Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 2. júní 1988 DAGBÓK Sumarnámskeið Kramhússins Fjóröa sumarið í röö er Kramhúsiö í fararbroddi meö úrval námskeiða í leik- fimi, dansi og skapandi hreyfingu, ávallt með afbragðs kennara innlenda sem er- lenda. 1. júní hefst síðdegisnámskeið í jazzi og nútímadansi. Kennari Adrianne Hawkins, sem kennt hefur undanfarin sumur í Kramhúsinu. Hún er fyrst í röðinni af fjölmörgum gestakennurum Kramhússins í júní og júlí. Sama dag hefst einnig þriggja vikna leikfiminámskeið, morgun-hádegis og síðdegistímar. Kennari Elísabet Guð- mundsdóttir fastakennari Kramhússins. 1 .-15. júlí verður námskeið í dansspuna fyrir börn 4-8 ára, kennari Guðbjörg Arnadóttir, sem nýkomin er frá námi og starfi við Danshögskolan í Stokkhólmi. Sérgrein hennar er spuni og dans fyrir börn. 11.-16. júní fer fram heilsdags kennara- námskeið ætlað íþróttakennurum, tón- menntakennurum og öðrum þeim sem vilja virkja hreyfingu og hljóðfall við kennslu. Aðalkennari á því námskeiði verður Anna Haynes dansari sem nú kemur hingað í annað sinn. Hún vinnur meðal annars út frá hugmyndum hins þekkta Rudolfs Labans. Auk hennar munu kenna, Adrienne Hawins, Hafdís Árnadóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Anna Richardsdóttir og Keith Taylor. Fyrirles- arar á náskeiðinu verða Örn Jónsson náttúruráðgjafi sem fjallar um efnið „Hvaðan kemur orkan og hvernig nýtist hún best?“, Stefán Sigurðsson líffræðing- ur og fjallar hann um „Líffræðilegar breytingar líkamans við þjálfun“, og Helga Gunnarsdóttir tónlistarfræðingur, sem fjallar um „Hreyfingu og form í tónlist“. 13.-30. júní gefst fullorðnum tækifæri til að taka þátt í dansspunanámskeiði sem einkum höfðar til þeirra sem hafa áhuga á skapandi hreyfingu. Kennari er Anna Haynes. 20. júní til 2. júlí verður svo haldið alþjóðlegt dansnámskeið, svokallað „workshop“. Þá bætast í hópinn kennar- arnir Christian Polos og Alexandra Prusa, sem bæði eru nemendum Kramhússins að góðu kunn. Par verður boðið upp á jazz, blues, nútímadans, stepp, kóreógrafíu og miðevrópska danstækni. 22.júní -2.júlí verður haldið námskeið í argentínskum tangó. Kennari Alexand- ra Prusa. Rúsínan í pylsuendanum verður svo helgarferð í Borgarfjörðinn, þar sem fléttað verður saman tangódansi og reið- kennslu hjá hinum þekkta knapa og kennara, Reyni Aðalsteinssyni á Sig- mundarstöðum. Pátttakenda er vænst víða að og það er fjöldi verður takmarkaður er fólki bent á að skrá sig sem fyrst. Akureyri 30.maí-9.júni. Eins og undanfarin sum- ur leggur Hafdís Árnadóttir frá Kramhús- inu land undir fót og heldur námskeið í leikfimi og dansleikfimi í Dansstúdíói Alice á Akureyri. Með í förinni verður Keith Talyor sem kenna mun jazz, blues og nútímadans. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum Sigtúni 3, fimmtudag kl. 14.00 Frjáls spilamennska t.d. bridge eða lombert og kl. 19.30 félagsvist (hálft kort). Kl. 21.00 verður síðan dans. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður bamadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðs- apótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanimar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjamamesi og Blómaval Kringlunni. Einnig em þau seld á skrif- stofu og bamadeild Landakotsspítala. Tónleikar í Norræna húsinu Sunnudag 5. júlí, verða þau Sigurður Bragason og Þóra Fríða Sæmundsdóttir með tónleika í Norræna húsinu. Á efnis- skrá eru íslensk lög, þýsk ljóð og ítalskar óperuaríur. Sigurður Már hóf nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni og lauk þaðan tón- menntakennaraprófi 1978. Frá Söng- skólanum í Reykjavík lauk hann 8. stigs prófi 1981. Til Ítalíu hclt Sigurður 1983 og var við söngnám í Mílanó hjá Maestro Pier Miranda Ferraro til ársins 1986. Sigurður hefur sungið með Islensku óperunni og í Þjóðleikhúsinu, einnig söng hann á mikilli sönghátíð vorið 1986 á Ítalíu. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanó- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1978. Eftir það lá leið hennar til Þýskalands þar sem hún stund- aði nám í tónlistarháskólanum í Freiburg am Breisgau, þar sem hún lauk Diplom- prófi 1981. I Stuttgart var Þóra Fríða síðan við nám þar sem hún valdi Ijóða- flutning sem sérgrein og nam undir hand- leiðslu prófessors Konrads Richter. Þóra Fríða kom heim frá námi 1984 og hefur aðallega starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. Vinningsnúmer í Happdrætti Landssambands Hjálparsveita skáta Dregið hefur verið í stórhappdrætti Landssambands Hjálparsveita skáta og komu eftirtalin númer upp: Mitsubishi Pajero 5D Super Wagon jepp- ar nr. 115235-117878-131077-141223. Volkswagen Golf C 3D 1600 bifreiðar nr. 21952-37726-53322-68676-81871-98377- 126990-148192-149397-162637-162766- 173244 Hringt verður í alla vinningshafa. Sýningu Elvars Guðna senn að Ijúka Sýning Elvars Guðna í Gimli Stokks- eyri, hefur staðið frá 21.maí. Nú fer hver að verða síðastur að líta myndir Elvars Guðna augum, því síðasti sýningardagur er á sjómannadaginn 5. júní n.k. Dagsferðir sunnudaginn 5.júní KL. 10.00 Stapafell-Sandfellshæð- Sýrfell. Ekið suður Miðnesheiði og eftir slóð sem liggur að Stapafelli, en þar hefst gangan. Síðan verður gengið um Sandfellshæð að Sýrfelli sem er skammt frá saltverksmiðj- unni á Reykjanesi. Þetta er forvitnileg gönguleið á sléttlendi, en í lengra lagi. Verð kr.1000,- Kl. 13.00 Háleyjarbunga-Reykjanes. Háleyjarbunga er austan Skálafells á Reykjanesi, hraunskjöldur með regluleg- um gíg í kolli. Létt gönguferð, Verð kr. 800.- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Laugardaginn 11. júní kl.09.00 verður farin dagsferð um söguslóðir Njálu. Gallerí Gangskör Sýning í Gallerí Gangskör. sýningin hcitir Gróska og það eru meðlimir í gelleríinu sem sýna. Hún opnar lau. 4. júní kl. 14:00 og er opin þri. til fös. frá 12 til 18 og lau. og sun. frá 14 til 18 og stendur til 19 júní. Sýndar eru vatnslita, olíumyndir, þrykk og leir og allt mögulegt. Hjördís Frímann framlengir sýningu sína í Gallerí List Sýningu Hjördísar Frímann Gallerí List sem staðiö hefur frá 21 .maí og átti að Ijúka nú um helgina, hefur verið fram- lengt til 5. júní. Sýning í Hafnargalleríi Á morgun föstudag opna þeir Tryggvi Þórhallsson og Magnús Guðmundsson sýningu á grafík og málverkum í Hafnar- galleríi, Hafnarstræti 4. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til ll.júní. Opnunartími Listasafns Einars Jónssonar. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl.13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl.11.00-17.00. 1111111 ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllllllllllllllHlllll Fimmtudagur 2. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gísli Jónasson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. með Ragnheiði Ástu Péturs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úrforustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Sigurður Konráðsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Stúart litli“ eftir Elwin B. White. Anna Snorradóttir les þýðingu sína (9). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Landpóstur - Frá Norðurlandi. Umsjón: Sig- urður Tómas Björgvinsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson (Frá ísafirði). 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnaríkis" eftir A.J. Cronin. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Finn- borg örnólfsdóttir les (13). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Heitar lummur. Umsjón: Inga Eydal (Frá Akureyri) (Einnig útvarpað aðfaranótt þriðju- dags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Ertu að ganga af göflunum, '68? Fyrsti þáttur af fimm um atburði, menn og málefni þessa sögulega árs. Umsjón: Einar Kristjánsson (Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Stravinsky og Bartók. a. Oktett fyrir blásara eftir Igor Stravinsky. Sebastian Bell leikur á flautu, Antony Pay á klarinettu, John Price og Graham Sheen á fagott, James Watson og Paul Archibald á trompet, David Purser á tenórbásúnu og Geoffr- ey Perkins á bassabásúnu. b. Divertimento fyrir strengjasveit eftir Béla Bartók. Orfeus-kammer- sveitin leikur. c. Tvær hljómsveitarsvítur eftir Igor Stravinsky. Hljómsveitin London Sinfon- ietta leikur; Riccardo Chailly stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Sigurður Konráðsson flytur. 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Kvöldstund bamanna: „Stúart litli“ eftir Eiwln B. White. Anna Snorradóttir les þýðingu sína (9) (Endurtekinn lestur frá morgni). 20.15 Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins. Tónlist eftir Krzysztof Penderecki. a. „í minningu þeirra sem létu lífið í Hírósíma'1, sorgaróður fyrir fimmtíu og tvö strengjahljóðfæri. Fílharmoníu- sveitin í Varsjá leikur; Eitold Rovicki stjórnar. b. „Capriccio“ fyrir fiðlu og hljómsveit. Wanda Wilkomirska leikur á fiðlu með pólskuútvarps- hljómsveitinni; höfundur stjórnar. c. „Lúkasar- passía" Flytjendur: Stefania Woytowicz, And- rezej Hiolsky, Bernhard Ladysz, Leszek Her- degen, Fílharmóníski kórinn og hljómsveitin í Kraká. Henryk Czyz stjórnar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Eitthvað þar... Þáttaröð um samtímabók- menntir. Sjöundi þáttur: Um finnska Ijóðskáldið Edith Södergran og rithöfundinn Jamaica Kinc- aid frá Vestur-lndíum. Umsjón: Freyr Þormóðs- son og Kristín Ómarsdóttir (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 23.10 Pólsk tónlist. a. „Tamburetta", „Chromat- ica“ og „Canzon Quarta" eftir Adam Jarzebski. Pólska kammersveitin leikur; Jerzy Maksymiuk stjórnar. b. Sinfónía í D-dúr eftir Bazyli Bohdan- owicz. Kammersveitin í Poznan leikur; Robert Satanowski stjómar. c. Konsert fyrir strengja- sveit eftir Grazynu Bacewicz. Pólska Kammer- sveitin leikur; Jerzy Maksymiuk stjórnar. d. „Þrír þættir í gömlum stíl“ fyrir strengjasveit eftir Henryk Gorecki. Pólska kammersveitin leikur: Jerzy Maksymiuk stjómar. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit. Þrastar Emilssonar (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa Kristínar Bjargar Þor- steinsdóttur. Leikjanámskeið fyrir börn Leikjanámskeið KFUM og KFUK í Reykjavík fara senn að byrja, Fyrsta námskeiðið hefst 6. júní, en hin tvö sem starfrækt verða hefjast 20. júní og4. júlí. Námskeiðin eru fyrir börn og eru með líku sniði og undanfarin sumur. Hvert námskeið stendur í tvær vikur. Bömin koma á staðinn kl. 10.00 f.h. og fara heim 12.00 Fréttayfyrilit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. - Pétur Grétarsson. 16.03 Dagskrá. 18.00 Kvöldskattur Gunnars Salvarssonar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Af fingrum fram. - Valgeir Skagfjörð 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá mánudegi þátturinn „Á frívaktinni“ þar sem Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 2. júni 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Anna og félagar ítalskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 19.25 íþróttasyrpa. Umsjónarmaður Jón Óskar Sólnes. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður 20.35 Stangaveiði. (Go fishing) Fyrsta mynd af sex sem fjalla um stangaveiðar í Bretlandi á ýmsum fisktegundum. í þessari mynd er fengist við silungsveiði. Þýðandi Gylfi Pálsson. 21.05 Matlock. Bandarískur myndaflokkur um lög- fræðingafeðgin í Atlanta. Aðalhlutverk Andy Griffith. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Að loknum leiðtogafundi. Fréttaskýringa- þáttur um leiðtogafundinn í Moskvu og í kjölfar hans verða umræður í sjónvarpssal. Umsjónar- menn Jón Valfells og Karl Blöndal. 22.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Fimmtudagur 2. júni 16.35 Howard. Howard, the Duck. Myndin er gerð eftir samnefndri bók rithöfundarins Steve Ger- ber um öndina Howard sem er önd af yfirstærð og hefur mannlegar tilfinningar. Aðalhlutverk: Lea Thompson og Jeffrey Jones. Leikstjóri: Willard Huyck. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Universal 1986. Sýningartími 105 mín. 18:20 Furðuverurnar. Die Tintenfische. Leikin mynd um börn sem komast í kynni við tvær furðuverur. Þýðandi: Dagmar Koepper. WDR. 18.45 Fífldirfska. Risking it All. Breskir þættir um fólk sem iðkar fallhlífarstökk, klífur snarbratta tinda, fer í leiðangra í djúpa hella og teflir oft á tæpasta vað. Þýðandi FriðþórK. Eydal. Westem World._____________________________________________ 19:1919:19 Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efi. 20:15 Svaraðu strax. Laufléttur spurningaleikur. Starfsfólk ýmissa fyrirtækja kemur í heimsókn í sjónvarpssal og veglegir ferðavinningar eru í boði. Umsjón: Bryndís Schram og Bjarni Dagur Jónsson. Samning spuminga og dómarastörf: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Gunnlaug- ur Jónasson. Stöð 2. 21:50 Morðgáta. Murder She Wrote. Sakamálarit- höfundurinn Jessica Fletcher mætir til leiks að nýju og að þessu sinni heimsækir hún vinkonu sína Evu Taylor í París til þess að vera viðstödd glæsilega tískusýningu á nýrri hönnun vinkon- unnar. Meðan á sýningunni stendur er meðeig- andi Evu myrtur bak við tjöldin. Þegar lögreglan finnur hnapp á morðstaðnum sem passar á kápu Evu er hún handtekin og ákærð fyrir morð. Jessica á bágt með að trúa að vinkona hennar hafi verið völd að morði og hellir sér út í rannsókn málsins af sinni alkunnu snilld. Þýð- andi: Örnólfur Árnason. MCA._______________________ 21:40 Keiludraumar. Dreamer. Ungur maður að nafni Draumur á sér draum, draum um að verða atvinnumaður í keiluíþróttinni. Hann gerir sér grein fyrir því að það eitt að vera góður í keilu dugir ekki til að fá að keppa sem atvinnumaður. En ekkert stöðvar þennan metnaðarfulla mann, ekki einu sinni unnustan sem neitar að skipa annað sætið í lífi hans. Keiludraumar er róman- tísk mynd sem sýnir bæði sigra og vonbrigði í lífi atvinnumanns í íþróttum. Keiluíþróttin hefur verið stunduð í nokkur ár hér á landi og hefur náð miklum vinsældum og fyrir áhangendur hennar er Keiludraumar kærkomin mynd. Aðal- hlutverk: Tim Matheson, Susan Blakely og Jack Warden. Leikstjóri: Noel Nosseck. Framleið- andi: Michael Lobell. Þýðandi: Ágústa Axels- dóttir. 20th Century Fox 1980. Sýningartími 90 mín. 23:10 Manhattan Transfer. Dagskráfrá tónleikum hljómsveitarinnar Manhattan Transfer. Lorimar 1984. 00:10 Sprunga í speglinum. Crack in the Mirror. Samskonar glæpur er framinn tvívegis við ólíkar þjóðfélagsaðstæður. Spurningin er hvort allir þegnar þjóðfélagsins fái sömu meðhöndlun í réttarkerfinu. Aðalhlutverk: Orson Welles, Julietta Greco og Bradford Dillmann. Leikstjóri: Richard Fleischer. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Þýðandi: Svavar Lárusson. 20th Cent- ury Fox 1960. Sýningartími 90 mín. Myndin er ekki við hæfi barna. 01:45 Dagskrárlok. kl. 19.00 síödegis. Dagskrá námskeið- anna er fjölbreytt og farið í leiki, íþróttir og skóðunarferðir. Pá fá börnin að mála, teikna, vefa og baka. Einnig verður biblíufræðsla. Námskeiðin eru haldin í félagsheimili KFUK og KFUM við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla). Innritun er þegar hafin, en nánari upplýsingar fást á skrifstofunni Antmannsstíg 2b.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.