Tíminn - 03.11.1988, Page 9

Tíminn - 03.11.1988, Page 9
Fimmtudagur 3. nóvember 1988 Tíminn 9 Jón Jónsson: Frá Ljósavatni til kirkjuþings Þegar kirkjuþing kemur saman vænta menn sér máski ekki stórtíðinda, þeir sem fjarri standa, en þetta er þó ráðgefandi samkoma, sem kjörnir menn mæta til bæði leikmenn og lærðir undir forsæti herra biskupsins yfir sinni Þjóð. Hver tími hefir sín einkennin sem kalla á hvers þings sérkenni og umfjöllun og einnig kirkjuþings. Þó menn ekki tileinki sér þann fróðleik sem fjölmiðlar, vakrastir allra hrossa mjólka úr mönnum aðgönguharðir í spurningatímum, þá vita ýmsir margt af sjálfs sín eftirtekt sem tengt er órofaböndum jafnvel kirkjuþingi. Pað styttist sígandi og hægt starfstími hins ástsæla biskups vors, og forsjár hans mun ekki njóta við um óralanga framtíð. Ekki náinna kynna eða fullvissu um leiðsögn um þau málefni sem manni brunnu í huga og áttu hann að og trúnað vorn. Engum dyljast þau miklu og merkustu tímamót sem eru í nánd, aldamótin þegar nítjánda og sú tuttugasta hafa skipt með sér hlut- verkum og enn ný öld tekur við. En þó eru þau hvað mest sem alþjóð veit, og kirkjuþing mun ekki láta framhjá sér fara að ræða og merkja sínum sjónarmiðum - það er eitt þúsund ára minningartíð um kristnitöku þessarar þjóðar. Hvort sem hún hefir tekið þvílík- um boðskap af fullum trúnaði þá, eða nokkurn tíma síðan sem ein þjóð að einu verki, og elskað guð sinn og náungann eins og sjálfan sig, sem hlýtur að vera grundvallar- boð hins kristna manns vafninga- og umbúðalaust. Þá er viðburður hins fyrsta morguns á Þingvöllum þegar rödd Þorgeirs goða frá Ljósavatni barst um velli og björg: „Vér skulum allir,“ mælti hann, „hafa ein lög og einn sið, því ef vér slítum í sundur lögin munum vér einnig slíta friðinn." Sá atburður er svo táknrænn sem kraftaverk í sagnfræði manneskjunnar að næst gengur eldmessunni, nærri átta hundruð árum síðar, að ekki skyldi berjast hin vígdjarfa þjóð. Og sú staðreynd að máttartaugin hefir haldið, þrátt fyrir brigð vor og brot í endalausum frávikum í eitt þúsund ár. Það er vissulega mikils að minn- ast - hvað þá ef rétt skyldi vera sem vígð kona með vingjarnlegan texta flutti inér í morgunskímu á nýrisn- um degi að ef vér héldum boðskap- inn um náungann og kærleikann þá hefðum vér staðið við öll boðin, svo einfalt væri það. Nú er það svo, þó embættismenn hafi með vissum hætti tekið sér vald og skipað málum hvað varðar búsetu presta í mínu nánasta byggðarlagi þar sem hentaði per- sónulegum ástæðum að hafa það svo. En vissa frægðarstaði bundna hefð og sögu sinni og atburðum ber hátt yfir flatneskju lífs og lands. Slíkur staður meðal margra, er Ljósavatn í S.uður-Þingeyjarsýslu, þaðan sem Þorgeir goði bjó för sína til þings þess sem olli heims- sögulegum atburði undir friðar- boga hjá þó vígaferlaþjóð. Það er ástæðulaust að hafa hér mörg orð um það sem allir vita og engir deila um, kristnitökuna á Þingvöllum árið eitt þúsund, en yfirstandandi kirkjuþing mun ræða á sínum fundum. Sá fáliðaði söfnuður Ljósavatns- kirkju hefir um allmörg ár borið með sér þá hugmynd að standa að byggingu aldamótakirkju, það því fremur sem hjónin Kristján Jóns- son og Rósa Guðlaugsdóttir, hús- bændur að Fremstafelli, stofnuðu Þorgeirskirkjusjóð fyrir mörgum árum, en nokkru fyrir andlát sitt, og fengu biskupi íslands til varð- veislu og ávöxtunar, þar sem hann má finna í dag. Þó ef til vill hrökkvi skammt til slíkra stórræða sem hugsað er um. Þó bráðum verði hundrað ára gömul sú timburkirkja sem Björn Jóhannsson bóndi byggði á Ljósa- vatni er hún enn hið stæðilegasta hús sem gæti lengi þjónað söfnuði sínum með góðri aðbúð hvað þá ef enginn skyldi vita til hvers presta- kalls hann muni mega teljast og kirkja hans þegar árin líða. Ég vænti þess að mörgum renni blóðið til skyldunnar í þessu máli og vilji tengja það hærri miðum í byggðum en aðeins búmarki eða Jón Jónsson. fullvirðisrétti þó neyðarúrræði séu. Ég vara við fljótræði í þessum málum þó þessháttar úrræði sé sterkasta afl og einkenni vorrar þjóðar í dag, en samstaða til góðra verka er það sem helst mætti til bjargar verða í ógætni tíðarandans, en hvað mikill hluti af öllu okkar tilstandi er ekki mannasetningar, fordild og fullyrðingar tengd saman af vonarneista og skynsamlegri greind. Ég bið gott fólk og velviljað að hugsa þetta mál, Ljósavatn tengt stærsta viðburði íslandssögunnar og af eðli sínu alþjóðamál. Ég vara líka við flýtishugmyndum sem fram hafa komið um að byggja bænahús ellegar litla kapellu á berangri við Goðafoss þar sem almennings umferð fellur sem ár- straumur um lengstan tíma árs, þó fari að stjórn veðrabrigða. Þó ég skuli síst tengja hér nokkuð við nýstárlega hugmynd prófessorsins um nafngift fossins og klettadrang- anna þar á gljúfurbarminum. Ekki finnst heldur vera nein fullvissa um verndun gljásteinsins sem felldur er þar inn í bergið gegnt fossinum fagra, þó þar séu ritningargreinar merktar í og vafa- laust í bestu meiningu gert. Sú dreifða byggð sem með viss- um hætti kvíslast út frá þeirn kross- götum sem höfuðbólið Ljósavatn stendur gegnt þar sem segja má að þrír dalir mætist í punkti, eins og hinn landskunni Jón í Ystafelli hafði orð um, á sannarlega við vanda að búa þar sem sótt er að henni úr tveimur höfuðáttum mannlífs. Heima fyrir er það sú sundurþykkja sem fólk hefir þróað með sér hvað varðar rekstrarein- ingar sínar, bæði skóla og sveitar- félag, sem hlýtur að veikja sam- stöðu hverrar byggðar sem við býr. Hinsvegar er það málið sem nú mun fá umfjöllun kirkjuþings og síðar jafnvel Alþingis, sú nýskipan í kirkjusóknarntálum ellegar hvað mest prestakallaskipan sem svo mjög er í umræðu, þar sem ætíð verður raunin sú sem fyrr; að sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur. 30. októbei11988 Jón Jónsson Fremstafelli llilillllllllllllllllillllll TÓNLIST lllllllllllllllilllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sinfóníutónleikar Bandaríkjamaðurinn George Cleve stjórnaði 2. áskriftartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 20. október. Cleve hef- ur verið hér áður, fyrir tæpum 20 árum og aftur t' fyrra, og féll bæði hljómsveit og áheyrendum vel í geð, ef marka mátti undirtektir. Á efnis- skrá voru tvö verk eftir Mozart, Sinfónía nr. 29 í A-dúr (KV 201) og Fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr (KV 218), og 4. sinfónt'a Carls Nielsen op. 29. Mozart samdi þessa 29. sinfóníu sína (og 201,skráða verk) árið 1774 þegar hann var 18 ára að aldri; hún er í anda Haydns og þykir fremur léttvæg í samanburði við síðari verk tónskáldsins, en jafnframt er hún þokkafull og skemmtileg áheyrnar þegar hún er vel flutt. Sem hún var á þessum tónleikum. Hu Kun, 25 ára Kínverji frá Sesúan (eins og Góða sálin eftir Brecht), lék einleik í fiðlukonsertn- um. Hu Kun er margverðlaunaður fiðlari, eftir því sem fram kemur í skránni og lærði síðast á Alþjóðlegu Menuhin tónlistarakademíunni í Sviss. Hann spilar með glitrandi en allt að því vélrænum stíl margra nútíma „virtúósa" - tæknin er full- komin og tónninn með, en miðaldra mönnum finnst eins og einhverja sál vanti í flutninginn. Samt heyrði ég á dómbærum mönnum að spila- mennska Hu Kun sýndi að hann væri músíkalskur - annað hefði verið ólíklegt, og raunar sorglegt, miðað við það að vafalaust hefur hann BÓKMENNTIFt llllllllllllll Ur ólíkum heimshornum Jóhann Hjálmarsson, f skolti Levíatans, lióðaþýðingar, Orlagið, Rv. 1988. í þessa bók hefur Jóhann Hjálm- arsson safnað saman þýðingum sín- um á ljóðum úr hinum ólíkustu heimshornum. Upp undir helmingur bókarinnar er þó eftir norræn skáld, frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku, Samalandi og Færeyjum. Skiljanlega er hér ekki um neins konar sýnisbók að ræða, heldur úrval þýðandans, valið að smekk hans sjálfs eingöngu. Um þýðingasafn á borð við þetta gildir vitaskuld að í þvt' Ieita menn fyrst og fremst að ljóðum þar sem á einn eða annan hátt birtast ný yrkis- efni eða að minnsta kosti ný handtök á eldri efnum. Að því er norrænu ljóðin varðar þá varð mér einna helst staldrað við ljóð sem þarna eru eftir finnskt skáld að nafni Pentti Saarikoski; af þrem ljóðum sem þarna eru eftir þann mann er að sjá að honum hafi látið vel að hnitmiða hugmyndir í örsmá form. Þá er þarna ljóð eftir Norðmann að nafni Jan Erik Vold sem heitir „Grát- steinninn hjá Nissaka" og lýsir þjóð- sagnaminni nokkuð sérkennilega. Aftur á móti virtust mér ljóðin frá Samalandi vera heldur bragðdauf, en má þó vera að frá hendi Sama séu til kjarnmeiri verk en þessi. Þess utan eru svo þarna allmörg ljóð frá ýmsum Evrópulöndum, meðal annars talsverður fjöldi frá álfunni austanverðri. Þar á meðal er nokkurt úrval ljóða frá Póllandi og Tékkóslóvakíu. Þar staldraði ég einna helst við nokkur ljóð eftir pólskt skáld að nafni Czeslaw Milosz; svo er að sjá að sá höfundur, sem ég er annars ekki kunnugur, búi yfir frumleika í efnisvali og mynda- smíði sem gæti verið fróðlegt að kynnast nánar af frekari þýðingum. Þá eru þarna nokkur ljóð frá Suður-Ameríku, en annars eru'það rúmlega tveir tugir ljóða þarna frá Tyrklandi sem koma trúlega úr þeim menningarheimi sem hvað fjarlæg- astur er okkur. Svo er þó skemmst af að segja að með tyrknesku ljóðin varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. Þetta eru í heildina tekið oþinská og einlæg ljóð, og vissulega.sýna þau okkur dæmi þess að það er sam- mannleg þörf hvarvetna í heiminum að tjá tilfinningar sínar í hinu knappa formi ljóðsins. En umtals- verðan nýjan ferskleika, hvað þá hugmyndir sem til dæmis gætu orðið til þess að umbylta einhverju í Jóhann Hjálmarsson. verið að æfa sig hverja vökustund síðan hann var smábarn. Eftir mikil fagnaðarlæti spilaði hann aukalag með miklum tæknilegum tilþrifum. Veigamest var auðvitað sinfónía Nielsens (1856-1931), sem í tón- leikaskrá er fyrir óheppilega prent- villu nefnd „Det udslukkelige" en ber þvert á móti yfirskrift tónskálds- ins „Det uudslukkelige" með tveim- ur u-um í upphafi og á að tjá óslökkvandi þrá til lífsins. Sinfónía þessi er samin á árum fyrri heims- styrjaldarinnar og telja menn sig sjá í henni átök ógna og bjartsýni. Þetta er mikilúðlegt verk og prýðilegt. Samkvæmt lauslegri könnun er um þriðjungur hljómsveitarmeðlima ljóðagerðinni hér á landi, fann ég ekki þarna. Það hefði orðið til bóta ef hér hefðu einnig fylgt með einhverjar upplýsingar um skáldin sem þýtt er eftir, t.d. örstuttæviágripogkannski myndir af þeim. Þá hefði ekki sakað að fram hefði komið í bókinni skýr- ing á nafni hennar. Að því er segir í Viljum við standa í stað? Út er komin ný ljóðabók eftir Birgi Svan Símonarson. Bókin nefn- ist Farvegir. Viðfangsefni bókarinn- ar eru margvísleg, en hinn rauði þráður virðist þó vera tilvistarkreppa landkrabbanna. Tónn bókarinnar er þó fremur bjartur og Farvegir geta alltaf skilað okkur eitthvað áleiðis, nema við viljum standa í stað. Farvegir eru gefnir út í 150 eintök- um og fást í helstu bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. útlendingar og virðist oss óinnvígð- um seint ætla að fyllast sálin prest- anna í því efni sem fleirum. Kannski eru það launin sem valda því hve illa gengur að manna þessa hljómsveit vora með íslendingum, jafnmikil gróska og verið hefur í tónlistar- kennslu hér á landi undanfarna tvo áratugi. Á hitt er þó að líta, að margir af okkar ágætustu hljómsveit- armönnum og tónlistarfrömuðum eru og voru af erlendu bergi brotnir og hefur sú aðferð víðar dugað vel að „flytja inn talent", t.d. frá Banda- ríkjunum, sem fengu mikið af sinni vísinda- og tæknikunnáttu á silfur- bakka frá menningarlöndum Evrópu fyrr á öldinni. En samt. Sig. St. frétt til fjölmiðla frá útgáfunni er Levíatinn skaðræðisskepna nokkur úr Biblíunni sem sver sig í ætt við Miðgarðsorm okkar úr norrænni goðafræði. Er nafnið sótt í Ijóð í bókinni sjálfri eftir Czeslaw þann Milosz sem hér var nefndur. -esig Birgir Svan Símonarson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.