Tíminn - 24.11.1988, Qupperneq 9
Fimmtudagur 24. nóvember 1988
Tíminn 9
BÓKMENNTIR
llllll
Hin óbilgjarna klöpp
Á miðjum vegi í mannsaldur
Ólafs saga Ketilssonar
Guðmundur Daníelsson skráði
227 bls., myndskreytt
Útgefandi: Tákn
Ævisögur tveggja manna hafa um
sinn þótt forvitnilegri og ágætari
öðrum bókum fengjust þær ritaðar.
Þetta hafa verið ævisögur þeirra
Ólafs Ketilssonar og Björns á
Löngumýri. Margt hafa báðir þessir
menn látið sér um munn fara hvor á
sínum vettvangi, og hefur orðsporið
leitt til þess að útgefendur hafa þóst
sjá í þeim púðrið. Og víst er í þeim
púður. En um það fer eins og
gullgröftinn. Það þarf að skola ofan
af því, en þó umfram allt að komast
að kjarnanum fyrir nýrri áhugamál-
um, sem stundum yfirskyggja það
heila og stórbrotna líf sem er að
baki. Því getur reynst erfitt að koma
ævi manna á bækur á meðan þeir eru
lifandi og lesa yfir öxlina á sagnarit-
ara, og vilja heldur leggja áherslu á
efnahagsstefnu ríkisins en basl við
sauðburð (Björn á Löngumýri), tvö
þúsund fjár á fjalli, innistæður í
bönkum og bátaútgerð, eða tíunda
deilur í bréfum út af sérleyfi (Ólafur
Ketilsson), ökuleyfisstreð, ónæði af
„rauðu djöflunum" á heimahlöðum
Laugarvatns, en láta liggja á milli
hluta hinn langa veg sem farinn
hefur verið um ómuna tíð. Nýleg
dægurbarátta er sem sagt ofar í
þankanum en sú forvitnilega vitund
um langan og viðburðaríkan feril
sem býr í mönnum með ævisögur.
En Guðmundur Daníelsson er
enginn aukvisi og hefur haft löng
kynni af Ólafi Ketilssyni, ýmist í
mynd persónulegra samskipta eða
þá af afspurn. Auk þess iágu þeir
saman hálfdrættings banalegur á há-
tíðarári en náðust báðir fyrir vind.
Og þegar Ólafur vill hafa uppi
nokkurt ergelsi víkur Guðmundur
sér bara í Viðeyjarklaustur og heldur
áfram sögunni af Ólafi þegar hann
er að rakna úr svæfingum á sjúkra-
beði og talar svo mildri tungu um þá
sem stjórnuðu vegalögnum, að Guð-
mundi er það í minni síðan. Gleymd-
ur var þá brotni hallamælirinn eða
snjópokinn af Hellisheiði, en Ingólf-
ur Jónsson kominn hátt í heiði þar
sem ríkir eilíft sólskin.
Ævisaga Ólafs Ketilssonar kemur
vel til skila skapgerðareinkennum
þessa fremdarmanns. Ytra borðið er
hrjúft, sem á rætur að rekja til
harðræða við vinnu áður en barna-
heimilin komu, fóstrurnar og vél-
virkni samtímans. Þá fóru menn á
tveimur jafnfljótum, og þótti hind í
því að eignast stígvél f stað þess að
vera blautur í fæturna. Stórkarlaleg-
ar eru lýsingar á vinnuaðferðum við
Skeiðaáveituna, en þar vann Ólafur
um 25 ára aldurinn. Það var þar sem
Geir Zoéga vegamálastjóri kom til
að mæla Óbilgjörnu klöppina, en
datt á hallamælinn og braut hann að
Ólafi ásjáandi. Síðan treysti Ólafur
engum mælingum vegagerðarinnar
um áratugi, og bar því við að hún
notaði brotinn haliamæli. Þá er hún
ekkert smásmfði lýsingin á því þegar
Ólafur fékk yfir sig fjögur tonn af
grjóti, þar sem hann stóð keikur
undir heisigræjum með járnkarl í
hendi, svo við liggur að maður álíti
að setja eigi Ólaf í lýðveldismerkið
í stað jötuns með járnstaf. Nema
hvað grjótið féll á hann ofan, járn-
karlinn kengbognaði en ekki bogn-
aði Ólafur.
Ekki sér maður í fljótu bragði
hvernig bókin um Ólaf hefur orðið
til. Fyrir utan frásögn af uppvexti,
sjósókn og Óbilgjörnu klöppinni á
Skeiðum rekur Guðmundur bana-
legur þeirra á Landspítala, en síðan
tekur við ergelsið mikla út af sérleyf-
inu til Laugarvatns, sem Ólafur átti
aldrei að missa. Hann hafði helgað
sér þessa leið, var rétt borinn til
hennar allt frá því að hann óð yfir
Djúpá til að koma timbrinu áfram í
byggingu Laugarvatnsskóla. Að
taka sérleyfið af Ólafi var ámóta og
taka þjóðminjasafnið og gera það að
bítla- og popphöll. Þetta er gott að
Ólafur viti. Hins vegar hefði mátt
eyða minna plássi í bókinni undir
bréfaskriftir um ökuleyfi, þegar yfir-
völd sættu sig ekki við snærið, eða
klögumál út af „rauðu djöflunum".
Maður sem ældi á fjórða hvern
þorsk sem hann afhausaði en gafst
þó ekki upp á sjónum heldur hleypti
sér í fornaldarham, getur ekki gert
vinum sínum það lengur að ástunda
langhyggjuna út af rútunni austur.
En Ölafur er maður tvennskonar
skaphafnar. í daglegri athöfn var
fornaldarhamurinn á honum. Þá lét
hann lítt undan, vék seint af því
hann vissi að ævin er löng og engin
ástæða er til að flýta sér, sbr. á
Miðjum vegi í mannsaldur, og rólaði
hægt en ákveðið sína leið. A þeirri
leið bar þó margt til tíðinda. Þar
bryddaði á feimnilausu tali. Sannar
og lognar sögur voru settar undir
nafn Ölafs, eins og þegar hann bauð
farþegum að fara út og létta á sér,
konur öðrum megin bíls en karlar
hinum megin. En þurfti svo ein-
hverra hluta vegna að færa bílinn í
miðri athöfn. Þá þykir frægt tilsvar
hans, þegar strákur kallaði til hans:
Það er belja að fara fram úr þér,
Ólafur. Og stillingarmaðurinn svar-
aði að bragði: Taktu þér far með
henni. Þá höfum við hist oft og átt
gott tal saman, allt frá því að ég var
unglingur á Laugarvatni. Eitt sinn
vildi hann halda því fram að umferð-
in í Reykjavík væri orðin sódómísk
í meira lagi. Þegar ég hváði svaraði
hann að það væru þessar aftan-
ákeyrslur. Þannig er Ölafur í forn-
aldarhamnum. Þannig var hann þeg-
ar hann dró dám af Óbilgjörnu
klöppinni og gerði lífsspeki grjót-
vinnslunnar og járnkarlanna að
sinni. Ólafur er ein af hetjum hvers-
dagsins, það sýnir ævisaga hans.
Eftirmálinn, sem Ólafur skrifaði við
verkið, er hins vegar fullur af fyrir-
bónum og þakklæti. Það er hinn
Ólafurinn, þessi sem sannar okkur
að hjartað er gott sem undir slær.
Indríði G. Þorsteinsson
. ,• -
<s >■■ x-spT'íf
Ólafur Ketilsson.
UM STRÆTI OG TORGÍ
III
KRISTINN SNÆLAND |
Mánudaginn 14. nóvember s.l.
birtist í DV frétt með yfirskriftinni,
„Slökkvistöð byggð með hraði“.
Þessi frétt var í smá horni neðst á
bls. 14. Fréttaefni mitt er nú
þannig vaxið, að ég hefði sett þessa
frétt á forsíðu, með tilvísun á
baksíðuna, öndvegisstað frétta,
samkvæmt efni fréttarinnar.
í þessari stórmerku frétt stóð
sem sé: „Stöðin var byggð með
hraði. Framkvæmdir hófust í gær
(13. nóvember) og húsið afhent 1.
nóvember". Nú er það algegnt
glens meðal iðnaðarmanna, að tala
um fólk sem liggur svo á að fá verk
unnið, að það hefði helst viljað fá
það gert í gær, sem beðið er um í
dag og vissulega eru til iðnaðar-
menn sem reyna að koma vel til
móts við viðskiptavinina. Þau ofsa-
legu afköst að hefja byggingu húss
13. nóvember og afhenda það 1.
nóvember eru þó örruglega fátíð.
Um þessi ofsaafköst iðnaðarmanna
í Grindavík er ekki annað að segja
en þar hlýtur fiskur að liggja undir
steini. Það er svo til athugunar fyrir
Davíð að fá þessa iðnaðarmenn í
ráðhúss- og hringleikahússbygging-
amar. Það má þá gera ráð fyrir
því, að ef þeir hefja störf við þessar
tilteknu byggingar, segjum svona
1. desember þá hafi þeim þegar
lokið um 15. nóvembers.l. Assgoti
væri það gott á mótmælendurna.
Áfengi um stræti og torg
Það sem nú verður um fjallað er
sú ólöglega athöfn dyravarða á
krám, veitinga- og danshúsum
borgarinnar, að hleypa gestum
húsanna út með áfengisglös í hönd-
unura. Að selja áfengi til neyslu
utan dyra er algerlega bannað og
varðar sektum, jafnvel lokun við-
komandi húsa eða öðmm kárínum.
Ferill áfengis er gjarnan sá að
stuttu eftir að glas er keypt á
barnum ætlar viðskiptavinurinn út
SKONDIN FRÉTT
með glasið. Við dymar er hann
stöðvaður af dyraverði sem hefur
engin umsvif en tekur glasið af
gestinum, tæmir úr því í plastmál
og hleypir gestinum síðan út með
áfengið í plastmálinu. Þegar út er
komið er gengið með málið í
höndunum að næsta veitingastað,
sest að drykkju utandyra eða leitað
fars í næsta leigubíl. Reyndir bíl-
stjórar neita alfarið að taka farþega
með vínglös í höndunum, en oft
má þá sjá hinn drekkandi ganga bíl
frá bíl uns komið er að bíl með svo
óreyndum bílstjóra eða fégráðug-
um að far er fengið og ekki skeytt
um það þótt áfengi hellist niður í
bílinn. Plastmálunum er svo hent
um alla borg. Þessa útidrykkju og
meðfylgjandi sóðaskap ber að
stöðva. Eftirlitsmenn með vínveit-
ingastöðum eiga ekki aðeins að
standa í talningu gesta, heldur
einnig að stöðva þetta.
Verslun fyrir hvern?
Nokkrir kaupmenn virðast nú
hafa tekið upp þá nýbreytni að
selja ekki gos eða öl í flöskum.
Þetta er að sjálfsögðu gert til þess
að losna við umstangið sem fylgir
glerjunum og fyrirferð þeirra. Þá
hefur minn kaupmaður í hverfis-
búðinni minni sagt að hann hafi
hætt við glerin vegna þess hversu
mjög þau eru brotin á svæðinu
umhverfis búðina. Nú er það svo
að sumir vilja alls ekki gos eða öl
úr dósum eða plastflöskum og er
þá ekki um annað að ræða en snúa
viðskiptum sínum þangað sem
glerjagos fæst og vitanlega verða
margir til þess. Ég held að lausn
málsins sé sú að hækka skilaverð
glerjanna svo að enginn tími að
brjóta þau. Mér þætti ekkert að
því ef verð fyrir gos eða ölgler væri
t.d. 25 krónur. Þessi breyting er
afar einföld, því hún kæmi frá
verksmiðjunum. Til þess að ná
fram þessari breytingu getur verið
nauðsynlegt að sniðganga þær
verslanir sem ætla sér að stjórna
neyslu viðskiptavina og versla þess
í stað hjá kaupmönnum sem leggja
nokkuð á sig til að þóknast við-
skiptavinunum. Þetta ætti að
reyna.
Fljótfærni
Hér og nú skal það játað að það
var veruleg fljótfærni af mér að
fullyrða í klausu um umferðarskilti
að lág Ijós bíla lýstu a.m.k. upp
umferðarskilti Vegagerðar ríkis-
ins, þar sem þau væru almennt
lægri en t.d. umferðarskilti
Reykjavíkurborgar. Rétt er hins-
vegar að lágu ljósin lýsa stundum
upp skilti sem eru hægra megin
akbrautar, en aldrei skiltin vinstra
megin. Þetta liggur einfaldlega í
því að lágu Ijósin eru með hlíf
undir glóðinni í perunni sem veldur
því að lágu ljósin lýsa nánast
ekkert upp fyrir ljóskerið, utan
það að þau eru þó þannig gerð að
smá geisli teygir sig upp hægra
megin í akstursstefnu. Þessa lýs-
ingu sjá allir ef ekið er að vegg með
ljósin kveikt. Þess vegna er mikil-
vægt að endurskin líkt og er t.d. á
stikum Vegagerðarinnar sé sett
upp allan fót umferðarskilta sem
hættast er við árekstrum. Við þetta
má svo bæta því að óhrein skilti
valda hættu og nú eru mörg skilti í
borginni óhrein. Vera má, að stór-
tjón sem varð á bíl sem ók á
umferðarskilti rétt við Miklubraut-
arbrú sl. helgi hefi orðið vegna
þess hversu óhreint skiltið var og
jafnvel einnig vegna þess hversu
lélegt endurskin skiltisins er. Það
á við öll gul og svartröndóttu
skiltin sem eiga að vera aðvörun
þar sem vegur klofnar. Endurskin
þessara skilta þarf vissulega að
bæta. Til dæmis mætti ramma þau
inn í hvítan og gulan umferðar-
stikuborða. Þessir borðar sem
Vegagerðin notar niðurbútaða á
vegstikurnar, endurvarpa feikivel.
Athugið þetta mínir elskulegu.