Tíminn - 03.11.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.11.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 3. nóvember 1988 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK "i' llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll GÆJAR OG GLANSPÍUR Basar Kvenfélag Kópavogs - líknarsjóöur Áslaugar Maack. Basar og kaffisala verð- ur í Félagsheimili Kópavogs, sunnudag- inn 6. nóv. n.k. Þar verður á boðstólum: nýbakaðar kökur, prjónavörur, fatnaður og ýmsir munir. Einnig verður selt kaffi með rjómavöfflum. Vinnufundir félags- kvenna eru á mánudögum frá kl. 5. Alltaf heitt á könnunni. Basarnefndin Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls verður sunnudaginn 6. nóvember eftir messu, semhefst kl. 14:00. Allirvelkomn- Heymar- og talmeinastöðin I Borgarnesi Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands í Borgarnesi, laugardaginn 12. nóv. n.k. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina, og úthlut- un heyrnartækja. Tekið er á móti viðtals- beiðnum hjá viðkomandi heilsugæslum. Félag eldri borgara Opið hús er í Goðheimum, Sigtún 3 í dag. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 19:00 verður félagsvist og kl. 21:00 dans. Óskað er eftir kökum á kökubasar, sem haldinn verður í Tónabæ laugardag- inn 5. nóvember kl. 15:00. Frumsýning verður í BROADWAY föstudaginn 4. nóvember á söng- og danssýningunni GÆJAR OG GLANS- PÍUR. Hátt á þriðja tug manna stendur að sýningunni, þ.á m. átta manna dans- flokkur og átta vaidir söngvarar, og þar á meðal báðir „látúnsbarkarnir“. Bílaleiga Akureyrar býður upp á nýstárlegar ferðir frá 15. okt. til 15. des. í vetur. Þar er um að ræða „rjúpnaveiðipakka" frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Innifalið í pökkunum er: flugfar, bíll, veiðileyfi og gisting með morgun- verði. Gist verður að Grýtubakka í Höfðahverfi og gilda veiðileyfin þar og einnig á öðrum bæjum í nágrcnninu. Þarna er kjarri vaxið rjúpnaland, þar sem sunnlenskir veiðimenn geta kynnst alvöru rjúpnaveiði. Sóley Jóhannsdóttir sér um sviðssetn- ingu, en dansahöfundur er Ástrós Gunn- arsdóttir, leikmynd er eftir Jón Þórisson og Ásgeir Tómasson gerði handrit. Hljómsveitarstjóri er Grétar Örvarsson. Kvöldverður er í boði og auðvitað verður dansað eftir sýninguna. Miðasala og borðapantanir í Broadway í síma 77500. Upplýsingar veitir Baldur Brjánsson í sama síma. Kókubasar Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins verður með kökubasar laugardaginn 5. nóvem- ber kl. 14:00 í safnaðarheimilinu Kirkju- bæ. Þá verður einnig flóamarkaður og skyndihappdrætti. Þær sem vilja gefa kökur og basarmuni komi þeim í Kirkjubæ á föstudag kl. 17:00-19:00 og laugardagsmorgun ki. 10:00-12:00. Verkakvennafélagið Framsókn Basar Verkakvennafélagsins Fram- sóknar verður haldinn laugardaginn 12. nóv., kl. 14.00, í húsakynnum félagsins Skipholti 50a. Konur: Vinsamlegast kom- ið munum sem fyrst á skrifst. félagsins. Kökur vel þegnar. Ath.: Allur ágóði rennur til jólaglaðn- ings eldri félagskvenna. Nefndin 19. ársfundur MFA Starf MFA á liðnu starfsári og Evrópu- bandalagið og staða íslands verða um- ræðuefni á 19. ársfundi MFA, en hann verður haldinn föstudaginn 4. nóvember kl. 14:00. FundurinnverðuríBaðstofunni Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5, sem er fundar- salur Félags starfsfólks í veitingahúsum. Helgi Guðmundsson, formaður MFA, gerir grein fyrir starfi MFA, en Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Kjartan Jó- hannsson alþingismaður hafa framsögu um mál Evrópubandalagsins og stöðu fslands. Ljósmyndasýning í Norræna húsinu (í anddyri) Nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins sýning á 18 Ijósmyndum eftir sænska Ijósmyndarann Bruno Ehrs. Myndirnar eru allar teknar í Stokkhólmi. Sýningin heitir: Stokkhólmssvítan. Bruno Ehrs hefur starfað sjálfstætt sem Ijósmyndari frá 1979 og hefur haldið einkasýningar i Stokkhólmi, Helsinki og París. Sýningin stendur til 6. nóvember n.k. og er opið virka daga frá kl. 09-19 og á sunnudögum kl. 12-19. Basar Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar í Tónabæ sunnudaginn 6. nóv. kl. 14:00. Á boðstólum verða kökur, handavinna, ullarvörur o.fl. Heitt kaffi og rjómavöffl- ur. Tekið verður á móti gjöfum á basarinn í kirkjunni á föstudag kl. 17:00-19:00 og í Tónabæ kl. 10:00 á sunnudagsmorgun. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opiö allan sólarhringinn og aöstoö fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi í heimahúsum eöa orðiö fyrir nauögun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag Iaganema, veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.00, í síma 1 10 12. Húnvetningafélagið Kaffisala og hlutavelta Húnvetninga- félagsins í Reykjavík verður í Húnabúð, Skeifunni 17, laugardaginn 5. nóvember kl. 14:30. Allir velkomnir. Kosningavika í Ameríska bókasafninu Kosningavika verður í Menningar- stofnun Bandaríkjanna dagana 4.-9. nóv- ember í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 8. nóvember n.k. Ameríska bókasafnið verður sérstak- lega skreytt af því tilefni og verða mynd- bönd sýnd af kappræðum forsetafram- bjóðendanna Bush og Dukakis á opnun- artímum safnsins. Morguninn 9. nóvember verður safnið opnað kl. 08:00 og verður á boðstólum kaffi og vínarbrauð fyrir þá sem vilja líta við til að kynna sér niðurstöðutölur kosninganna, sem verða skráðar jafnóð- um og þær berast bókasafninu. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 11:30-17:30, nema fimmtudaga, en þá er opið kl. 11:30-20:00. Nánari upplýsingar um kosningaviku veitir blaðafulltrúinn í síma 62 10 20. - Pennavinur í Englandi Maria Kaye, 21 árs ensk stúlka, hefur áhuga á að komast í bréfasamband við pennavin á íslandi, sem gæti skrifað á ensku. Hún hefur áhuga á bókum, tónlist, ljóðum og gömlum kvikmyndum. Utanáskrift til hennar er: Miss María Kaye, 25a, Herne Hill Road, Herne Hill, London, S.E. 24 OAX England Pennavinur í Trinidad Blaðinu hefur borist bréf frá Trinidad í Karabíska hafinu (undan strönd Venesú- ela). Bréfið er frá ungri konu, sem heitir Sherry Porther. Áhugamál hennar eru m.a.: lestur bóka, gönguferðir, mat- reiðsla og garðyrkjustörf. Hún vill gjarnan skrifast á við íslend- inga, konur eða karla, helst á aldrinum 26-29 ára. Helst einhvern sem býr í sveit, eða kennara, eða einhvem sem starfar í sjóhernum (eða kannski við landhelgis- gæsluna?). En helst þarf að skrifa á ensku. Utanáskriftin er: Sherry Porther 4, Regcnt Dríve, Blue Range, Diego Martin, Trinidad, West Indies Dagskrá aðalfundar fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík 5. nóvember 1988 Setning Formaður fulltrúaráðsins, Finnur Ingólfsson. Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrslur a) formanns b) gjaldkera c) húsbyggingasjóðs Ávörp gesta a) fulltrúi S.U.F. b) fulltrúi L.F.K. c) formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Her- mannson, forsætisráðherra. Hádegisverður Kynning á áliti starfsnefnda Húsnæðismál aldraðra a) Ásgeir Jóhannesson b) Alfreð Þorsteinsson Umræður og fyrirspurnir Kaffihlé Setið fyrir svörum a) Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður b) Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi 12. Kl. 16.45 Kosningar 13. Kl. 17.30 önnur mál. 1. KI. 10.00 2. Kl. 10.05 3. Kl. 10.10 4. Kl. 11.00 6. Kl. 12.30 7. Kl. 13.30 8. Kl. 14.15 9. Kl. 14.45 10. Kl. 15.30 11. KI. 16.00 Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. í-tngið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Spilafólk athugið Hin árlegu spilakvöld Framsóknarfélags Rangæinga hefjast sunnu- daginn 6. nóv. n.k. Spilað verður í Hlíðarenda og hefst vistin kl. 9.00. Stjórnandi verður Guðmundur Kr. Jónsson. Stjórnin Borgnesingar - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 4. nóv. kl. 20.30. Góð verðlaun. Mætum vel. Framsóknarfélag Borgarness Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. t Eiginkona mín og móðir okkar Þorbjörg Gunnlaugsdóttir Hraunbæ 22, Reykjavík lést í Borgarspítalanum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Sigvaldi Sigurðsson Sigurður Sigvaldason Gunnlaugur Sigvaldason Aðaibjörg Sigvaldadóttir Þorbjörn Sigvaldason t Systir okkar Sigríður Guðbjörnsdóttir frá Hólmavík, Langholtsvegi 28, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15. Anna Guðbjörnsdóttir Kristbjörg Guðbjörnsdóttir Elín Guðbjörnsdóttir Guðrún Guðbjörnsdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Guðbjörnsdóttir Torfi Guðbjörnsson t Móðir mín Margrét Árnadóttir frá Gunnarsstöðum Hringbraut 91, Reykjavík andaðist 2. nóvember 1988 í Toronto. Minningarathöfn auglýst síðar. Kristín Gísladóttir t Sigríður Þórðardóttir frá Barðsnesi í Norðfirði lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardag- inn 29. október. Útförverðurfrá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 5. nóvemberkl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.