Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 5. ágúst 1988
Gjald á
einnota
umbúðir?
Lagt hefur verið til að framleiðslu-
gjald verði sett á einnota gos- og
svaladrykkjarumbúðir.
„Reglur hafa verið settar um þetta
í flestum nágrannalöndum okkar
vegna þeirra vandamála sem fylgja
slíkum einnota umbúðum," sagði
Birgir Þórðarson umhverfisskipu-
lagsfræðingur hjá Hollustuvernd
ríkisins, í samtali við Tímann.
Samstarfshópur sem settur var á
laggirnar á vegum Hollustuverndar
ríkisins hefur nýlega skilað af sér
greinargerð um þetta mál.
„Við leggjum til að framleiðslu-
gjald verði sett á þessar umbúðir og
jafnframt skilagjald á ákveðnar um-
búðir,“ sagði Birgir, en hann átti
sæti í samstarfshópnum.
Fyrirhugað framleiðslugjald yrði
mismunandi hátt eftir því hvernig
umbúðir væri um að ræða.
„Ekkert framleiðslugjald yrði sett
á umbúðir sem hægt er að endur-
nota, til dæmis flöskur, en hins vegar
bæði á umbúðir sem hægt er að
endurnýta, til dæmis áldósir og á
plastflöskur sem ekki er hægt að
endurnýta. Gjaldið yrði svo mis-
munandi hátt eftir eðli umbúðanna,"
sagði Birgir.
„Hluti af gjaldinu myndi fara í
land- og gróðurvernd, annar til
fræðslu í umhverfismálum og til
mengunarvarna," sagði Birgir.
Skilagjald yrði sett bæði á áldósir,
plastumbúðir og svaladrykkjarfern-
ur og hefði í för með sér hækkun á
verði vörunnar sem viðkomandi
fengi svo endurgreidda. IDS
Slys og
innbrot
Tilkynnt var um innbrot í veitinga-
húsið Vitann í Sandgerði í gærmorg-
un. Að sögn lögreglu í Keflavík var
aðallega mat stolið, en ekkert
skemmt.
Bílvelta varð í Njarðvík miðviku-
dagsnótt. Ökumaðurinn keyrði Saab
bifreið og slapp með lítil meiðsl.
Hann er grunaður um ölvun við
akstur. -gs
Höskuldur Ólafsson, formaður framkvæmdastjórnar, Óttar Miiller, stjórnarformaður, Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri og ÓlafurÖirn^ ^ pietur
Arnarson, yfirlæknir. imamyn
Landakotsmenn samþykkja ekki ráðherratillögurnar:
Minni spítali eða
meira á fjárlögum ?
Landakotsmenn boðuðu í gær tii blaðamannafundar út af
málefnum spítalans. Þar iögðu þeir á borð öil þau gögn sem
þeir hafa fengið í hendur og Iátið frá sér fara. Á fundinum
kom fram að þeir samþykkja ekki tillögur þær sem Guðmund-
ur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og Jón Baldvin Hannibals-
son, fjármálaráðherra, lögðu fram til lausnar Landakotsmál-
inu svo kallaða.
Benda þeir á að í samkomulagi
ráðherranna séu ákvæði, sem hæpið
sé að standist og séu í ósamræmi við
samning ríkisins við spítalann, sem
undirskrifaður var 1976 og rennur út
1996.
Fulltrúaráð spítalans t'undaði á
miðvikudag og sendi frá sér yfirlýs-
ingu eftir fundinn. Þar segir m.a.:
„Fulltrúaráðið telur, að staðið hafi
verið að rekstri spítalans eins og
skipulagsskrá sjálfseignarstofnunar-
innar gerir ráð fyrir og í samræmi við
þau lög, sem um slíkar stofnanir
gilda... Því óskar fulltrúaráðið eftir
viðræðum við fjármálaráðherra og
heilbrigðis-og tryggingamálaráð-
herra til að reyna að finna lausn á
málinu."
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, lét hins vegar hafa
það eftir sér í fréttum ríkisútvarpsins
í gær að hann teldi tillögurnar endan-
legar og hann teldi ekki þörf á
frekari viðræðum við Landakots-
menn. Þeir benda hins vegar á að
Jón Baldvin hafi aldrei rætt við þá
og furða sig því á að hann vilji ekki
frekari viðræður.
Logi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landakotsspítala,
sagði í gær, að frá hans bæjardyrum
séð liti málið þannig út að ríkið ætti
að greiða halla spítalans. Fjár-
skorturinn sé ekki út af því að
spítalinn hafi hent peningum út um
gluggann, heldur vegna þess að mis-
tök hafi átt sér stað í fjárlagagerð-
inni, ogþau mistök bæri að leiðrétta.
„Það er að sjálfsögðu með öllu
óheimilt að binda löglega greiðslu
einhverjum skilyrðum. Samkomulag
ráðherra er fullt af slíkum skilyrð-
um. Þetta þættu ekki góðir við-
skiptahættir í einkaviðskiptum. Til
að leysa málið þarf annað hvort að
minnka spítalann, svo honum nægi
það fé sem ríkið veitir, eða þá að
stækka rammann og auka fjárfram-
lög,“ sagði Logi.
Landakotsmenn bentu á að það
stæði skýrt í 46. grein almannatrygg-
inga, þar sem gefin væru fyrirmæli til
stjórnvalda hvernig þau ættu að
ákveða gjöld til sjúkrahúsa, að þeir
væru í fullum rétti. Þau væru ákveðin
þannig að þau standi undir gjöldum
af þeirri þjónustu sem heilbrigðis-
ráðherra hefði ákveðið. Hann hefði
ákveðið að reksturinn væri eins og
hann er í dag, enda hefði ráðherra
gefið skipun um að spítalinn myndi
ekki minnka við sig þegar svo var
ákveðið á síðasta ári.
„Síðan er okkur legið á hálsi fyrir
að fylgja beinum fyrirmælum heil-
brigðisráðuneytisins," sögðu Landa-
kotsmenn.
„Við höfum veitt þá þjónustu sem
okkur var skipað að gera, en höfum
ekki fengið fé til að standa undir
því.“
Hvorki náðist í Jón Baldvin
Hannibalsson eða Guðmund
Bjarnason í gær. -SÓL
Áhrif kjarnorkustyrjaldar á veöurfar:
Nýjustu niðurstöður
kynntar í Háskólanum
Samvinnuferöir-Landsýn:
Ferðamenn geta
safnað punktum
til afsláttar
Samvinnuferðir-Landsýn hefur
nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða
viðskiptavinum sínum sérstakan
afslátt sem stuðlar að lægri heildar-
kostnaði ferðamannsins ef hann
ferðast mikið með Arnarflugi.
Skilmálarnir á þessum afslætti
eru á þá vegu, að viðskiptavinurinn
fær punkta reiknaða fyrir hverja
ferð sem farin er. Fjögurra þrepa
skali ákvarðar síðan hve marga
punkta þarf að safna til að fá
misháa afslætti af ferðum með
Arnarflugi, eða frá 25% afslátt á
einum miða upp í 95% afslátt á
tveimur miðum.
Eftirfarandi sýnir hvernig hver
farseðill jafngildir ákveðnum
fjölda punkta, fimm punktar fyrir
ódýrari fargjöldin eins og pakka-
ferðir, Apex og Pex, fimmtán
punktar fyrir viðskiptagjald og fyr-
ir fullt fargjald aðra leiðina og
tuttugu og fimm punktar fyrir fullt
fargjald báðar leiðir.
Til að fá 25% afslátt á einum
miða verður að safna 60 punktum,
120 punktar gefa 40% afslátt á
einum, 180 punktar gefa 95% afs-
látt aðra leiðina ef keyptur er miði
báðar leiðir og að lokum gefa 320
punktar 95% afslátt á tveimur
miðum með Arnarflugi.
Nánari upplýsingar um þennan
afslátt fást hjá Samvinnuferðum-
Landsýn. -gs
„Það hefur verið mikið rætt og
reynt að rýna í áhrif kjarnorku-
styrjalda á veðurfar undanfarin ár.
Vegna mikils reyks og reykjarmóðu
myndi kólna verulega, sérstaklega
ef þetta ætti sér stað að surnri til,“
sagði Páll Bergþórsson veður-
fræðingur í samtali við Tímann.
Sunnudaginn 7. ágúst næstkom-
andi stendur til að haldinn verði
fundur um áhrif kjarnorkustyrjalda
á veðurfar. Fundurinn verður hald-
inn í Odda, hefst klukkan 15.00 og
er öllum opinn.
Tveir fyrirlesarar, sovéskur og
bandarískur, hafa verið fengnir til
að flytja erindi um efnið, þeir Alan
Robock frá Maryland háskóla og
Stenchikov frá Reiknimiðstöð sov-
ésku vísindaakademíunnar í
Moskvu.
Að fyrirlestrunum loknum verða
pallborðsumræður þar sem Robock
og Stenchikov munu ræða efnið við
þá Henning Rodhe frá veðurfræði-
deild háskólans í Stokkhólmi, Arnt
Eliassen prófessor í Osló, Tómas
Jóhannesson frá Samtökum eðlis-
fræðinga gegn kjarnorkuvá og Pál
Bergþórsson veðurfræðing. Jafn-
framt munu þeir allir svara fyrir-
spurnum áheyrenda.
Páll Bergþórsson veðurfræðingur
sagði Tímanum að fyrirlesararnir
myndu væntanlega greina frá nýj-
ustu niðurstöðum rannsókna varð-
andi áhrif kjarnorkustyrjalda á
veðurfar.
„Það er ekki vitað hversu alvarleg
áhrif þetta hefði. Menn telja að
þetta hefði ekki eins mikil áhrif að
vetri til eins og að sumri til, því að
vetri er kalt hvort sem er og skýja-
hulan gerði þá ekki eins mikið til.
Tölur varðandi það hve mikil kólnun
yrði eru hins vegar nokkuð óábyggi-
legar og því ekki annað að gera en
að bíða og sjá hvað Robock og
Stenchikov segja um nýjustu athug-
anir á því,“ sagði Páll. IDS
Flugslysið:
Vélin
ábrott
Flak kanadísku flugvélarinnar
sem brotlenti við Hringbraut á
þriðjudag var flutt á brott síðdeg-
is í gær, eftir að kanadíska flug-
slysarannsóknanefndin, sem kom
til Reykjavíkur í gærmorgun,
hafði unnið að vettvangsrann-
sókn á slysstað. Flak vélarinnar
var flutt í flugskýli nr. 3 þar sem
frekari rannsókn mun fara fram.
- ABÓ