Tíminn - 24.11.1988, Page 15

Tíminn - 24.11.1988, Page 15
- • ' v * f . • « , . f - > • Fimmtudagur 24. nóvember 1988 np»nr«i i í> Tíminn 15 Fundavika í Sambandinu í síðustu viku stóð yfir í Sambandinu árleg fundalota sem þar er jafnan í nóvember. Á þeim tíma er haldinn kaupfélagsstjórafundur, og í tengslum við hann hefur skapast sú venja að halda ýmsa aðra fundi. Meðal annars kemur Sambandsstjórn þá saman til fundar, og auk þess voru núna haldnir aðalfundir í Tryggingasjóði innlánsdeildanna og Samvinnusjóði íslands hf. Þá var haldinn fundur í Félagi sláturleyfishafa, en í því eru þau kaupfélög sem Búvörudeild Sambandsins starfar fyrir. Vikunni lauk svo með kaupfélagsstjórafundi, hinum 49. í röðinni. Félag sláturleyfishafa Segja má að samdrátturinn í neyslu og sölu dilkakjöts, og þar af leiðandi einnig í starfsemi Búvöru- deildar, hafi sett mestan svip á umræður á þessum fundi, svo og yfirstandandi erfiðleikar í rekstri sláturhúsa og í skilum til bænda. Það kom fram á fundinum að nú í haust var framleiðsla kindakjöts 10400 tonn á móti 11500 tonnum í fyrra, og er þá ekki talin með slátrun fyrir Framleiðnisjóð né heimtekið kjöt. Þetta er 9,5% samdráttur, en gerir þó lítið annað en að vega upp á móti þeim og sjái um afurðalán í landbúnaði, gefur fullt tilefni til að sláturleyfis- hafar óski eftir endurskoðun á þessu fyrirkomulagi. Til viðbótar við afurðalán viðskiptabankanna hefur ríkissjóður lánað árlega svo kölluð staðgreiðslulán. Afurða- lánakerfi það sem við búum nú við mismunar viðskiptabönkum og bankaútibúum og jafnvel slátur- leyfishöfum. Fundurinn felur stjórn Félags sláturleyfishafa og framkvæmdastjóra Búvörudeildar að taka upp viðræður við hlutað- eigandi aðila, með það að mark- miði að lán þessi verði framvegis samræmd og á vegum eins aðila. Fundurinn telur eðlilegt að afurða- Guðjón B. Ólafsson í ræðustól á kaupfélagsstjórafundinum. (Tímamynd: Gunnar) Hreiðar Karlsson kaupfclagsstjóri á Húsavík flutti skýrslu stjómar á fundi Félags sláturleyfishafa. (Tíma- mynd: Pjetur) lán landbúnaðarins verði á vegum ríkissjóðs eða Seðlabanka íslands." Kaupfélagsstjórafundur Og með sama hætti má segja að verulegur rekstrarvandi Sam- bandsins hafi sett svip sinn á ailar umræður á kaupfélagsstjórafund- inum. Þar kom fram að velta Sambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs var 12,1 miljarður á móti 12,9 miljörðum á sama tíma í fyrra. Hefur veltan dregist saman í öllum deildum nema Skipadeild og Búnaðardeild. Vaxtagjöld Sambandsins á þess- um tíma voru 1100 miljónir og gengistap 622 miljónir. Nemur þetta tvennt um 35% af rekstrar- tekjum þess þetta tímabil. Af- leiðingin er sú að tap á rekstri Sambandsins þennan tíma var 705 miljónir, samanborið við 30 miljón króna hagnað sama tímabil í fyrra. 1 ræðu Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra á fundinum kom fram að mikill samdráttur er nú á nær um, og einnig er unnið að endur- skoðun á allri vélasölu á vegum Sambandsins. Sem dænii um árangur þessa starfs sagði Guðjón að í ársbyrjun 1987 hefðu verið 1487 stöðugildi hjá San.bandinu. í ársbyrjun þessa árs hefðu þau verið komin niður í 1134 og nú í byrjun september hefði þeim enn fækkað niður í 967. Á fundinum flutti Hjörtur Ei- ríksson framkvæmdastjóri VMS erindi um þjónustu fyrir samvinnu- fyrirtæki í rekstrarráðgjöf, og Geir Magnússon bankastjóri fjallaði um möguleika þeirra til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Þá ræddi Hall- dór Guðbjarnason um Samkort, sem verið er að hleypa af stokkun- um. Valur Arnþórsson flutti þar einnig erindi um ný viðhorf í rekstri samvinnufélaga. Rakti hann þær breytingar sem orðið hafa í rekstrarumhverfi samvinnu- félaganna og ræddi nauðsyn þess að þau löguðu sig að því þjóðfélagi sem þau búa við hverju sinni. Taldi hann að hægt þyrfti að vera að beita hlutafélagaformi meira en gert væri. Pá lýsti hann þeirri skoðun sinni að gera þyrfti frekari breytingu á heildarsamtökum sam- vinnumanna en orðið er, en lagði áherslu á að það mál snérist ekki um menn. Taldi hann að sérgreina þyrfti Sambandið meir en gert væri og gera hverja grein ábyrgari en verið hefði. -esig Tryggingasjóður innlánsdeildanna Þessi sjóður er um tuttugu ára gamall, og hlutverk hans er að vera til tryggingar því fé sem hverju sinni stendur inni í innlánsdeildum hjá þeim kaupfélögum sem kjósa að eiga þar aðild. Núna eiga 15 Sambandskaupfélög aðild að sjóðnum og fjölgaði um þrjú á liðnu ári. Er reglan sú að þau leggja honum til fé þartil innstæðúr þeirra hjá sjóðnum nema 3,5% af innlánsdeild hvers þeirra um sig. Um síðustu áramót var sjóður- inn um 27 miljónir króna. Á árinu komst Kf. Berufjarðar í greiðslu- þrot, og féllu því ábyrgðarskuld- bindingar á sjóðinn samkvæmt stofnsamþykktum hans. Eftir- stöðvar þeirra eru um 11 miljónir, en á móti þeim á hann veð í eignum félagsins, sem ekki er enn ljóst hvort nægja til að hann verði skaðlaus af gjaldþrotinu. Samvinnusjóður íslands Árið 1982, á afmælisári sam- vinnuhreyfingarinnar, var Sam- vinnusjóður Islands hf. stofnaður. Aðild þar eiga Sambandið, kaup- félögin og samstarfsfyrirtæki þeirra, sem greiddu stofnfé til sjóðsins í hlutfalli við veltu sína fyrstu fimm árin. Verkefni sjóðsins eru margþætt, en tilgangur hans er að efla íslenskt efnahagslíf með því að beita sér fyrir þátttöku samvinnuhreyfingarinnar í at- vinnulífi landsmanna, einkum í nýjum greinum. Þorsteinn Sveinsson, kaupfé- lagsstjóri á Egilsstöðum og stjórn- arformaður sjóðsins, minntist þess á aðalfundinum að nú væri lokið sjötta starfsári hans og hinu fyrsta eftir að hlutafjárgreiðslum til hans lauk. Eigið fé sjóðsins nú er 290 miljónir, þar af hlutafé 223 miljón- ir. Þá er sjóðurinn með langtíma- lán að fjárhæð 130 miljónir, en á móti eru verðbréf og fjármögnun- arleigusamningar, auk hlutafjár í nokkrum fyrirtækjum. Núna á sjóðurinn hlutafé í Icecon hf., Lind hf., Marel hf., Frumkvæði hf., Þróunarfélagi íslands hf. og Útvegsfélagi samvinnumanna, auk þess sem hann er stofnaðili að Samkorti. Þá á sjóðurinn um 70 miljónir inni á reikningum í inn- lánsdeildum kaupfélaganna. Það kom fram á fundinum að vanskil hafa verið nokkur við sjóð- inn nú undanfarið. Af starfsemi hans varð 9,6 miljón króna hagnað- ur, og var samþykkt að greiða 6% arð og gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir 26 miljónir króna til hluthafa. Þorsteinn Sveinsson formaður Samvinnusjóðsins á aðalfundi hans. Við borðið sitja Valur Arn- þórsson, sem var fundarstjóri, og Benedikt Sigurðsson stjórnarmað- ur.(Tiniumynd: I’jelur) samdrætti í innanlandssölu sem hefur verið merkjanlegur undan- farið. Nú í byrjun framleiðsluárs voru rúmlega 2500 tonn af kindakjöti í birgðum, en söluspár benda til að það stefni í meir en 3000 tonna birgðir næsta haust. Þetta gæti þýtt að framundan væri þörf á auknum útflutningi. Þá kom fram á fundin- um að sláturleyfishafar hafa nú vaxandi áhyggjur af sölu kjöts af heimaslátruðu, en hún virðist vera að færast í aukana. Velta Búvörudeildar fyrstu tíu mánuði þessa árs var tæpir tveir miljarðar, og er það um 15% samdráttur frá sama tíma síðasta ár. Ástæðan er fyrst og fremst samdráttur í útflutningi á kjöti, en hann dróst saman um 48% milli þessara tveggja tímabila. Á fundinum fjölluðu tveir lög- fræðingar, þeir Þorgeir Örlygsson prófessor og Tryggvi Gunnarsson, um réttarstöðu afurðastöðva, en þeir hafa kannað það mál fyrir Félagsláturleyfishafa. í máli þeirra kom m.a. fram að búvörulögin eru undanþæg að því leyti að þau heimila framleiðendum að semja um annað greiðslufyrirkomulag en þar er gert ráð fyrir, og einnig væri samkvæmt þeim heimilt að semja um að vörurnar væru teknar í umboðssölu. Þá var töluvert rætt um afurða- lán á fundinum, og um þau var samþykkt ályktun þar sem segir eftirfarandi: „Sú reynsla, sem fengist hefur af því að viðskiptabankar fjármagni öllum sviðum í rekstri Sambands- ins. Sagði hann að skuldir Sam- bandsins væru allt of miklar og eignir þess ekki í takt við rekstur- inn, m.a. væru 85% af eigin fé þess bundin í hlutafé í samstarfsfyrir- tækjum. Þessu yrði að mæta með auknum niðurskurði á kostnaði og lækkun skulda, sem yrði að gerast með eignasölu. Að því er varðar hagræðingu til að lækka kostnað sagði hann að undanfarið hefðu 130 störf verið lögð niður í sex einingum sem hafa verið seldar. Þá hafa fjórar fast- eignir verið seldar, á móti húsinu á Kirkjusandi sem hann taldi vafa- laust að væri hagkvæm fjárfesting. Þá er allt tölvu- og upplýsingakerfi Sambandsins í algjörri endurnýj- un, þar cr ný starfsmannastefna í mótun og framkvæmd, og endur- skipulagning Verslunardeildar stendur yfir. í Sjávarafurðadeild er núna verið að endurskipuleggja gæðaeftirlit, hjá Skipadeild stend- ur yfir endurnýjun á skipaflotan-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.