Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.11.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. nóvember 1988 HELGIN 11 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL aðstoðarmanni sínum sem fylgdist nteð störfum tæknimannanna. - Jæja, Pitt? Getulaus sjómaður? - Hér eru um það bil milljón fingraför, svaraði Pitt. - Enda varla við öðru að búast á svona stað. - Við græðum varla mikið á þeim, nema kannski á peningakassanum. Hér eru blóðslettur um allt gólf. - Sendu einhvern á sjúkrahúsið til að ræða við eigandann, sagði Wagner. - Ég vil fá eins mörg nöfn og mögulegt er, einkum þeirra sem stúlkan umgekkst mest. Læknirinn segir að maðurinn sé kynferðislega ruglaður en hann gæti líka verið að villa um fyrir okkur. Ég verð á skrifstofunni. Rannsóknin á kránni tók drjúgan tíma og klukkan var næstum sex að kvöldi þegar Pitt kom aftur á stöðina. Fingraförin voru sett í tölvu og reyndust tvenn þeirra eftir menn sem dæmdir höfðu verið fyrir smáafbrot. - Max fór á sjúkrahúsið, sagði Pitt. - Hann ætti að vera kominn aftur. - Ekki Max, sagði Wagner. - Ef klukkan hefur verið að nálgast fimm hefur hann farið beiiit heim. Pað skiptir engu, við höldum ekki áfram fyrr en á morgun. - Við ljúkum þessu varla fyrir jól, skaut Pitt inn í. - Þetta er sjómannaknæpa og helmingur viðskiptavinanna kominn út á sjó. - Þessi er annaðhvort á sjó eða landi en við finnum hann, sagði Wagner. - Læknirinn segir að hann ætti að minnsta kosti að vera á sjúkraskrá ef ekki sakaskrá líka. Hann reyndi að nauðga stúlkunni en var auðvitað getulaus til þess. Ekkert frekar var hægt að gera þetta kvöld en morguninn eftir skilaði Max nafnalistanum sem hann fékk hjá Else. Hún lagði áherslu á að listinn væri - síður en svo endanlegur. - Hér er töluvert um fastagesti en einnig aðra, sagði Max. - Hún er viss um að það geti ekki verið neinn þeirra fyrrnefndu. Öllum var hlýtt til stúlkunnar. - Líklega of hlýtt, sagði Wagner. - Það eru mestu mistök að hafa fallega stúlku í vinnu á svona stað. Við athugum þessa náunga. Morðingjanum hleypt inn - Ættum við ekki að athuga hætti stúlkunnar líka? spurði Pitt. - Sagði Else eitthvað sérstakt um hana? - Hún gaf mér nafn . og heimilisfang fjölskyldu hennar. Hún er frá Salzburg en hefur verið hér í þrjú ár og unnið á knæpunni nær allan tímann. Else hældi henni á hvert reipi og sagði að aldrei hefðu verið nein minnstu vandræði hennar vegna. - Hvað um karlmenn? vildi Wagner vita. - Hún var vingjarnleg við gesti en ekkert umfram það, svaraði Pitt. - Athugum hvað fjölskyldan hefur að segja. Einhver verður að sækja líkið eða láta grafa það hér. Viltu ganga frá þessu, Pitt. Pitt kinkaði kolli. - Ég ætla á rannsóknarstofuna og sjá hvernig gengur þar. Tæknimenn voru búnir að raða saman staðreyndum og mynda sér skoðun á því sem gerst hafði. Þeir töldu Evi hafa verið í rúmi sínu þegar morðinginn leitaði inngöngu á lokaða krána. Hún hefði farið fram og niður og hleypt honum inn. Ólíklegt var að hún væri sá kjáni að hleypa bláókunnugum manni inn á þessum tíma sólarhrings, svo gert var ráð fyrir að hún hefði þekkt hann. Hvað gerst hafði næstu mínúturnar var óvíst. Verið gat að þau hefðu talað saman og farið að þræta en hitt var eins líklegt að maðurinn hefði ráðist strax á hana. Hvort sem var barði hann hana fast í andlitið með krepptum hnefa. Þegar hún féll við sparkaði hann í höfuð hennar. Þá hefur hún að líkindum misst meðvitund, því ekkert benti til að hún hefði veitt nauðgunartilrauninni viðnám. Loks leitaði maðurinn í kránni og stal einhverju. Pað var ljóstj því blóðið á höndum hans hafði klesst hér og þar meðan hann leitaði. Pó voru engin fingraför í blóðinu. Hroðalegar misþyrmingar Þegar hér var komið var talið að Evi hafi enn verið lifandi því þegar maðurinn var búinn að leita nægju sína dró hann hana að kjallaradyrunum og hrinti henni niður 10 tröppur. Ekki banaði það henni samt, þó höfuðið hafi skollið í tröppubrúnir af slíku afli að skildi eftir blóð og hár. Morðinginn fór niður á eftir henni, afklæddi hana og skildi fötin eftir í hrúgu á gólfinu. Loks skar hann hana þrisvar á háls með eidhúshníf og hengdi hana á handfangið með tveimur samanhnýttum handklæðum af snyrtingunni. Rannsókn á vatni úr vatnslásnum sýndi að morðinginn hafði þvegið sér um hendurnar og einnig virtist hann hafa þvegið eitthvað meira því hálffullur teketill af blóðlitu vatni var á gólfinu. Að lokum yfirgaf hann staðinn út urn bakglugga á billj ardherberginu. í krufningsskýrslu sagði að hin eiginlega dánarorsök hafi verið kyrking í handklæðunum, því engar slagæðar höfðu skaddast við hálsskurðinn. Evi hefur greinilega verið meðvitundarlaus, þegar hún var hengd, því hún var óbundin og handfangið tæpan metra frá gólfi. Hún hafði dáið um hálf fjögur um sunnudagsmorgun. - Hér er sitthvað einkennilegt, sagði Wagner. - Til dæmis tilgátan um að hann hafi reynt að þvo líkið upp úr tekatli. Til hvers í ósköpunum? Og hvers vegna að fara út um gluggann? Til hvers fór hann líka með stúlkuna niður í kjallara til að ganga frá henni? - Hann er ruglaður eða vill láta líta svo út, svaraði Pitt. - Það gæti líka verið sitt lítið af hvoru. Hann hefur greinilega verið í óeðlilegu ástandi en samt reynt að villa um fyrir okkur. Hitt má telja víst að stúlkan hafi þekkt hann. Else var sammála því. Hún fullyrti að Evi hefði aldrei dottið í hug að hleypa ókunnugum manni inn að næturlagi. Raunar var hún hissa á að einhverjum hafði verið hleypt inn. Leitað á skipum Þegar Else var búin að skoða sig um á kránni var hún viss um að eitt af því sem vantaði, var lítil leðurskjóða með einum 200 krónum í. Hún var alltaf undir barborðinu til að gefa sendlum þjórfé og kaupa smávegis. Else gat bætt tug nafna við listann á næstu dögum, svo á honuni voru rúmlega 60 manns. Einnig bættust nöfn við þegar farið var að ræða við menn á listanum. Evi hafði verið mjög vinsæl og allir vildu hjálpa lögreglunni eftir megni. Ekki var þó hægt að hafa uppi á öllum fastagestunum. Fæstir sjómennirnir höfðu heimilisfang í borginni og sumir hvergi nema um borð. Erfitt var að rekja ferðir þeirra því þeir þekktust yfirleitt ekki nema undir skírnarnöfnum. - Hann er áreiðanlega kominn veg allrar veraldar, sagði Wagner. - Ef sjómanni er sama um áfangastað kemst hann alltaf nær fyrirvaralaust á skip. Eitthvað hlyti að vanta í manninn ef hann kæmi sér ekki hið bráðasta burt úr borginni. - Og kæmi aldrei aftur, bætti Pitt við. - Væri ekki hægt að finna hann þannig? Það mætti tala við skipafélögin og fá nöfn manna sem fóru næstu tvo dagana. - Góð hugmynd, Pitt, sagði Wagner. - Þú ferð á skráningastofuna og kemur ekki aftur nema með nöfn sem eitthvað er á að græða. Pitt fór og kom aftur með níu nöfn manna sem farið höfðu á skip 21. eða 22. júlí. Flestir voru á strandskipum eða ferjum í grenndinni, en þrír fóru á langferðaskip. Einn var á sanddæluskipi í höfninni svo hann var útilokaður strax. Þá voru átta eftir. Nú var farið að rannsaka feril mannanna og kom í ljós að fjórir voru á sakaskrá. í þremur tilvikum hafði verið um ofbeldi gegn konum að ræða. Boris Krumbacher, 26 ára, vanur sjómaður og góður smiður hafði tvisvar verið kærður fyrir nauðgun og í báðum tilfellum misþyrmt fórnarlambinu fyrst. Glöggskyggn kona Þar sem yfirvöld í Þýskalandi virðast vorkenna glæpamönnum meira en fórnarlömbum þeirra hafði Krumbacher ekki verið dæmdur til annars er meðferðar hjá sálfræðingum. Þar að kom að sálfræðingar útskrifuðu hann sem læknaðan af tilhneigingum sínum og nýtan þjóðfélagsþegn. Eins og svo oft var það misskilningur og Krumbacher hélt uppteknum hætti. Vitað var að hann hafði fimm sinnum gert tilraun til nauðgunar en aldrei var hann kærður, aðeins „læknaður." Nú fannst Wagner útlitið skárra og ferðir Krumbachers voru í athugun, þegar óvæntur framburður vitnis barst inn á borð hjá lögreglunni. Gömul kona sem átti í erfiðleikum með svefn, hafði setið við gluggann sinn morðnóttina og horft út. Glugginn sneri beint út að bakhlið Stoertebeker-krárinnar og konan sá mann skríða þar út um glugga. Henni fannst þetta undarlegt en þar sem hún var einræn og las ekki blöð eða horfði á sjónvarp, hafði hún ekki hugmynd unt að morð hafði verið framið. Það var ekki fyrr en sendill sem kom með vörur til hennar sagði henni fréttirnar, að hún lagði saman tvo og tvo og gerði lögreglunni viðvart. Hún sagðist geta lýst manninum vel, því hann hefði komið út á gangstéttina beint undir ljósastaur. Pitt fór að heimsækja hana og þegar hann kom aftur var hann fyllri efasemda en nokkru sinni fyrr. - Hún segir hann hafa verjð mjög stóran og þrekinn, sagði hann. - Hann var með mikið dökkt hár og alskegg og ekkert höfuðfat. - En Krumbacher er lítill og horaður og með rakað höfuð, sagði Wagner og andvarpaði. Nú var hætt að hugsa um Krumbacher og svo virtist sem málið ætlaði að staðna þarna. Af sjómönnunum átta hafði enginn verið grunsamlegur nema hann. Hinir gátu svo sem hafa myrt Evi en aðeins einn þeirra var með alskegg og hann hafði aldrei lent á skrám lögreglunnar. Skeggjað heljarmenni Þegar farið var að kafa betur í það sem vitað var, sáu menn þó að ástandið var ekki með öllu vonlaust. Fyrir hendi var góð lýsing á morðingjanum. Það og hitt að Evi hafði þekkt hann allvel, hlaut að þrengja hringinn töluvert. Pitt hafði ekki spurt gömlu konuna rækilega út úr eftir að honum varð ljóst að ekki gat verið um Krumbacher að ræða. Hann fór því aftur og fékk nú lýsingu á fötum mannsins líka. Gamla konan var fjarsýn og glögg. - Hún hlyti að geta þekkt hann í sakbendingu ef við fyndum einhvern, sagði Pitt. - Kannski gerum við það, svaraði Wagner. - Við förum yfir listann, fáum útlit mannanna og tínum úr þá stóru og skeggjuðu. Síðan athugum við hvar hver og einn var þessa nótt. Ef heppnin er með ættum við að finna nokkra grunaða. Raunar reyndist þetta efiðara en að segja það en að lokum fannst maður sem rík ástæða þótti til að kanna nánar. Hann hét Ralf Barzdainis, var 23 ára og hafði ekki verið skráður á skip rétt eftir morðið vegna þess að hann var þá þegar skráður. Hann var rúmlega 180 sm á hæð og 110 kíló og matsveinn á freigátunni Karlsruhe. - Aldrei datt mér flotinn í hug, varð Wagner að orði. - Er hægt að finna fimni menn sem líkjast honum í sakbendingu? Pitt tókst það og daginn eftir benti gamla konan strax á Barzdainis í hópi þeirra. - Þetta er maðurinn sem ég sá skríða út um gluggann, fullyrti hún. Fleira sannaði sekt Barzdainis. Margir fastagestir krárinnar báru að hann hefði verið yfir sig hrifinn af Evi og bókstaflega setið um hana. Þegar farið var að yfirheyra hann bugaðist hann fljótt og játaði á sig morðið. Hann hafði drukkið á laugardagskvöldið og var alveg friðlaus eftir að hitta Evi. Vægur dómur Kráin var lokuð en hann barði á dyrnar þangað til Evi kom niður og hleypti honum inn. Hann vildi eiga mök við hana en hún harðneitaði öllu slíku, svo hann barði hana með krepptum hnefum. Þegar hann ætlaði að nauðga henni, tókst honum það ekki því blóðugt andlit hennar setti hann alveg úr sambandi. Það sem síðan gerðist sagði Barzdainis að hefði verið til að rugla rannsóknina. Hann kom fyrir rétt fyrir rán, nauðgun og morð haustið 1987. Dómarar sáu ekki að neitt benti til þess að hann hefði haft í hyggju að myrða stúlkuna þegar hann heimsótti hana. Þess vegna var ákærunni breytt í manndráp. Ef Evi hefði látið að vilja hans, hefði hún aldrei verið myrt. Loks þótti Barzdainis ekki ábyrgur gerða sinna sökum ölæðis. Að öllu þessu samanlögðu fékk hann 13 ára fangelsi fyrir manndráp og tveggja ára fyrir hitt. Undir venjulegunt kringumstæðum í Þýskalandi verður Ralf Barzdainis að líkindum frjáls maður eftir 7 ár. Hins vegar getur enginn lífgað Evi Zauner við. Sunddrottningin fræga og kvik- myndastjarnan Esther Williams var hér áður kölluð „Milljón doll- ara hafmeyjan", en þá græddu kvikmyndaframleiðendur milljónir á myndum þar sem Esther lék aðalhlutverkið og sýndi hina fram- úrskarandi sundkunnáttu sína. Svo liðu árin og Esther hætti að sýna sig á hvíta tjaldinu í sundbol, - en þá fór hún að framleiða sundföt. Fyrirtæki Esther Williams þykir standa nijög framarlega í sinni röð, og það er ekkert einkennilegt, því að sjálf sunddrottningin ætti bcst að vita hvernig sundföt cru þægi- legust og bcst. Hún segist skipta framleiðslunni aðallega í tvo flokka: Það eru „sundbolir til að synda í „og svo „sól- og sundföt til að taka sig út í“. Hér sést Esther Williams sundfataframleiðandi ásamt fjórum sýningarstúlkum, en þær eiga að koma fram í sjónvarpsdagskrá nú í nóvember. Stjórnandi dagskrárinnar ræðir síðan við hina fyrrv. sunddrottningu og sýnir brot úr gömlum kvikmyndum hennar. „Milljón dollara hafmeyjan“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.