Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT GDANSK — Hin útlægu j verkalýðssamtök Samstaða í styður við bakið á hinum opin- > beru verkalýðssamtökum Pól-1 lands OPZZ í baráttunni gegn I því að Lenín skipasmíða- i stöðvunum verði lokað, en Samstaða var einmitt stofnuð í þar árið 1980. Þúsundir með- I lima Samstöðu og OPZZ stóðu j hlið við hlið á mótmælafundi í skipasmíðastöðvunum og ; samþykktu að taka höndum | saman til að koma í veg fyrir j lokun stöðvanna 1 .desember. I WASHINGTON — Michael > Dukakis, sem nú reynir af' mætti að ná í skottið á George j Bush varaforseta Bandaríkj-1 anna, sem hefur stungið af í baráttunni fyrir forsetakosning- arnar sem fram fara 8. nóvem- ber, fordæmdi getuleysi og framkvæmdaleysi bandarísku ríkisstjórnarinar í gíslamálinu og sagðist gera „allt sem í mínu valdi stendur" til að leysa gísla í Líbanon úr haldi. \ OSLO — Norðmenn og Ind- ’ verjar bentu hvor á aðra vegna frétta af því að Norðmenn hafi selt Indverjum fimmtán tonn af þungu vatni á laun árið 1983, en þungt vatn er nauðsynlegt til að framleiða kjarnorku- sprengjur. Indverska stjórnin neitar staðfastlega að hún hafi flutt inn hvaö þá einn dropa af norsku þungu vatni. NEW YORK — Imelda Mar- cos fyrrum forsetafrú á Filipps- eyjum hélt til bónda síns, sem er í útlegð á Hawai, eftir að Dorisar Duke sem er banda- rískur milljónamæringur greiddi fimm milljóna dollara tryggingu þá er dómstóll í New , York krafðist svo Imelda slyppi - við varðhald, en hún og maður' hennar hafa verið kærð fyrir fjárdrátt úr ríkissjóði Filipps- i eyja og að hafa notað fé í ólöglegt fasteignabrask á Man- hattan. Imelda segist alsak- laus. GENF-( friðarviðræðunum sem nú fara fram í Genf hafa írakar nú boðist til þess að leysa úr haldi 30 þúsund! stríðsfanga íraka ef íranar geri j slíkt hið sama. í Riyadh lýstu i sex Arabaríki því yfir að þau styðji heilshugar friðarum-1 leitanir Javier Perez de Cuellar aðalritara Sameinuðu þjóð- \ anna og hugmyndir hans um I að höggva á hnút þann sem f verið hefur á friðarviðræðun-1 um. Fimmtudagur 3. nóvember 1988 ÚTLÖND Hinir strangtrúuðu Gyðingar eru sigurvegarar þingkosninganna í ísrael, en smáflokkar strangtrúarmanna eru í lykilaðstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. Gamli skæruliðaforinginn Shamir telur Ijóst að Likudbandalag hans muni mynda stjórn með strangtrúarflokkunum og útiloka mið og vinstriöflin frá stjórnvelinum. Þingkosningarnar í ísrael: Strangtrúarflokkarnir og hægri öflin sigurvegarar Gamli skæruliðaforinginn Yitzak Shamir var kampakátur í gær eftir að Ijóst var að hægri öflin í landinu höfðu sigrað í þingkosningunum sem haldnar voru á þriðjudag. Hann má eflaust að einhverju leyti þakka Palestínumönnum sem nú brúka svipaðar aðferðir og hann sjálfur gerði í baráttunni gegn Bretum áður en Ísraelsríki var stofnað, fyrir þessi úrslit. Grimmileg árás Palestínumanna á ísraelskan langferðabfl á sunnudaginn þar sem ung Gyðingakona og þrjú ung börn hennar létu lífið voru án efa vatn á myllu hægri aflanna í ísrael. Spánn: Þrátt fyrir að Shamir forsætisráð- herra sé kampakátur með úrslitin þá tapaði Likudbandalag hans fjórum þingsætum á meðan aðalandstæð- ingurinn Verkamannaflokkurinn með Simon Peres í fararbroddi tap- aði ekki nema þremur þingsætum, en þessir flokkar hafa setið nauðugir viljugir í ríkisstjórn undanfarið kjörtímabil, þar sem ekki náðist að mynda meirihlutastjórn eftir öðrum leiðum. Pað sem gerir Shamir kampakátan er sú vissa hans að hann geti myndað ríkisstjórn með eiginlegum sigurveg- urunt kosninganna sem eru smá- flokkar er byggja stefnu sína á strangtrúarstefnu og hægri sinnuð- um smáflokkum. Segist Shamir að líkindum geta myndað stjórn sent hafi á bak við sig 64 til 65 þingmenn, en í Knesset ísraelska þinginu eru 120 þingmenn. Reyndar hóf hann stjórnarmyndunarviðræður við þessa flokka strax og úrslit lágu fyrir, en alls eru fimmtán flokkar á Knesset. Shimon Peres núverandi utanrík- isráðherra og formaður Verka- mannaflokksins sagði hins vegar ekki sjálfgefið að trúarflokkarnir ntynduðu stjórn með Likudbanda- laginu, heldur kæmi vel til greina að Verkamannaflokkurinn, smáflokkar á miðjunni gætu myndað ríkisstjórn. En hvað sem því líður er Ijóst áð trúarflokkarnir munu setja sitt mark á ríkisstjórn þá er mynduð verður. Palestínumenn og Arabaríkin eru óánægð með þessi úrslit þar sem Shamir hefur boðað harkalegar að- gerðir gegn Palestínumönnum á hernumdu svæðunum og útilokað allar friðarviðræður á meðan Peres var tilbúinn til viðræðna og jafnvel að gefa eftir hernumdu svæðin undir Palestínuríki ef það tryggði frið og öryggi ísraels. I yfirlýsingu PLO sagði að úrslitin væru „spark í friðinn“. Baskar bjóða hlé á átökum og viðræður Skæruliðar Baska hafa boðið spænskum stjórnvöldum tveggja mánaða hlé á hryðjuverkum, en Baskar hafa barist fyrir sjálfstæði sínu með alls kyns hryðjuverkum síðustu tuttugu árin. Á móti vilja skæruliðar Baska fá spænsku ríkis- stjórnina til að ræða leiðir til þess að tryggja frið í Baskahéruðunum og að spænska lögreglan dragi úr að- gerðum sínum gegn aðskilnaðar- sinnuðum Böskum. ETA skæruliðasamtökin settu fram þetta tilboð í yfirlýsingu sem birtist í róttæku dagblaði Baska, Elgin, en í yfirlýsingunni lýstu sam- tökin sig ábyrga fyrir morði á lög- reglumanni í Bilbao í síðustu viku. ETA samtökin setja þetta tilboð fram fjórum dögum eftir að þeir slepptu lausum kaupsýslumanninum Emiliano Revilla sem samtökin rændu fyrir átta mánuðum,. en á sínum tíma varð mannránið til að binda endi á viðræður Baska og spænskra stjórnvalda. Innanríkisráðherra Spánar Jose Luis Corcuera sagði í ríkisútvarpi að ETA, sem drepið hafa fjórtán manns á þessu ári, yrðu fyrst að binda enda á árásir sínar áður en viðræður yrðu mögulegar. „Með drápum eru við- ræður óhugsandi.“ ETA benti ríkisstjórninni á að ræða við Antxon Etxebeste sem er einn af leiðtogum hreyfingarinnar, en hann er í útlegð í Alsír. „Ef viðbrögð spænskra stjórnvalda eru jákvæð mun ETA hætta aðgerðum næstu sextíu daga þar á eftir" sagði í skjalinu. „Á því tímabili og sem endurgjald yrði lögreglan að draga úr aðgerðum sínum í Baskalandi." Á síðasta ári ræddi sendinefnd spænsku ríkisstjórnarinnar við Etx- ebeste, en þeim viðræðum var slitið þegar ETA drápu ellefu manns í sprengjutilræði í Zaragoza og rændu Revilla. ETA segist vilja ræða um pólitísk- ar kröfur sínar um sjálfstjórn Baska- lands, en ríkisstjórn Spánar segist einungis tilbúin að ræða um leiðir til að gera skæruliðum kleift að bera klæði á vopnin og taka þátt í þjóðlíf- inu á eðlilegan máta. Þess má geta að ETA hreyfingin segist hafa fengið átta milljónir doll- ara fyrir lausn Revilla og muni því fé verða varið í uppbyggingu sam- takanna. Pólland: Sextán fórust í flugslysi í Bialobrzegi Sextán manns fórust í flugslysi ■ Póllandi í gær þegar tveggja hreyfla farþegaflugvél af sovéskri gerð fórst við bæinn Bialobrzegi, suður af Varsjá. Þrettán farþegar og áhöfn flugvélarinnar sluppu lífs, en slasað- ir. Embættismenn pólska ríkis- flugfélagsins LOT skýrðu frá því að vélin sem er af gerðinni Antonov-24 sem var í eigu flugfélagsins hafi verið í áætlunarflugi frá Varsjá til borgarinnar Rzeszow þegar hún brotlenti við Bialobrzegi með fyrr- greindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvað olli slysinu. Antonov-24 flugvélarnar vorú hannaðar f byrjun sjöunda áratugs- ins og var þeim ætlað að geta lent á litlum flugvöllum við erfiðar aðstæð- ur og geta þær tekið hátt í fimmtíu farþega. Um ellefuhundruð vélar af þessari gerð voru framleiddar þar til smíði þeirra var hætt árið 1978 og hafa vélarnar reynst ágætlega þar sem þær hafa verið í notkun í Sovétríkjunum, austantjaldsríkjun- um og í löndum þriðja heimsins. Síðasta stóra flugslysið í Póllandi var í maímánuði á síðasta ári en þá fórst sovésksmíðuð Ilyushin-62M þota við Varsjá og fórust allir þeir er innanborðs voru, 17 að tölu. Dularfullur sjúkdómur hrjáir íbúa Tsjernóvtsí í Úkraínu: Börn missa hárið Dularfullur sjúkdómur herjar nú á börn í bænum Tsjernovtsí í Úkra- ínu og standa læknar ráðþrota gagn- vart vandanum. Sjúkdómurinn felst í þvf að bömin missa hár sitt og starfsemi taugakerflsins traflast lítið eitt. Uppi hafa verið getgátur um að slysið í Tsjernóbíl kjarnorkuverinu árið 1986 sé orsakavaldurinn, en kjarnorkuverið er í 450 km fjarlægð frá Tsjernovtsí. Læknar vísa þessum möguleika á bug og segja Ijóst að ekki sé um að ræða afleiðingu geisla- virkni. Yfirmaður heilbrigðismála í Tsjernovtsí I. Penishkevits sagði í viðtali við dagblaðið Pravda Ukraini að tvö til þrjú börn séu send á sjúkrahús á hverjum degi vegna þessa. „Tala sjúklinga er nú áttatíu og tveir“ sagði Penishkevits í viðtalinu sem birtist 30. október. Penishkevits sagði að sérfræðingar hefðu verið kallaðir til hvaðanæva til að rannsaka þennan dularfulla sjúk- dóm sem þjakað hefur börn á aldrin- um eins árs til fimmtán ára og vakið hefur mikinn ugg meðal bæjarbúa. Hann sagði að orsökin sé ekki ljós, en að líkindum sé um áhrif einhvers- konar efnamengunar að ræða, en öruggt sé að geislavirkni sé ekki orsökin. ÚTLÖ UMSJÓN: Hallur Magnússon BLAÐAMAÐ \Æ3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.