Tíminn - 03.11.1988, Síða 5
Fimmtudagur 3. nóvQmber 1988
Tíminn 5
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um fjárlög og mikinn niðurskurð í frumvarpinu:
Nauðsynlegt til við-
halds velferðarkerfis
„Á heildina litið er ég mjög ánægður með þetta,“ sagði
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við
Tímann, aðspurður hvernig honum litist á að fjárlagadæmið
gengi upp með tæplega 1200 milljón króna tekjuafgangi.
„Við erum að horfast í augu við þá staðreynd að ef við ætlum
að hafa þetta velferðarkerfi okkar hér, þá verðum við að afla
tekna. Víxillinn er fallinn. Við verðum að afla tekna og það
er það sem ekki hefur tekist með Sjálfstæðisflokknum, því
miður og fyrir bragðið höfum við verið með halla á fjárlögum
undanfarin ár,“ sagði Steingrímur.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra.
f því frumvarpi til fjárlaga sem nú
hefur verið lagt fram kemur fram
greinileg stefnubreyting. Stefnt er
að veruiegum tekjuafgangi á fjárlög-
um og stefnt er að því að minnka
skuldir ríkissjóðs um 1894 milljónir
króna. Ef fjárlagafrumvarpið, eins
og það hefur verið lagt fram, er
borið saman við útkomu síðustu ára,
þá kemur fram að árið 1986 var
tekjuhalli á ríkissjóði 1876 milljónir,
árið 1987 var tekjuhallinn 2725 millj-
ónir. í fjárlögum fyrir þetta ár var
stefnt að 26 milljón króna tekjuaf-
gangi, en samkvæmt áætlun má bú-
ast við að tekjuhalli ríkissjóðs árið
1988 verði 2981 milljón. Eins og
áður sagði er í fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 1989 stefnt að 1184 milljón
króna tekjuafgangi.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
1894 milljónum verði varið til að
greiða upp lán, en til samanburðar
má geta þess að árið 1986 jókst
greiðslubirgðin um 2607 milljónir,
árið 1987 um 5521 milljónir. Á
fjárlögum fyrir þetta ár var gert ráð
fyrir lánsfjárþörf að upphæð 514
milljónum króna, en áætluð niður-
staða í ár er 3578 milljónir, þ.e. að
Iánsfjárþörfin hefur aukist um 3000
milljónir frá því sem áætlað var. Þá
er í fjárlagafrumvarpinu stefnt að
því að bæta stöðuna gagnvart Seðla-
banka um 844 milljónir króna. Til
samanburðar má geta þess að árið
1986 batnaði staða ríkissjóðs gagn-
vart Seðlabanka um 3035 milljónir,
ári 1987 versnaði hún um 1674
milljónir króna. Á fjárlögum þessa
árs var stefnt að því að staðan
gagnvart Seðlabanka yrði neikvæð
um 309 miljónir, en samkvæmt út-
reikningum er búist við að staðan í
árslok gagnvart Seðlabanka versni
um 1866 milljónir.
„Ég er ánægður með fjárlagafrum-
varpið. Við settum okkur það að ná
tekjuafgangi," sagði forsætisráð-
herra. Hann sagði að vitanlega væri
sumt af þeim niðurskurði, sem þarna
væri ákveðinn, mjög erfiður.
„Kannski ekki nógu mikill á sumum
sviðum, ef til vill of mikill á öðrum,
ég viðurkenni það,“ sagði forsætis-
ráðherra. Hann sagðist telja að sum
framlög til atvinnuveganna, í því
erfiða ástandi sem nú væri, þyrfti
frekari skoðunar við. „Vitanlega er
endurgreiddur söluskattur til sjávar-
útvegsins verulegur, en hann hækkar
ekki á milli ára. Ég held að ástandið
sé þannig í fiskvinnslunni að það
kunni að vera full þörf fyrir fulla
endurgreiðslu," sagði Steingrímur.
Hann sagði að hitt væri svo annað
mál að framleiðslan drægist saman
og því væri um minni upphæð að
ræða.
„Það var vissulega erfitt að skera
niður á mörgum sviðum. Ég verð að
segja eins og er að okkar ráðherrar,
Guðmundur Bjarnason og Halldór
Ásgrímsson, hafa gengið mjög
drengilega fram í því. Ég held stund-
um að þeir hafi verið of sanngjarnir
og lagt sig of mikið fram, miðað við
kannski suma aðra. í þessu gífurlega
stóra ráðuneyti, sem heilbrigðis-
ráðuneytið er og sem veltir 40 af
hundraði, þar er vitanlega hægt að
koma við sparnaði og það er verið
að gera það, eins og í lyfjakostnaði
og ýmsu fleiru. Það hefur orðið þar
að fresta framkvæmdum sem ég veit
að ýmsir verða óánægðir með, en í
því erfiða ástandi sem er á næsta ári
þá er ekkert um annað að ræða. Ég
vona að menn skilji það,“ sagði
Steingrímur.
Forsætisráðherra sagði aðspurð-
ur, að menn sem tali um nauðsyn
þess að hafa jafnvægi í ríkisbúskapn-
um og samþykki það hvað eftir
annað, gætu varla verið með mikil
andmæli, þyrftu a.m.k. að koma
með eitthvað haldbært á móti. „Ég
veit að það verða deilur út af sumum
hugmyndum um tekjuöflun. Að vísu
má benda á það að t.d. sjálfstæðis-
menn lögðu fram í sínum hugmynd-
um um að hækka tekjuskattinn um
2% og margir hafa verið með þær
hugmyndir að hækka eignaskatt. Ég
veit ekki betur en að það njóti
stuðnings ýmissa. Það er mikil vinna
eftir að leita samráðs við stjórnar-
andstöðuna, ekki síst um þá þætti,“
sagði Steingrímur. -ABÓ/ES
Steingrímur Hermannsson segir um tilboð
Bandaríkjamanna til Japana:
Klaufaleg
vinnubrögð
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í samtali við
Tímann í gær að það mætti líta á
ferð aðstoðar-viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna til Japan og aðferð-
ir hans þar í viðræðum við japanska
ráðamenn sem frámunalega
klaufaleg vinnubrögð, þar sem
ekki hafi verið tekið fram í upphafi
viðræðna við Japana, að ekki væri
ætlun Bandaríkjamanna að ganga
á bak samninga sinna við íslend-
inga.
Steingrímur segist sannfærður
um að George Shultz hafi ekki
verið kunnugt um þessar viðræður
og að Island hafi aðeins dregist
lítillega inn í viðræður þær sem nú
hafa orðið tilefni deilna á milli
íslendinga og Bandaríkjamanna.
Forsætisráðherra tók undir þau
ummæli Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra í Tímanum í
gær að það væri ástæða til að
athuga veiðar á hrefnu hér við
land, til vísindalegra rannsókna,
þar sem talningar sýndu að hrefnu-
stofninn væri mun stærri en áður
hefði verið talið. Stofninn sé senni-
lega um fjórum sinnum stærri en
talið var enda séu sjómenn að fá
hrefnur í net sín auk þess sem hún
liggji í síldinni um allt. Hinsvegar
bæri að gæta ítrustu varkárni hvað
þær veiðar varðaði og ekki beri að
skapa enn meiri óeiningu á þessari
stundu hvað vísindaveiðar íslend-
inga varðar.
í tilkynningu sem Tímanum
barst frá utanríkisráðuneytinu í
gær hvað varðar fund Bandaríkja-
manna og Japana segir að send-
iherra Bandaríkjanna hafi komið í
utanríkisráðuneytið í fyrradag, 1.
nóvember og greint frá skýringum
bandarískra yfirvalda í málinu.
Þar kom meðal annars fram að
áðurgreindar hugmyndir hefðu
ekki verið settar fram í nafni
bandarískra yfirvalda og viðræður
embættismannsins við Japani
hefðu á engan hátt tengst tvíhliða
samkomulagi íslands og Banda-
ríkjanna sem gert var í Reykjavík
síðastliðið sumar.
Utanríkisráðherra gerði utan-
ríkismálanefnd grein fyrir ofan-
greindum skýringum bandarískra
stjórnvalda á fundi nefndarinnar í
gærmorgun. Hann lýsti því yfir að
hann teldi svör Bandaríkjamanna
ófullnægjandi og myndi hann óska
eftir skriflegri staðfestingu Shultz á
því að Bandaríkin hyggðust ekki
bregða fæti fyrir áætlun íslendinga
um hvalarannsóknir. Á fundinum
kom fram stuðningur við sjónar-
mið utanríkisráðherra í málinu.-áma
Hér er ungfrúin sem fengið hefur „vinnuheitið“ A.
Tímamynd; Gunnar.
Þá er það hún C. hún liggur ósköp afslöppuð og róleg.
Tímamynd; Gunnar.
Þetta er hún ungfrú B. Hún steinsvaf með snuðið sitt
sem virðist ansi Stórt. Timamynd; Gunnar.
Og þá er það hún D litla. Hún var sú einasta sem var
vakandi. Tímamynd; Gunnar.
DAFNA DAVEL
Fjórburarnir, litlu stúlkurnar, sem
hafa fengið „vinnuheitin“ A,B,C og
D og fæddust klukkan 9 í fyrramorg-
un dafna með ágætum og eru hinar
frískustu.
Þær eru þó fremur nettar og
smávaxnar enda fæddust þær sex
vikum fyrir tímann og vógu um sjö
merkur hver.
Þær eiga þó eftir að sækja í sig
veðrið og eru raunar þegar byrjaðar
að þyngjast lítillega.
Dag og nótt eru þær undir vökulu
eftirliti lækna og hjúkrunarfólks á
vökudeild Landsspítalans. Það er
heldur ekki á hverjum degi sem
fjölskylda á íslandi eykur meðlima-
fjölda sinn um fjóra einstaklinga í
einu vetfangi og verður allt að því
jafn mannmörg og tvær vísitölufjöl-
skyldur. -sá