Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. október 1988 Tíminn 7 Sortnar yfir atvinnuástandinu á Akranesi: A annað hundrað hefur verið sagt upp störfum ÖIlu starfsfólki Akraprjóns um 40 að tölu og Hafarnarins með 70 starfsmenn hefur verið sagt upp störfum og koma uppsagnirnar til framkvæmda í lok ársins. Þá hefur einnig hluta starfsmanna málmiðnaðarfyrirtækisins Stuðlastáls, sem meðal annars hefur starfað við hitaveitulagnir í Reykjavík sagt upp starfsfólki á meðan fleiri verkefni eru ekki fyrir hendi. „Pað er óvíst hvernig þessi mál fara,“ sagði Guðbjartur Hannes- son forseti bæjarstjórnar Akraness í samtali við Tímann í gær, að- spurður um atvinnumálin. „Við höfum haft dálítið atvinnuleysi í kjölfarið á lokuninni á Hennes, dótturfyrirtæki Henson fyrir ári. Þar misstu milli 40 og 50 konur vinnuna og ekki allar fengið vinnu síðan. Núna hefur prjónastofan Akraprjón sagt upp sínu starfs- fólki, en við bindum miklar vonir við að henni verði bjargað, þar sem þetta er til þess að gera traust fyrirtæki sem hefði átt að ganga, en hefur farið illa eins og önnur ullar- fyrirtæki á síðustu mánuðum. En það er ekki séð fyrir endann á því eins og er,“ sagði Guðbjartur. Aðspurður sagði hann að líklega kæmu þær til framkvæmda 1. des- ember. Guðbjartur sagði það þjóðfé- lagslega skyldu að endurreisa Akraprjón. „Petta var fyrirtæki sem að miklu leyti var búið að greiða niður allan stofnkostnað og ef eitthvað ullarfyrirtæki átti að ganga þá var það þetta fyrirtæki," sagði Guðbjartur. „Ef ríkisstjórnin bjargar ekki þessu fyrirtæki, þá veit ég ekki hverjum hún ætti að bjarga." Málmiðnaðarfyrirtækið Stuðla- stál hefur einnig sagt upp starfs- fólki hjá sér og munu þær uppsagn- ir koma til framkvæmda 1. desem- ber. Þeirra stærsta verkefni hefur verið við hitaveitulagningu í Reykjavík og hefur það starfað að mestu leyti á almennum útboðs- markaði. Guðbjartur sagði að fyrirtækið hefði að undanförnu verið að leita eftir verkefnum, en sem stæði væru ekki sjáanleg verk- efni á borðinu og því hafi þeir sagt starfsfólkinu upp. Haförninn hefur einnig sagt upp öllu sínu starfsfólki og koma upp- Forseti bæjarstjórnar telur að ef einhver atvinnustarfsemi eigi skilið stuðning ríkisvaldsins, þá sé það Akraprjón. sagnirnar til framkvæmda um ára- mótin. Guðmundur Pálmason for- stjóri fyrirtækisins sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu sagt upp öllu fólkinu með lögformlegum fyrirvara. Hann sagði aðspurður að ástæðan væri ekki eingöngu hráefnisskortur, heldur ekki síður erfiðleikar í rekstri og myndu þeir sjá til um áramót hvort úr rættist. Guðbjartur sagði að atvinnu- ástandið á Akranesi hefði verið allgott að undanförnu og rífandi vinna í mörgum fyrirtækjum. „Við höfum okkar föstu kjarna eins og Sementverksmiðjuna, Grundar- tanga, skipasmíðastöðin hefur haft næga vinnu og HB & co hefur keyrt á fullu, svo dæmi séu tekin, þannig að í heild hefur ástandið verið gott. „Aðalvandamálið hefur verið konur sem lenda í unpsögn- um í prjóna og saumaiðnaði, sent þarf endilega að levsa.“ sagði Guð-_: bjartur. -ABÓ Fyrir skömmu afhenti Byggung b.s.v.f. 14 íbúðir við Austurströnd á Seltjarnarnesi, og er það jafnframt lokaáfangi byggingarfram- kvæmda félagsins á Seltjarnarnesinu. Nú er unnið við smíði 87 íbúða í Selásnum ofan við Árbæ í Reykjavík og er reiknað með að þær verði afhentar eigendum á tímabilinu frá október til janúar 1989. Á myndinni er Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Byggungar að afhenda Sjöfn Kolbeins lyklana að nýrri og fullfrágenginni íbúð við Austurströnd á Seltjarnarnesi. Norræna lögreglusambandið: íslendingur í formennsku Stjórnarfundur í Norræna lög- reglusambandinu (NPF) var haldinn í Reykjavík þann 19. september s.l. Þorgrímur Guðmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna var kosinn formaður Norræna lögreglu- sambandsins á fundinum og er það í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglu- maður gegnir því embætti. Formað- ur sænska lögreglusambandsins var kosinn varaformaður norræna sam- bandsins. Norræna lögreglusambandið var stofnað 1921 en Landssamband lög- reglumanna varð aðili að samtökun- um 1978. Nú eru samtök lögreglu- manna frá öllum Norðurlöndunum aðilar að Norræna lögreglusamband- inu óg eru um 40.000 lögreglumenn innan vébanda þeirra. Tilgangur Norræna lögreglusam- bandsins er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni norrænna lögreglumanna bæði í fjárhagslegum og faglegum efnum. Meðan á stjórnarfundinum stóð gengu full- trúar norræna sambandsins á fund þáverandi dómsmálaráðherra, Jóns Sigurðssonar, vegna vanefnda ríkis- valdsins á kjarasamningum við Landssamband lögreglumanna. Kvikmyndasjóður (slands: Orvar kvikmynda gerð fyrir börn Bílstjóri þessa vígalega trukks, Curt Goranson, varð meistari ársins í Evrópu-trukkakeppni sem nýlega fór fram í Zolder í Belgíu 17.-18. september. Varð hann efstur í ár í flokki trukka á venjulegum dekkjum. Þó að enn sé ein keppni eftir i þessum flokki, er Corason lang efstur með 204 stig. En á eftir að berjast um annað og þriðja sæti i trukkakeppninni og fer lokabardaginn fram á Spáni, milli Frakkans Cuynet, sem kominn er með 136 stig og Svíans Bjork með 143 stig. Þeir keppa á Ford Cargo og Scania T 143. Keppni þessi skiptist einnig í flokka eftir Iítratalí vélarinnar en þar er Goranson efstur í flokki bíia með minni vél en 14 lítra. Ford Cargoinn er enn efstur í vélarflokki undir 11,95 lítra og Scanian er efstur í vélarflokki undir 18,5 lítra. Það er þvi hart barist milli þessara þriggja helstu ökumanna á trukkum. Nú bíðum við bara spennt yfir því hvenær kaupfélagsbílstjórarnir okkar fara að leiða saman hesta sína á lokuðum brautum við Straumsvík og víðar. KB Stjórn Kvíkmyndasjóðs Islands hefur ákveðið að örva gerð kvik- mynda fyrir börn með því að veita nokkrum höfundum kvikmynda- handrita fyrir barna- og unglinga- myndir viðurkenningu fyrir handrit sín. Viðurkenningin verður í formi fjárframlags til frekari vinnslu hand- ritanna, og er til hennar efnt í tengslum við „Markað möguleik- anna“, sem haldinn verður hér á landi 17.-21. otkóbern.k. „Markað- ur möguleikanna“ er haldinn að frumkvæði Norræna starfshópsins um börn og barnamenningu, og verður fjallað þar um börn og lifandi myndir. Þriggja mannan dómnefnd, tilnefnd af stjórn Kvikmyndasjóðs, mun lesa þau handrit sem berast, og velja nokkur úr til viðurkenningar. Handrit, eða handritsúrdrættir, eigi lengri en nemur 20 vélrituðum siðum, berist skrifstofu Kvikmynda- sjóðs, pósthólfi 320, 121 Reykjavík, í lokuðu umslagi ásamt dulnefni og réttu höfundarnafni í öðru lokuðu umslagi, eigi síðar en 15. janúar 1989. Þá hefur úthlutunarnefnd Kvik- myndasjóðs ákveðið að afturkalla framleiðslustyrk þann, sem veittur var Bíói h.f. til gerðar kvikmyndar- innar „Meffí“, við aðalúthlutun úr sjóðnum fyrr á þessu ári. Afturköll- un sína byggir úthlutunarnefnd á því, að forsendur, sem gefnar voru við umsókn um styrk, séu nú brostnar. Stjórn Kvikmyndasjóðs hefur lýst einróma stuðningi sínum við þessa ákvörðun úthlutunar- nefndar. Efstur í 14 lítra flokki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.