Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
886!’ 'wtaiövöo 3 liír.^ti’jrrnt!^
Fimmtudagur 3. nóvember 1988
Tímamyndir: Pjelur
Líst
inn
Ellert Eiðsson:
engan veg-
á ástandið
Meitillinn í Þorláksöfn, en þar eru blikur á lofti vegna rekstrarstöðvunar.
Uppsagnir Meitilsins í Þorlákshöfn tóku gildi
í gærmorgun:
Áttatíu manns
atvinnulausir
„Fólkið úr Meitlinum hefur ver- _
ið að skrá sig á atvinnuleysisskrá í
morgun og ég á von á að á henni
verði rúmlega áttatíu manns þegar
skráningu lýkur", sagði Þórður
Ólafsson formaður Verkalýðsfé-
lags Ölfushrepps.
Meitillinn í Þorlákshöfn sagði
öllu starfsfólki sína við fiskvinnslu
upp störfum fyrir nokkru og tóku
uppsagnirnar gildi í gærmorgun,
þann 1. nóvember.
Meitillinn hefur verið um langt
skeið stærsti vinnuveitandi í Þor-
lákshöfn og sagði Þórður Ólafsson
að í raun hefði staðurinn byggst
upp beinlínis vegna starfsemi fyrir-
tækisins.
Þórður Ólafsson sagði að stöðv-
un fiskvinnslunnar hjá Meitlinum
væri mjög alvarlegt mál fyrir Þor-
lákshöfn ekki síður en aðrar byggð-
ir hringinn í kring um landið sem
allt sitt eiga undir útgerð og fisk-
vinnslu sem berst í bökkum.
Þórður sagði að rekstrargrund-
völlur undirstöðuatvinnugrein-
anna yrði að vera tryggur en hann
hcfði að undanförnu verið í svað-
inu. Þórður sagði að reynt yrði að
koma fiskvinnslu Meitilsins aftur í
gang eftir áramótin en það væri
skuggaleg tilhugsun ef af þvf gæti
ekki orðið.
Meitillinn ásamt Glettingi eru
lang stærstu atvinnurekendur í
Þorlákshöfn en smærri fyrirtæki í
fiskvinnslu starfa á staðnum og
hefur rekstur þeirra margra verið
til fyrirmyndar og nefndi Þórður
þar til sögu Hafnarnes og Auð-
björgu, en fastgengisstefnuna sagði
Þórður vera fiskvinnslunni þunga í
skauti bæði smáum og stórum fyrir-
tækjum.
„Það er búið að brenna upp
landsbyggðina með fastgengis-
stefnunni en hún stenst ekki nema
að allt annað sé fast líka.
„Ég er að skrá fólk á atvinnu-
leysisskrá núna,“ sagði starfsmað-
ur á skrifstofu Ölfushrepps. Starfs-
maðurinn sagði að tveir hefðu
verið fyrir á skránni þegar skráning
fólksins úr fiskvinnslu Meitilsins
hófst í morgun. Þeir tveir sem fyrir
voru á skránni voru konur er
störfuðu hjá Tipp Topp hvor um
sig í hálfu starfi. Tipp Topp var í
eigu íslensk-portúgalska sem lýst
var gjaldþrota fyrir skömmu.
„Við erum að vona að fiskvinnsl-
an komist aftur í gang um miðjan
janúar þegar togararnir okkar tveir
hafa byrjað veiðar eftir áramótin“,
sagði framkvæmdastjóri Meitils-
ins, Páll Jónsson.
„Við vonumst til að þá verði
búið að gera ráðstafanir þannig að
rekstrargrundvöllur verði til
staðar,“ sagði Páll ennfremur.
Hverjar þær ráðstafanir yrðú að
vera sagði hann erfitt að segja í
stuttu máli, en Ijóst væri að auka
þyrfti tekjurnar og minnka kostn-
aðinn en hvort að gera þyrfti það
með gengisfellingu vildi hann ekki
segja en sagði þó Ijóst að rekstrar-
grundvöllur frystingar væri nú ekki
til staðar.
„Ég held því fram að verðbóta-
þættir hjá fyrirtæki, sem hefur allar
sínar tekjur í erlendum gjaldeyri
þegar fastgengisstefna ríkir, virki
sem fjármagnskostnaður og á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
var fjármagnskostnaðurinn jafn
hár öllum vinnulaunum hjá fyrir-
tækinu til sjós og lands. Undir
slíkum æfingum getur enginn
rekstur staðið.
Það er algert grundvallaratriði
að fyrirtækjum séu sköpuð rekstr-
arskilyrði til að geta staðið undir
sér og skilað hagnaði," sagði Páll
Jónsson framkvæmdastjóri Meit-
ilsins að lokum. -sá
Hér eru hjólin hætt að snúast - í bili.
Ellert Eiðsson hefur starfað í
tæp átta ár hjá Meitlinum, og
finnst mjög slæmt að missa vinn-
una. Tíminn rakst á hann á skrif-
stofu Ölfushrepps, en þar fer fram
skráning atvinnulausra.
Það sem tekur við hjá Ellert, er
sennilega starf í „Löndunarflokkn-
um“, eins og hann kallaði það. Þar
er um að ræða tveggja daga starf í
viku hverri, við að landa úr togur-
um.
Hvernig líst þér á það?
„Mér líst bara engan veginn á
það, það er langt frá því að vera
nóg vinna fyrir mig.“
Ellert sagði takmarkaða vinnu
að fá á staðnum og að hljóðið í
fólkinu væri ekki gott. Auglýst
hefði verið eftir fólki í störf og það
hefði dugað tveimur eða þremur.
Hann er giftur og tveggja barna
faðir.
Hefur hann von um starfið sitt
aftur?
„Já, okkur var lofað að þetta
yrði komið í gang aftur í janúar, en
ef það bregst þá verður maður bara
að leita eitthvað annað. Svona
ástand hefur komið upp áður og
fólk harkaði af sér þá, en ég veit
ekki hvað það kemur til með að
gera núna.“ elk.
Ellert Eiðsson: „Fólk harkaði af sér þá, en ég veit ekki hvað það gerir -
núna.“
Lovísa Heiðarsdóttir:
Vona að þeir opni aftur
Lovísa Heiðarsdóttir er 29 ára,
gift og 3ja barna móðir. Hún
starfaði hálfan daginn hjá Meitlin-
um í Þorlákshöfn, og er ein af þeim
sem sagt var upp störfum hjá
fyrirtækinu. Lovísa var spurð
hvernig þetta hefði gengið fyrir sig.
„Okkur var sagt upp störfum
fyrir einum mánuði og nú erum við
hætt“.
Hvernig líst henni á ástandið í
atvinnumálunum í Þorlákshöfn?
„Það er auðvitað alveg rosalegt,
en ég vonast til að þeir opni aftur
svo að við fáum vinnuna."
Eiginmaður Lovísu ersjómaður,
svo það kemur mest í hennar hlut
að sjá um heimilið og börnin.
Meitillinn hefur séð börnum starfs-
fólks fyrir gæslu, en nú er ekki um
það að ræða lengur.
Hvað tekur nú við hjá Lovísu?
„Eiginlega treystir maður því,
að þeir opni aftur. Ég veit um fólk
sem hefur leitað fyrir sér með
önnur störf, en svarið er alls staðar:
„Nei, því miður, það er enga vinnu
að fá.“
Lovísa var nýbúin að láta skrá
sig á atvinnuleysisbætur. Mörgum
hefur reynst erfitt að lifa af þeim
bótum, en Lovísa telur sig heppna.
„Ég á þó mann“, sagði hún, „og
má teljast heppin. Ég öfunda ekki
t.d. einstæðar mæður og þá sem
hafa engan til að sjá fyrir sér.“
elk.
Lovísa Heiðarsdóttir.