Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. september 1988 Tíminn 5 Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar: Mun starfa af krafti Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði strax að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi að þeir ætii að starfa af krafti út kjörtímabilið. Hann sagði að nú væri farín lágmarks millifærsla og til að draga úr henni hefði m.a. verið gripið til heimildar Seðlabanka íslands til 3% gengisfellingar á íslensku krónunni. Eiginlega vildi hann frekar tala um bakfærslu þar sem nú væri verið að færa til baka fjármagn það sem færst hefur frá útflutningsatvinnu- vegunum undanfarna mánuði. Þá sagðist Steingrímur ætla að velja sjálfur hæfan mann til að leiða störf þess nýja sjóðs sem nefndur hefur verið atvinnutryggingasjóður, og stofn- aður hefur verið til tveggja ára. „Megin atriði í þessum aðgerð- um er hröð minnkun verðbólgu og hröð lækkun vaxta. Þar með er óvissunni eytt og þar með er sköp- uð ný umgjörð fyrir bæði fyrirtæki og heimili,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, eftir fyrsta ríkisstjórnarfund nýju rfkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Sagði hann jafnframt að fylgja þurfi þessum aðgerðum eftir til að umskiptin verði ekki of snögg þegar verðstöðvunartímabil- inu lýkur. „Hér eru ráðandi gundvallar- hugmyndir félagshyggju og jafn- réttis í þeim aðgerðum sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra. „Okkar fyrsta verk verður að tryggja mönnum réttinn til vinnu og gera aðgerðir í byggða- málum sem tryggja einnig réttinn til búsetu. Með samræmdum að- gerðum á ýmsum sviðum eigum við að ná þeim árangri að á fyrsta ársfjórðungi næsta árs verði verð- bólgan komin niður í 5%.“ Ekki eru neinar bókanir í stjórn- arsáttmála um hvort reisa eigi nýtt álver í Straumsvík eða ekki. Skýringar þess eru nokkuð ljósar hjá formönnum stjórnarflokk- anna. Steingrímur segir að álvers sé ekki getið þar sem ekki liggur enn fyrir að taka þurfi ákvörðun í málinu. Jón Baldvin segir að ekk- ert sé minnst á það f sáttmálanum hvort bora eigi eftir olíu á Skjálf- andaflóa. Með þessu átti utanríkis- ráðherrann auðvitað við að varla væri hægt að hafa klausur um hvers kyns stórframkvæmdir löngu áður en fyrir liggur nokkuð sem hægt verður að byggja ákvarðanatökuna á. Ólafur Ragnar sagðist halda að óskynsamlegt væri að fara út í slíkar stórframkvæmdir á næstu 2-3 árum miðað við þá stöðug- leikastefnu sem mótuð hefur verið með aðgerðum stjórnarinnar. Um skattastefnu ríkisstjórnar- innar segir Ólafur Ragnar: „Þessi ríkisstjórn ætlar sér aðrar áherslur í skattamálum, sem má lýsa best á þann veg, að hún ætlar að sækja peningana til þeirra sem fyrst og fremst hafa gert það gott í góðæri síðustu ára, án þess að ieggja sinn réttláta skerf til sameiginlegs sjóðs landsmanna." Meðal aðgerða sem ráðhcrrarnir vöktu sérstaka áherslu á má nefna breytingu á lánskjaravísitölu með aukinni viðmiðun af þróun launa- kjara, lækkun meðalraunvaxta um 3% með því að beita 9. grein Seðlabankalaganna ef samninga- leiðin dugar ekki og fylgja aðgerð- unum eftir með ströngu aðhaldi í fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Til þess að ná markmiðum þessarar nýju stjórnar um tekjuafgang á næsta ári, er stefnt að því að dregið verði úr ríkisútgjöldum um 1.500 milljónir og aflað verði tekna að fjárhæð 2.500 milljónir króna. Nákvæm útfærsla á fjármagns- skattinum liggur ekki enn fyrir, en Guðrún Sigurðardóttir ritari forsætisráðherra býður Steingrím Hermanns- son velkominn aftur i ráðuneytið. limamjnd: Arni Bjarna ljóst er að þangað verða sóttar skattieysismörkin verði hækkuð og tekjur í ríkum mæli, þar sem á tryggingabætur verði hækkaðar. sama tíma er gert ráð fyrir að KB Bráðabirgðalög ríkisstjórnar um efnahagsaðgerðir gefin út í gær: Staða útflutningsgreina bætt Með undirritun frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, síðdegis í gær öðluðust fyrstu bráðabirgðalög nýrrar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar gildi. Markmið setningar bráðabirgðalaganna er þríþætt. í fyrsta lagi að færa niður verðbólgu og vexti, í öðru lagi að bæta afkomu útflutningsgreinanna og í þriðja lagi að treysta atvinnu í landinu. Þá ætlar ríkisstjórnin að aðgerðirnar stuðli að lækkun á fjármagnskostnaði heimila og treysti fjárhagsgrundvöll þeirra. Seðlabankinn nýtti í gær heimild sína til 3% gengislækkunar. Frá og með klukkan 14 í gær var gengi íslensku krónunnar skráð í sam- ræmi við þessa 3% heimild. Fyrsti kafli bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar lýtur að aðgerð- um til að bæta hag atvinnuveganna. Atvinnutryggingasjóður Liður í því er stofnun svonefnds Atvinnutryggingasjóðs sem veita mun lán til endurskipulagningar, hagræðingar og framleiðniaukn- ingar hjá útflutningsfyrirtækjum. Sjóðurinn fær 2 milljarða króna til ráðstöfunar á næstu tveimur árum auk 300 milljóna af árlegu framlagi ríkisins til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. Þá fær sjóðurinn 200 mill- jóna árlegt framlag úr ríkissjóði. Auk þessa verður sjóðnum heimild eins milljarðs króna lántaka á næstu tveimur árum, annars vegar erlent lán með ríkisábyrgð og hins- vegar lán með Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins sem bakhjarl. Atvinnutryggingasjóði verður heimiluð milliganga um skuld- breytingu allt að 5 milljarða króna lausaskulda útflutningsfyrirtækja.' Byggðastofnun skal sjá um reikningshald og rekstur Atvinnu- tryggingasjóðs eftir nánara sam- komulagi við stjórn hans, sem skipuð er 10 mönnum. Forsætis- ráðherra skipar 5 þeirra, fjármála-, sjávarútvegs-, viðskipta-, og iðnað- arráðherra skipa hver um sig einn stjórnarmann. Tíundi stjórnar- maðurinn skal skipaður án tilnefn- ingar og verður hann formaður sjóðsstjórnar. Lækkun raforkuverðs til fiskvinnslu Samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar er Verðjöfnun- arsjóði fiskiðnaðarins heimilt að taka innlent eða erlent ríkisábyrgð- arlán að upphæð 800 milljónir króna til greiðslu verðbóta vegna framleiðslu á freðfiski og hörpu- diski á tímabilinu 1. júní í ár til 31. maí á næsta ári. Af öðrum aðgerðum ríkisstjórn- ar sem ætlað er að rétta hag fiskvinnslunnar má nefna að hún mun beita sér fyrir fjórðungslækk- un á raforkuverði til frystihúsanna. Ef litið er til landbúnaðargeirans þá má geta þess að ríkisstjómin ætlar að endurgreiða uppsafnaðan söluskatt fiskeldis og loðdýrarækt- ar með sama hætti og til annarra atvinnugreina. Þá mun ríkisstjórnin auka niður- greiðslur á ull til ullariðnaðarins um nálega 40 milljónir króna á næstu fimm mánuðum. Áætlað er að þessi aðgerð geti bætt stöðu ullariðnaðar um 5% af tekjum. Verðstóðvun til 28. febrúar 1989 Með setningu bráðabirgðalag- anna er verðstöðvun framlengd til 28. febrúar 1989. Þó verður heimilt að hækka verð vöm og þjónustu sem nemur hækkun á erlendu inn- kaupsverði eða hækkun á verði á innlendum grænmetis- og fisk- mörkuðum. Búvömverð mun haldast óbreytt á verðstöðvunar- tíma og mun ríkisstjórnin auka niðurgreiðslur til þess að það hald- ist óbreytt. Gjaldskrár opinberra fyrirtækja auk fyrirtækja sjálfstætt starfandi sérfræðinga munu ekki hækka út verðstöðvunartímabilið. Þá verður ekki heimilt að hækka húsaleigu frá deginum í gær að telja til og með 28. febrúar 1989. Óbreytt laun til 15. febrúar 1989 Laun hækka ekki til 15. febrúar 1989 en þann dag mun koma til framkvæmda 1,25% launahækkun þeirra hópa sem um hana sömdu fyrir 1. sept. sl. og átti að öðlast gildi 1. febrúar eða 1. mars 1989. Þennan sama dag falla úr gildi lagaákvæði sem takmarka samn- ingsrétt launafólks. Launaliður búvöru mun haldast óbreyttur til 15. febrúar 1989 en hækkar þá um 1,25%. Fiskverð mun og hækka um sömu prósentu- tölu þann 15. febrúar 1989. Þá er ónefnd 3% hækkun tekjutrygging- ar elli- og örorkulífeyrisþega og heimilisuppbótarfrá 1. októbernk. 3% lækkun meðalraunvaxta Ríkisstjórnin mun á næstunni beita sér fyrir 3% lækkun meðal- raunvaxta á spariskírteinum og öðrum skuldabréfum ríkissjóðs í samningum við innlánsstofnanir og lífeyrissjóði. Seðlabanka hefur verið falið að hlutast til um sömu lækkun á öðrum sviðum lánamark- aðar. Gert er ráð fyrir að nafnvext- ir muni lækka í næsta mánuði um 5-10% á grundvelli áframhaldandi launa- og verðstöðvunar. Með stöðugleika verðlags er búist við að skapist skilyrði til enn frekari nafn- vaxtalækkunar síðar. Miðað er við að 40% nafnvextir almennra skuldabréfa í júlí sl. lækki niður í 15% í októbermánuði. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgerðir í efnahagsmál- um er þess getið að Seðlabanka sé falið að breyta grundvelli láns- kjaravísitölu þannig að vægi launa- vísitölu verði helmingur á móti framfærsluvísitölu og byggingar- yísitölu. Þá verður heimilað að velja viðmiðun við gengi sem láns- kjaravísitölu. Einnig er þess getið í yfirlýsingu stjómarinnar að sett verði lög á fjármagnsmarkað utan bankakerfis á grundvelli fyrirliggj- andi frumvarpa svo og lög sem kveði á um skráningu hvers konar skuldabréfa og eigendaskipta á þeim og að bankar og önnur fjár- málafyrirtæki verði upplýsinga- skyld gagnvart skattyfirvöldum. í kafla bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar um vaxtaákvarðanir er ákvæði um að frá og með 20. nóvember nk. skuli dráttarvextir reiknaðir sem dagvextir og að Seðlabanki muni reikna dráttar- vexti eigi sjaldnar en mánaðarlega. Þá er ákvæði þess efnis að Seðla- banka verði heimilað að ákveða sérstaklega vaxtamun innláns- stofnana við ákvörðun vaxta á afurðalánum til útflutningsat- vinnuveganna. Fjárlög afgreidd með 1%tekjuafgangi Ríkisstjórnin stefnir að afgreið- slu fjárlaga með 1% tekjuafgangi. Með því móti, samkvæmt yfirlýs- ingu ríkisstjórnar, dregur úr láns- fjárþörf ríkissjóðs og samkeppni um lánsfé verður minni. Að öllu óbreyttu stefnir í 3,5 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári. Frest- un á gildistöku laga um virðisauka- skatt til 1. janúar 1990 minnkar tekjuþörf ríkissjóðs um 1 milljarð króna. Til að ná markmiðinu um 1% tekjuafgang ríkissjóðs hyggst ríkis- stjórnin draga úr ríkisútgjöldum um 1,5 milljarð króna auk tekju- öflunar upp á 2,5 milljarða króna. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.