Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 3. nóvember 1988 Timiim MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. EFNAHAGSHORFUR Fiskiþing var sett í fyrradag og mun sitja á rökstólum næstu daga. Augljóst var af ræöum, sem fluttar voru viö setningu þingsins, að þar veröur ítarlega fjallað um stöðu sjávarútvegsgreina og þær horfur, sem við blasa í þeim efnum. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri lagði áherslu á þá skoðun sína, að íslendingar stæðu frammi fyrir þeirri staðreynd að nauðsynlegt væri að draga úr veiðum nokkurra verðmætustu veiðistofna þjóðarinnar, og nefndi m.a. þorsk, grálúðu, rækju og humar. Fiski- málastjóri vísaði til álits Hafrannsóknarstofnunar um ástand fiskstofna og taldi, að ekki ætti að leyfa meiri veiði en tillögur hennar hljóðuðu um. í ræðu sinni minnti fiskimálastjóri á það hrun, sem orðið hefði á þorsk- og rækjustofnum við Noreg og Grænland sem víti til varnaðar fyrir íslendinga. Halldór Ásgrímsson fjallaði einnig um skýrslu Hafrannsóknarstofnunar og lét í ljós þá skoðun, að aflasamdráttur væri vissulega óhjákvæmilegur, þótt einnig yrði að taka tillit til ástands efnahags- og atvinnumála almennt, þegar slík ákvörðun yrði tekin. í ræðu sinni gaf sjávarútvegsráðherra glöggt yfirlit yfir afkomu sjávarútvegsins allt frá árinu 1984. Afkoman fór stöðugt batnandi fram á árið 1987, enda fóru þá saman batnandi aflabrögð, hækkandi fiskverð og minnkandi útgerðarkostnaður. Auk þess hefði bætt aflameðferð og vöruþróun orðið sjávarútvegi til hagsbóta. Ráðherrann beuti á, að hagvöxtur í landinu hefði verið 5-6% á árunum 1985-1987 og yrði hann rakinn til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Nú hefur þessi þróun öll snúist við, þannig að verðmætasköpun í sjávarútvegi hefur dregist stórlega saman. Sjávarút- vegurinn situr eftir með kostnað af þeim lífskjarabata, sem landsmenn hafa orðið aðnjótandi á liðnum árum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist að meðal- tali um 13-14% undanfarin þrjú ár. Ráðherra sagði horfur í sjávarútvegi slíkar, að þaðan væri ekki að vænta aukinnar verðmætasköpun- ar, sem yki hagvöxt og stæði undir batnandi lífskjörum á næstunni. Þvert á móti stæðu íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd, að komið gæti til atvinnuleysis í landinu vegna ástandsins í sjávarútvegsgreinum. Ef koma ætti í veg fyrir slíkt, yrði þjóðin að sætta sig við lífskjaraskerðingu um einhvern tíma. Með orðum sínum er Halldór Ásgrímsson að minna á þá staðreynd, sem oft vill gleymast, að beint samband er á milli heildarafkomu þjóðarbúsins og afkomu sjávarútvegsins, Áem lífskjör og velferð al- mennings eru algerlega háð. Atvinnuhorfur og hvers kyns þjóðarumsvif eru nátengd afkomu sjávarútvegs- ins og þeirri verðmætasköpun, sem þar á sér stað. Ríkisstjórninni ber að vinna gegn atvinnuleysi, en það verður ekki gert með öðru en að tryggja rekstur sjávarútvegsins miðað við þær aðstæður, sem skapast hafa. Staðreyndir efnahagslífsins verða ekki umflúnar. Þeim verður að mæta með raunsæjum viðhorfum þjóðarheildar og virkum ráðstöfunum stjórnvalda og lánastofnana. GARRI Alltaf situr Árni Þjóðviljinn á við nokkrar rit- stjórnarraunir að stríða um þessar mundir. Hinn pólitíski rétttrúnað- ur hefur dældast í tímans rás, og næsta erfítt að finna nýja fótfestu pólitísks ofstækis. Nýir ritstjórar hafa komið og staðið sig vel á almennan mælikvarða, sumir ágæta vel, þótt ekki sé vert að nefna nöfn þeirra hér af því það yrði eflaust talið þeim til vansa á þeim bæ, þar scm enn vottar fyrir „líbblegum lit í túni og lauki í. garði.“ En alltaf situr Árni Berg- mann eins og eilífðarblóm eða póleruð mubla. Hann er Moskvu- lærður og sér um ofstækið, sem nær nú aðeins til lista og menning- armála í blaðinu. Kóngsins menn Það hafa löngum veríð örlög ritstjóra á pólitískum blöðum, að þeir þurfa alltaf að vera „einhverra menn." Ritstjóravandamál Þjóð- viljans nú hcfur keim þeirrar gömlu fomeskju í blaðamennsku, þegar liðsoddar blaðaútgáfu flokka voru að raða í kringum sig sínum mönnum. Skipti þá engu þótt blöð gengju lítt í augu kaupenda. Álitið var að þetta værí að baki, en nú sýna umræðurnar um ritstjómar- mál Þjóðviljans, að þar em menn enn við gamla heygaröshornið. Tveir ágætir rítstjórar eru sagðir á förum, en í staðinn á að koina bókmenntafræðingur til að gera Þjóðviljann stóran. Ekki virðast útgefendur Þjóðviljans vita mikið um blaðaútgáfu, ef þeir halda að púðrið sé að finna í Silju Aðal- steinsdóttur, þótt ekkert sé nema gott um hana að scgja. Hún er rétttrúuð og hcfur nóg af menning- arlegu ofstæki til að geta tekið við af Árna Bergmann. En það er bara ekki verið að skipta á honum og nýjum rítstjóra. Valdakerfi í mótun Eftir nokkra upplausn í Alþýðu- bandalaginu virðast mál hafa róast eftir stjórnarmyndun. Óiafur Ragnar Grimsson, formaður, er orðinn ráðherra og fylgi flokksins eykst á sama tíma og Framsókn og Alþýðuflokkur er að tapa sam- kvæmt skoðanakönnunum. Ráð- herrar Alþýðubandalagsins lofa mikilli skattheimtu og boða þegar hundraðföldun á einstökum fram- lögum. Þeim hjá Alþýðubandalag- inu hlýtur að liða bærilega. Það þykir því tími til eftir upplausn og útlegð frá stjórnarstólum, að stokka upp á ritstjórn Þjóðviljans. Vellíðan flokksins kemur fram í drauini um Silju Aðalsteinsdóttur í ritstjórastól. Þcir tveir ritstjórar sem nú er vegið að hafa fyrst og fremst haft í huga að koma út blaði á réttum tíma, þótt það hafl gengið misjafnlcga. Þeir hafa skítpliktugir skrífað fyrír nýtt valdakerfl í bandalaginu á meðan Árni Berg- mann hefur séð um ofstækið i menningarmálum. Þeir hafa ekk- ert brotið af sér. Svavarsmem-Ólafsmenn En málið er ekki svona einfalt. í raun hafa engar sættir orðið í Alþýðubandalaginu, og þá er að ráðast að þeirri einu stofnun sem bandalagið ræður yfir. Úlfar Þor- móðsson, listavcrkasali, veitir stjórn Þjóðviljans forstöðu. Hann var yflrlýstur andstæðingur Ólafs Ragnars við formannskjörið, og á enga ósk heitari en skilja Þjóðvilj- ann eftir í höndum Silju og Árna Bermanns þegar formanninum liggur allra mest á. Gamli vörður- inn í flokknum stendur í hliðar- göngum og púar í rytjulegt skegg Úlfars, sem síðan blæs upp rit- stjómarhæfileika Silju. Þegar komið var að fundi þar sem átti að reka ritstjóra fékk Ólafur formað- ur því framgengt að fundi var frestað. Nú er talað fullum fetum um Svavarsmenn og Ólafsmenn í deilunum um ritstjórana. Það eitt vantar í þessa mósaik, og það er að Hjörleifur Guttormsson rísi upp og heimti ritstjóra handa sér. Enn siturÁrni Þjóðviljinn er oft og tíðum ágætt blað, og cngin ástæða til að amast við því, þótt þar á bæ kunni að vera einhverra breytinga von hvað rit- stjómarmál snertir. Það sorglega við þau mál er, að það er eins og Úlfar og lið hans viti ekki hvað það er að gera. Með formennsku Ólafs Ragnars Grímssonar hefur heldur létt yfir Alþýðubandalaginu. Það var hann sem kom í kring þátttöku bandalagsins í núverandi ríkis- stjórn gegn einhverju svartasta íhaldi sem þekkisl ■ landinu. Þjóð- viljinn hlýtur að þurfa að taka breytingum í frjálsræðisátt og hef- ur raunar gert það. „Hefndarað- gerðir'* Úlfars og fylgiliðs gegn Ólafi Ragnari er sama svarta íhald- ið og harðast gekk fram gegn þátttöku bandalagsins í ríkisstjóm. Þjóðviljinn á nú enga aðra leið en lcngra í átt til frjálsræðis. Þvert á þá nauðsyn blaðsins á enn að snúa meira í átt til ofstækis með manna- breytingum á ritstjórn. Tveir of- stækisfullir bókmcnntapáfar í rit- stjórastólum er fásinna. Enn situr Ámi. Garri VÍTT OG BREITT lllllllllllllll ■III Þjóðviljinn á villigötum Allt frá stofnun lýðveldisins hef- ur embætti forseta íslands verið blessunarlega laust við hnútukast í misjafnlega óvæginni þjóðmála- umræðu. Forseti lslands hefurekki þurft að sæta því að verða fyrir hnjaski eða borinn alvarlegum sök- um áopinberum vettvangi. Ástæð- haldinn s.l. laugardag og meðal gesta var forseti Islands. Það gaf leiðarahöfundi Þjóðvilj- ans tilefni til að veitast að forseta fyrir að sitja fund hjá „stríðsæs- ingasamtökum öfgamanna". Blað- ið segir að þetta sé túlkað sem sérstakur stuðningur forseta ís- leyti utanríkisstefnan byggist á henni. En það er fráleitt að halda því fram að forseti íslands bregðist á nokkurn hátt skyldum sínum eða þjóðhollustu með því að sækja fund sem haldinn er á vegum áhugamanna um vestræna sam- atóirwngslayst og fftaiössvetti. Þotta eru alvörufjáriðg, fjatlög í alvöru á alvðrutímum. en el vet er á hatóið gsetu þau markad tímamót. twsði í ritós- rekstrinum og í íslenskum einahagsmátum. Vigdís á villigötum Vigdis finnbogadóttir hetur verið vinsætl torseti í rtim átta ár, oghún hlaut 94,6 próaent atkvaeða í torsetakosningun- an er ekki sú að embættið sé hafið yfir alla gagnrýni eða að ekki megi að neinum gjörðum forseta finna. En gæfa þjóðarinnar er sú, að á forsetastóli hafa aldrei setið aðrir útw»í>to<«ikrr«4iú«4rsvs<g vnvt»riii ~ ~ Atlantshafsbandalagfið heftir lagthvaðmestafmörkunitilstöð- ugleika og Mðar í heiminum lands við dvöl erlends herliðs á íslandi og veru Islands í hernaðar- bandalagi. Dylgjur um að forsetinn haft brugðist kjósendum sínum og að af sé blær menningar, friðar og en þeir sem hafa gengt embættinu___hfýjir'eru auðvitað marklausar og með reisn og sóma og elcki gefið ekki umræðuhæfar. ótíndum strákum tilefni til að agnúast út í embættisfærslu eða gjörðir forseta. Svo brá við í gær að gróið dagblað taldi sig þess umkomið að veita forseta grófa ofanígjöf. Til- efnið var að þjóðhöfðinginn leyfði sér að sitja fund hjá félagsskap sem Þjóðviljinn hefur illan bifur á. Marklaust og ekki umræðuhæft Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg bjóða ávallt nýjum utanríkisráðherra að flytja ræðu á fundi, sem haldinn er fljótlega eftir stjórnarskipti. Þar gerir ráðherra grein fyrir utanríkisstefnunni og skýrir frá áætluðum breytingum. ef einhverjar eru. Slíkur fundur var Ritstjórar Þjóðviljans eru haldn- ir þeirri sálarkreppu að halda öll samtök sem stuðla vilja að eflingu vestrænnar samvinnu séu öfgafull og hafi stríðsæsingar og árásarstríð að markmiði. Því beri allir friðelsk- andi menn að hunsa þau. En það er of langt gengið ef Þjóðviljinn heldur að hann geti skipað forseta íslands fyrir verkum, eða að blaðið sé þess umkomið að ákvarða hverja þjóð- höfðingi má umgangast og hverja ekki. Nýr siður Óþarfi er að tíunda hve mikill meirihluti íslendinga er fylgjandi vestrænni samvinnu og hve þýðing- armikil hún er eða að hve miklu vinnu, þar sem íslenski utanríkis- ráðherrann er aðalræðumaður. Margar eru þær samkomur og fjölbreytilegar, þar sem forseti fs- lands er nærstaddur og margur er sá félagsskapur sem þiggur heim- boð í embættisbústað þjóðhöfð- ingjans. Til þessa hefur það verið talið forseta til lofs en ekki lasts að hitta sem flest fólk og kynnast samtök- um þess og áhugamálum. Það er n$- siður, sem vonandi verður þegar aflagður, að fara að meta opinberlega hvort forseti ís- lands megi vera viðstaddur þessa samkomu eða hina og hnýta í hann fyrir að sækja heim félagsskap sem einhverjum eða einhverjum er í nöp við. Það er Þjóðviljinn en ekki Vigdís sem er á villigötum og vonandi rambar blaðið aftur inn á rétta leið. Og vonandi kemur aldrei til þess að sjálfsagt þyki að troða illsakir við forsetaembættið þegar ekkert tilefni er gefið til þess, sem ekki hefur verið s.l. 44 ár. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.