Tíminn - 03.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.11.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. nóvember 1988 Tíminn 15 ARNAÐ HEILLA 65 ára: Jón Hermundsson og Kristín Hermundsdóttir Pegar ég minnist fólks sem hafði áhrif á mig sem krakki og unglingur, get ég ekki farið fram hjá að minnast móðursystkina minna tvíburanna eins og þau voru kölluð Jón og Kristín. Þau eru fædd að Strönd, Vestur-Landeyjum Rangárvalla- sýslu þann 23. september 1923. For- eldrar þeirra voru Hermundur Ein- arsson og kona hans, Guðrún Jóns- dóttir. Þar ólust þó upp í hópi 5 systkina sem öll ertí ennþá á lífi. Ung að aldri fóru þau að heiman í atvinnuleit í okkar ríkulega landi. Jón fór snemma til sjós og stundaði sjóveiðar í mörg ár í Vestmannaeyj- um, þar sem hann settist síðan að um tíma. Kristín fór á húsmæðraskóla í Hveragerði og fór síðan í mismun- andi störf sem algeng voru á þeim árum, fiskvinnu og annað. Jón giftist góðri konu úr Vest- mannaeyjum, Ásu Magnúsdóttur að nafni. Saman áttu þau tvo mann- væna syni sem nú eru uppkomnir og eiga sínar eigin fjölskyldur. Kristín eignaðist tvær stúlkur, Nínu og Mar- gréti Hjartardætur og síðar meir giftist hún Sigurði Björnssyni mál- arameistara og eignuðust þau 2 syni sem eru uppkomnir. Sigurður lést eftir fárra ára sambúð. Bæði Jón og Kristín eru glaðlynd og söngelsk að eðlisfari. Mér er mjög í minni Jón að slá með gömlu hestadregnu sláttuvélinni og syngj- andi við raust með sinni hýrlegu tenórrödd. Hlátur Kristínar, gjall- andi og hljómríkur sem fyllti hvern krók og kima í bænum. Jón var elskur að öllum skáldskap og hafði einstakt dálæti á kvæðum, rímum og öðrum skáldskap. Hann kunni ósköpin öll af vísum og stökum sem hann oft þuldi eða söng. Kristín hafði mikla ánægju af söng og söng oft í kirkjukórum hér fyrr á árum, þó ekki eins mikið á seinni árum. Henni fannst gaman að ferðast og hefur ferðast með ferðahópum til Evrópu og Afríku. Hún hefur þá alltaf frá mörgu að segja af þeim ferðum. Nú eins og tímaklukkan tifar getur maður horft aftur í tímann og minnst margra góðra daga og stunda. En samt sem áður er gott að geta litið til lllllll BÆKUR Ferðaþjónusta Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina Markaðssetning ferða- þjónustunnar eftir Knut J. Tallhaug. Höfundurinn er norskur háskóla- kennari í greininni og í bók sinni sýnir hann hvernig nota má algeng- ustu kenningar um markaðssetningu vöru einnig í þessum nýja og vaxandi geira, ferðaþjónustunni. Þýðandinn, Björn Lárusson, hef- ur starfað að þessum málum bæði sem kennari og hótelstjóri og hann hefur lagað bókina að íslenskum aðstæðum hvenær sem tilefni var til. Markaðssetning ferðaþjónustunn- ar er fyrsta bók sinnar tegundar sem út kemur hérlendis og gefin út m.a. að tilstuðlan menntamálaráðuneyt- isins. Hún hentar jafnt sem kennslu- bók í skólum og sjálfsnámi og kemur til móts við þarfir og spurningar hinna fjölmörgu einstaklinga, félaga og stofnana um allt land sem nú hyggja að því hvernig efla megi alla þjónustu við ferðamenn og gera hana að snörum þætti í atvinnulífi byggðarlagsins. Síðbúin afmæliskveðja framtíðarinnar og dreymt sína drauma - jafnvel þótt 65 ár séu að baki ykkar, er ég öruggur um að þið getið litið fram á veginn til margra ára í viðbót. Kæru Nonni og Stína, enda þótt þið séuð bæði farin að lýjast og eldast, ekki síst vegna þess að þið hafið aldrei hlíft ykkur við neinu -. erfiði og basli sé ég ykkur bæði í anda sem ungt og ferskt fólk, tilbúið á hverri stund að bjóða lífinu birginn. Mín besta ósk er að þið njótið síðustu lífsáranna eins mikið og þeirra fyrri, í hópi barna, barna- barna, ættingja og vina. Megi Guð gefa ykkur ríkulega blessun á kom- andi árum. Herbert N. Beck Renick, Missouri. U.S.A. Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu, Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, alþingismanns. 4. Önnur mál. Allir velkomnir. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn þriðju- daginn 8. nóvember í sal félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Val fulltrúa á Kjördæmisþing. Val fulltrúa á flokksþing. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Kaffiveitingar. Ath. Breyttur fundartími. Stjórnin Kjördæmisþing framsoknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Hafnfirðingar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði verður haldinn 3. nóv. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Flokksþing 1988 Undirbúningur - samræming Samband ungra framsóknarmanna boðar til sérstaks fundar ungra framsóknarmanna til að stilla saman strengi fyrir flokksþing 18.-20. nóv. Tími: þriðjudagur 1. nóv. kl. 20.00. Staður: Nóatúni 21, Reykjavík. Stjórn SUF Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi 29. þing K.S.F.V. verður haldið að Vesturgötu 48, 3. hæð (Kiwanishús), Akranesi 5. nóvember 1988 Kl. 10.00 Þingsetning: Guðrún Jóhannsdóttir Kjörnir starfsmenn þingsins: a) Þingforsetar b) Ritarar c) Kjörbréfanefnd d) Uppstillinganefnd Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Davíð Aðalsteinsson Umræða og afgreiðsla. Kl. 11.00 Byggðamál: Guðmundur Malmquist, forstöðumaður Byggðastofnunar Ávörp gesta: SigurðurGeirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins Inga Þyrí Kjartansdóttir fulltrúi L.F.K. Gissur Pétursson formaður SUF Kl. 12.15 Hádegisverður Kl. 13.30 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson Alexander Stefánsson Almennar umræður Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.20 Drög að stjórnmálaályktun lögð fram Framhald almennra umræðna Kl. 17.00 Nefndastörf Kl. 17.45 Afgreiðsla mála Kosningar Kl. 19.00 Þingslit Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, dagana 4.-5. nóv. Þingið hefst föstudaginn 4. nóv. kl. 20. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Erindi flytja: Ásgeir Daníelsson hagfr. Þjóðhagsstofnunar Erna Indriðadóttir deildarstj. RÚVAK Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri Vilhjálmur Egilsson framkv. stj. Verslunarráðs Islands. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Þórdís Bergsdóttir L.F.K. Kristinn Halldórsson S.U.F. Þinginu lýkur með samkvæmi á vegum Framsóknarfélags Mývatns- sveitar. \ Skrifstofan að Hafnarstræti 90 Akureyri er opin frá kl. 15-18 virka daga, sími 21180. Stjórn KFNE. Dagskrá 29. ÞINGS KJÖRDÆMISSAMBANDS FRAMSÓKNARFÉLAG- ANNA Á SUÐURLANDI, HALDIÐ í HALLARLUNDI, VEST- MANNAEYJUM, DAGANA 4.-5. NÓVEMBER 1988. Föstudagur 4. nóvember: Kl. 19.30 Þingsetning Kjörnir starfsmenn þingsins Skýrsla formanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs Umræður um skýrslur og reikninga Álit kjörbréfanefndar Ávörp gesta: Unnur Stefánsdóttir frá L.F.K. Ólafur Magnús Magnússon frá S.U.F. Mál lögð fyrir þingið: Jón Helgason Lísa Thomsen Tillögur o.fl. Umræður Kl. 22.30 Nefndarstörf Fundi frestað Laugardagur 5. nóvember: Kl. 09.30 Nefndastörf Kl. 10.30 Fundi framhaldið Kl. 11.30 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra Kl. 12.00 Hádegisverður Kl. 13.00 Afgreiðsla mála Kosningar Önnur mál Þingslit Kl. 16.00 Opinn fundur með sjávarútvegsráðherra Kl. 20.00 Árshátíð Méð fyrirvara um breytingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.