Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 10
10 HELGIN Laugardagur 5. nóvember 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL HANN SKILDI Hryllingur í kjallaranum Hins vegar hafði hún áhyggjur af Evi sem var austurrísk og einkar lagleg. Auk þess að vera einstakur starfskraftur, gekk hún mjög í augu viðskiptavinanna og hafnaði ótal tilboðum um nánari kynni á hverjum degi. Else hljóp upp stigann og kahaði á Evi en fékk ekkert svar. Evi var ekki í íbúðinni og óttinn um hana greip Else heljartökum. Auðsjáanlega hafði þó verið sofið í rúminu en engin merki voru um átök eða að leitað hefði verið í hirslum. Else fór aftur niður í krána og hringdi til lögreglunnar. Hún tilkynnti að kráin hefði verið rænd og starfsstúlka sín að líkindum numin á brott. í Kiel eru glæpir meira en í meðallagi algengir og því er lögreglan þar mannmörgog vel búin. Innan við fimm mínútum eftir að Else lagði tólið á renndi lögreglubíll upp að kráardyrunum og tveir lögreglumenn stigu út, gengu inn og hlustuðu á sögu Else. Málið virtist staðnað þegar gömul kona upp- götvaði allt í einu að hún hafði næstum séð morð. Það leiddi til handtöku náungans í hvítu skyrtunni. Hin gulifallega Eveline Zauner gaf sig líttað karl- mönnum en gerði þau mistök að hleypa gesti inn eftir lokun. Hann vildi meira en versla. - Hann hefur sparkað í hana, barið hana, kyrkt hana, hengt og loks skorið á háls. Líklega hefur hann nauðgað henni líka, ef hann var þá ekki getulaus eins og margir svona. Þessi maður er stórhættulegur. Um hvert leyti heldurðu að þetta hafi gerst? spurði Wagner lögregluforingi sem stjórnaði rannsókninni. - í nótt, svaraði læknirinn. - Um fjögurleytið en ég get sagt það nákvæmlega eftir krufningu. - Það er ekki hægt alveg strax, sagði Wagner. - Á sunnudegi þarf að kalla út starfsfólk rannsóknarstofunnar. Ég vil líka láta rannsaka staðinn gaumgæfilega og líkið verður að vera hér þangað til því er lokið. Læknirinn kinkaði kolli, stakk tækjum sínum í töskuna og fór. Skoðun líks á vettvangi var skylda en hún þurfti ekki að vera mjög nákvæm. Nauðsynlegar upplýsingar fengjust við krufningu. Wagner fór upp á krána þar sem sex tæknimenn voru að leita fingrafara og annarra mögulegra sönnunargagna. Ljósmyndari tók myndir af opna peningakassanum og húsgagnaóreiðunnr. - Læknirinn er búinn, sagði Wagner við hann. - Þú mátt mynda líkið núna. Ljósmyndarinn fór niður en Wagner sneri sér að Else Schuetz svaf frameftir sunnudagsmorguninn 20. júlí 1986 og hafði ráð á því. Hún var 61 árs og átti vel sótta krá í vestur-þýsku borginni Kiel. Það eina sem angraði hana vargræðgin í skattyfirvöldum. Kráin sem hét Stoertebeker var líka opin á sunnudögum. Kiel er um 300 þúsund manna borg og hlið Þýskalands út í Eystrasalt. Vel rekin sjómannakrá þar getur verið hrcinasta gullnáma. Frú Schuetz þvoði sér og greiddi og gaf sér góðan tíma til aö borða morgunverðinn, en lagði svo af stað í vinnuna í glaðasólskini um 11- lcytið. Adalbert Strasse er ekki alveg á hafnarbakkanum, ein gata er þar á milli. Else tók á sig krók og gekk Hindenburg Strasse meðfram ströndinni, skoðaði blómin í almenningsgarðinum og naut góða veðursins. Loks tók hún á sig rögg, sleit sig frá þessu og gekk rösklega upp að kránni sinni þar sem hún horfðist í augu við algjöra andstæðu fegurðar dagsins. Á þessum tíma átti starfsstúlka Else, hin 28 ára Evcline Zauner að vera búin að opna krána fyrir löngu en dyrnar voru læstar og allt slökkt. Þetta kom Else mjög á óvart því alltaf var hægt að treysta Evi sem bjó á hæðinni fyrir ofan krána. Hún hafði unnið hjá Else í þrjú ár og aldrei brást að hún opnaði á réttum tíma. Eina skýringin var sú að eitthvað óvænt hefði gerst og þegar Else opnaði með eigin lykli og gekk inn leyndi sér ekki að svo var. Borð og stólar lágu eins og hráviði um allt gólf og flöskum og skrautgripunt í hillum innan við barborðið haföi verið sópað niður. Peningakassinn var opinn. Ummerkin báru greinilega með sér að kráin hafði verið rænd. Else hafði ekki þungar áhyggjur af því. Evi hefði eflaust farið með tekjur dagsins í næturhólf bankans eins og venjulega og þá hefðu sáralitlir peningar verið í kassanum. - Ertu búin að leita í öllu húsinu? spurði sá eldri. - Bara í íbúðinni uppi og hérna í kránni, svaraöi Else. - Ég fór ekki upp á háaloft eða niður í kjallara. Lögreglumennirnir fóru upp og skoðuðu íbúðina, síðan háaloftið og komu niður aftur. - Hvar er gengið niður? spuröu þeir. Else benti þeim á dyr merktar „Snyrtingar“ en greip svo vasaljós. - Ég skal vísa ykkur leiðina, sagði hún og fór á undan niður tröppurnar. Þá sá hún sjón sem olli því að hárin risu á höfði hennar. Evi hékk á handfanginu að kvennasnyrtingunni, allsnakin og blóðug. Það steinlcið svo snögglcga yfir Else, að lögreglumennirnir rétt náðu að grípa hana og báru hana síðan upp. Þeir reyndu ekki að koma henni til sjálfrar sín, þar sem ljóst var að hún fengi móðursýkiskast. Enginn tími var til að sinna gömlu konunni núna, þeir yrðu að gera skyldu sína fyrst. Annar lögreglumaðurinn varð eftir hjá Else en hinn fór niður og skoðaði líkið. Ekki lék neinn vafi á að stúlkan var látin en reglur kveða svo á að alltaf skuli leita að lífsmarki. Misþyrmingar, nauðgun og morð Þegar hann kom upp aftur var Else áð ranka við sér. Lögreglumennirnir hjálpuðu henni út í bílinn en kölluðu síðan á morðdeildina. Else skildi ekki dulmál lögreglunnar um morð en henni var vel Ijóst að Evi var dáin. DYR Sjómaðurinn fékk augastað á fall- egrigengilbeinuá krá og hugðist koma sér vel við hana eftir lokun. Það hafði örlagar- íkar afleiðingar, einkumfyrirstúlk- una. Eins og búist var við fékk hún ofsafengið grátkast. Henni hafði þótt mjög vænt um Evi. Lögreglumennirnir óku beina leið á næsta sjúkrahús með gömlu konuna og þar voru henni gefin róandi lyf. Á meðan komu rannsóknarlögreglumenn að kránni og læknir morðdeildarinnar skoðaði líkið. - Kynferðislega ruglaður náungi, tilkynnti hann eftir skamma stund. HVORKINEITUN NÉ LOKAÐAR .*»•.*,* % » % v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.