Tíminn - 24.11.1988, Síða 7

Tíminn - 24.11.1988, Síða 7
Fimmtudagur 24. nóvember 1988 Tíminn 7 Franz Blankart ráðuneytisstjóri utanríkisviðskiptaráðuneytis Sviss flutti fyrirlestur við Háskóla íslands í gær um einangrun eða þátttöku í málefnum Evrópu: HRYNJIGATT RAÐA FRUMSKOGARLOGMAL Franz Blankart, ráðuneytisstjóri utanríkisviðskiptaráðuneytis Sviss, er staddur hér á landi og hélt hann fyrirlestur í gær á vegum viðskipta og hagfræðideildar Háskóla íslands. Par fjallaði hann um stefnu Sviss- lendinga í málum varðandi einangr- un eða þátttöku í málum Evrópu. Franz Blankart nam heimspeki, hagfræði og lögfræði við háskólana í Basel, París, Exeter og Bern og lauk doktorsprófi árið 1964. Hann hefur gegnt fjölmörgum störfum fyrir svissnesku utanríkisþjónustuna, m.a. stýrt sendinefndum Sviss hjá EFTA, GATT, UNCTAD og UN Economic Commission for Europe. Hann hefur stjórnað viðskiptavið- ræðum Sviss við önnur ríki og hjá GATT og var um skeið yfirmaður Interamerican Development Bank. Árið 1986 var hann skipaður ráðu- neytisstjóri utanríkisviðskipta Sviss. Hann er prófessor við University Institute for European Studies í Genf. Utanríkisviðskiptastefna komi ekki í stað utanríkisstefnu í stöðu sinni sem ráðuneytisstjóri utanríkisviðskipta Sviss, en það ráðuneyti er ábyrgt fyrir því „að halda vörð um efnahagslega hags- muni Svisslendinga gagnvart öðrum þjóðum, bæði tví- og fjölhliða" gegnir Franz Blankart mikilvægu starfi á tímum aukinna viðskipta með varning og þjónustu, vaxandi samkeppni og þegar þjóðir verða sífellt háðari hver annarri. Hann er þó fjarri því að líta á utanríkisviðskiptastefnu sem upphaf og endi allrar utanríkisstefnu og segir í því sambandi að hann finni hvorki þörf né löngun til að koma einhverjum breytingum á í utanrík- isráðuneytinu. Hans skoðun sé sú að hefðbundin utanríkissamskipti hafi síður en svo glatað gildi sínu, hvorki varðandi það að koma á eða við- halda góðu samkomulagi við aðrar þjóðir, né á mannúðarsviðinu. Ágúst Birgisson Ágústssonar en ekki Ásgeir Birgisson Ásgeirssonar Veislan í Venezuela Þau leiðu mistök áttu sér stað í Tímanum í gær að nöfn feðganna Ágústs og Birgis Ágústssonar brengl- uðust í frétt um væntanlegt brúð- kaup Ágústs. Þar var hann kallaður Ásgeir og Birgir faðir hans var rangt feðraður, var sagður Ásgeirsson. Þarna átti semsé að standa Ágúst en ekki Ásgeir og er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum. Vill ekki ríkisstyrki til viðskiptalífsins Franz Blankart er ekki heldur stuðningsmaður ríkisstyrks í stórum stíl til viðskiptalífsins. Hann bendir á að Svisslendingar veiti ekki útflutn- ingsstyrk til iðnaðarins og ábyrgðar- kerfi vegna áhættu í útflutningi sé vanþróaðra en með mörgum öðrum þjóðum. „Þjóðarbú getur aðeins eytt því sem það hefur yfir að ráða og það væri ekkert annað en að dreifa tekjum á annan hátt, ef við legðum á hærri skatta til að framkvæma verk sem viðskiptalífið er hvort sem er betur í stakk búið til að fást við,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að mikilvægast sé fyrir svissneskt við- skiptalíf að það sé alltaf samkeppnis- fært. Efnahagslíf sem standi styrkum fótum fremur en ríkisstuðnirigur - eða hvað varðar árið 1992 að eiga von á góðvild frá Evrópubandalag- inu - er það sem skiptir sköpum. Hrynji GATT ráða frumskógar- lögmál I viðskiptum landa En ekki má líta fram hjá alls kyns utanaðkomandi áhrifum, sem gætu Frmnz Btankart ráftnneytisstjórí utanríkisviftskipta Sviss. skyndilega bundið enda á heilbrigð- an útflutningsefnahag og þar með líflegan heimamarkað. Og þessi áhrif segir Blankart öll tengjast - stefna Ev.rópubandalagsins, þróun í GATT, alþjóðlegir skuldabaggar, vandamál í utanríkisviðskiptum, hráefnisverð, vandamál varðandi þróunarlöndin og ótalmörg önnur atriði. í þessu sambandi bindur hann miklar vonir við hinar svokölluðu Uruguay umræður innan GATT. Þar sé um kapphlaup við tímann að ræða og ef samningaviðræður komist ekki fljótlega á það stig að jákvæður árangur sé í augsýn gæti G ATT-kerf- ið hrunið til grunna vegna hinnar alþjóðlegu skuldabyrði og annars ójafnvægis í efnahagsmálum heims- ins, sem leiddi til að sterkari aðilinn hefði yfirhöndina þar sem tvær sætu að samningum. Við tækju lögmál frumskógarins. Slíkt ástand hefði hörmungar í för með sér fyrir meðal- stóra þjóð sem stundar viðskipti um víðan heim, eins og Svisslendingar, þegar litið er til þess að þeir hafi ekki sinn viðskiptagróða af viðskiptum við Vestur-Evrópu, heldur lönd um alla heimsbyggðina. Það er því skoðun Blankarts að Svisslendingar verði að stefna að því að „styrjcja, aðlaga og útbreiða" fjölhliða viðskiptakerfi sem næði til alls heimsins og ábyrgðist að allar þær þjóðir sem eru aðilar að GATT sitji við sama borð. Samdrátturinn í þjóöfélaginu bitnar á fiskmörkuðunum: Minni sala en í fyrra Samkvæmt frétt í nýjasta tölu- blaði Fiskifrétta hefur mikill sám- dráttur átt sér stað á fiskmörkuð- um hérlendis, ef miðað er við sama tíma í fyrra. Til dæmis mun salan hafa verið um helmingi minni á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði, í september og októ- ber, í ár en í fyrra. Þessa sam- dráttar virðist hafa gætt víðar til dæmis í Reykjavík og á Suður- nesjum auk þess sem fiskmarkað- ir í Vestmannaeyjum sem og á Akureyri hafa lagt upp laupana. Heldur mun þó útlitið vera skárra í þessum mánuði að því er haft er eftir Einari S.M. Sveinssyni for- stjóra Fiskmarkaðarins hf í Hafn- arfirði, því salan hefur tekið mik- inn kipp það sem af er mánuðin- um og hefði það reyndar komið nokkuð á óvart. í samtali við Fiskifréttir segir Bjarni Thors forstjóri Faxamark- aðar að menn hafi ekki átt von á mikilli sölu frá því í nóvember og allt fram í janúar því reynslan sýni að mikið sé um að siglt sé með aflann á erlendar hafnir auk þess sem verið sé að fiska ýmis konar skrapfisk. Bjarni tekur hinsvegar undir það að fram að þessu hafi það komið á óvart hversu vel salan hafi gengið í nóvember. - áma Góð orð ' duga skammt. Gott fordæmi V —skiptir mestu yUMFERDAR RÁD máli SIGILDUR SAFNGRIPUR JÓLASKEIÐIN 1988 I 40 ár höfum við smíðað hinar sígildu og vinsælu jólaskeiðar. Með árunum hafa þær orðið safngripir og aukið verðgildi sitt. Nú er jólaskeiðin 1988 komin. Hún er fagurlega skreytt með mynd af Viðey á skaftinu, en gyllt á skeiðarblaði. GUÐLAUGUR A. MAGNÚSSON LAUGAVEGI 22a S. 15272 AUGLYSENDUR! PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.