Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. nóvember 1988 HELGIN - rætt við Guðmund Andra Thorsson, en skáldsaga hans, „Mín káta angist“ ervæntanleg eftir helgina „Ég held að það sé ofmetið hve nútíminn sé óskiljanlegur og erfitt að henda reiður á nonum.“ (Tímamynd Gunnar) „Þetta var eina nafnið sem mér datt í hug. Margir vinir mínir og kunningjar sem lesið höfðu handrit- ið að sögunni voru búnir að koma með uppástungur um nafn og sum kannske miklu snjallari og hljóm- meiri - en ég fann bara að það voru ekki nöfnin á einmitt þessa sögu. „Mín káta angist" var nafnið sem ég fann að hún átti að heita og mér finnst þessi titill skemmtilega klunnalegur. En ég held að skýringin á því hvað í nafninu felst verði að bíða lesenda að skilgreina. Hins vegar get ég skýrt frá því að bókin er um ungan mann, 25 ára gamlan, sem kominn er úr þorpi úti á landi, sem ég tilgreini ekki hvar er. Af ýmsum ástæðum heldur hann til Reykjavíkur, ætlar að fara að læra íslensku til þess að læra að verða skáld og rithöfundur. Hann fer að sækja tíma og hittir þá stúlku þar, hann væflast um og skoðar, rifjar upp og hugleiðir - hann er alltaf að hugleiða eitthvað, síðan spinnst þetta áfram. Þetta er ósköp ómerki- legur söguþráður; hefur svo sem allt saman heyrst áður. En það eru ekki margar sögur sem henda manninn. Maðurinn fæðist og deyr og það er það sem gerist í milli þessara höfuð- staðreynda, sem allt snýst um. Aftur á móti eru til ýmsir mátar að segja þessar sögur og hver máti er sprott- inn af sínum tíma og er einskonar athugun á honum. Það sem átti við í gær á ekki við í dag. Flest verður að klisjum, þegar margir hafa farið um það svipuðum tökum. Því finnst mér að það að segja sögu heldur hófsamlega og á agaðan hátt, allt að því meinlætalegan, sé næstum nýstárlegt núna - ég forðast hátimbraða byggingu, nenni ekki að tönnlast á því við fólk á hverri síðu að það sé að lesa sögu, en legg meiri áherslu á að kalla fram kenndir og hughrif, ég vil hafa skap í stílnum, andrúmsloft í sögunni." Klassisk spurning, Guðmundur, - ertu lengi búinn að iðka ritstörf? „Nú veit ég ekki hvað á að tína til. En þegar ég var sjö, átta og níu ára, lifði maður að sjálfsögðu í leikjum og einn af þeim leikjum var „rithöf- undaleikur“. Hann fólst í því að maður settist í stól og bullaði, en jnóðir mín skráði eftir mér. Þetta voru ákaflega agaðar sögur, sem byrjuðu kannske svona: „Einu sinni voru þrjár systur, sem hétu Ása, Signý og Helga ..og svo var það sú sagan og frumleiki höfundar ekki mikill. En þetta gæti bent til að maður hafi haft þetta meir í sér en maður gerði sér grein fyrir. Ég hef alltaf haft gaman af að skrifa, var um hríð afkastamikið sendibréfaskáld. Það er alveg sérstök tegund af ís- lenskum stílistum sem hafa lagt stund á sendibréf og ég er ekki frá því að margir bestu stílistar minnar kynslóðar hafi glitrað fyrst og fremst í sendibréfum. Svo vandist ég á að skrifa ritgerðir í háskóla og að því kom að ég fór að skrifa gagnrýni, greinar hér og þar, og fann að það hentaði mér frekar vel. Síðar gerðist það tvennt að ég hóf störf hjá forlagi og tók að kynnast fleiri rithöfundum, og þá var ekki um annað að ræða en að hætta að vera gagnrýnandi - ég hef engan áhuga á að taka þátt í neinum frægðarmiðlunarfélögum. Þá var tímabært að huga að einhverju nýju, líta í nýjar áttir. Maður á ekki nema eitt líf og reki maður sig á vegg, fer maður að eins og köngulóin og stefnir í nýja átt.“ Margir af þinni kynslóð hafa verið fyrirferðarmiklir á ritvellinum og marga þeirra muntu þekkja vel. Ertu félagi í „skáldaklíku,“ eins og menn orðuðu það hér einu sinni. „Kannske - og varla þó, minn nánasti vinahópur telur líffræðinga, stjórnmálafræðinga og þannig menn. Eftir að ég kom úr háskóla og þá ekki síður eftir að ég tók við ritstjórn Tímarits Máls og menning- ar, kynntist ég mörgum rithöfundum og skáldum. En ég var svo lánsamur að þegar ég byrjaði að skrifa gagn- rýni, fyrst í DV og svo í Þjóðviljann, þekkti ég nánast enga rithöfunda, þ.e. ég átti alls enga rithöfunda að vinum og varð því ekki sakaður um að skrifa kunningjadóma. En svo breyttist þetta og ég átti orðið mjög óhægt um vik að skrifa „krítík", var kominn út í horn með það, svona félagslega. Ég er hins vegar úr Menntaskólan- um við Tjörnina, sem síðar hét við Sund, og þar ríkti bókmenntalegt andrúmsloft og þaðan hafa rithöf- undar komið, sem ég finn kannske til skyldleika við, vegna svipaðrar reynslu. Þeirra á meðal eru þeir Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason, sem þó voru nokkuð á undan mér. Reyndar voru þeir ekki skólaskáldin þarna. Ég man eftir miklum og ágætum yrkingum Hall- gríms Thorsteinssonar og Stefáns Jóns Hafstein og Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, sem gaf út bók á þessum árum. I skólanum var þá líka mikil róttækni og það var rót- tækni af því tagi sem er forvitin. Þetta var ekki norsk-kínverska heimatrúboðið, sem þó var áberandi á þessum árum líka. Menn voru í stöðugri leit. Rétt áður en ég kom í skólann komu þar út stór bók- menntablöð og í þeim held ég að fyrst hafi birst á íslensku sögur eftir t. d. Garcia Marquez og rætt um hið s.-ameríska töfraraunsæi. En í um- talsverð kynni við rithöfunda komst ég sem sé ekki fyrr en seinna þegar ég tók þátt í því með skáldum á borð við Gunnar Harðarson og Sigfús Bjartmarsson að hleypa af stokkun- um bókmenntatímaritinu Teningi, sem enn kemur út. Hvort ég aftur á móti hafi innvígst í skáldaklíkur - nei, þannig mundi ég ekki orða það. Ég lendi milli vita, sem kannske er hlutskipti minnar kynslóðar, sem er ’57 kynslóðin. Þetta er kynslóðin, sem lendir á milli kynslóða. Hún er skynsöm og laus við öfgar, í rauninni heldur leiðinlegt fólk, ekki nógu litríkt. Á undan okkur eru fyrst hippar og þá miklir kommúnistar, þar sem menn voru ýmist trotskyist- ar eða máóistar. Þetta var ’68 kyn- slóðin, sem þó kom ekki fram fyrr en eftir 1970. (68 kynslóðin var engin ’68 kynslóð, hennar uppreisn var helst í því fólgin að láta ófriðlega á fylliríum). En á eftir okkur af ’57 kynslóðinni kom svo „uppa kynslóð- in“, sem allt lagði upp úr klæðaburði og ytri stíl, og einstaklingurinn skyldi hanna sjálfan sig - málið er ekki hvað þú gerir, heldur hvernig: ef þú ert bæði ljótur og leiðinlegur má alltaf bjarga því með útlitsfiffum, fremur en með markvissum lestri góðra bóka - þetta er blygðunarlaus sjálfshönnun undir kjörorðinu „Ég sem það gerir, hún deyr. En það’er erfitt að sporna við þessu - menn Iæra í háskólum að setja fram sitt mál með allra handa neðanmálsat- hugasemdum, fyrirvörum og því um líku og þá er alltaf hættan að þetta fólk sé einungis að skrifa hvert öðru sendibréf. Ekki síst með þetta í huga hef ég áhuga á að skerpa og endurvekja þjóðfélagslega umræðu í ritinu. Það var að vísu aldrei tímaritinu að kenna að hlutur hennar minnkaði, heldur hnignaði henni af öðrum og stærri ástæðum. Það dugir ekki að trega þá tíma, þegar menn voru vissir í sinni sök varðandi sósíalism- ann og Sovétríkin - tímaritið er ekki þannig að þú opnir það og fræðist um hvað þér eigi að finnast, það gefur ekki línu. En þetta er vinstri sinnað tímarit, eins og hver maður veit, og á árunum milli 1970 og 1980 voru vinstri menn mjög vígreifir og fullir hugmynda. En á yfirstandandi áratug hafa þeir ekki verið það. Þeir hafa verið í varnarstöðu og einbeitt sér að því að verja velferðarkerfið, sem sjálfsagt er, en slíku fylgir engin sýn. Þessi vörn hefur líka stundum lýst sér í fáránlegum myndum, máls- vörn fyrir sjálfvirkan fjáraustur, þar sem einhverjir hlunkar í ráðuneytum halda um budduna." Mikill fjöldi af ungum höfundum leitar til þín með Ijóð eða sögur til birtingar. Hvernig finnst þér þeim takast að glíma við samtímann í verkum sínum? „Hér er stórt spurt. Jú, til mín koma margir og á öllum aldri. En hvað unga höfunda snertir þá finnst mér þeim takast svona upp og ofan. Nei, ég held ekki að okkar tími sé erfiðari að fjalla um en aðrir tímar. Það hefur verið vandi að fjalla um alla tíma. Ég held að það sé ofmetið hve nútíminn sé óskiljanlegur og erfitt að henda reiður á honum. Hins vegar er sá tími liðinn að hægt sé að semja skáldsögur sem rúmi allt þjóð- félagið, geri öllum hugmyndum og hræringum skil. En það á ekki að þýða að ástæða sé til að leggjast í eitthvert hugarvíl. Enn er hægt að búa til bókmenntir sem hafa skír- skotun til veruleikans. í bókmenntum er hægt að fara tvær leiðir: menn geta byggt á veru- leikanum, en mega þó ekki ganga of nærri honum, því þá er ekki lengur um bókmenntaverk að ræða, heldur skýrslu. Svo er hægt að búa til eigin málheim, en það er það sem mörg ljóðskáld nú keppa að og er ef til vill hið eftirsóknarverðasta markmið hvers skrifandi manns. Að búa til heim þar sem orðin hafa sína sér- stöku, innbyrðis merkingu og verkið svífur og glitrar. En þetta er ekki öllum hent. Margir eru að leitast við þetta - og of margir að minni hyggju. Menn gera sér varla grein fyrir þeim ógurlegu kröfum sem þetta gerir til orðaforða, stílgáfu - og ekki síst til lestrar. Menn mega ekki gleyma að það er sífellt nám að skrifa íslensku, sem er afar kröfuhart mál og ríkt af orðum. Ætli menn sér að að skapa fagra tónlist verða menn að kunna á hljóðfærið og ég held að þá kröfu vilji margir forsmá." er eins og jólatré, ég er í hrepps- nefndinni.“ Já, þarna lendum við á milli vita, horfum á hvorar tveggja öfgarnar, erum áhorfendur." Vendum okkar kvæði í kross, Guð- mundur. Nú ert þú ritstjóri Tímarits MM og munt kannast við þá gagn- rýni að tímaritið hafi slagsíðu af bókmenntalegri „analysu“. Er það réttmæt gagnrýni? „Þetta er tímarit bókmenntafélags og hefur á löngum tíma þróast út í að verða með öðru vettvangur fyrir bókmenntafræðinga - en þó nokkuð öðru vísi vettvangur vona ég, en Skírnir eða Andvari. Ég vona að við séum með fleiri myndbrjóta, mölv- um fleiri helgimyndir. Tímaritið hef- ur skyldum að gegna við bókmennt- irnar, en ég vona að það sé líflegt. Það er a.m.k. rifist á síðum tímarits- ins og ég dreg ekki dul á að sem ritstjóri tel ég það mitt hlutverk að efna til úlfúðar og illinda! En það er fjallað um fleira í ritinu en bók- menntir, það er auðvitað í leiðinni sífellt verið að tala um tíðarandann og um pólitík. Samt skal ég játa að á þessu fyrsta ári mínu sem ritstjóri hefur ritið fengið að stýra sér talsvert sjálft, bæði vegna þess að ég hef þurft minn tíma til þess að komast inn í hlutina og vegna hins að það hefur verið mikið framboð af góðu efni, ekki síst frá bókmenntafræðingum, sem segja má að ég hafi að nokkru leyti „sleppt lausum". Mér fannst þeir eiga skilið að gera nokkuð myndar- lega við þá um sinn. En það breytir ekki því að ég tel miður að bók- menntaumræðan hefur í æ ríkari mæli verið að færast á „abstrakt“ svið, sem er óheillavænleg þróun. Hún hefur hneigst til að loka sig inni í háskólanum og bókmenntaumræða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.