Tíminn - 03.11.1988, Page 7
Fimmtudagur 3. nóvember 1988
Tíminn'1 7
Eitt stærsta fyrirtæki í heiminum á sviði fraktflutninga segist reiðubúið til að flytja f isk frá Islandi til Japan:
TÍGURINN FLJÚGANDI
ER í VIDBRAGÐSSTÖÐU
Það er frágengið að „Flying
Tiger“, eitt stærsta flugfélag heims í
fraktflutningum er tilbúið til að
fljúga með ferskan íslenskan fisk í
beinu flugi frá Islandi til Tokyo.
Þetta kom fram í samtali sem Tíminn
átti við Pál Jónsson í gær en Páll
hefur ásamt félaga sínum Guðmundi
Þormóðssyni unnið að því hörðum
höndum undanfarna átta mánuði að
ná sem hagstæðustum samningum í
flutningum á ferskum flski til Japan.
„Það er ljóst að það er í leiðinni
fyrir félagið að koma við í Keflavík
og þeir hafa lýst því yfir að við getum
fengið pláss í vélum þeirra sem
nemur allt að tuttugu og fimm til
þrjátíu tonnum í hverri ferð. Jafn-
framt hafa forráðamenn „Flying
Tiger“ lýst því yfir að þeir muni
lenda fyrir mun minna magn ef því
er að skipta," sagði Páll.
Aðspurður sagði hann að þeir
hefðu þegar kynnt þetta mál fyrir
sex aðilum í fiskvinnslu hérlendis og
væri greinilegt að mikill áhugi væri
fyrir þessum flutningum. Þessir aðil-
ar væru nú að kanna hverjar undir-
tektir Japana yrðu. Endanlegar
ákvarðanir yrðu svo teknar með
tilliti til þessara kannana.
Páll sagði að þessi flutningsleið
myndi spara um níu klukkustundir í
flugi ef miðað væri við þá leið sem
hingað til hefði verið talin eðlilegust,
með millilendingu í London. Það
væri einnig Ijóst að þar myndi sparast
ein umhleðsla og slíkt væri af hinu
góða þar sem það hlyti að skila sér í
betri afurðum til kaupandans.
Ef svo fer sem horfir má búast við
að þessir flutningar hefjist strax í
ársbyrjun 1989 og standi út það ár,
ef markaður leyfir því hér er ekki
um tilviljanakennt leiguflug að ræða
heldur munu vélar félagsins lenda
annaðhvort tvisvar eða fjórum sinn-
um í viku hverri á Keflavikurflug-
velli.
Páll sagði að allt benti til þess að
viðkoma „Flying Tiger" yrði á
sunnudögum og þriðjudögum og að
málið væri komið það vel á veg að
hann hefði nú þegar upplýsingar um
lendingartíma vélanna ef af verður.
Þess má geta að þeir Páll og
Guðmundur geta ekki talist neinir
viðvaningar hvað fraktflutninga
varðar því þeir hafa á þessu ári flutt
um 900 hross frá Islandi til Ameríku,
að megninu til í gegnum búvörudeild
SÍS, en einnig reiðhesta fyrir ein-
staklinga. Þetta hafa þeirgert í nafni
fyrirtækis þeirra fslandsfiskur, en að
sögn Páls mun verða stofnað nýtt
fyrirtæki sem annast mun flutning-
ana til Japan.
-áma
Ólafur S. Valdemarsson í
samgönguráðuneytinu:
Litlatrúáað
heimild fáist
Ólafur S. Valdemarsson í sam-
gönguráðuneytinu sagði í samtali
við Tímann í gær að hann teldi
ekki líklegt að heimild fengist
fyrir svo tíðum ferðum flugfélags-
ins „Flying Tiger“ eins og Páll
Jónsson segir í bígerð. ðlafur
sagði að þetta mál hefði ekki
komið til afgreiðslu í ráðuneytinu
og hann hefði litla trú á að
amerísku flugfélagi, í þessu til-
felli „Flying Tiger“, yrði heimilað
að fljúga með vörur á núlli
tveggja staða utan Bandaríkj-
anna. -áma
Pétur Einarsson
flugmálastjóri:
Kannastekki
við málið
Það kom fram í samtaliTímans
og Péturs Einarssonar flugmála-
stjóra að umrætt flug frá Keflavík
til Tokyo hefði ekki komið til tals
hjá flugmálastjórn. Hinsvegar
væri flugfélagið Flying Tiger eitt
hið stærsta sinnar tegundar í
heiminum og hann teldi það rétt
munað að vélar félagsins hefðu
áður lent í Keflavík. Að öðru
leyti vildi flugmálastjóri ekki tjá
sig um málið. -áina
Sigmar Sigurösson í
fraktdeild Flugleiöa:
Markaðurekki
fyrir hendi
Sigmar Sigurðsson forstöðu-
maður Fraktar Flugleiða sagði í
samtali við Tímann í gær að hann
teldi ekki grundvöll fyrir svo tíðu
flugi til Japan markaðslega séð
og því hefði hann ckki mikla trú
á að til þessa flugs kæmi að svo
komnu máli, aftur á móti gæti svo
orðið einhverntíma á næsta ári og
þá fyrst væri tímabært fyrir Flug-
leiðir að huga alvarlega að auknu
fraktflugi til Japan.
Hinsvegar sagði Sigmar að
Flugleiðir hefðu nýlega gert
samning við japanska flugfélagið
Japan Airlines um hagstæða
flutninga til Japan í gegnum
London, eins og fram hefði kom-
ið í fréttum fyrir nokkru. -áma
Forsætisráðherra lagði í fyrradag fram þjóðhagsspá fyrir árið 1989:
Ráðstöfunartekjur
minnka um 5-6%
í þjóðhagsspá fyrir árið 1989 kem-
ur meðal annars fram að eitt af
meginmarkmiðum ríkisstjórnarinn-
ar sé að stöðva vöxt viðskiptahalla
og í framhaldi að skapa forsendur
fyrir lækkun hans. Til þess að ná
þessu markmiði er óhjákvæmilegt
að draga úr þjóðarútgjöldum á næsta
ári. Áætlun rfldsstjórnarinhar um að
viðskiptahalli aukist ekki á árinu
1989 byggist á því að þjóðarútgjöld
í heild dragist saman um 2 1/2%.
Þá segir í spánni að mikla óvissu
um þróun ráðstöfunartekna megi
rekja til þess að kjarasamningar séu
uppsegjanlegir frá 15. febrúar 1989
og þess að verðstöðvun falli úr gildi
í lok þess sama mánaðar. Þá hafi
dregið úr eftirspurn á almennum
vinnumarkaði sem leitt hafi til styttri
vinnutíma og minni yfirborgana og
launaskriðs. Vegna þessa er áætlað
að ráðstöfunartekjur verði í heild
5-6% minni að meðaltali á árinu
1989 en 1988.
Ráðstöfunartekjur munu því
dragast álíka mikið saman og þjóð-
artekjurnar samanlagt í ár og næsta
ár. Á þessum forsendum er reiknað
með því að einkaneysla verði 3 1/2%
minni árið 1989 en spáð er á þessu
ári.
Áætlað er að heildarfjárfesting
dragist saman um rúmlega 3% á
næsta ári. Gert er ráð fyrir því að
opinberar framkvæmdir minnki að
raungildi um tæplega 4% frá 1988,
þannig að reiknað er með samdrætti
í öllum atvinnugreinum nema flutn-
ingastarfsemi. Mikil aukning fjárf-
estingar í flutningatækjum stafar
hinsvegar af kaupum Flugleiða á
flugvélum. Samkvæmt þessum áætl-
unum verður fjárfesting í heild á
næsta ári rúmlega 17% af landsfram-
leiðslu sem er lægra hlutfall en verið
hefur í fjörutíu ár.
Viðskiptahalli við
útlönd um 41/2 %
Miðað við óbreytt raungengi
krónunnar og nokkurn samdrátt í
kaupmætti ráðstöfunartekna dregst
almenn eftirspurn eftir innfluttum
vörum saman þannig að almennur
innflutningur án olíu gæti lækkað
um 4%. Hvað varðar innflutning á
olíu má gera ráð fyrir að hann verði
óbreyttur að raungildi á næsta ári.
Sérstakur innflutningur dregst aftur
á móti saman um tæp 5%, enda
hefur innflutningur á fjárfestingar-
vörum, aðallega skipum og flugvél-
um, verið mjög mikill á síðustu
tveimur árum.
Viðskiptajöfnuðurinn verður
hinsvegar neikvæður sem nemur um
3,6% af landsframleiðslu. Alls er
því útlit fyrir halla á viðskiptum við
útlönd sem gæti svarað til'4 1/2% af
vergri landsfamleiðslu.
Óvissa um
þróun verðlags
Mikil óvissa er um þróun verðlags
á næsta ári. Verðbólgan er ekki
eingöngu undir aðgerðum stjórn-
valda komin, heldur einnig ytri
skilyrðum og ákvörðunum annarra
aðila í hagkerfinu. Sú verðstöðvun
sem ríkisstjórnin hefur ákveðið nær
til febrúarloka 1989, eins og áður
hefur komið fram, auk þess sem
kjarasamningar eru uppsegjanlegir
frá 15. degi sama mánaðar. Að svo
stöddu er því litlar upplýsingar að fá
til að byggja á verðlagsspá eftir
febrúarmánuð á næsta ári. Þó er
reiknað með því að laun hækki
þannig að kaupmáttur launa haldist
miðað við fyrsta ársfjórðung 1989. í
þjóðhagsáætluninni er reiknað með
að verðlag á mælikvarða framfærslu-
vísitölu hækki um 12% milli áranna
1988 og 1989.
Niðurstaða
þjóðhagsáætlunar
Niðurstaða þjóðhagsáætlunar fyr-
ir 1989 er sú, að landsframleiðsla
mun verða um 1 1/2% minni en á
þessu ári og þjóðartekjur um 3%
minni. Sem fyrr segir má einkum
rekja þessar óhagstæðu horfur til
þess að gert er ráð fyrir því að
Steingrímur Hermannsson, forsætis
ráðherra.
útflutningur dragist saman og einnig
þjóðarútgjöld, sérstaklega útgjöld
til einkaneyslu og fjárfestingar.
Mikilsvert er hinsvegar að sam-
kvæmt þessari áætlun er reiknað
með að þjóðarútgjöld dragist ívið
meira saman en landsframleiðsla,
sem felur í sér að vöxtur viðskipta-
halla verður stöðvaður. Það yrði
reyndar að teljast umtalsverður
árangur, þar sem viðskiptajöfnuður
hefur yfirleitt versnað þau ár sem
útflutningstekjur hafa dregist
saman. Þetta getur skapað forsendur
fyrir meiri stöðugleika í verðlags-
málum en verið hefur á síðustu
tveimur árum.
Aftur á móti má ætla að sú þensla
sem ríkt hefur á vinnumarkaðinum
sé að minnka og nú stefni í átt til
jafnvægis. í niðurlagi þjóðhagsáætl-
unar segir að ríkisstjórnin leggi
mikla áherslu á að treysta stöðu
atvinnulífsins og leggja þar með
grunn að atvinnuöryggi og stöðug-
leika í efnahagsmálum. Þess vegna
verður vandlega fylgst með afkomu
atvinnulífsins og atvinnuástandi á
næstu mánuðum þannig að hægt
verði að bregðast í tæka tíð við
breytingum, sem kunna að verða í
atvinnumálum. -áma
Unnur Aslaug
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík
Fundur mánudaginn 7. nóv. kl. 20.30 að Nóatúni 21.
Dagskrá:
1. Barnið, fjölskyldan og skólinn. Áslaug Brynjólfsdóttirfræðslustjóri.
2. Unnur Stefánsdóttir fóstra segir frá verkefnum þeim sem hún
vinnur að í Heilbrigðisráðuneytinu.
Mætið vel og takið með ykkur gesti.
Stjórnin