Tíminn - 26.11.1988, Qupperneq 3
Laugardagur 26, nóvemþer-t1,9,8,9.:
Tíhiiríri" £
Frumvörp viöskiptaráöherra um fjármálaviðskipti tekin
í gegn áfundi Lögfraeðingafélagsins af Birni Lfndal:
Oryggisreglum kastað
og eftirlit fellt nidur
Björn Líndal, lögfræðingur og
aðstoðarmaður bankastjórnar
Landsbankans, gagnrýndi mjög á
síðasta fundi Lögfræðingafélagsins
þau frumvörp sem viðskiptaráðherra
hefur nú lagt fram varðandi verð-
bréfaviðsipti og aðra skylda fjár-
málastarfsemi í landinu. í viðtali við
Tímann telur Björn að í tveimur
tilvikum væri ákvæði frumvarpanna
þess eðlis að vart væri um annað að
ræða en handvömm. Annars vegar
virtist að lögfesting þeirra myndi
leiða til þess að núverandi eftirlit
Bankaeftirlitsins með verðbréfavið-
skiptum félli að verulegu leyti niður.
Hins vegar væri sú breyting sem lögð
væri til á lögum um viðskiptabanka
og sparisjóði og aðild þessara stofn-
ana að verðbréfafyrirtækjum með
þeim hætti að öryggisreglum núgild-
andi bankalaga væri kastað fyrir
róða.
Auk þessa sagði Björn að ákvæði
frumvarps um eignaleigu sem gerðu
ráð fyrir að þessi fyrirtæki gætu talið
víkjandi lán með eigin fé, fælu í sér
mismunun gagnvart bankastofnun-
um sem ekki hafa slíka heimild.
Bendir hann á að í frumvarpinu sé
reiknað með að bankaeftirlit verði
skert hvað varðar miðlun verðbréfa-
sjóða frá því sem núgildandi lög gera
ráð fyrir. Eftirlit, sem þó er fyrir
hendi, verði því fellt niður, nema
hvað varðar eftirlit með verðbréfa-
sjóðum. í stað þessa eftirlits verði þó
tekið upp eftirlit með eignaleigum í
samnefndu frumvarpi. „Petta ereins
og hálf duttlungafullt kráarrölt,"
segir Björn. Hann efast um að
verðbréfaviðskipti geti þróast í rétta
átt á íslandi ef frumvarp þetta verður
samþykkt án talsverðra lagfæringa.
Björn er heldur ekki of ánægður
með frumvarpið til laga um eigna-
leigur. Hann bendir á að eignaleigur
eigi með frumvarpi þessu að njóta
þeirra forréttinda að víkjandi lán
megi reikna með til eigin fjár, en það
er ekki heimilt í almennum reglum.
„Þetta yrði nýjung í gerð reiknings-
skila hér á landi,“ sagði Björn.
Slíkar breytingar væru ekkert óeðli-
legar út af fyrir sig en ef slík breyting
á að ná fram að ganga gagnvart
eignaleigum, verður að veita við-
skiptabönkum og sparisjóðum hlið-
stæð réttindi.
Önnur vansmíð, sem Bjöm Línd-
al bendir á, er að nokkuð skortir á
að skýrar reglur verði settar um að
kaupandi verðbréfa eigi rétt á ítar-
legum upplýsingum um útgefanda
viðkomandi bréfa, fjárhagsstöðu
hans og framtíðarhorfur. Þannig
lægi raunverulegt verðgildi bréfanna
betur fyrir. Þetta mun helst eiga við
um skuldabréfaflokka af ýmsu tagi.
Því er eingöngu fylgt eftir með því
að í frumvarpinu að lögum um
verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði
er getið um heimild Seðlabankans til
að setja sérstakar reglur. „Ég held
Loðnuveiöar:
Dræm veiði
Fremur dræm veiði hefur verið á
loðnumiðunum í vikunni og eru
loðnuskipin dreifð frá Rifsbanka
vestur fyrir Kolbeinsey við loðnuleit.
Tveir bátar tilkynntu um afla á
fimmtudag, Bergur tilkynnti um 240
tonn og Grindvíkingur 750 tonn. í
gærmorgun tilkynnti Guðmundur
Ólafur um 200 tonn, Huginn 220
tonn og Höfrungur 320 tonn.
Það sem af er vertíðinni er búið að
tilkynna um tæplega 137 þúsund
tonna afla. - ABÓ
að frumvarpið gangi allt of skammt
að þessu leyti og ekki sé tryggt með
því að við stefnum í rétta átt og að
verðbréfaviðskipti geti þróast með
heilbrigðum hætti,“ sagði hann.
Þriðja atriðið, sent Björn bendir
á, varðar frumvarpið að lagabreyt-
ingu við lögin um viðskiptabanka og
sparisjóði. Þar segir Björn að erfitt
sé að skilja hvað vaki fyrir frum-
varpssmiðum, þegar þeir leggja til
afnám takmarkana við stofnun verð-
bréfafyrirtækja. í gildandi lögum er
viðskiptabönkum heimilt að stofna
verðbréfasjóð með þeim tak-
Björn Líndal.
mörkunum að ekki megi renna til
hans meira fé en nemur einum
fimmta af eigin fé bankans. Er þá
meðtalið hlutafé það sem bankinn
leggur fram og lánsfé sem hann fær
frá bankanum. Þessar takmarkanir
eru afnumdar í frumvarpinu. KB,