Tíminn - 24.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.11.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 24. nóvember 1988 FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND Ólga ríkir enn í Kákasuslýðveldum Sovétríkjanna: BUDAPEST - Ungverski ■ kommúnistaflokkurinn hefur útnefnt Milos Nemeth sem í forsætisráherraefni sitt, en | ungverska þingið mun velja | forsætisráðherra landsins í stað Karoly Grosz í næstu viku. Nemeth er 40 ára hag- fræðingur og á sæti í stjórnar- nefnd flokksins. LISSABON - Angólska skæruliðahreyfingin UNITA hét því að halda áfram skæru- hernaði sínum gegn stjórnar- hernum í Angóla þrátt fyrir friðaráætlun þá er Suður-Afr- íkustjórn, Angólastjórn og Kúbustjórn hafa samþykkt. Friðaráætlunin gerir ráð fyrir að hermenn Kúbumanna haldi á brott frá Angóla, Suður-Afr- íkumenn haldi frá Namibíu og að Namibía fái sjálfstæði sem friðargæslusveitir Sameinuðu j þjóðanna tryggi. UNITA sagði: enga lausn vera á borgara- styrjöldinni í Angóla án þess, að hreyfingin yrði með í ráðum. BEIRUT - Háttsettir mús- i límaklerkar í Líbanon virtust, hafa náð að koma á vopnahléi milli stríðandi sveita Shíta; múslíma sem barist hafa af; mikilli hörku í suðurhluta Beir-1 útborgar undanfarna daga. Bardagarnir hafa verið hinir' hörðustu milli mismunandi! sveita Shíta síðustu sex mán-, uði. VÍN - Sovéski útlaginn og mannréttindasinninn Júrí Orl- ov hvatti Vesturlönd til að snið- ganga ráðstefnu þá er Sovét- menn hafa boðað til og fjalla á um mannréttindi, nema Sovét- menn taki sig verulega á í mannréttindamálum. Amnesty International tilkynnti I gær að 172 pólitískir fangar væru nú í haldi í Sovétríkjunum, en Sov- étmenn segja þá vera 52. HERMENN FALLAI KYNÞÁTTAÓEIRÐUM Kynþáttaólgan er síst í rén- un í Kákasushéruðum Sovét- ríkjanna og eru andstæðir kynþættir nú farnir að drepa hermenn sem reyna að ganga á milli stríðandi fylkinga. Á þriðjudaginn voru þrír sov- éskir hermenn drepnir í átök- um Azera og Armena í Azer- baijan, en hermennirnir áttu að koma í veg fyrir átök kynþáttanna. Á annað hundrað manns slösuðust í átökunum, en ekki hafa frétt- ir borist af fleiri dauðsföllum. Hermennirnir þrír voru ásamt fé- lögum sínum kallaðir á vettvang í bænum Kirovobad og þorpum í Nakhichevanhéraði til að skakka þar leikinn, en átök milli þjóðarbrot- anna voru komin úr öllum böndum. Ýtarlegri fréttir hafa ekki borist frá þessm síðustu átökm sem verða á milli Armena og Azera vegna kröfu Armena um að Nagorno- Karabakh hérað verði sameinað Armeníu, en Armenar eru í miklum meirihluta í héraðinu sem nú tilheyr- ir Azerbaijan. Um 400 þúsund Azerar tóku þátt í mótmælafundum í miðborg Baku, höfuðborgar Azerbaijan, í gær. Starfsemi lá niðri í fíestum verk- smiðjum í borginni vegna mótmæl- anna og hefur svo verið frá því mótmælaaðerðir hófust á ný í Sovét- lýðveldinu í síðustu viku. Samkvæmt heimildum frá Armen- íu sýni sjónvarpið í Azerbaijan myndir af fundarhöldum í Baku þar sem mátti sjá fólk veifa trúarlegum fánum og lýsa yfir stuðningi við ungann Azera sem á dögunum var dæmdur til dauða vegna hlutdeildar sinnar í átökum við Armena. Á einu flagginu stóð „Frelsi til handa hetj- unum frá Sumgait". Ungmennið, Akhmed Akhme- dov, var einn þriggja Azera er ákærður hefur verið fyrir að bera ábyrgð á morðum sjö Armena í Sumgait í febrúarmánuði. í kyn- þáttaofsóknum sem gekk yfir borg- ina þá létust þrjátíu og tveir menn flestir Armenar. Sovéskir hermenn voru sendir á vettvang til að skakka leikinn milli Armena og Azera í Azerbaijan. Það fór ekki betur en svo að tveir hermenn féllu. Allir Astralir í eyðniprófun? Svo kann að fara að öll ástralska þjóðin verði tekin í eyðnipróf, en áætlun þessa efnis liggur nú fyrir ríkisstjórn Ástralíu og mun stjórnin bráðlega taka ákvörðun um hvort leggja eigi tillögurnar fyrir þingið. Með þessu er talið að draga megi úr útbreiðslu eyðni í Ástralíu, en hing- að til hafa 540 manns látist úr þessum óhugnanlega sjúkdómi frá því hans var fyrst vart í Ástralíu fyrir fimm árum. Græna skjalið, en svo er áætlunin almennt kölluð, var lagt fyrir ríkis- stjórn Ástralíu af Neal Blewett heil- brigðisráðherra landsins. Gerirhann ráð fyrir að eyðniprófið muni kosta rúmlega milljarð ástralskra dollara, en alls þarf að eyðniprófa 16 milljón Ástrali. Talið er að minnsta kosti 10 þús- und Ástralir séu smitaðir eyðniveir- unni og að jafnvel 40 þúsund kynnu að vera smitaðir. Verðbólga að drepa Kanann Verðbólgan í Bandaríkjunum er nú komin í 4.6% á ársgrundvelli og hefur ekki verið hærri í sjö ár. Verðbólgan náði 8.9% árið 1981 en hefur ekki faríð yfir 4.5% síðan. I fyrra var hún 4.4% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslum Atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ekki eru Iíkur á að úr verðbólgu dragi því hagfræðingar telja að verðbólga muni enn aukast á næst- unni. Þá eru líkur á vaxtahækkun vegna mikils fjárlagahalla Banda- ríkjanna. Þá er viðskiptajöfnuður óhagstæður mcð eindæmum svo ekki virðist bjart framundan fyrir Georgc Bush er hann tekur við forsetaembættinu. sérsaklega í Ijósi þess að hann segist ekki ætla að hækka skatta tii að loka fjárlaga- gatinu. Eftir síðustu verðhækkanir þá kostar matarkarfa sú er greiða þurfti 100 dollara fyrir á árunum 1982 til 1984 nú 120 dollara og 20 cent. Það þykir f Bandaríkjunum rosaleg verðhækkun, þó fslending- ar myndu ekki kippa sér upp við vcrðhækkanir sem þessar. ISLAMABAD - Benazir Bhutto tilkynnti að enn hafi útnefningu hennar sem for- sætisráðherra verið frestað og sagði að andstæðingar hennar hygðust nota tímann til að ná samkomulagi við óháða þina- menn svo hægt sé að snið- ganga hana. Aðskilnaðarsinnaöir Baskar láta til skarar skríða í Madríd: Drengur lést í sprengjutilræði Ungur drengur og miöaldra maður létust þegar öflug sprengja sprakk utan við höfuðstöðvar þjóðvarðliða í Madríd í fyrrakvöld. Fjörutíu og fimm manns særðust, margir hverjir mjög alvarlega. Er talið að Aðskilnaðarhreyfíng Baska hafí staðið fyrir ódæðinu. ANKARA-Byssumaðurinn j sem ætlaði að skjóta Turgut Ozal forsætisráðherra Tyrk- lands var dæmdur í 20 ára j fangelsi fyrir vikið. j COLOMBO - Forsetafram- bjóðandi stjórnarandstöðunn- ; ar á Sri Lanka Sirima Banda- ranaike hefur krafist þess að alþjóðleg nefnd stjórni kosn- ingunum sem fram fara í næsta mánuði. Sprengjan sem var mjög öflug sprakk rétt fyrir miðnætti. Starfs- maður ríkisútvarpsins í Madríd lést samstundis, en hann átti leið hjá í bifreið sinni. Drengurinn sem var aðeins tveggja og hálfs árs gamall var á ferð með foreldrum sínum nálægt höfuðstöðvunum er sprengj- an sprakk. Hann særðist alvarlega og lést á sjúkrahúsi undir morgun. Sprengjutilræðið í fyrrakvöld er það fyrsta í höfuðborg Spánar í sautján mánuði, en ETA, aðskilnað- arhreyfing Baska hefur þó staðið fyrir fjölda sprengjutilræða undan- farna mánuði og hafa fimmtán manns látið lífið í hermdarverkum Baska á þessu ári. Innanríkisráðherra Spánar Jose Luis Corcuera sagði á blaðamanna- fundi í gærmorgun greinilegt að skæruliðar hefðu ætlað að valda sem mestum usla og manntjóni með sprengjunni. Lögreglan lokaði öllum undan- komuleiðum frá sprengjustaðnum í gær og fundu bifreið skæruliðanna sem skráð var í Baskalandi. Lögregl- an sprengdi bifreiðina í loft upp af ótta við að sprengju hefði verið komið fyrir í henni. Sprengjan sprakk aðeins fáum klukkustundum áður en forsætisráð- herra Spánar Felipe Gonzalez átti fund með Francois Mitterrand for- seta Frakklands. Var talið að þeir ætli að ræða áframhaldandi samstarf lögreglunnar á Spáni og Frakklandi í baráttunni gegn skæruliðum að- skilnaðarsinnaðra Baska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.