Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. nóvember 1988 HELGIN 5 llllllllllllllllll LEIKLIST Um eðli listarinnar og gildi vináttunnar Gestaleikur Leikfélags Akureyrar á Litla sviðinu er „Skjald- bakan kemst þangað líka“ eftir Árna Ibsen Dagana 9.-16. nóvember verður gestaleikur á Litla sviði Þjóðleik- hússins. Þá mun Leikfélag Akur- eyrar sýna rómaða uppfærslu sína á „Skjaldbakan kemst þangað Iíka“ eftir Árna Ibsen í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Vakin er at- hygli á því að sýningar verða einungis sex talsins, en Litla sviðið tekur um 100 áhorfendur í sæti. Þessi sýning L.A. hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, en með hlutverkin í leiknum fara tveir máttarstólpar leikfélagsins um ára- bil, þeir Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson. Tónlist og áhrifs- hljóð eru eftir Lárus H. Grímsson. Guðrún Svava Svavarsdóttir hann- aði leikmynd og búninga, en Ingvar Björnsson hannaði lýsingu. Það er skemmtileg tilviljun að þann 9. nóvember, þegar fyrsta sýning fer fram í Reykjavík, verða liðin rétt fjögur ár síðan leikhúsið frumsýndi „Skjaldbökuna" t' Ný- listasafninu í Reykjavík, en síðan hefur verkið farið víða og jafnan vakið verðskuldaða athygli. Lilla teatern í Helsinki tók verkið til sýninga 1985 og frumuppfærsla Egg-leikhússins var sýnd í Dublin, Kaupmannahöfn og Brighton, Englandi, 1986 og 87. Pá hafa leikhús á meginlandi Evrópu og vestan hafs sýnt verkinu áhuga. „Skjaldbakan kemst þangað líka“ fjallar sem kunnugt er um einstæða vináttu og hvernig henni reiðir'af á öfgakenndum ógnartím- um. Persónur leiksins eru skáld- bræðurnir William Carlos Williams og Ezra Pound, og greinir í leikrit- inu frá öndverðum viðhorfum þess- ara jöfra til lífsins og listarinnar, en þótt þessir menn væru miklir vinir tókust þeir hraustlega á um skoðanir sínar. Williams er læknir í smábæ - og skáld og skiptir tíma sínum milli þessara hugsjónastarfa, sannfærð- ur um að þetta tvennt verði ekki sundur skilið. Hann kýs að deila kjörum með almúganum og yrkja um það smáa í nánasta umhverfi, en tekst þannig að skyggnast urn veröld alla. Með ást sinni á sínum takmarkaða samastað umbreytir hann honum í Paradís á jörðu. Ezra Pound er annars sinnis - og annars eðlis. Hann kýs að þeytast um heiminn allan, drekka í sig andann á hverjum stað, komast yfir alla mannlega hugsun. Vegna þess að „heimurinn er hans vett- vangur“. Hann vill höndla stóra heiminn og fella hann í einn stóran ljóðabálk. Hann er rótlaus og finn- ur loks samastað á Ítalíu í „hugmynd" þeirri, sem jafnan gengur undir nafninu „fasisimi". Ezra Pound var eitt merkasta Ijóð- skáld þessarar aldar, en mátti sæta illri meðferð vegna skoðana sinna og einkum þó vegna áróðursávarpa sinna í útvarp fasistanna á stríðsár- unum. Hann var handtekinn og geymdur í búri, pyndaður og loks dæmdur í Bandaríkjunum fyrir landráð. Nærri lá að Pound yrði tekinn af lífi fyrir yfirsjón sína, en skáldbræður og vinir, þar á meðal Williams, sáu til þess að lífi hans var þyrmt. í þessu leikriti er spurt um eðli vináttunnar, um gildi listarinnar og jafnvel um tilgang lífs okkar hér og nú, en þótt atburðarásin gerist fyrr á öldinni eru hliðstæður hennar við nútímann deginum Ijósari. Fyrsta sýning á Litla sviði Þjóð- leikhússins, Lindargötu 7, verður miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20. 30. Næstu sýningar verða fimmtudaginn 10. nóvember, föstudaginn 11. nóvember, laugar- daginn 12. nóvember, sunnudag- inn 13. nóvember og miðvikudag- inn 16. nóvember. Allarsýningarn- ar hefjast kl. 20.30. Miðasala á allar sýningarnar hefst þriðjudag- inn 1. nóvember í miðasölu Þjóð- leikhússins. Theodór Júlíusson í Hlutverki Williams og Þráinn Karlsson í hlutverki Ezra Pound, SUPER TIL BORGA VILTU NOTA FERÐINA? til: Kaupmannahafnar fyrir 18.780 kr., Frankfurt fyrir 16.170 kr., Glasgow fyrir 15.370 kr., Gautaborgar fyrir 18.780 kr., Lundúna fyrir 17.750 kr., Luxemborgar fyrir 18.600 kr., Oslóar fyrir 18.020 kr., eða Stokkhólms fyrir 22.500 kr. HVAÐER SÚPER APEX FARGJALD? Hámarksgildistími farseöils er 1 mánuður. Lágmarksgildistími er 1 sólarhringur meö því skilyröi aö gist sé aðfararnótt sunnudags. Sæti þarf aö bóka meö a.m.k. 14 daga fyrirvara meö þeim undantekningum að í desember er hægt aö bóka Súper APEX til Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Öslóar og Stokkhólms fram aö brottför. Ávallt skal bóka far báöar leiðir og greiða farseðil um leiö. Engar breytingar er hægt aö gera á farseðli eftir aö hann hefur verið afhentur. Börn á aldrinum 2-11 ára fá 50% afslátt frá Súper APEX veröi og börn yngri en 2 ára fá 90% afslátt. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. FLUGLEIDIR AUK/SfA k110(320-225

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.