allra best borgið, jafnt þeirra sem búa í höfuðborginni og þeirra sem búa úti á landsbyggðinni. Því miður verður róðurinn stöðugt þyngri. Þeim fækkar óðum sem undir þessi sjónarmið vilja taka. Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu freistað þess í ríkisstjórn að ná betur fram hagsmunum landsbyggðarinnar. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn hafa tekið sér fyrir hendur að afflytja þessa viðleitni og koma þannig í veg fyrir að árangur náist. Fjármálaráðherra kvað fyrstur upp úr með það að áhugi framsóknarmanna á hagsmunum landsbyggðar- innar væri einungis áhugi á hagsmunum samvinnuhreyf- ingarinnar. Þann söng hafa svo stuðningsblöð Sjálf- stæðisflokksins kyrjað um hríð. Samvinnufélögin eru rekin með miklum halla. Framsóknarflokkurinn hefur bara áhuga á að bjarga þeim, segja þau. Það er rétt að fjölmörg samvinnufélög eru rekin með halla um þessar mundir. En það er langt frá því að samvinnufélögin séu ein um þennan hallarekstur. Næstum allur framleiðsluiðnaður berst í bökkum, næstum allur atvinnurekstur úti á landsbyggðinni á í erfiðleikum. Fjölmörg fyrirtæki eru komin á vonarvöl og þurfa á öllum hugsanlegum stuðningi að halda ef ekki á illa að fara. Það á ekki síður við um hlutafélög og fyrirtæki rekin af einstaklingum en um samvinnufélög. Tilraunir samstarfsflokkanna í ríkisstjórn til þess að drepa þessum málum á dreif með því að halda því fram að erfiðleikarnir séu einungis hjá samvinnuhreyfingunni geta orðið landsbyggðinni örlagaríkar. Ef þessar tilraun- ir heppnast verður það til að sundra kröftunum, en landsbyggðin þarf svo sannarlega á því að halda að standa saman um þessar mundir. Fyrir mörg byggðarlög getur það verið spurning um líf eða dauða hvort menn bera gæfu til að standa saman og krefjast réttar síns. Landsbyggðin á ekki minni rétt en aðrir til gæða þessa lands. GARRI l!ip!l!l!l!!!l l!!l!lll!!! Suður-Afríka Það var aðeins minnst á Suður-' Afríku hér í þessum pistlum í gær, en að vísu af sérstæðu tilefni. Eins og menn vita hefur orðið nokkur hreyfing á því hér heima nú undan- faríð að við færum að láta meira til okkar taka en hingað til í mótstöðu þjóða hcimsins gegn aðskilnaðar- stefnunni sem rekin er þar syðra. Þannig er þess skemmst að minnast að nú á dögunum voru stofnuð hér samtök gegn þessari stefnu. í vetur leið náðist einnig sá áfangi að á Alþingi varð samstaða um að setja viðskiptabann á Suður- Afríku. Að vísu er þess tæpast að vænta að þessir tveir áfangar út af fyrir sig valdi nokkrum straumhvörfum um framkvæmd núverandi stefnu ríkis- stjómar Suður-Afríku í kynþátta- málum. En margt smátt gerir eitt stórt, og að því er einnig að gæta að Norðurlandaþjóðir hafa nú á liðnum ámm haft með sér samstarf um að berjast sameiginlega gegn aðskilnaðarstefnunni. Áhrif Norðurlanda Það hefur margsýnt sig að þegar á reynir þá er hlustað á Norður- löndin á alþjóðavettvangi. Þar em þau í áliti sem menningarlega rót- fastur heimshluti sem mark er tekið á. Þess vegna cr sjálfsagt mál fyrir okkur að taka fullan þátt í samstarfi þeirra í þessu efni. Eins og aðskilnaðarstefnan er nú rckin í Suður-Afríku er hún gjörsamlega út úr takt við allar nútimahugmyndir um mannrétt- indi, mannfrelsi og lýðræði. Þar heldur lítill minnihluti þjóðarinnar stórum meirihluta i menningarleg- um fjötram. Slíkt gengur ekki til lengdar á seinni hluta tuttugustu aldar. Að vísu er að því að gæta að viðskipti okkar íslendinga við Suð- ur-Afríku munu vera ákafiega lítil. Landið getur ekki talist markaður fyrir útfiutningsvörur okkar í nein- um mæli, og helst munum við hafa keypt þaðan ávexti, ferska og niðursoðna. Þar er að visu um ágætar vörur að ræða, en okkur á þö að vera vorkunnarlaust að leita að þeim annars staðar. f fljótu bragði skoðað verður því ekki annað séð en að það sé heldur lítil fóm fyrír okkur að neita okkur um að kaupa suður-afrískar vömr. Á móti kemur hins vegar að þá stöndum við með frændþjóðum okkar á Norðurlöndum og sýnum í verki afstöðu okkar til aðskilnaðar- stcfnunnar. Vegakerfið Umræða undanfarinna daga um gjaldeyrisútstreymið úr Seðla- bankanum dagana fyrír gcngis- lækkunina vckur til umhugsunar um ýmsa hluti. Einkum kemur þar upp í hugann hvaða stjórn við höfum eiginlega á fjármálum þjóð- arinnar hér innanlands og hvert sameiginlegir Ijármunir þjóðarbús- ins renna. Einhvers staðar kom það fram í fjölmiölum að bankar og aðrír aðilar í viðskiptalífinu hefðu þessa daga hagnast um litlar 250 miljónir á þeim gjaldeyrí sem þeim tókst að kaupa á „gamla verðinu". Eins og fleiri íslendingar hefur Garri af því talsverða ánægju að ferðast akandi um landið, ekki sLst að sumarlagi. Það hefur þannig ekki faríð fram hjá Garra fremur en öðmm hvQík- ur ósegjanlegur fengur er að hverj- um þcim kílómetra með varanlegu slitlagi sem bætist við vegakerfi landsins. Samanburðurinn á því að aka eftir malbikuðum vegum og að hristast á holóttum malarvegunum er slíkur að engu er saman jafn- andi. Og þarna er síður en svo einungis um að ræða hagsmuni þeirra sem skjótast vilja á einkabQnum milli landshluta í sumarfríinu. Hér er um stórmál að ræða að því er varðar alla vöruflutninga innan- lands. Kunnugum ber saman um að verulega háar fjárhæðir sparíst í viðhaldi og varahlutum á flutn- ingabfium, ef þeim er ekið á varan- legu slitlagi og þeim hlíft við holun- um á malarvegunum. Og hvernig er það eiginlega, ef rétt er sem fyrir okkur er borið, að ein lítil gengisbreyting geti skapað einhverjum aðilum í þjóðfélaginu svo sem fjóröung miljarðs í hagnað. Einhvern veginn er það nú svo að þegar Garri heyrir slíkar fréttir þá reikar hugur hans óhjá- kvæmilega að vegarköflum eins og spottanum í ofanverðum Norður- árdal sem meinlega er farið að vanta peninga til að taka nú ærlegt tak. Og á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar liggur fjölfarin þjóð- leið sem síðast þegar Garri vissi var gjörsamlega óþakin af jafnt mal- biki sem olíumöl. Þetta em bara tveir spottar af fjöldamörgum sem hægt væri að laga stórlega ef pcn- ingar væra fyrir hendi. Nú hefur Garri ekki handbærar tölur um hvað það kostar á kíló- metrann að leggja veg með varan- legu slitlagi. En fyrir upphæð á borð við þá sem hér var nefnd IQýtur þó hvað sem öðru líður að mega leggja töluvert vænan spotta. Eða þá að gera eitthvað annað það sem kemur öllum landsmönnum að gagni. Gurri. VÍTTOG BREITT Vatnalögin þverbrotin Alþingi hefur á að skipa fjórum forsetum, auk varaforseta. Býr engin önnur stofnun eða félags- skapur eins vel að forsetum enda kemst engin önnur samkunda með tærnar þar sem Alþingi hefur hæl- ana hvað varðar reisn og virðu- leika. Nú hefur aldursforseti Alþingis skrifað hinum forsetunum þremur opið bréf og biður þá nú endilega að gæta lagalegs réttar og virðingar Alþingis í hvívetna, eins og aldur- sforseti orðar það svo innvirðu- lega. Aldursforsetinn, Stefán Val- geirsson, telur í bréfinu að borgar- stjórn Reykjavíkur sýni Alþingi ekki nægilega virðingu með því að setja niður hátimbrað ráðhús í næsta nágrenni Alþingis og vill aldursforseti fá að vita hvernig þessar framkvæmdir horfi við fors- etum deilda og sameinaðs. Landeigendur hundsaðir Aldursforseti hefur af skarp- skyggni séð að borgarstjórn þver- brýtur vatnalögin með því að klessa ráðhúsi ofan í Tjörnina án þess svo mikið sem að spyrja landeigendur leyfis. Bóndinn á Auðbrekku sér nátt- úrlega í hendi sér að það eru lóðaeigendur við Tjörnina sem eiga netalögn, botnréttindi og reka, rétt eins og bændur við Hörgá og út með Eyjafirði eiga veiðiréttindi og netalagnir við vötn og strönd sem jarðir þeirra liggja að og botn og lífríki er einnig þeirra prívateign. Eggjataka í tjarnarhólmanum heyrir þá náttúrlega líka undir landeigendur, íbúa við Tjarnarg- ötu og Fríkirkjuveg og svo Alþingi, sem á miklar lendur við Vonar- stræti. Á síðari tímum hefur verið byggt milli Dómkirkjunnar og Tjarnar en kirkjan á áreiðanlega fom ítök í Tjörninni og varla hefur hún látið netalagnir af hendi þótt iðnaðar- menn og aðrir hafi fyllt upp í norðurenda Tjarnarinnar og byggt þar hús í trássi við lífríkið. Aldursforseti Alþingis og sérleg- ur gæslumaður virðingar þess hefur bent réttilega á það að borgarstjórn hefur þverbrotið netalögin með því að byggja hús við og út í vatn sem með réttu er í eigu íbúasam- taka Tjarnargötu, Alþingis og Dómkirkjunnar. Þeir eiga botninn Aldursforseti spyr: „Er mögu- legt að rask eða breyting á botni Reykjavíkurtjarnar sé óheimilt samkvæmt vatnalögum nema sam- þykki allra eigenda að „Tjarnar- bakkalandi" komi til?“ Von er að hann sé hissa að jarðeigandinn Alþingi skuli láta afskiptalaust að stórfelldar, ólög- mætar framkvæmdir fari fram í bakgarði þess og forráðamenn þess bregði hvergi við. Það er forkastanlegt kæruleysi af þingforsetum að bregðast ekki til varnar þegar lögmætum neta- lögnum Alþingis í Tjörninni er spillt. Það mega þó íbúasamlök Tjarnargötu eiga að þau láta ekki orðalaust rífa frá sér öll þau hlunn- indi sem vatnalögin kveða á um að þeir eigi, svo sem netalögn úti fyrir lóðum sínum, reka og botnsrétt- indi og eggjatöku í hólmum, sem líklega gæti verið hvað notadrýgst þeirra aukabúgreina sem kostur er á að stunda frá Tjamargötu. Það er greinilegt að Alþingi verður að gæta sóma síns og hags- muna og koma í veg fyrir að vatnalögin verði brotin í næsta nágrenni þinghússins og að byggt verði yfir lögmæta netalögn þingsins. Framkvæmdavaldinu hlýtur einnig að bera skylda til að sjá svo um að netlögin verði ekki brotin á eigendum „Tjarnarbakkalands." Margvísleg rök hafa veri borin fram til að koma í veg fyrir marg- nefnda ráðhúsbyggingu, en án ár- angurs. Framkvæmdir eru hafnar. En nú þegar aldursforseti Alþingis hefur sýnt fram á að vatnalögin eru þverbrotin með því að byggja hús ofan í netalagnir löglegra eigenda Tjarnarbotnsins hljóta fram- kvæmdir að verða stöðvaðar. að minnsta kosti á meðan verið er að semja um bætur fyrir eyðileggingu á hlunnindum Alþingis og „Tjarn- arbakkalands." OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.