Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 6
sem lenti á milli Guðmundur Andri: „Maðurinn fæðist og deyr og það er það sem gerist í milli þessara höfuðstað- reynda sem allt snýst um. (Tímamynd Gunnar) ín káta angist“ er nafn á skáldsögu eftir Guðmund Andra Thorsson, sem væntanleg er nú eftir helgina. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og auk þeirrar forvitni sem það vekur, bætist hitt við að nýjar, íslenskar skáldsögur eru færri á útgáfulista forlaga þessu sinni en verið hefur allra síðustu ár, svo athyglin beinist því meir að sögunum og höfundunum, sem eru á ferðinni. Það er að vísu nokkuð um liðið frá því er fréttist að von væri á bók Guðmundar Andra, en aftur á móti skammt um liðið frá því er fréttist hvert nafn hennar yrði. Og þegar það nú er upplýst dettur mönnum í hug að bókin hljóti að fjalla talsvert um ýmsa innri baráttu. Enda var það eitt hið fyrsta sem við spurðum Guðmund Andra að er við hittum hann nú í vikunni hvað í bókarheitinu væri fólgið - sem vissulega er bæði stór og ósanngjörn spurning.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.