Tíminn - 03.11.1988, Page 3
;"Pimmtl/crág'k/r á nóvémtóéV‘1988
'i't'i i:T
Tíminn
Óli Kr. Sigurðsson vísar á bug staðhæfing-
um um rekstrarerfiðleika Olís:
Mín bréf
ekki föl
„Það var talað um fyrir tveimur
árum að kaup mín á Olís hefðu verið
kaup aldarinnar. Ég verð að fá að
byggja þau upp," sagði Óli Kr.
Sigurðsson á fundi með fréttamönn-
um, sem hann boðaði til í gær til að
kveða niður þrálátan orðróm um að
Olís ætti í alvarlegum rekstrarerfið-
leikum.
( Fundurinn var nokkuð hávær á
köflum og að talsverðum hluta
tveggja ntanna tal Óla Kr. og Halls
Hallssonar fréttamanns Sjónvarps,
þó einkum Óla, en hann skammaði
Hall Hallson geypilega og var svo
heitt í hamsi að við lá að röddin
brysti.
Óli Kr. sagði meðal annars á
fundinum að eftir að fréttaflutningur
hófst hefði verið stöðugur straumur
manna til sín að bjóða í hlutabréf í
félaginu og hækkuðu boðin stöðugt.
„Thank you very much," sagði Oli
Kr. við Hall Hallsson fréttamann
Sjónvarpsins.
Það varð þó honum til huggunar
að einn starfsmanna kom aðvífandi
og og las stuðningsyfirlýsingu frá
starfsmönnum Olís.
Óli Kr. kallaði fréttir, einkum
Sjónvarpsins og Tímans af erfiðleik-
um Olís, róg og vísaði flestu á bug
sent þar hefði.komið fram. Rangt
væri t.d. hjá Tímanum að nokkur
tankbílanna hefði rúllað milljón
kílómetra. Sá mest ekni hefði farið
600 þúsund kílómetra og dygði hann
vonandi lengi enn.
Hann sagði að Olíuverslun íslands
skuldaði Landsbankanum nú 840
milljónir. Verslunin skuldaði 125
milljónir í erlendum lánum sem
tekin voru vegna kaupa á olíuskipinu
Kyndli og vegna byggingar birgða-
stöðvar í Keflavík.
Auk þessa ábyrgðist Landsbank-
inn olíukaup félagsins fyrir 400 millj-
ónir en lager félagsins væri nú virði
600 milljóna.
Hann sagði að Olís væri í vanskil-
um vegna þess að nokkur útgerðar-
fyrirtæki væru í vanskilum við Olís
og næmu þessi vanskil um 130 millj-
ónum. Olís ætti útistandandi um
1.050 milljónir króna og hagnaður
hefði verið af fyrirtækinu undan-
farna mánuði.
Á fundinum voru lögð fram ýmis
gögn, svo sem afrit af bréfi frá
bankastjórum Landsbankans, þeim
Sverri Hermannssyni og Helga
Bergs til Þórðar S. Gunnarssonar
stjórnarformanns Olís þar sem vísað
var til santkomulags sem Þórður og
Landsbankinn gerðu í júní sl.
í bréfinu sem dagsett er 21. októ-
ber sl. segir að það sent þetta
samkomulag hafi ekki verið haldið
af hálfu Olís muni bankinn ekki
ganga í ábyrgð fyrir félagið eða
útvega erlend lán. ■
ÓIi Kr. neitaði því á fundinum að
í þessu samkomuíagi sem vitnað er
til í bréfi bankastjóranna hafi falist
að Óli Kr. seldi sinn hlut í félaginu
og/eða yrði gerður áhrifalaus um
stjórnun þess.
Hann sagðist ekki hafa séð þetta
bréf né vitað um tilvist þess fyrr en í
gær og aðspurður um hvernig á því
stæði að stjórnarformaður en ekki
forstjóri fyrirtækisins fengi bréf sem
með jafn ótvíræðum hætti varðaði
stjórnun þess, svaraði ÓIi Kr.: „Ég
veit ekkert um hvenær hann fær
þetta bréf í hendur. Ég veit ekkert
um þetta bréf fyrr en í gærkvöldi."
Þá var lagt fram skeyti frá fyrrver-
andi stjórnarformanni, Þórði S.
Gunnarssyni og Símoni A. Gunnars-
syni þar sem þeir segja sig úr stjórn
Olís.
Óli Kr. sagði sér vera óskiljan-
lega úrsögn þeirra og biði hann
skýringa tvímenninganna á henni.
Hann marg endurtók á fundinum í
gær að samkomulag hefði alla tíð,
frá því hann eignaðist Olís, verið
með ágætum og fullkomin eindrægni
ríkt innan stjórnarinnar.
Nokkrir stjórnarmenn voru á
fundinum og staðfestu þeir þessi
ummæli Óla. Hins vegar sagðist Óli
Kr. ekki geta skýrt hvernig á því
stæði að tveir menn segja sig úr
þessari einhuga stjórn, né heldur
hvernig stæði á því að bréf berst
stjórnarformanninum með jafn al-
varlegu innihaldi án þess að forstjóri
fyrirtækisins og eigandi 94,3%
hlutabréfa að eigin sögn, verði þess
var.
Heyrst hefur að Óli Kr. hafi falið
fasteignasölu nokkurri að leita til-
boða í hlutabréf í Olís en því
þverneitaði hann á fundinum.
Maður gagnkunnugur íslensku
■
ÓIi Kr. Sigurðsson vísar þungur á brún á bug getgátum um erfíða rekstrarstöðu Olís,
Tímamynd: Pjelur.
bankakerfi og viðskiptalífi sagði
Tímanum seint í gærkvöldi að OIís
hefði um langt skeið verið hálfgert
vandræðabarn í bankakerfinu og
hefði það síst batnað eftir að Óli Kr.
Sigurðsson eignaðist það.
Bréf Landsbankastjóranna væri
aðeins vottur um að þolinmæði
bankans væri á þrotum. -sá
Talið er að framtíð Þorlákshafnar geti oltið á sameiningu
Glettings og Meitilsins:
Oformlegar umræður um
sameiningu fyrirtækjanná
Óformlegar viðræður hafa átt
sér stað á milli eigenda Glettings
og Meitilsins í Þorlákshöfn um
sameiginlegt eitt stórt fiskvinnslu-
fyrirtæki á staðnunt sem við sam-
runa myndi verða eitt stærsta fyrir-
tæki sinnar tegundar á landinu.
Eins og kunnugt er hefur Meitillinn
lokað vegna fjárhagserfiðleika, en
Glettingur er sterkt fyrirtæki.
Samkvæmt upplýsingum sem er
að finna í ritinu Útvegur sem
Fiskifélag íslands gefur út varð
verðmæti innvegins afla Glettings
hf., 286.861 milljón kr. árið 1987
og var fyrirtækið þá í 7. sæti yfir
landið hvað þetta varðar. Staða
Meitilsins var aftur á móti öllu
bagalegri enda lenti hann í 16. sæti
það sama ár.
Björgvin Jónsson framkvæmda-
stjóri Glettings sagði í samtali við
Tímann í gær að þessi samruni
myndi verða mikil lyftistöng fyrir
byggðarlagið. Hann sagði einnig
að ef af þessu ætti að verða þyrftu
báðir aðilar að fórna miklu, enda
tækist sameiningin ekki nema af-
skrifaðar yrðu skuldir hjá báðum
aðilum. Bæði fyrirtækin myndu
ganga inn í samrunann með einú
og öllu að því undanskildu að
halda yrði utan við sameininguna
þremur frystibátum Glettings sem
um þessar mundir veiða flatfisk.
-áma
Jón aðstoðarmaður
forsætisráðherra
Jón Sveinsson lögfræðingur hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður Stein-
gríms Hermannssonar forsætisráð-
herra.
Jón Sveinsson er fæddur 7. júlí
1950, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla
íslands 1976. Hann starfaði síðan
sem dómarafulltrúi við embætti
bæjarfógetans á Akranesi til 1980,
en hefur eftir það rekið þar lögfræði-
stofu. Hann varð héraðsdómslög-
ntaður 1979.
Jón hefur átt sæti í bæjarstjórn og
bæjarráði Akraness, auk ýntissa
nefnda og stjórna á vegum kaupstað-
arins. Hann hefur gegnt ýntsum
trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar-
flokkinn, átt sæti í framkvæmda-
stjórn og miðstjórn flokksins. Þá var
hann varaþingmaður flokksins í
Vesturlandskjördæmi á árunum
1979-1987.
Eiginkona Jóns er Guðrún Magn-
úsdóttir kennari og eiga þau fjögur
börn. -ABÓ