Tíminn - 16.07.1988, Qupperneq 12
t *
12
HELGIN
Laugardagur 16. júlí 1988
SÁKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL' S
Morð var ódýré
Fyrir ekki ýkja mörgum árum voru hafnarverkamenn
stórvaxnir og vöðvastæltir náungar, sem þurftu á að halda
kröftum í kögglum, bæði til vinnu og varnar gegn félögum
sínum.
Nú orðið er vinnan vélvæddari og hafnarverkamenn
friðsamari. Skeggjaði maðurinn frammi fyrir varðstjóra
lögreglunnar í Antwerpen sagðist vera hafnarverkamaður, en
var hvorki sérlega stór né kraftalegur.
Hann vildi tilkynna hvarf eiginkonu sinnar. Að vísu kærði
hann sig ekkert sérstaklega um að fá hana aftur, en taldi
skyldu sína að gera lögreglunni viðvart um að hún væri horfin.
Varðstjórinn náði í eyðublöð og tók að fylla út formlega
skýrslu.
Maðurinn hét Jean-Paul Ame-
linckx og var 33 ára gamall. Konan
hans hét Yolande og var jafngömul.
Þau höfðu verið gift í 11 ár og áttu
engin börn.
Tildrög hvarfsins voru ekkert
sérstök. Daginn áður, sunnudaginn
19. júní 1983, ætluðu hjónin til
foreldra hennar, eins og þau gerðu
venjulega, en Yolande kvartaði um
höfuðverk og bað mann sinn að fara
einan. Hann gerði það, kom aftur
um sex-leytið, ásamt frænku konu
sinnar, Gerdu Rousseau, 25 ára.
Yolande var þá ekki í íbúðinni og
föt hennar, skartgripir og gleraugu
var horfið. Þó að ekkert kveðjubréf
fyndist, gerði hann ráð fyrir að hún
hefði stungið af, sennilega með elsk-
huga sínum.
Varðstjórinn lauk við skýrsluna,
sem í hans augum var ekkert sérstök.
Antwerpen er stærsta hafnarborg
Belgíu og daglega stinga konur þar
af og hverfa.
Vissulega eru málin rannsökuð og
stundum kemur í Ijós að ekki er allt
jafn sakleysislegt og það sýnist í
fyrstu. í sumum tilfellum finnst
týnda manneskjan aldrei.
Síðdegis kom rannsóknarlög-
reglumaður og leit yfir íbúðina, fékk
nöfn og heimilisföng helstu ættingja
og fór síðan að ræða við þá. Þó að
frásögn eiginmannsins væri ósköp
blátt áfram, varð að fá staðfestingu
á henni. Það gekk fljótt fyrir sig.
Foreldrar Yolande sögðust hafa tal-
að við hana um kaffileytið á sunnu-
daginn og þá hefði hún kvartað um
höfuðverk. Maður hennar hefði
komið til þeirra á venjulegum tíma,
um hálf fimm, og farið aftur klukku-
stundu seinna, ásamt Gerdu, sem
vildi reyna að lina kvalir frænku
sinnar.
Elskhugi í leynum?
Gerda sagði nokkurn veginn það
sama. Þegar þau Jean-Paul hefðu
komið heim til hans, hefði Yolande
verið horfin, svo og föt hennar og
skartgripir.
Spurð hvort hún héldi að frænka
hennar hefði átt elskhuga, svaraði
Gerda treglega, að hún hefði átt
ástarævintýri og maðurinn héti Je-
rome Plessy. Hann væri um þrítugt,
en annars vissi hún fátt um hann.
Lögreglumaðurinn spurði Jean-
Paul, hvort hann kannaðist við nafn-
ið Jerome Plessy. Jú, hann sagði það
vera nafn elskhuga konu sinnar. Þá
taldi lögreglan ekki ástæðu til að
aðhafast meira að sinni. Þó foreldrar
Yolande neituðu að hún hefði haldið
framhjá, virtist liggja Ijóst fyrir að
hún hefði stungið af með Jerome
Plessy.
Skýrsla var gerð og sennilega
hefði málinu lokið þarna, ef Hans
Meyerinck hefði ekki komið til sög-
unnar. Hann þekkti hvorki Ame-
linckx-hjónin né ættingja þeirra, en
síðdegis þann 18. júlí réð hann samt
gátuna um hvað orðið hafði um
Yolande.
Hann var í áhöfn eins af dráttar-
bátum Antwerpenhafnar og þegar
eitthvað festist í skrúfunni, fór hann
í kafarabúning og renndi sér fyrir
borð til að freista þess að losa það.
Hluturinn reyndist vera strigapoki
og í honum var lík Yolöndu Ame-
linckx. Bátsskrúfan hafði rifið
pokann, svo líkið blasti við Hans.
Þó að júlí væri, var sjórinn í
höfninni tiltölulega kaldur svo líkið
hafði varðveist vel. Bátsskrúfan
hafði ekki snert það og sjávardýrin
aðeins nartað örlítið í það, svo það
var í góðu ástandi.
- Þó ekki höfuðið, sagði læknir
glæpalögreglunnar. - Það ber vott
um högg með einhverju þungu og
líklega áttstrendu, ef til vill kúbeini
eða stórum meitli. Læknirinn var að
ræða við Albert Graaf, sem nú hafði
með höndum rannsókn morðmáls.
- Það bendir ekkert til annars of-
beldis, sagði læknirinn. - Fötin voru
fjarlægð eftir á, ef hún var þá ekki
nakin, þegar hún var myrt. Hún
hefur verið látin í um það bil mánuð,
en krufning leiðir það betur í Ijós.
Morð á mettíma
Graaf bar þegar kennsl á líkið.
Andlitið var óskemmt og vel þekkj-
anlegt af mynd, sem eiginmaður
Yolöndu hafði látið í té vegna
skýrslugerðarinnar. Til vonar og
vara voru tekin fingraför á heimilinu
til samanburðar.
Þar sem Yolande var kviknakin í
pokanum, kom ekki til greina neins
konar slys eða sjálfsvíg. Einhver
hafði myrt hana og nú var að komast
að hver það var.
Hún var þegar horfin, þegar cigin-
maður hennar kom heim um sexleyt-
ið, svo hún hafði verið myrt eða
numin á brott á þeim þrem stundum
sem liðu frá því hún hringdi til
foreldra sinna um þrjúleytið, þar til
Jean-Paul og Gerda komu heim.
Jean-Paul hefði hins vegar þurft að
fara að heiman kl. 4 til að verða
kominn til tengdaforeldranna 4.30.
Hann hefði því haft klukkustund til
að myrða konu sína, afklæða hana,
stinga henni í poka, losa sig við föt
hennar og eigur og fleygja líkinu í
höfnina.
Varla var mögulegt að gera allt
þetta á einni klukkustund og Graaf
áleit fjarstæðu að Jean-Paul hefði
getað það, því hann virtist hvorki
sérlega snjall né röskur.
Auk þess þótti víst að líkinu hefði
verið fleygt í höfnina að næturlagi.
Jafnvel þó að sunnudagur væri, var
hásumar og margt fólk á ferli á
götunum. Óhjákvæmilegt væri að
einhver hefði séð mann fleygja svo
stórum poka í höfnina.
Nú var eftir að hafa uppi á elsk-
huganum og athuga gerðir hans, auk
þess sem rannsaka þurfti íbúð Ame-
linckx-hjónanna nánar til að komast
að, hvort Yolande hefði verið myrt
þar. Ekki þurfti húsleitarheimild,
því Jean-Paul, sem var í vinnunni,
gaf leyfi símleiðis til að húsvörðurinn
hleypti lögreglunni inn.
íbúðin var rannsökuð vandlega,
en hvergi fundust blóðieifar eða
neitt sem benti til að þar hefði verið
framið morð. Hins vegar fannst 9
mm hlaupstuttur riffill og miklar
birgðir af klámblöðum og mynd-
bandsspólum með óhugnanlegum
pyndingaratriðum, jafnvel morðum.
Riffillinn var ekki ólöglegur, en
myndböndin voru það vissulega.
Elskhuginn týndur
- Ég ræði við hann um þetta,
sagði Graaf, - en við getum ekki
kært hann, því vorum að leita að
öðru. Hvað um elskhugann, er búið
að finna hann?
- Nei, svaraði Steenhouven, að-
stoðarmaður Graafs. - Hann virðist
horfinn sporlaust og það er grunsam-
legt. Ég finn ekki einu sinni fyrra
heimilisfang hans.
- Skrýtið, sagði Graaf. - Varla
hefur hann séð ástæðu til að fara,
nema af því hann vissi að hún var
látin og hver vissi það annar en '
morðinginn?
Jean-Paul Amelinckx var orðinn
leiður á hjónabandinu, en hafði ekki
ráð á skilnaði.
- Einmitt, sagði hinn. - Ég læt
lýsa eftir honum og fæ Interpol með
í það. Hver veit nema hann hafi
komist til Frakklands eða Hollands?
- Hefurðu lýsingu á honum?
spurði Graaf og fram kom, að bæði
Jean-Paul og Gerda höfðu séð
manninn, en enginn annar í fjöl-
skyldunni kannaðist við hann. Þau
sögðu hann um þrítugt, sterklega
byggðan, rúmlega meðalháan,
dökkhærðan með fremur sítt hár og
dökkeygan. Hann væri húðflúraður
á báðum framhandleggjum.
- Þá er hann líklega siómaður,
sagði Steenhouven. - Ég ímynda
mér að hjónabandið hafi ekki verið
of gott, myndböndin gætu bent til að
maðurinn væri sjúkur á vissu sviði.
Þá hefur hún leitað til þessa
sjómanns, sem reyndist svo ákafari í
skartgripina en hana sjálfa.
- Gæti verið, samsinnti Graaf.
- En hversu mikið af verðmætum
skartgripum er líklegt að eiginkóna
hafnarverkamanns eigi? Varla nóg
til að myrða hana fyrir?
- Ég athuga það, þegar ég hitti
Jean-Paul í kvöld, sagði Steenhou-
ven. - Mig vantar líka fleiri myndir
af Yolöndu, svo við getum farið að
spyrjast fyrir á knæpum og veitinga-
húsum. Hún hlýtur að hafa hitt
þennan elskhuga sinn einhvers stað-
ar og hann gæti verið þekktur þar.
Sitthvað kom í ljós í því sambandi.
Yolande Amelinckx hafði verið tíð-
ur gestur á krám, kaffihúsum og
næturklúbbum, en nær alltaf í fylgd
með manni sínum. Ekki fannst
nokkur manneskja, sem tilbúin var
að fullyrða, að hún hefði sést með
öðrum manni. - Ég veit ekki hvað
ég á að halda, sagði Steenhouven og
andvarpaði. - Svo segir Jean-Paul
að skartgripirnir hafi verið mest-
megnis drasl. Henni hafi þótt vænt
um þá, en þeir væru einskis virði.
Bindindiskona drukkin
- Þá hlýtur hún sjálf að hafa tekið
þá með sér, sagði Graaf. - Það
bendir líka til að hún hafi farið af
fúsum vilja. Auk þess hefur skartið
þá ekki verið ástæðan til morðsins.
- Kannske morðinginn hafi ekki
vitað að þetta var drasl og reynt að
selja það, stakk Steenhouven upp á.
- Var eitthvað merkilegt í krufning-
arskýrslunni?
- Bara að hún hefur fengið sér
slatta af áfengi, áður en hún var
myrt. Adrenalínið var eðlilegt, sem
bendir til að hún hafi ekki gert sér
ljóst, að hún var í hættu.
- Þá gæti hún hafa verið á knæpu,
rétt áður en hún var myrt. Steenhou-
ven hrukkaði ennið. - Síðdegis á
sunnudegi?
- Ég geri ráð fyrir að hún hafi átt
Málið var allt hið undarlegasta. Við söguna
kom sjómaður, sem hvergi fannst, og skötuhjú,
sem enginn vissi hvort voru elskendur eða ekki.
Peningar leystu gátuna, en það voru peningar
sem hvergi voru til....