Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. ágúst 1988 Tíminn 15 þessu felst. Ef þessi skýring er rétt, þá er hér eitt dæmið enn um þjóðern- ishyggjuna, sem á sér djúpar rætur meðal almennings og er auk þess viðhaldið með opinberri og hálf-op- inberri innrætingu í skólum og á vinnustöðum. Verður nánar vikið að því hér á eftir. Japanskt uppeldi Þótt við íslensku blaðamennirnir fengjum ekki tækifæri til þess að fylgjast með heilum starfsdegi í jap- anskri verksmiðju og færum ekki í heimsókn í skóla, þá er að finna ýmsar frásagnir af því hvernig lífið gengur fyrir sig í verksmiðjum og skólum og hvaða anda sé haldið uppi á þeim stöðum og stofnunum sem menn eru bundnir við ungann úr ævinni þegar heimilum sleppir. Má segja að með reglulegu millibili berist fréttir um allan heim af því, hversu skólaaginn sé strangur í Japan. Skömmu áður en við lögð- um upp í Japansförina gat að líta frásögn í bandaríska vikuritinu Newsweek af hörku japanska skóla- agans, þar sem ósveigjanlegar reglur um hegðun og klæðaburð setja öðru fremur svip á skólalífið með tilheyr- andi refsingum, ef út af ber. Hollusta við land og þjóð og alger skyldu- rækni og reglufesta er barið inn í börn og unglinga með dæmafáu uppeldis-ofstæki, að því er okkur finnst. Á efri skólastigum upphefst síðan æðisgengin samkeppni um námsárangur til þess að fullnægja kröfum um inngöngu í æðri skóla og eygja von um toppstöður hjá ríki eða stórfyrirtækjum. Oft endar þessi samkeppni metnaðarfullra unglinga í harmleik þar sem hápunkturinn er sjálfsvíg til þess að kvitta fyrir ógæf- una á námsbrautinni. pótt vafalaust megi draga talsvert frá þessum öfgadæmum af skóla- andanum í Japan, þá mun japanskt uppeldi eigi að síður vera strangt og innrætingin markvís á heimilum og í skólum. f þessu sem mörgu öðru er að finna mismuninn á þjóðmenning- arhefðum og félagslegum viðhorfum Japana og íslendinga sem og annarra vestrænna þjóða. Það er því síst að furða, þótt starfsfólk í fyrirtækjum og stofnunum og hvar sem er á vinnumarkaði sætti sig við strangan vinnuaga og sífelldan eftirrekstur og áminningar varðandi afköst og fram- leiðslumagn. Framleiðsluhvöt og morgunhylling Árangur agans og innrætingarinn- ar lætur síst á sér standa í fram- leiðslustarfseminni. Ekkert vafamál er að þessi einbeitingaráróður hent- ar færibandaiðnaðinum í Japan ágætlega, svo að ég vísi í orð jap- ansks hagfræðiprófessors, sem ég las nýlega, þótt hann annars efaðist um að svo einhæft uppeldi yki andlegan þroska manna og sköpunargáfu. Eins og ég hef áður sagt - og vil reyndar leggja áherslu á - þá kynnt- ist ég þessum vinnumóral Japana ekki af eigin reynslu, þ.e.a.s. ég varð ekki vitni að vinnustaðafund- um, þar sem haldnar væru uppbyggi- legar ræður yfir starfsmönnum, né heldur að ég væri viðstaddur morg- unleikfimina og morgunsönginn, sem hver vinnudagur er látinn hefj- ast á til þess að sameina hugi starfs- manna og láta „allt lúta að einum vilja" eins og reyndar var sungið í Menntaskólanum á Akureyri forð- um tíð nemendum til leiðbeinigar um hvert vera skyldi hugarþelið í garð skólans. Hins vegar hef ég hérna fyrir framan mig frásögn dansks háskóla- stúdents, sem fór til Japans árið 1984 til þess að semja ritgerð, sem átti að heita: Um framleiðsluskipulag í Jap- an og hvernig danskur iðnaður getur hagnýtt sér slíkt skipulag. Stúdentin- um danska segist svo frá í lauslegri endursögn: „Það ermorgunn í verksmiðjunni. Hundruð verkamanna, sem allir eru í nákvæmlega eins vinnufötum, voru rétt að ljúka morgunleikfiminni í portinu fyrir framan verksmiðjuhús- ið. Tónlistin þagnar en mannsrödd bylur í hátölurum. Röddin skipar starfsmönnum að raða sér upp fyrir slökunaræfingarnar. Síðan tekur hver verkamaður að nudda bakið á Þvert ofan í það sem margir lesa út úr „alþjóðahyggju" Jap- ana og aðlögunar- hæfni þeirra að nú- tímatækni og iðnvæð- ingu, þá verður ekki annað séð en að Jap- anar séu íklæddir þykkri þjóðvarnar- brynju menningarlega og efnahagslega, ef svo má til orða taka næsta manni fyrir framan sig, og endar þar líkamleg morgunþjálfun. Því næst er sunginn Morgunsöngur starfsmanna, sem er eitthvað á þessa leið: Nú rís vor þjóð úr rústum liðins tíma nú roðar sólin nýjan frægðardag. Með færni og dug vér leggjum oss í líma að láta blómgast fósturjarðar hag. Én fremst er alls að fyrirtækið dafni, að framleiðslunnar sífellt aukist magn. Vér sækjum fram til sigra í þess nafni, þess sæmd og lof er heiður vor og gagn. Siðareglur Að loknum morgunsöng les rödd- in upp Siðareglur verksmiðjunnar, sem allt starfið er reist á, og mann- fjöldinn endurtekur þessi boðorð: 1. Oss ber að leggja af mörkum vorn eigin skerf til þjóðarbúsins. 2. Oss ber að rækja réttlæti. 3. Oss ber að virða samstarf og samlyndi. 4. Ossberánaflátsaðtakaframför- um. 5. Oss ber að sýna hógværð og lítillæti. 6. Oss ber að auðsýna þakklæti. Þá er komið að því að halda hópfundi í hverri sérdeild, þar sem í hverjum hópi eru 10-20 manns. Þar er venjan að einn úr hópnum tekur að sér að flytja uppbyggilega tölu og skiptast menn á um þetta frá degi til dags. Ræðuefnið er sjálfvalið, en verður þó að vera í hinum rétta anda siðareglnanna. Klukkan kortér gengin í níu hefst vinnan. í vinnusal er allt í röð og reglu, næstum því sótthreinsað, og glansbjart af rafljósum. Allir eru einkennisklæddir, jafnt verka- mennirnir við færibandið sem skrif- stofuliðið. Menn vinna óhemju hratt og skipulega án þess að hinni minnstu hreyfingu sé ofaukið. Allir eru að, enginn hímir eða hangsar. Hreyfingarnar minna mann á svolitla róbóta. Hins vegar er ekki gott að vita hvað starfsmönnum sjálfum finnst um þetta verklag." Löglega afsakaðar Danski stúdentinn heldur síðan áfram að fjalla um verksmiðjulífið og vinnufyrirkomulagið. Hann held- ur því fram að í huga hvers starfs- manns verði verksmiðjan og vinnu- félagarnir allt í öllu, en fjölskyldan látin sitja á hakanum. Til þess að treysta enn betur samheldni starfs- félaga í verksmiðjunni er hvatt til þess að þeir fari sem oftast saman út að borða á kvöldin eða létti sér upp á annan hátt. Þá er leyfilegt að slaka á og láta eitt og annað fjúka, sem annars er stranglega bannað að minnast á innan verksmiðjuveggja. Reyndar vorum við íslensku blaða- mennirnir fræddir dálítið um þessi kvöldfyllerí samstarfsmanna í verk- smiðjum og skrifstofum. Fylgdi það sögunni, að ekki væri tekið hart á því þótt undirtylla abbaðist upp á skrifstofustjórann undir slíkum kringumstæðum, enda rynni fljot- lega af undirtyllunni og þá yrði hún eins og hún ætti að sér að vera, hógvær og lítillát, ekkert nema virð- ingin og þakklætið. Sú saga var látin ganga í þessu sambandi, að undir- tyllur ættu það til að gera sér upp ölæði til þess að vera löglega afsak- aðar, ef þær réðust að yfirmanni sínum með dólgshætti! Túlkun heimamanna Nú má vel verá að vestrænir félagsfræðingar og rithöfundar of- geri heilmikið í lýsingum sínum af vinnuaganum og innrætingunni í Japan að því leyti að þeir sjá þessi fyrirbæri með sínum augum og leggja á þau sitt eigið siðamat. Japanskur fræðimaður er hinsvegar vís með að túlka vinnumóralinn í landinu út frá allt öðrum sjónarmið- um. Hann segir okkur að þjóðleg einingarhugsjón, hollusta við al- mannahag, virðing fyrir samfélagi, þakklæti fyrir að eiga sér fastan vinnustað og annað sem bindur fólk saman, - allt þetta sé jákvætt í hugum almennings og rótgróið í japanskri menningu. Það sem okkur finnst vera innræting og ofuragi er þá í sannleika þjóðlegt uppeldi, sem mönnum er ljúft að virða frá vöggu til grafar. Að meðtaka þessa skýringu hefur þann augljósa kost að forða mönn- um frá því að verða hleypidómum að bráð. En þessi skýring getur ekki orðið til þess að auðvelda útlendingi, segjum íslendingi eða Dana, að leggja á ráðin um það „hvað danskur eða íslenskur iðnaður getur lært af Japönum". Siðareglur japanskra fyrirtækja munu seint öðlast hljómgrunn í okkar samfélögum. Hætt er auk þess við að margur freistaðist til að skrópa, ef reynt væri að stilla saman hugina með morgun- söng og nuddkúrum. Er hægt að læra af Japönum? Það er útbreiddur misskilningur og oft skaðlegur að kynnis- og náms- ferðir séu farnar til að læra eitthvað gagnlegt til þess að flytja með sér heim. Hið rétta er að slíkar ferðir eru allt eins farnar til þess að átta sig á hvað maður á ekki að taka upp eftir öðrum. Því fjarlægari sem þjóð- ir eru og því frábrugðnari sem þær eru að menningu og lífsviðhorfum því fráleitara mun það reynast að hægt sé að „læra“ af þeim. Eg geri mér ekki háar hugmyndir um að íslendingar geti lært mikið sér til gagns hvað varðar framleiðslu- skipulag og vinnutilhögun af Japön- um. Hins vegar gætu íslendingar lært af Japönum að rækja þjóðmenn- ingu sína og virða í verki skynsamleg efnahagsmarkmið, m.a. að eyða ekki meiru en aflað er, treysta gjaldmiðilinn, varast skuldasöfnun og verðlauna gjaldreyrisöflun og gjaldeyrissparnað. Slíkum mark- miðum geta íslendingar náð án þess að taka upp heraga á vinnustað að japönskum sið. f næstu grein verður fjallað um verslunarviðskipti fslendinga og Jap- ana. Sumarferð í Lakagíga Steingrímur JónJónsson Hermannsson jarðfræðingur Ferðalangar eru minntir á að hafa með sér nesti. Fararstjórar og leiðsögumenn verða í hverri rútu. Verð kr. 2.000 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir börn. Tekið á móti pöntunum í síma 24480 og miðar seldir á skrifstofu framsóknarfélaganna milli kl. 8.00 og 16.00. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík inn í Lakagíga verður farin laugardaginn 13. ágúst. Ferðaáætlun: Lagt af stað frá umferðarmiðstöðinni, Reykjavík kl. 8 f.h. Stoppað á austurleið á Hellu og Hvolsvelli. Áætlaður komutími á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.00. Þar mun utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, ávarpa ferðalanga. Á Kirkjubæjarklaustri mun verða sagt frá sögu Skaftáreldanna. Inn í Lakagíga er áætlað að verða komið kl. 16.00. Þar mun Jón Jónsson jarðfræðingur segja frá jarðfræðilegri sögu Skaftáreldanna. Á leiðinni til Reykjavíkur er áætlað að stoppa í Vík í Mýrdal. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 22.00. Ungir framsóknarmenn! Þing Sambands ungra framsóknarmanna, og fimmtíu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni helgina 2.-4. september 1988. Ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni í síma 91-24480. Nánar auglýst síðar. S.U.F. Fjölskylduferð Hin árlega fjölskylduferð framsóknarfélaganna í Árnessýslu verður farin 13. ágúst. Lagt af stað frá Selfossi kl. 9, stoppað í Skeiðarrétt kl. 9.45, Skálholt skoðað og síðan mun deginum eytt á Þingvöllum. Þórhallur Heimisson segir sögu staðarins. Síðan verður gengið í Skógarkot undir leiðsögn Péturs Jóhannssonar. Keyrt um Grafning með viðkomu á Nesjavöllum á heimleiðinni. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Heyvinnuvélar Heyvinnuvélartil sölu. Deutz 401 dráttarvél árg. '68. New Holland 370 bindivél, KR baggatína og heyvagn, heykvísl, knosari á Fellu sláttuvél, Deutz - Fahr snúningsvél og rakstrarvél. Upplýsingar í síma 98-34178. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu______ hönnum, setjum og prentum_______ allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIÐJAN Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.