Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.06.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT SAN SALVADOR -Duar- te forseti flaug nýlega til Bandaríkjanna í aökallandi uppskurö. Hann þjáist að eigin sögn af blæðandi magasári en óstaðfestar fregnir herma hins vegar að hann sé með krabba- mein í maga. PEKING - 49 manns létust í gassprengingu í kolanámu í Norður- Kína, er haft eftir fréttastofu í Kína. Sprengingin átti sérstað í Shengfo námunni •í Shanxi héraði síðastliðinn sunnudag. SUÐUR-AFRÍKA - Des mond Tutu erkibiskup hefur lýst yfir óánægju sinni með það að trúarleiðtogum Suður- Afríku hafi mistekist að komast að samkomulagi um áætlun til að vinna gegn kynþáttamis- rétti. MOSKVA - Michael Gor- bachef leiðtogi Sovétríkjanna hefur gagnrýnt Reagan Bandaríkjaforseta fyrir þá áherslu sem hann hefur lagt á mannréttindi á leiðtogafundin- um og segir að meiri árangri hefði væntanlega verið hægt að ná á fundinum ef þetta hefði ( ekki komið til. WASHINGTON - Mikil rannsókn stendur nú yfir í Bandaríkjunum vegna frétta um stórfellt eiturlyfjasmygl bandarískra hermanna sem dvelja í Panama. JERUSALEM - Yitzhak Rabin varnarmálaráðherra ísr- ael segir að næstum sex mán- aða löng uppreisn Palestínu- manna hafi aðeins hjaðnað á yfirborðinu. WASHINGTON - Um mæli Reagans Bandaríkjafor- seta um „frumstæða lifnaðar- hætti" indiána í Ameríku.hafa vakið upp hörð mótmæli meðal indiánanna sem segja ummæl- in hrokafull og móðgandi. Fimmtudagur 2. júní 1988 »11 ÚTLÖND Samningur leiðtoga orðinn að veruleika Ronald Reagan forseti Bandaríkj- anna og Mikhael Gorbatsjov Sovét- leiðtogi lögðu í gær lokahönd á samning um eyðingu meðaldrægra kjarnorkuvopna, sem þeir undirrit- uðu í Washington í desember á síðasta ári og munu þeir halda áfram umræðum í von um að ná enn róttækari samningi um fækkun vopna. Jafnframt munu leiðtogarnir halda fréttamannafund, en það hef- ur hvorugur þeirra gert á meðan á fundinum hefur staðið, í Moskvu. Gorbatsjov hefur reyndar aldrei haldið fundi fyrir fréttamenn í sínu heimalandi, þrátt fyrir að hafa setið við völd í þrjú ár. Almennt eru menn sammála um að fundurinn, Leiðtogarnir leggja lokahönd á samninginn. Menntaskólanemar fremja sjálfsmorð Að minnsta kosti 10 nemendur í Suður-Kóreu frömdu sjálfsmorð í maímánuði vegna prófa í skólum landsins. “Fyrirgefið ábyrðarleysi mitt“ stóð á miða sem 17 ára gamall menntaskólanemi skildi eftir sig áður en að kastaði sér fram af brú síðastliðinn mánudag. Á síðasta ári frömdu u.þ.b. 50 nemendur sjálfs- morð vegna gífurlegs álags í skólun- um, en samkeppnin um háskólapláss er gífurleg í skólum landsins. Bæði foreldrar og nemendur kvarta undan þeim miklu kröfum sem gerðar eru til nemenda. „Menntaskólanemar í prófum fá sjaldan meira en 5 klukk- ustunda svefn á sólarhring og þeir gangast undir strangari aga en við- gengst í herþjálfun," er haft eftir kennara í S-Kóreu. Haft er eftir ónafngreindum kennara að engar fyrirsjáanlegar lausnir séu á vanda- málinu og nemendur eigi því vænt- anlega eftir að halda áfram að fremja sjálfsmorð næstu árin. IDS sem lýkur í dag, hafi gengið í alla staði vel. Sovéskir embættismenn hafa þó látið í Ijós óánægju sína yfir ákvörðun Reagans um að nota Moskvu sem vettvang fyrir ræður um mannréttindi og kosti vestræns lýðræðis. Gorbatsjov hefur lýstyfir viljasínum um að fimmti leiðtogafundur þeirra félaga verði haldinn áður en Reagan fer frá völdum og vonast þeir báðir til þess að START samningurinn verði orðinn að veruleika áður en nýr maður sest í forsetastólinn í Bandaríkjunum, í janúar á næsta ári. Mönnum hefur orðið tíðrætt um að Bandaríkjaforseti líti ekki vel út, heldur virðist hann lystarlaus og þreytulegur. Talsmaður hans Marlin Fitzwater tekur þó fyrir að nokkuð ami að forsetanum, sem orðinn er 77 ára gamall og er elsti maður sem setið hefur á forsetastóli í Bandaríkj- unum. IDS ÞETTA FELST í SAMNINGNUM 0 Bann við meðal- og skammdrægum kjarnorkueldflaugum sem draga 500 til 5000 km, auk skotpalla þeirra. # Sovétmenn verða á næstu þremur árum að eyða öllum SS-20, SS-4 og SS-5 meðaldrægum kjarnaflaugum. # Á næstu 18 mánuðum verða Sovétmenn að eyða öllum SS-12 og SS-23 skammdrægum kjarnaflaugum. Bandaríkjamenn verða að eyða Pershing-IA skammdrægum kjamaflaugum og 72 kjarnaoddum fyrir v-þýskar Pershing-IAS. # Sovétmenn munu eyða eyða 1752 kjarnaeldflaugum, 826 meðaldrægum flaugum og 926 skammdrægum. Bandaríkjamenn munu eyða 859 kjamaflaugum, þar á meðal 689 meðaldrægum og 170 skammdrægum flaugum. # Samningurinn felur í sér að haft verður nákvæmt eftirlit með báðum aðilum til að tryggja að þessu sé framfylgt. Eitraðir þörungar endalokmannkyns Norskir sjávarlíffræðingar telja, að eitruðu þörungarnir, sem gert hafa út af við megnið af fjöl- skrúðugum sjávardýrum undan Noregsströndum, hafi nú stöðvað för sína við vesturströnd Norees. Þeir segja vinda hafa lægt og slóð þörunganna, sem fyrst mátti greina undan vesturströnd Sví- þjóðar fyrir tveimur vikum, hafi nú verið hreyfingalaus rétt fyrir sunn- an höfnina í Bergen síðan á þriðj- udagskvöld. „Finnum við ein- hverja leið til að berjast við þessa plágu, verður ekkert til sparað," sagði norski sjávaútvegsráðherr- ann Bjarne Noerk Eidem, eftir að hafa farið niður að sjávarsíðunni og séð þúsundir dauðra fiska fjóta meðfram strandlengjunni. Líf- fræðingar telja sterkar líkur á að að ekkert líf muni þrífast t' sjónum meðfram suðurströnd Noregs næstu tvö árin vegna eitruðu þör- unganna. Fiskar sem dáið hafa vegna þessa eru óhæfir til átu og er nú verið að vinna úr þeim gróður- áburð. Aðeins djúpsjávarfiskar, krabbar og áll virðast hafa sloppið undan slímugum þörungununt en allt upp í 10 milljónir þörunga hafa fundist í einum lítra af vatni.'Tnn- rás eitraðra þörunga þýðir endalok mannkynsins," er haft eftir Erling Utnem fyrrverandi biskup í S-Nor- egi. „Kynslóð okkar hefur leiðst út í mikla synd og spillingu, svo ég neyðist til að líta á innrás þörung- anna sem dóm guðs,“ bætti hann við. IDS Sltk hafa örlög þúsunda fiska und- an ströndum Noregs orðið síðustu vikurnar. Á innfelldu myndinni sést einn citruðu þörunganna. Norskur biskup segir:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.