Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 19
Fimmtudagur 3. nóvember 1988
Tíminrr 19
SPEGILL
Dóttirin
líkist
föðurnum
Flestir feður myndu væntanlega
viðhafa alla varasemi ef þeir ættu
dóttur á borð við Jade Jagger.
Þessi 16 ára stúlka virðist nefnilega
bæði geta og vilja kveikja bál f
hjörtum ungra manna.
Miek pabba er það meira en
ljóst. Hann sem eitt sinn var villtust
og alræmdust allra rokkstjarna,
hefur greinilega ákveðið að Jade
feti ekki í þau fótspor. Hann gerir
allt sem hann megnar til að halda
henni frá spillingunni og minnir
stundum á feður á viktoríutímabil-
inu sem helst vildu hafa dætur
sínar í skírlífisbelti.
Mick las yfir Jade fyrir nokkrum
mánuðum, þegar í ljós kom að hún
hafði verið á næturklúbbi með
glaumgosanum Josh Astor, 21 árs.
Hann var nýlega ákærður fyrir
fíkniefnamisferli.
Jade tók skammirnar óstinnt upp
og læddist út úr heimavistarskólan-
um uni nætur til að hitta Josh, en
það komst upp og henni var vísað
úr skóla. Mick kom heim frá
Frakklandi í ofboði og tilkynnti
dótturinni að hún fengi ekki að
fara ein út framvegis.
Jade hélt uppteknum hætti, þar
til hún komst að sannleikanum um
Josh. Hún kom nefnilega að hon-
unt með Seraphinu, 19 ára dóttur
Charlie Watts, sem einnig er í
Rolling Stones. Jade hljóp út og
rétt á eftir kom fíkniefnalögreglan
á staðinn.
Vinir Jade segja hana indælis
stúlku, bara ofdekraða. Hún sé
vön að fá allt sem hún bendi á og
slíkt sé öllum slæmt. Raunar á
Jade bágt, þó hún sé bæði falleg og
vellauðug. Hún getur aldrei verið
viss um að piltar elski hana en ekki
nafn hennar og peninga. Auk þess
hefur líf hennar ekki verið dans á
rósum. Foreldrar hennar hnakkríf-
ast alltaf þegar þau tala saman.
Jade gengur illa að skilja að faðir
hennar sem var villtastur af öllu
villtu á unga aldri, ætlist til að
afkvæmi hans sé einstakt dyggða-
blóð. Henni stendur til boða að
búa hjá Mick og Jerry Hall, en
þeim Jerry hefur aldrei komið
sérlega vel saman.
Kannski Mick hugsaði sig tvisvar
um ef hann nennti að veita því
athygli að flestir vinir dóttur hans
nú eru ósköp áþekkir því sem hann
var sjálfur, þegar Rolling Stones
voru ungir og sprækir og dömurnar
meira en fúsar.
Jade Jagger er bæði falleg og kynþokkafull, þó hún sé aðeins 16 ára. Mick
pabbi hefur þungar áhyggjur.
Brúðkaupsflækjur hjá Borg
í september sl. var haldið brúð-
kaup í Monakó, en þó ekki alveg
löglegt, því brúðurin er enn gift
öðrum manni. Hún er Mariana
Simionescu og sá sem hún er gift,
er enginn annar en tennishetjan
sænska, Björn Borg. Maðurinn
sem hún giftist til málamynda er
kappakstúrshetjan Jean-Louis
Schlesser, 38 ára. bau vilja sýnast
hjón í augum vina sinna svo þau
geti farið að eignast fjölskyldu.
Það er hins vegar ekki fyrr en í
nóvember sem Mariana á von á
skilnaðarskjölunum frá Rúmeníu.
Þegar Björn hóf sambúð með Jann-
ike Björling og eignaðist með
henni son, kærði hann sig kollóttan
um öll formsatriði, en loksins þegar
hann er frjáls að kvænast aftur,
verður það hin ítalska Loredana
sem kemur í stað Jannike.
Fjölskylda Mariönu í New York
efast um að skjölin komi á tilsettum
tíma, þvf rúmenska kerfið er eink-
ar svifaseint og móðir Mariönu
segist ekki yrði hissa þó enn liði
heilt ár.
Lífshættir Björns urðu Mariönu
ofviða, því hún er sú kvengerð sem
kýs að fórna sér fyrir eiginmann-
inn. Hún gerði það þegar hún hætti
að keppa í tennis til að styðja
Björn.
Hún sannaði þetta aftur með því
að afsala sér næturklúbb sínum í
Monte Carlo til að fylgja Jean-Lou-
is í keppni um allan heim. Honum
finnst það indælt, þó flestir kapp-
akstursmenn kjósi að fjölskyldan
haldi sig heima.
Hjónin hyggjast búa til skiptis í
Mónakó og Luxembourg og Mari-
ana ætlar að halda áfram að fylgja
manni sínum. í tómstundum er
hann áhugamaður um flug, mótor-
hjól og siglingar, svo þeim leiðist
ekki á næstunni.
Jean-Louis hefur líka verið
kvæntur áður og á tvö börn í
Frakklandi, sem heimsækja þau í
leyfum. Mariana nýtur þess og vill
endilega eignast barn sem fyrst.
Þess vegna var málamyndabrúð-
kaupið haldið. Borgaraleg vígsla
fer síðan fram, þegar skilnaðar-
skjölin koma.
Nú vitum við af hverju Bjöm Borg kvæntist ekki Jannike, bamsmóður sinni. Hann er enn bundinn Mariönu.
Við viljum eignast bam, þess vegna viljum við giftast sem fyrst, segja
Mariana og Jean-Louis.