Tíminn - 24.11.1988, Síða 8

Tíminn - 24.11.1988, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 24. nóvember 1988 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Póstfax: 68-76-91 Húsnæðiskerfið frá 1986 Ekki er laust við að tiltekinn hópur manna telji sig þess umkominn að ráðast á núverandi húsnæðiskerfi, sem sett var fyrir tveimur árum í ráðherratíð Alexanders Stefánssonar. Þá er þess að minnast að húsnæðiskerfið nýja var lögfest að höfðu nánu samráði við launþegasamtökin í landinu og aðra aðila vinnumarkaðarins. Fjáröflunarkerfið er m.a. reist á grundvelli samninga við lífeyrissjóðina um framlög þeirra til húsnæðismála. Að baki húsnæðis- lögunum lá gífurlega mikil vinna. Neikvæð afstaða vissra afla og áhrifamanna til húsnæðiskerfisins vekur því furðu. Flokksþing fram- sóknarmanna tók hins vegar jákvæða afstöðu til húsnæðiskerfisins. í ályktun þingsins um þetta efni segir, að með setningu gildandi laga um húsnæðismál árið 1986 hafi verið tekið stærsta skrefið í framfaraátt í húsnæðismálum landsmanna til þessa. Vert er að minna á, að með samvinnu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins voru lánveitingar til almennra íbúðakaupa hækkaðar úr u.þ.b. 20% í 70% af kostnaðarverði meðal ibúðar. Auk þess var lánstími lengdur, og 55% af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna rennur til húsnæðiskerfisins. Flokksþingið áréttaði stuðning við búseturéttarkerfið og vill fá það í lög leitt að á vegum byggingarsamvinnufélaga geti verið kostur á slíkum íbúðum. Þessi afstaða flokksþings framsóknarmanna til húsnæðismála er bæði raunsæ og jákvæð. Með henni er raunverulega verið að vara við öfgafullu tali um byltingu á nýsettu húsnæðiskerfi, en í þess stað lögð áhersla á einstakar úrbætur og skynsamlega framkvæmd. Umhverfisráðuneyti Þegar talað er um fjölgun ráðuneyta, þykir mörgum sem verið sé að bera í bakkafullan lækinn. Ráðuneytin eru alls þrettán að tölu, og er þá Hagstofa íslands talin með. Þrátt fyrir ráðuneytisfjöldann hefur um margra ára skeið verið rætt um nauðsyn þess að bæta við einu ráðuneyti, umhverfismálaráðuneyti. Slíkt hefur m.a. verið stefnuskráratriði Framsóknarflokksins um alllangt skeið. Formaður þingflokks framsóknarmanna, Páll Pétursson, hefur verið mikill hvatamaður í þessu efni. Á nýafstöðnu flokksþingi framsóknarmanna var enn hvatt til þess að sérstakt ráðuneyti fari með yfirstjórn umhverfismála. Eins og nú er, heyra umhverfismál undir mörg ráðuneyti, s.s. sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðar- ráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Að öllu samanlögðu er hér um yfirgripsmikinn málaflokk að ræða, sem vissulega á heima í sérstöku ráðuneyti. Forsætisráðherra hefur ákveðið að beita sér í þessu máli og finna á því viðunandi lausn. Þótt umhverfismálaráðuneyti verði sett á laggirnar, fylgir því ekki krafa um stofnun sérstaks ráðherraemb- ættis. Að sjálfsögðu yrði sá háttur hafður á, a.m.k. í fyrstu, að sá ráðherra sem færi með umhverfismál, hefði fleiri ráðuneyti undir sinni stjórn. Þrátt fyrir það mun kostnaðarauki vafalaust verða einhver af stofnun slíks ráðuneytis. í þessu tilfelli er þó óþarfi að horfa í hóflegan kostnað, því að hér er um brýnt mál að ræða í nútíma þjóðfélagi. GARRI HVALIRNIR ENN Dálkahöfundurinn Dagfari í DV ræðir fegurðarmál i fyrradag í pistli sínum. Bendir hann á að verið geti að nýkjörin ungfrú alheimur, Linda Pétursdóttir, eigi glæsileika sinn fískáti á Vopnafirði að þakka, og ekki sé útilokað að hvalkjöt eigi þar hlut að máli líka. Vekur hann máls á því hvort hugsanlega sé hægt að sýna fram á að hvalkjötsát bæti útlitið á mannfólkinu, sem vitaskuld yrði nú aldeilis búhnykk- ur fyrir okkur i hvalamálinu. Það var nú það, og ekki skal Garri draga úr því að öllum ráðum, sem að gagni mega koma, sé beitt ■ hvalamálinu. Gildir þar einu hvort heldur er um að ræða að reyna að sýna fram á að hvalkjötsát auki fegurð kvenna eða náttúru- getu karlmanna, eða hvað svo sem Dagfara dytti í hug fleira. En álitamál hlýtur þó að vera hvað langt eigi að ganga í því að beita eins fallegri stúlku og fegurðar- drottningunni fýrir vagn okkar í hvalveiðimálinu. Og líka má meira cn vera að við þurfum ekki á slíkum ráðum að lialda. Pottþétt rók Núna á sunnudaginn var hafði Hafrannsóknastofnun opið hús fyr- ir gesti og gangandi. Fjölmargir notfærðu sér þetta heimboð, og meðal þess sem þar var lagt fram fyrir gesti var býsna greinargott yfírlit um ástand hvalastofnanna hér í kringum landið. Þar vakti athygli að ekki er nokkur leið að sjá að neins konar ofveiði eigi sér hér stað. Þvert á móti var ekki annað að sjá en að vel sé fylgst með fjölda dýra í þessum stofnum og þess vandlega gætt að ekki sé svo nærri þeim gengið að hætta sé yfirvofandi. Þarna var ekki annað að sjá en að veiðarnar væru með þeim hætti einum að hæfílegt aðhald væri veitt gegn gegndarlausri offjölgun í stofnunum. Og hið sama átti við um hinar svo nefndu vísindaveiðar. Eftir því sem í Hafrannsókn mátti sjá vinna vísindamenn þar skipulega að því að safna saman um hvalina hvers konar upplýsingum sem að gagni mega koma. Þessum upplýsingum verður ekki náð með því einu að sigla um sjóinn og horfa á dýrin synda þar um. Til þess er nauðsyn- legt að veiða nokkurn fjölda þeirra. Og hvað sem öllu friðunar- tali líður þá er það staðreynd að Japanir vUja kaupa hvalkjötið af okkur og borða það. Og það jafnt þótt bæði Þjóðverjar og Finnar harðneiti að leyfa fíutning á því í gegnum hafnir sínar eins og frægt er orðið af endcmum. Ef einhver er í vafa um það hvort stefna okkar í hvalamálinu sé rétt þá ætti sá hinn sami að leggja leið sína niður í Hafrannsókn. Þar verður hann ekki lengi að sannfær- ast um að í þessu efni séum við á réttri leið. Rök okkar eru pottþétt. Flýtum okkur hægt Gndanfarið hefur staðið yfir mikil fjölmiðlaveisla hér heima út af mótmælum Grænfriðunga gegn hvalveiðum okkar bæði í Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjunum. Kunnugum ber þó saman um að mikil umfjöllun fjölmiðla hér heima um málið sé fyrst og fremst vatn á myllu Grænfriðunga, enda reki þeir þennan áróður sinn meira af kappi en forsjá, og meira til þess að halda uppi atvinnu fyrir starfs- fólk sitt en af rökum. Ýmsir hér heima hafa líka varað við þessum áróðri og afleiðingum hans fyrir físksölu okkar beggja vegna Atlantshafs. Vissulega er það rétt að óskynsamlegt er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, og af tvennu illu er þó illskárra að fórna hvalveiðunum en halda þorskmörkuðunum. En hitt er annað mál að á meðan við höfum góðan málstað að verja í hvalamálinu er engin ástæða til annars en að flýta sér hægt. Við höfum fyrr unnið á seiglunni og þrjóskunni, sem við eigum víst nóg af hvorutveggju. Við erum veiði- þjóð, og hvalveiðarnar eru nú einu sinni ekki í neinu umtalsvcrðu frábrugðnar þeim fískveiðum sem stundaðar eru hér við land og engum dettur enn í hug að fetta fíngur út í. Vitleysurnar í málstað Grænfrið- unga eru líka þvflíkar að þar gæti svo sem ýmislegt óvænt og furðu- legt komið upp á með litlum fyrir- vara. Svo sem það að fólk færi hópum saman að trúa því, svona cins og Dagfari í DV, að físk- og hvalkjötsát auki fegurð kvenna. Og jafnvel eitthvað hjá körlum líka sem eftirsóknarvert þykir. Þá værum við aldeilis óforvarcndis komin á greinina grænu. Garri. llllllllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllilllllllllllllllllll Hver á að kenna hverjum hvað? Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, er málglaður maður og setur sig ekki úr færi að hlaupa í pontu þegar hann sér slíkan grip, mannlausan. Síðan hann tók við embætti fjármálastjóra þjóðarinn- ar hafa orð hans reynst dýr í hvert sinn sem hann stígur í ræðustól á Alþingi. Fjárlagahalli yfirstand- andi árs vex um milljarð króna í hvert sinn sem hann flytur löggjaf- arsamkundunni nýjan boðskap. Eins og stendur er hallinn 5 milljarðar og efast fæstir um að hann eigi enn eftir að vaxa verulega fram að jólafríi þingmanna, enda á fjármálaráðherra eftir að halda nokkrar tölur enn til að koma fjárlagafrumvarpi næsta árs í gegn um þingið, en ávallt bregður svo við að halli þessa árs hækkar í hvert sinn sem fjárlög næsta árs eru til umræðu. Líklega best að tala sem minnst um fjárlög næsta árs til að koma í veg fyrir að allt klabbið verði komið á hausinn áður en þau taka gildi, það er að segja ef fjármála- ráðherra bregður ekki þeim vana sínum að auka núverandi fjármála- halla í hvert sinn sem hann boðar aukna skattheimtu á næsta ári. Þenslan horfin og allt á hausinn En eðlilega er alls ekki sann- gjarnt að kenna núverandi fjár- ntálaráðherra um allan þann óskaplega fjárlagahalla sem hann finnur á milli þess sem hann stígur í ræðustól. Orsakirnar eru allt aðrar en þær að Ólafur Ragnar settist í ráðherrastól. Fram eftir árinu var þensla, gífurlegur innflutningur og bruðl höfuðmeinsemd efnahagslífsins. Eftir stjórnarskiptin síðustu datt þenslan niður og bruðlið hægði mjög á sér. Nú er slökunin og sparsemin að gera út af við efna- hagslífið og fyrst og fremst tekjur ríkissjóðs. Tekjur af söluskatti og tollar og önnur aðflutningsgjöld eru svo miklu, miklu minni en reiknað var með að hallinn á landssjóðnum vex eftir því sem þenslan minnkar. Það er eins og enginn hafi reikn- að með svona þróun þegar allir mögulegir og ómögulegir aðilar voru sífellt að kvabba um að minnka þyrfti þensluna og spenn- una og eyðsluna og bruðlið og fjárfestinguna. Þetta átti að verða allra meina bót og skila efnahags- • legri hagsæld. Vafasamar dyggðir En svo kemur upp úr kafinu að sparnaðurinn kemur hvað verst við ríkissjóð, síðan verslun og margs kyns athafnalíf og gjaldþrotin lenda á lánastofnunum, sem flestar hverjar eru reknar með ríkis- ábyrgð. Áður en lengra er haldið væri rétt að staldra við og spyrja hvort sparnaðurinn sé sú dyggð sem margir vilja vera láta og hvort ekki sé hægt að ganga of langt í þeim efnum eins og öðrum. Tíminn birti í gær frétt um að fjármálaráðherra hafi mælt fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga og notað tækifærið til að koma þeirri skoðun á framfæri að forystumenn fyrir- tækja, fjölmiðlamenn og sparifjár- eigendur hefðu takmarkaða þekk- ingu á fjármálum og vaxtakerfinu í landinu og vill gera átak til að kenna aðilunum einfaldar stað- reyndir í þessum háleitu málum. Vafalaust er það rétt að þeir sem þarna eru nefndir vita lítið um fjármál. En hverjir eru það eigin- lega hér á landi, Ólafur Ragnar Grímsson, sem hafa það vit á efnahagsmálum, að vera færir um að kenna öðrum? Hér er öllu siglt í harðastrand í mesta góðæri sögunnar. Aðilar vinnumarkaðar gera hverja hald- lausu samningana af öðrum. Ár eftir ár horfir þjóðin upp á að fjárlög standast ekki og síst af öllu á því ári sem nú er senn á enda runnið. Útgerðarmenn og fisk- verkendur eiga svo mikið af yfir- tæknivæddum skipum og frystihús- um að það er borin von að allt það stand geti borið sig. Þeir sem sinna viðskiptum og þykjast hafa vit á þeim eru búnir að byggja slík ókjör af vöruskemmum og verslunarhús- um að verslunin er að hrynja og fyrirferðarmesti iðnaðurinn er syk- urvatnsframleiðsla þar sem véia- samstæður hella í 200 sortir af umbúðum og gætu annað þambi hundrað sinnum mannfleiri þjóðar en byggir ísland. Hvar hagfræðilærðir efnahags- ráðunautar koma inn í þetta dæmi allt saman mega þeir sjálfir vita. Námskeið fjármálaráðherra um vaxtamál verða sjálfsagt vel þegin, en spurningin er: Hver á að kenna hverjum hvað, svo mark sé á takandi? Svo mætti kannski fá einhvern til að kenna fjármálaráðherra og öðr- um stjórnmálamönnum hvernig á að gera fjárlög úr garði þannig að þau stefni ríkissjóði ekki í efna- hagslegan voða. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.