Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 5. ágúst 1988 Tíminn 13 MINNING Guðríður Sveinbjarnardóttir Guðríður Sveinbjarnardóttir, Framnesvegi 10, Reykjavík er fallin frá og verður í dag borin til grafar frá Fossvogskirkju. Guðríður var fædd á Reyðarfirði 8. júní 1912, dóttir hjónanna Svein- bjarnar Guðmundssonar póstaf- greiðslumanns, kennara og fræði- manns og konu hans Guðnýjar Hansdóttur Beck. Sveinbjörn var breiðfirskrar ættar en Guðný frá Sómastöðum í Reyðarfirði. Guðríð- ur missti móður sína 1921 og 10 ára gömul fór hún í fóstur til móðursyst- ur sinnar Sigríður Hansdóttir Beck og séra Jóns Finnssonar í Hrauni á Djúpavogi. Gerðist hún fósturdóttir þeirra upp frá því og þá um leið litla systir okkar Jakobs, bræðranna, en aðra áttum við fyrir, Elísabetu Beck, jafnöldru Guðríðar, sem komið hafði kornung í fóstur á heimilið. Varð þetta samrýmdur hópur og við margt minnisstætt fengist. sem nærri má geta. Guðríður reyndist hrókur alls fagnaðar og enginn var verkefna- skorturinn, m.a. þurfti að hirða varpeyjar víðlendar, Þvottáreyjar, sem gaf ótal verðmætar minningar og reyndist Guðríði vafalaust dýr- mætur reynsluskóli þegar til þess kom, að hún gerðist húsfreyja í Breiðafj arðareyj um. Það einkenndi Guðríði strax hve bókhneigð hún var og fróðleiksfús, enda átti hún til þeirra að telja, foreldrar hennar bæði kennarar, og frá blautu barnsbeini hafði hún van- ist bókaflóði og fróðleiksleit. Á nýja heimilinu sínu hafði hún allgóð skilyrði til að stunda þessa uppáhaldsiðju sína og notfærði sér þau af kappi, og þeim sið mun hún hafa haldið alla æfina, eftir því sem mikið annríki gerði mögulegt. Guðríður stundaði fjölbreytta vinnu heima og heiman á unglingsár- um eins og þá var títt, en fékk jafnframt heimafræðslu hjá fóstra sínum, eftir barnaskólanám, eins og ýmsir fleiri, sem þess nutu hjá honum. Varð það aðdragandi þess, að hún settist í efri bekk Eiðaskóla og lauk þaðan lokaprófi 1930. Varð Guðríði Eiðadvölin mikils virði og þrotlaus uppspretta góðra minninga. Má víst treysta því, að þar fór engin sú fræðsla framhjá henni, sem á boðstólum var. Árið 1931 hætti faðir minn prests- þjónustu og fluttu þá foreldrar mínir til Reykjavíkur ásamt fósturdætrum st'num, Elísabetu ogGuðríði. Gengu þau í heimili með okkur Sólveigu konu minni, sem við vorum þá að efna til. í þeini félagsskap átti Guðr- íður heimili sitt uns til frambúðar skipaðist um hennar hag. Næstu árin stundaði hún ýmsa vinnu í höfuð- borginni og brá sér í kaupavinnu. Þáttaskil urðu á æfi Guðríðar 1934 þegar hún réðst kaupakona til Óskars Níelssonar í Svefneyjum á Breiðafirði, sem þar bjó ekkjumað- ur við mikil umsvif til lands og sjávar, útvegsbóndi og formaður á breiðfirska vísu. Felldu þau Óskar hugi saman og gengu í hjónaband árið 1935. Óskar átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi Guðnýju 7 ára og Önnu 5 ára. Gekk Guðríður þeim í móður stað og hafa þau fjölskyldu- bönd aldrei slitnað. Bjuggu þau Óskar og Guðríður saman í Breiða- fjarðareyjum frá 1935-1945. Fyrst í Svefneyjum, síðan í Flatey. Hvorugt skorti þá verkefnin, húsfreyjuna eða húsbóndann. Auk aðalstarfa var húsbóndinn hreppstjóri, hrepps- nefndarmaður og sinnti þar fyrir utan fleiri félagsstörfum en hér verða talin. Þá hafði hann póstferðir um Breiðafjörð á báti sínum, sem Flóa- báturinn Baldur tók að annast þegar þar að kom. Fara má nærri um hvð á húsfreyjunni hvíldi við þessi skil- yrði. Tók nú fjölskyldan að stækka og urðu þessi börn þeirra Óskars, öll fædd vestra: 1. Jón Sigurður f. 1936, lög- fræðingur í Vestmannaeyjum, átti fyrr Helgu Kress cand. mag., síðar Hrefnu Sighvatsdóttur. 2. Þórkatla f. 1939 Ph.D., sagn- fræðingur, háskólakennari í Edin- borg, g. Ingólfi Helgasyni arkitekt, háskólakennara í Edinborg. Eysteinn Guðjónsson skólastjóri á Djúpavogi f. 3. apríl 1949 d. 4. júní 1988 Þegar ég kom austur á Djúpavog sumarið 1985, óraði mig ekki fyrir því, að ég ætti eftir að standa við altari kirkjunnar þremur árum síðar, að kveðja minn besta vin. Ea nú hefur það sannast einu sinni enn, og við líka fengið að reyna það á síðustu vikum hér eystra, að bilið á milli lífs og dauða er svo ákaflega stutt; enginn ræður sínum nætur- stað. í þetta sinn kom dauðinn óboðinn, og svo óvænt, og hreif með sér góðan dreng í blóma lífsins. Við sitjum eftirhljóð, agndofa, grátbólg- in, reið yfir því að hafa verið slegin svo gjörsamlega út af laginu, án þess að hafa getað komið við nokkrum vörnum. Ótal spurningar leita á hugann, en fátt er um svör. Það er ekki trúleysi, sem fæðir af sér þessi viðbrögð okkar, heldur söknuður, að fá ekki lengur að sjá þennan mann, hafa á meðal okkar, leita til hans með hin ýmsu vanda- mál, sem hann jafnan leysti svo vel úr, gantast með honum, vinna, gleðjast. Margar bækur hef ég lesið, eftir að þessi hörmulegi atburður gerðist á Djúpasandi, milli Búlandshafnar og Eskilseyjar á Hamarsfirði, að Eysteinn féll út af bát sínum og drukknaði, bækur, sem fjalla um þessi umskipti frá jarðlífinu til ann- ars lífs, því mér fannst að mér vegið frá Guði, skildi ekki hvers vegna þetta varð að gerast. Ég kallaði Guð til ábyrgðar fyrir að hafa ekki komið til hjálpar, fyrir að hafa ekki með almáttugri hönd sinni bægt þarna dauðanum frá. En við lestur þessara bóka, eink- um þó einnar þeirra, varð mér brátt ljóst, að þessi ásökun mín var ekki reist á styrkum grunni. Höfundur bókarinnar, sem er prestur í söfnuði gyðinga í Banda- ríkjunum, varð fyrir því, að sonur hans fæddist með svokallaðan öldr- unarsjúkdóm, og dó úr hrörnun og elli aðeins 14 áragamall. Fjölskyldan vissi lengi að hverju stefndi, en gat ekki með nokkru móti skilið, hvers vegna Guð legði slíka byrði á hana. Faðirinn, sjálfur guðsmaðurinn, huggarinn, settist niður magnvana og leitaði svara. Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki Guð, sem skapaði okkur þjáningarnar, heldur væru það tilviljanir, lögmál náttúrunnar, örlögin. Hann komst líka að því, að okkur hefði aldrei verið lofað þjáningalausu lífi, heldur því, að við skyldum aldrei þurfa að vera ein í sársauka okkar og þjáning- um, að við gætum alltaf haft aðgang að brunni styrks og máttar, sem duga myndi til þess að lifa af harm- leiki og óréttlæti lífsins. Að þessari niðurstöðu fenginni sá hann að hreinsa þyrfti „mannorð" Guðs, ef svo mætti að orði komast, þar eð honum væri að ósekju kennt um, er dauðinn stigi harkalega niður fæti. Og nú segir þessi lífsreyndi maður öllum þeim, er vilja hlusta, að Guði verði ekki kennt um sárs- auka okkar. Og ég finn og veit, að þetta er rétt hjá manninum. Því hvernig má það vera, að Guð, sem í Kristi boðar miskunnsemi og kær- leika, geti á sama tíma verið boðandi og höfundur grimmdar og misk- unnarleysis? Slíkt fær ekki staðist. Ég trúi á Guð, sem er andstæð- ingur þjáningar og dauða, á Guð, sem býður fram aðstoð sína þegar sorgin þjakar. Ég trúi á Guð, sem þurfti að gefa þessum heimi einka- son sinn, til þess að brjóta vald dauðans á bak aftur. Og ég trúi á Guð, sem bíður nú með opinn faðminn handan grafar, takandi á móti öllum þeim er hverfa úr þessum heimi. Dauðinn getur slegið menn í valinn, en hann megnar ekki lengur að halda þeim í greip sinni. Atburð- irnir við Jerúsalem, á páskunum, fyrir bráðum 2000 árum, sáu fyrir því. Þar fór lífið með sigur af hólmi. Eftir þetta líf bíður okkar framhald, nýr heimur, annað svið, þar sem vitundin, sálin, hinn andlegi líkami fær gist um komandi tíma. Þangað hverfum við öll þegar stund okkar kemur, og þar munum við hitta okkar góða vin, Eystein Guð- jónsson, meðal annarra. En nú erum við stödd í þessum heimi, og rétt eins og við megum aldrei gleyma þeim, er hverfa frá okkur til annars veruleika, þá meg- um við heldur ekki gleyma Jreim, er standa eftir hjá okkur. Lífið heldur áfram. Eysteinn hefði viljað, að ég minntist á það. Við skulum því reyna að leiða hjá okkur þá spurn- ingu, hvers vegna dauðinn kvaddi dyra, en spyrja þess í stað, hvert við getum leitað, þegar sá óboðni gestur hefur tekið einhvern frá okkur. Ég tel, að Guð einn megni að gefa styrk, huggun og von í þrautum lífsins, og veit, að hann finnur til með hinum syrgjandi. Megi hann koma með blessun sína til fjöl- skyldnanna í Steinum og Röst, sem þyngstu byrðina hafa, og dýpstu sárin. Það er vissulega sárt að kveðja. En minningin um þennan dreng mun lifa ókomna tíma, björt og hrein. Sigurður Ægisson. 3. Ólafur Aðalsteinn f. 1942 d. 1953. 4. Níels Örn, jarðfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni í Reykja- vík. Kv. Ástu Lilly Benedikts. Áður er getið dætra Óskars frá fyrra hjónabandi, en þær eru, Guðný Jóhanna f. 1927 og Anna Jóhanna f. 1929 g. Elísi Kristjánssyni húsa- smíðameistara. Árið 1945 flytur þessi stóra fjöl- skylda að vestan, fyrst að Úlfarsá í Mosfellssveit um eins árs skeið, síðan með tveggja ára viðkontu í Reykjavík í Engey, þar sem þau ráku bú í sex ár fyrir Búnaðarfélag fslands, og sjór og æðarvarp var stundað, eins og við átti á þeim stað. Þá er enn brotið blað og eyjabú- skapur yfirgefinn, sem þeim var löngum kær, en erfiður, eins og þeir vita, sent til þekkja. Fluttu þau þá til Reykjavíkur, þar sem Óskar stund- aði ýmiskonar störf meðan orkan leyfði. Verksvið Guðríðar breyttist þegar í þéttbýlið köm en nóg voru viðfangsefnin bæði utan heimilis og innan þess að annast hópinn sinn, og það gerði hún vakin og sofin meðan heilsan leyfði. Óskar féll frá 1984 áttatíu og níu ára gamall. Guðríður átti athvarf á Elliheimilinu Grund síðustu misser- in, og naut jafnframt ástríkis og umönnunnar fjölskyldu sinnar. Það er stór hópur vina og vanda- manna, sem kveður Guðríði nú með söknuði og innilegu þakklæti fyrir mikið og margt. Eystcinn Jónsson. Ekki verður því neitað að sárt er að missa báðar ömmur sínar á einu sumri, móðurömmu um miðjan júní og nú föðurömmu sex vikum síðar. En við því er ekkert að gera og huggun er að báðar fengu hægt andlát. Síðustu dagana hvíldi ró yfir ömmu Guðríði, hún virtist vita að dauðinn var nærri og sætti sig við það. Þegar ég kom til hennar þar sem hún lá sagði hún fátt að fyrra bragði. Eitt skiptið spurði hún hvort hin amma mín hefði legið lengi og fáeinum dögum síðar vildi hún vita hvort ég gæti eldað og fengi nóg að borða, en eiginkona mín starfar erlendis í sumar. Þessar spurningar voru dæmigerðar fyrir afstöðu henn- ar til annars fólks, að minnsta kosti sinna nánustu. Hún var umhyggju- söm og hafði áhuga á því að okkur liði vel. Fyrsta minning mín í lífinu er tengd ömmu Guju. Ég man stóran fugl, líklega hrafn, við ógurlega á sem áreiðanlega var Blanda, því síðar var mér sagt að amma hefði farið með mig þriggja cða fjögurra ára að Guðlaugsstöðum í Blöndu- dal, þar sem hún og afi þekktu fólk. Þangað hef ég ekki komið síðan. Aðrar minningar, þó yngri séu, eru daufari og því miður man ég alltof fátt af því sem gerðist þegar ég var hjá þeim barn á Framnesvegi 10, þó ég muni eftir sérkennilegum mynda- kíki og öðru dóti. Eiginlega rofar ekki aftur til fyrr en á unglingsárum og síðan þegar ég var sestur í Háskólann. Þá sat ég stund og stund í stofunni hjá þeim, ræddi við afa um Sturlungu, Biblíuna og búskapar- hætti í Breiðafjarðareyjum á fyrri hluta aldarinnar, en við öntmu um nýjustu fréttir af fjölskyldunni. Ein- staka sinnum sagði hún sögur úr eigin lífi, aðallega frá því hún var hjá móðursystur sinni og manni hennar á Djúpavogi. Það þótt henni held ég skemmtilegasti tími ævi sinnar. En hún sagði líka frá manni sem hafði átt plötuspilara þegar hún var á Alþýðuskólanum á Eiðum árið 1930, og um það leyti fór hún í rútu yfir Möðrudalsöræfi, samferða Þórbergi Þórðarsyni og Halldóri Laxness. Henni þóttu þeir kostulegir. Stund- um sagði hún mér líka eitthvað sem ég hafði sagt eða gert og hreyknust var hún af því að í jólaboði hjá móðurfólki mínu lýsti ég því yfir að rjúpan væri ekki eins góð og lundinn hjá ömmu á Framnesvegi. Umræðu- efni hennar voru ávallt af hversdags- legu tagi og eftir smástund var hún horfin inn í eldhús að taka til ntjólk, ástarpunga eða annað góðgæti, sem hún bar til stofu eða hún bauð okkur afa að setjast til borðs í eldhúsinu. Amma fæddist 8. júní á Hólmum í Reyðarfirði. Hún var elst barna Guðnýjar Jöhönnu Beck, dóttur sveitarhöfðingjans Hans Beck á Sómastöðum, og Sveinbjarnar P. Guðmundssonar fræðimanns frá Skáleyjum á Breiðafirði. Hann hafði flust austur á land að loknu námi í bændaskólanum í Ólafsdal, sinnti búskap og stundaði verslunarstörf. Yngri systkini ömmu voru Hrafn á Hallormsstað fæddur 1913 og lést í fyrra, Þórólfurfæddur 1915ogBirgir fæddur 1921, en dáinn 1936. Guðný Jóhanna lést eftir fæðingu Birgis og ári síðar var heimilið leyst upp. Amma fór til Sigríðar móðursystur sinnar og ntanns hennar séra Jóns Finnssonar að Hrauni í Djúpavogi og var hjá þeim í tæpan áratug. Eftir einn vetur í Eiðaskóla og ár í vist að Laugum í Aðaldal fór hún aftur til fósturforeldra sinna sem þá voru flutt til Reykjavíkur. Þaðan fór hún sumarið 1934 í kaupavinnu vestur í Svefneyjar á Breiðafirði, en þar var föðursystir hennar ráðskona hjá Óskari Níelssyni bónda og hrepp- stjóra. Hann hafði þá misst konu sína Önnu Jóhönnu Magnúsdóttur fjórum árum áður og átti tvær dætur, Guðnýju Jóhönnu sex ára og Önnu Jóhönnu fjögurra ára. Dvöl ömrnu vestra varð lengri en til stóð, því þau Óskar giftust 18. ágúst 1935* hann sautján árum eldri en hún. Fyrstu börn þeirra fæddust í Svefneyjum, faðir minn Jón Sigurður 15. maí 1936 og Þórkatla 21. mars 1939. Árið 1940 flutti fjölskyldan búferlum til Flateyjar og þar fæddust afa og ömmu tveir synir, Ólafur Aðalsteinn 15. maí 1942 og Níels Örn 23. ágúst 1944. f Flatey bjó þá Sveinbjörn faðir ömmu ásamt síðari konu sinni Margréti Guðmundsdóttur og börn- um þeirra Ásbirni, Styrkári, Tryggva, Eysteini, Guðmundi og Steinunni. Undir stríðslok þótti ekki lengur lífvænlegt að búa í eyjum á Breiða- firði og leiðin lá suður á land vorið 1945. Eftir skamma dvöl í Mosfells- sveit og Reykjavík settust þau að í Engey. Þar sá afi um tilraunabú með sauðfé, auk þess sem þau voru með eigin bústofn og höfðu æðarvarp að því er hann sagði mér síðar. Fyrir vikið þykir mér æðarfugl öðrum fuglum fegurri. Til Reykjavíkur fluttust afi og amma árið 1954. Þar bjuggu þau út ævina, lengstaf og alla tíð í mínu minni á Framnesvegi 10. Reynitré og hlynur byrgðu sýn útúr annarri stofunni. Klósettið var uppi á lofti og Snæfellsjökull sást þegar ég klifraði upp á baðbrúnina og teygði höfuðið uppí þakgluggann. Ári áður en þau settust að í Reykjavík dó Ólafur sonur þeirra úr berklum, ellefu ára. Ljósmynd af honum stóð á áberandi stað við símann í stofunni á Framnesvegi og amma talaði oft um að þau myndu hittast þegar hún yrði öll. Mér fannst hún hlakka til þeirrar stundar og ekki hefur biðin orðið örðugri þegar afi dó á heimili þeirra fyrir tæpum þremur árum. Myndir af þeim báð- um, eiginmanni 'og syni, voru í herbergi hennar á Elliheimilinu Grund og er ekki annað eftir en að biðja þess að henni verði að ósk sinni og hitti þá báða þegar hún verður logð til hinstu hvíldar við hlið þeirra í Fossvogskirkjugarði í dag. Mási.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.