Tíminn - 16.07.1988, Qupperneq 11
Laugardagur 16. júlí 1988
HELGIN
11
hitt Kennedy, sem sat á spjalli við
aðra hótelgesti hinn rólegasti, og
gerði sér grein fyrir að Kennedy
hefði ekkert gert í inálinu, hefði
hann fyrst orðið alvarlega reiður.
Gargan, Markham og Kennedy
fóru inn á hótelherbergi Kennedys.
„Hvað gerðist?“ spurði Markham.
„Ég tilkynnti ekki um atburðinn,“
svaraði Kennedy.
„Ég ætla að segja
að Mary Jo hafi keyrt“
Öldungadeildarþingmaðurinn
sagði nú félögum sínum frá því að
hann hefði synt yfir sundið, læðst
inn á hótelið, haft fataskipti og
gefið til kynna nærveru sína á
hótelinu með því að spyrja dyra-
vörð hvað klukkan væri. Kennedy
sagði að hann hefði reiknað með
Það er ekki víst að Edward
Kennedy verði svona glaðlegur á
næstunni eftir að nýjar upplýsingar
hafa komið fram um kringumstæð-
urnar við dauða...
að Gargan tilkynnti um slysið.
Þá upphófst mikið rifrildi og
Gargan segir núna að Kennedy
hefði sagt: „Ég ætla að segja að
Mary Jo hafi keyrt“.
En Markham og Gargan lögðu
fast að honum að tilkynna slysið.
Svo fór að öldungadeildarþing-
maðurinn fór í símaklefa til að
hringja á lögregluna.
Aðkoman að bílnum
En því er lýst í bók Damores að
nú væri það orðið alltof seint, tveir
veiðimenn höfðu fundið bílinn og
Mary Jo hér um bil þrem klst. fyrr
um morguninn. Á sama tíma og
Kennedy var í símanum var John
Farrar, kafari í slökkviliði Massa-
chusetts, að ná líki Mary Jo út úr
Oldsmobilnum.
Kafarinn lýsir því hvernig höfuð
hennar var reigt aftur og andlitið
fast við gólfið undir mælaborðinu.
Þetta var ekki stelling manneskju
sem missir meðvitund við högg,
heldur þeirrar sem brýst um á hæl
og hnakka að leita uppi eitthvert
loft inni í bílnum.
Það er augljóst hvað er verið að
gefa í skyn í bókinni, þ.e. að það
hefði verið á valdi Kennedys að
bjarga lífi Mary Jo Kopechne, en í
staðinn valdi hann þann kostinn að
bjarga sjálfum sér og koma sér
undan því að tilkynna um slysið í
allt að því 10 klst.
Mánuði síðar játaði Kennedy á
sig þá sök að hafa yfirgefið slysstað-
inn og hiaut tveggja mánaða skil-
orðsbundinn dóm fyrir.
I G-PEYTIRJÓMI!
- dulbúin ferðaveisla
VEISLA
í jeppa á íjalli
eða í sumarhúsinu.
Ekkert mál ef þú hefur
G-þeytirjómann meðferðis.
Skál og gaffall duga til að þeyt’ann.
Hvort þú snarar svo fram heilli
rjómatertu eða írsku kaffi
fer eftir tilefninu.
'
r
SStí.V;'
geymsluþolinn
þeytiripmi
BLIKKFORM
______Smiðjuvegi 52 - Sími 71234_
Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-
gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla
bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í
öllum litum.
Póstsendum um allt land
(Ekið niður með Landvélum).
Viljirðu bragðgott kaffi, velur þú
Hefur þú smakkað
1111
úatiW
okkar
Kaffibrennsla Akureyrar hf