Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 15
 / l < , i »- |V r • ' J - • A 1 KELGlN"'T"Tie lláugardagur 5. nóvember 1988 Þad ei erfitt að svara þessari spurningu: - í hvaða atvinnuvegi öðrum er látið viðgangast að eigin- maðurinn fari í vinnuna til þess að hátta sig hjá annarri en eiginkon- unni? Spyrjandinn hlær lágt, en bætir svo við: - Allir hljóta að vita að það er þrældómur að vera leikari. Phil Collins, tónlistarmaðurinn heimsfrægi, er hér að tala um nýjasta sprotann á blómlegum ferli sínum. Hann er nú 37 ára og löngu þekktur fyrir aðild sína að Genesis, sólóferil sinn og upptökustjórn á plötum listamanna á borð við Eric Clapton og Barbru Streisand. Nú er hann sem sagt orðinn kvik- myndaleikari líka. Um þessarmund- ir er verið að frumsýna myndina Buster, þar sem hann leikur aðal- hlutverkið. Myndin byggist á lestar- ráninu mikla og þeir sem þegar hafa séð hana, telja að Phil Collins verði stjarna á hvíta tjaldinu líka. Það stígur honum ekki til höfuðs frekar en annað. Löngum hefur hann sagt sem svo: - Ég er ekkert sérstakur, nema hvað ég er alveg sérstaklega venjulegur náungi. Um leik sinn í myndinni segir hann: - Þegar ég horfi á þetta, athuga ég hverja hreyfingu nákvæmlega og get því ekki haft góða yfirsýn yfir heild- ina. Hann segir að leikreynslan sé ein sú merkilegasta á ævinni þó allt sé talið með. - Ef ég fæ góða dóma, fer mér kannski að lfða eins og leikara, en þangað til lít ég bara á þetta sem merkilega reynslu. Ef dómarnir verða slæmir, sleppi ég bara að leika meira. Hann er viss um að lenda ekki í sams konar vanda og aðrir rokk- söngvarar, til dæmis Sting eða David Bowie. - Þeir þurfa að vera helmingi meira sannfærandi í kvikmyndum, til að láta áhorfendur gleyma að venjulega standa þeir á sviði og dilla sér. Sjálfur hef ég svo venjulegt andlit að ég held að fólk eigi ekki erfitt með að taka mér sem annarri pers- ónu. Lestarránið mikla árið 1963 gerði Buster Edwards og 15 aðra smá- glæpamenn að meiri háttar bófum. Þeir rændu póstlest og höfðu á brott með sér 2.6 milljónir sterlingspunda í notuðum seðlum. Nú jafngildir þetta 19 milljónum punda, eða hálf- um öðrum milljarði íslenskra króna. -Ég er ekki hlynntur því sem gerðist, en mér finnst glæpurinn ekki beinlínis gerður að hetjudáð í myndinni, segir Collins. - Þetta er eiginlega rómantísk saga um sam- band Busters og June konu hans, erfiðleikana sem þau áttu í vegna ránsins og hvernig fór að lokum. Minnstu munaði að peningarnir eyðilegðu allt fyrir þeim og boðskap- ur sögunnar er sá að peningar séu ekki öll hamingjan. Þrátt fyrir eigin auðæfi býr Phil Collins ekki í neinni höll, aðeins góðu húsi í Sussex með síðari konu sinni, Jill sem er frá Kaliforníu. Hann ekur um á venjulegum BMW, þó hann sé einn af 100 auðugustu mönnum Bretlands. - Satt að segja hættir maður fljót- lega að hugsa um peninga, segir hann. - Ég held að orðtakið um að peningar séu ekki allt, sé bara eitt- hvað sem ríka fólkið fann upp til að láta fátæklingunum líða betur. Samt er nokkuð til í því. Ég berst lítið á, en ef ég þarf að skreppa til New York, hika ég ekki við að fara með Concorde-þotu og búa á góðu hóteli, því einu sinni varð ég að gera mér það lélegasta að góðu. Ég hugsa aldrei um að slíkt sé peningasóun, það er bara peninga- notkun og ég þarf sjaldan að nota peninga, þeir eru bara þarna og hrúgast upp. Sannleikurinn er sá að ég nýt þess mun betur að vinna og safna peningum en eyða þeim. í kjallaranum heima hjá sér á Phil gríðarstóra rafmagnsjárnbrautarlest með öllu tilheyrandi. Annað áhuga- mál hans er að safna gömlum, upp- trekktum leikföngum. - Ég hef meiri ánægju af að kaupa gamalt, ódýrt leikfang á flóamarkaði en nýtt og dýrt í sérverslun, fullyrðir hann. - Ég les að ég sé kyntákn, en verð ekki var við það, segir Phil Collins kíniinn. Sólóframi Phils spratt af dapur leika. Árið 1978 yfirgaf fyrri kona hans hann með tvö börn þeirra og hélt til Kanada. Phil sat eftir og í sorg sinni samdi hann plötuna „Face Value“ sem varð metsöluplata um allan heim. - Ég á velgengni að fagna og líður vel núna, segir hann. - Þó á ég auðvelt með að rifja upp, hvernig mér leið áður. Ég get kippt mér aftur á bak í tíma og liðið eins og þegar ég samdi döpur lög fyrir mína hönd og annarra sem leið illa. Á sumrin hittir hann börn sín, Joely, 16 ára og Simon 12 ára og nú vonar hann að þau Jill eignist bráð- lega barn saman. - Vangavelturnar yfir þessu eru farnar að ganga úr hófi, segir hann. - Nýlega las ég í blaði að ég ætlaði að hætta að syngja og snúa mér meira að kynlífinu, leika í fleiri myndum svo ég gæti verið hcima á næturnar. Joely og Simon líður ágætlega og eru sannfærð um að engu breyti þó ég eignist barn með Jill. Við ætlum að reyna það en ekkert er hægt að ákveða, aðeins æfa sig. Sérstaklega venjulegur náungi Phil Collins er einn af auðugustu mönnum Bretlands og á kóngafólk að vinum. Hann berst þó lítið á og nýtur þess að vinna. Nú er verið að frumsýna kvikmynd sem hann leikur aðalhlutverkið í og honum er spáð frama í því starfi sem öðrum sem hann hefur gripið í um dagana. Hér er Phil Collins í hlutverki sínu í bíómyndinni um lestarránið mikla ásamt leikkonunni Julie Walters sem leikur eiginkonu hans í myndinni. Ágóði Phils af frumsýningum Busters rennur í sjóð til styrktar fátækum unglingum, en Charles prins er verndari þess sjóðs. - Prins- inn hefur þegar sætt gagnrýni, á sama hátt og ég, segir Phil, — fyrir að gera glæpinn að hetjudáð. En ég held því fram að myndin sé fyrst og fremst ástarsaga. Phil er hrifinn af Díönu og Charles og þess má geta að prinsessan er einn helsti aðdáandi lians. - Ég hitti þau stundum eftir hljómleika og við skiptumst á jólakortum. Én maður verður alltaf að hafa hugfast að um er að ræða næsta konung Breta, svo maður klappar ekki hressilega á öxlina á honum segir sem svo: - Blessaður, hvað er títt? Phil Collins er lágvaxinn og frem- ur þybbinn, hálfsköllóttur og með kímniglampa í bláum augunum. - Ég er alltaf að lesa um að ég sé kyntákn og að kvenfólk fleygi sér að fótum mér á hljómleikaferðum. Slíkt gerist bara ekki. Ég hef alltaf notið þess að vinna og mundi sakna fagnaðarlátanna ef ég hætti að koma fram. Varðandi myndina um Buster er ég sannfærður um að ég vann gott verk og þá líður mér vel. Ef menn á borð við Michael Caine og Bob Hoskins segja að þetta sé ekki svo slæmt hjá mér, þá finnst mér ég hafa sannað mig sem leikara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.