Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 9
Laug ardagjjj" r5r. ■ rnb'ér' 1988;;; ' * 9 9 9 r i *»*»•*»» .......::' HELGÍN . rJC': 9 Þrímastraða danska skonnortan „Kaupskip“ frá 1866. Flutti vörur yfir Atlantshafið. Ingólfur Davíðsson: Hagalagðar I. Vindbelgir Flettum fornum ritum. I Land- námu segir: „Eysteinn meinfretur nam Hrútafjarðarströnd hina eystri og bjó þar“. Líklega hefur hann ungur leyst vind á óheppileg- um tíma. Hverfum til Sturlunga- aldar og lítum á frásögn af miklum mannfagnaði, frásögn íSturlungu. Meðal tiginna gesta var aldraður goði, orðinn lítt matheill og sköll- óttur. „Glitrar skallinn á goða yðrum," hrökk út úr einum gest- anna. Þarna var líka Ingimundur prestur, bókamaður og bráðfynd- inn náungi. Hann laut að sessunaut sínum, sem hinn spyrði. „Hvaðan kennir þef þennan? Þórður andar nú handan.“ Nú hlær Þórður mjög að þessum kviðlingi og kveður þegar í mót. „Andi er Ingimundar ekki góður á bekkjum." Vel var veitt og gerast menn glensmiklir af kjötinu og ölinu. Gellur þá í ein- um: „Goðinn repti svá, es vér gengumst hjá. Stóð á hnakka hý, hver maður kvað fý.“ Brátt var kveðið utar á hinum óæðra bekk. „Þat es vá lítið þótt vér reptum búðanautar af bolakjötvi. Reptu Þórður Þorvaldsson, Kjartansson- ar af kana sínum.“ Ekki líkaði Þórði goða þessi kviðlingur og hlutust vígaferli af. Geta má þess, að sumstaðar suður og austur í löndum þykir sjálfsögð hæverska að láta búk- hljóð heyrast, ef mönnum líkar matur vel. Má þá heyra margan velsældarlegan ropa. „Það er engin synd þó búkurinn leysi vind“ sagði líka Fúsi gamli niðursetningur, er strákar stríddu honum. Ljáðu mér einn Það var á dögum Arna væna, sem „gleymdi" að mæta á brúð- kaupsdaginn af því að síldarhlaup kom í Pollinn á Akureyri, en Árm var veiðimaður mikill. Árni bjó áfram með stúlku sinni og börnum ókvæntur alla æfi og farnaðist vel. Nokkrir Akureyringar heyjuðu umgetið ár í Eyjafjarðarárhólmum og lágu við í tjaldi. Þeir fengu saltket og baunir í kvöldmatinn og kaffi með „þrumara“ á eftir. Tóku hressilega til matar eftir vel unnið starf, hölluðu sér síðan og tóku að kveðast á. Brátt tók kröftugur maturinn að segja til sín, svo því varð ekki leynt! Kom mönnum þá saman um að reyna hver oftast gæti leyst vind svo vel heyranlegt væri, og hét flokkstjórinn verðlaunum. Kvað nú við í tjaldinu í ýmsum tóntegundum og höfðu að lokum t veir hæstu tölur og voru hnífj afnir. Skellir þá annar þeirra flötum lófa óvænt á bakhluta matráðskonunn- ar og segir „Ljáðu mér einn!“ Hann hlaut verðlaunin! II. Hefur þú Geirlaugar- augu? Frænka, viltu segja okkur sögu? arstöðum, æði oft fyrir um 70 árum. Helga föðursystir okkar kunni kynstrin öll af sögum, ljóð- um og lausavísum og nutum við þess, einkum í rökkrinu á löngum vetrarkvöldum. Hafið þið heyrt Geirlaugarvísur? sagði hún einu sinni brosandi. Nei, sögðum við. Þá skal ég þylja þær fyrir ykkur, en þið megið ekki verða eins glám- skyggn og Geirlaug! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Sýndist henni Breiðafjörður all- ur íloga. Þetta var þá maurildi á mykju- hlassi! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Sýndist henni „Kaupskip“ kom- ið að landi. Þetta var þá krákuskel, sem kurraði á sandi! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Sýndist henni Ólafur konungur ríða að garði. Þetta var þá titlingur á torfunefi! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Sýndist henni bjarndýr brölta á jaka. Þetta var þá vesæl fluga á vænni dömlu! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Sýndist henni kýr sín gliðna á svelii. Þetta var þá físisveppur, fastur í velli. Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Sýndist henni böðullinn á Bessa- stöðum bregða öx að hálsi. Þetta var þá búandi að berja fisk á steini! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Heyrðist henni helgur maður hringja klukku. Þetta var þá Trítill og hristi brók sína! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Heyrðist henni páfi sjálfur syngja messu. Þetta var þá Kvæða-Björn að kveða rímur! Æpti hún Geirlaug þegar út í tún kom. Heyrðist hcnni reyðarþrumur ríða á fjöllum. Þetta var þá blótneyti að bölva í flagi! Til munu ýmsar gerðir af þessum vísum og líklega eru þær fleiri, sennilega misgamlar. Menn hafa aukið við gamlan kjarna. Viðlagið „Þegar út í tún kom“ gæti bent á fornan, norskan uppruna. Þar er nafnið tún haft um hlað og húsa- garð og talað um túntré. Píanó - Flyglár john BROADWOOD &sons WE LMAR (Darshall&Rose Hágæðahljóðfæri frá Englandi. Yiðgerða- og stillingaþjómista Einkaumboð á íslandi: ísólfur Pálmarsson, Vesturgötu 17, sími 11980 kl. 16-19. Heimasími 30257. Söluumboð á Akureyri: Húsgagnaverslunin Augsýn A LEIKFÖNG ÞÝSKU HÁGÆÐA LEIKFÖNGIN FRÁ SISÓ TRÉ. ÞROSKA- OG ÖLL ÖNNUR LEIKFÖNG í ÚR- VALI Á LÁGU VERÐI HEILDVERSLUNIN VIGNÝ SF. REYKJAVÍKURV. 64 SÍMI 52533 AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR BILAÞVOTTASTOÐVAR I REYKJAVÍK, hafnarfirði, KEFLAVlK, AKRANESIOG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirku bíIaþvottastöðvum á fimm stöðum á landinu: Skógarseli, Breíðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Þjóðbraut 9, Akranesi Veganesti, Akureyri Tjöruþvottur og bón kr. 475,-. Olíufélagið hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.