Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 7. október 1988 FRETTAYFIRLIT SANTÍAGO - Ríkisstjómin i Chile sagði af sér í gær í kjölfar ósiaurs Pinochets for- seta í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hann yrði forseti næstu átta árin eða ekki. Þegar líða tók á daginn beitti lögregl- an í Santíago táragasi og vatnsbyssum til að dreifa mannfjölda er safnaðist saman til að fagna úrslitunum og mót- mæla ríkisstjórninni. Ríkis- stjórnin segir af sér til að gefa Pinochet forseta nú frítt spil. BIDYA - Arabi skaut til bana palestínskan bæjarstjóra á hernumdu svæðunum sem lif- að hafði af nokkrar morðtil- raunir og fyrrum unglingaleið- toga þar sem þeir voru arunað- ir um að njósna fyrir Tsraels- menn. NOVI SAD - Forseti Vojvo- dinahéraðs í Júgóslavíu sagði af sér ásamt hluta stjórnar- nefndar kommúnistaflokksins þar í kjölfar mótmælafundar sem 100 þúsund manns sóttu og kröfðust að stjórn héraðsins segði af sér. Forsetinn Nandor Major sagði af sér eftir að mannfjöldinn umkringdi opin- berar byggingar og reyndi að ryðja á brott vegatálmum lög- reglu. PEKING - Gullæði svipað því sem varð í Klondike í Bandaríkjunum á sínum tíma virðist nú geisa í norðvestur- hluta Kína þar sem gikkglaðir óeirðaseggir og skipulagðar glæpaklíkur hafa hrakiö svelt- andi bændur frá heimilum sín- um vegna þessa qlóandi málms sem þarna er ao finna. TORONTO - Lyfjafyrirtæki f Toronto upplýsti að það hefði selt lækni Ben Johnsons an- abolic steroid en það er einmitt lyfið sem fannst í blóðprufu spretthlauparans á Ólympíu- leikunum á dögunum oq varð til þess að heimsmetið sem hann setti var ekki staðfest og hann sviptur gullinu. JERUSALEM - Israels- Stjórn hyggst bólusetja alla landsmenn yngri en 40 ára við mænusótt, en nú ríkir mænus- óttarfaraldur í landinu. Palest- fnumenn á hernumdu svæð- unum verða einnig bólusettir gegn þessum óhugnanlega sjúkdómi. ÚTLÖND Forsetakosningarnar í Chile: Chileska þjóðin hafnaði Pinochet Chileska þjóðin hafnaði Pinochet sem forseta landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á miðvikudag, þeirri fyrstu sem fram fer í landinu þau fimmtán ár sem liðin eru frá hinni blóðugu byltingu hersins undir stjórn Pinochets. Herforingjastjórnin í landinu staðfesti úrslitin í fyrrinótt og til- kynnti að þegar 71% atkvæða höfðu verið talin hafi 53% kjósenda hafnað Pinochet sem forseta landsins næstu átta árin en að 44% kjósenda hafi viljað Pinochet áfram sem forseta. Stjórnarandstaðan segir að munur- inn sé enn meiri. Endanleg úrslit verða ekki birt fyrr en að nokkrum dögum liðnum. „Við viðurkennum úrslit þau er þjóðin veit um nú þegar,“ sagði Sergio Fernandez innanríkisráð- herra landsins í sjónvarpsávarpi. „í þessum kosningum, sem tryggðar voru af hernum, var þjóðin stóri sigurvegarinn." Eftir að ríkisstjórn landsins hafði rætt úrslit forsetakosninganna ákvað hún að segja af sér. Kom sú ákvörð- un mjög á óvart og er nú mikil óvissa um framtíðarþróun stjórnmálanna í Chiie. „Góður meirihluti chilesku þjóð- arinnar hefur hafnað Pinochet,“ sagði Patricio Aylwin talsmaður nefndar sem forystumenn sextán stjórnarandstöðuflokka annarra en kommúnista skipuðu til að berjast gegn Pinochet í þessum kosningum. Nefndin hyggst nú berjast fyrir því að frjálsar forsetakosningar verði haldnar sem allra fyrst og samhliða þeim verði kosið nýtt þing. Fólk í fátækrahverfum Santíagó þyrptist út á göturnar og fagnaði úrslitum kosninganna, en stjórnar- andstæðingar annars staðar tóku því rólega og héldu sig innan dyra til að koma í veg fyrir hugsanleg átök, átök þar sem herinn hefði hugsan- lega tækifæri til að grípa í taumana. Stjórnarandstaðan og Bandaríkja- stjórn höfðu haft áhyggjur af því að herinn myndi grípa inn í ef Pinochet biði lægri hlut. Ekkert benti til að svo yrði hvað sem framtíðin leiðir í ljós. Athygli vekur hversu slæma útreið Pinochet fékk í höfuðborginni Sant- íagó og öðrum borgum. Þá fékk hann minna fylgi í bæjum og sveitum landsins en búist var við, en þar var Hershöfðinginn Augusto Pinochet forseti Chile verður að taka pokann sinn eftir fímmtán mánuði þar sem þjóðin hafnaði honum sem forseta næstu átta árin í þjóðaratkvæðagreiðslu á miðvikudaginn. talið að styrkur hans lægi. Þrátt fyrir að þjóðin hafi hafnað Pinochet sem forseta mun hann sitja í embætti næstu fimmtán mánuðina, en á þeim tíma eiga að fara fram forsetakosningar þar sem öllum flokkum er frjálst að bjóða fram forsetaefni sitt. Kólumbía: Skæruliðar taka 14 lögreglumenn höndum í átökum Vinstri sinnaðir skæruiiðar í Kól- umbíu eru heldur betur að færa sig upp á skaftið. Á mótmæladegi verkalýðs á miðvikudag gerðu skæruliðar árásir í þremur borgum, drápu tíu manns, særðu yfir tuttugu og tóku fimmtán lögreglumenn höndum og héldu með þá til stöðva sinna. Árásir skæruliðanna voru gerðar á herbúðir og lögreglustöðvar í Pu- erto Wiches, San Pablo og Cantallo. Hinir látnu og særðu eru úr hópi almennra borgara, lögreglu og hers. f San Pablo veittu nítján lögreglu- menn harða mótstöðu á lögreglu- lögreglumenn og hermenn höndum en fjörutíu manns lágu eftir í valnum. Lögreglumönnunum var sleppt eftir mánuð, heilum á húfi. Innanríkisráðherra landsins Cesar Gavaraia sagði að árásirnar í gær og fyrirsát skæruliða á þriðjudag þegar tólf hermenn voru felldir sýni það að skæruliðar hafi lítinn áhuga á friðar- samningum sem stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði. Samvinnusamningur Sómalíu og Sovét sér dagsins liós Sómalía sem á undanfömum árum hefur notið stuðnings Banda- ríkjamanpa undirritaði í gær sam- vinnusamning við Sovétríkin. Samningurinn kveður á um sam- vinnu á sviði menntamála, vísinda, upplýsingamiðlunar, íþrótta og lista. Þetta er fyrsti samningur sem ríkin gera eftir að vinasamningi ríkjanna var rift árið 1977 vegna stuðnings Sovétríkjanna við Eþí- ópíu í stríði Eþíópíu og Sómalíu um Ogadeneyðimörkina. Fram að þeim tíma studdu Sovétmenn Sóm- alíustjórn og Bandaríkjamenn höfðu áður stutt Eþíópu. Ogaden- stríðið varð til þess að stórveldin skiptu um hlutverk og hefurbanda- ríski flotinn haft afnot af höfnum Sómala. Fyrir tveimur árum ákváðu Sóm- alíumenn og Sovétmenn að leitast við að lappa upp á samskiptin að nýju. Eftir að Sómalía og Eþíópía samþykktu að taka upp stjórn- málasamband að nýju í aprílmán- uði síðastliðnum og draga úr víg- búnaði á landamærum ríkjanna hafa samskipti Sovétríkjanna og Sómalíu aukist og .ná hápunkti með þessum samningi. Amalskæruliðar í suðurhluta Líbanons: stöðinni í tíu tíma þar til skotfæri þeirra voru upp urin, þá gáfust þeir ' upp. Særður lögreglumaður sagði að félagar hans hefðu verið dregnir af brott af skæruliðum sem höfðu hrópað: „Við erum hundrað. Þið hafið enga möguleika. Gefist upp.“ Lögreglumaðurinn sagði að skæru- liðarnir hafi einnig numið á brott prest er hafði verði milligöngumaður þegar lögregluþjónarnir gáfust upp. Herinn hefur styrkt sveitir sínar á þessum svæðum í kjölfar árásanna, en talið er að um fjögurhundruð skæruliðar hafi tekið þátt í þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skæruliðar taka lögreglumenn höndum. í ágústmánuði réðust sveit- ir skæruliða á bæinn Saiza í norður- hluta landsins. Eftir bardaga í einn og hálfan sólarhring höfðu skærulið- amir betur og tóku tuttuguogtvo Segjast hafa grandað ísraelskri njósnaþotu Amalskæruliðar segjast hafa skot- ið niður mannlausa ísraelska njósna- þotu yfir suðurhluta Líbanons nærri Týrus í gær. Talsmaður ísraelska flughersins vísaði þessum fréttum Amalskæruliða á bug og segir ísra- elsmenn ekki hafa misst flugvél yfir Líbanon í gær. Hins vegar neitaði hann að tjá sig um það hvort fjar- stýrð njósnaflugvél hefði týnst ann- ars staðar. Skæruliðar fullyrða hins vegar að þeir hafi hæft njósnaþotu sem fjarstýrt var frá ísrael með loftvarnarejdflaug. fsraelskar herþotur fljúga reglu- lega yfir landssvæðin í suðurhluta Líbanons og Beirút í könnunarferð- um. Notkun fjarstýrðra, mannlausra njósnavéla hefur farið vaxandi eftir að ísraelsk njósnaþota var skotin niður yfir Sídon í októbermánuði 1986. Flugmaður þeirrar botu er enn ratþotijerí í haldi hjá Amalskæruliðum sem krefjast þess að líbönskum föngum sem í haldi eru í fangelsum á svæði þvj^sem ísraelar telja öryggissvæði sitt í Líbanon verði sleppt. Heimildir innan ísraelska hersins segja möguleika vera á að njósna- þotan hafi brotlent vegna bilana, en þotur þessar fljúga lágflug með gíf- urlegum hraða og eru þær mjög erfið skotmörk. H. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.