Tíminn - 26.11.1988, Page 19
Laugardagur 26. nóvember 1988
'Tíminn '19
Brynhildur
Guðmundsdóttir
Þann 19. nóvember síðastliðinn
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri Bryn-
hildur Guðmundsdóttir til heimilis
að Köldukinn II A-Hún.
Brynhildur var fædd 20. ágúst
1933 og var því aðeins 55 ára þegar
hún lést. Við þetta ótímabæra fráfall
yndislegrar manneskju setur mann
hljóðan. Skelfing vildi ég kunna
einhver orð eða geta eitthvað gert
fjölskyldu hennar elskulegu, frænd-
fólki mínu, til huggunar.
Brynhildur var alin upp í Nýpu-
koti í Víðidal, dóttir hjónanna Guð-
mundar Jósefssonar og Hrefnu Hinr-
iksdóttur. Þau áttu fjórar dætur og
var Brynhildur næst elst. 1954 giftist
hún föðurbróður mínum Kristóferi
Kristjánssyni í Köldukinn og bjuggu
þau þar alla tíð. Þau eignuðust þrjú
börn, Kristján giftan Margréti Hall-
björnsdóttur og eiga þau þrjú börn,
Hrefnu en hennar maður er Jakob
Svavarsson og eiga þau tvær dætur og
Guðrúnu sem gift er Ingþóri Krist-
inssyni og eiga þau tvo syni. Þessi
fjölskylda sér nú á bak einstakri
manneskju sem vakti alltaf yfir vel-
ferð hennar.
Dúlla eins og við kölluðum hana
alltaf var ákaflega vel gerð kona,
sterk, kát og hlý. Hún var mjög
frá Köldukinn
dugleg og vel verki farin, það var
nánast sama hvað hún gerði, allt lék
í höndum hennar og hún kom ákaf-
lega miklu í verk. Dúlla og Kiddi
voru mjög samhent hjón og áttu
fallegt heimili. Þau voru gestrisin og
til þeirra var gaman að koma. Um
árabil var heimili hennar félags- og
menningarmiðstöð sveitarinnar.
Þarna voru haldnar jólatrésskemmt-
anir, spilakvöld, margvíslegir fundir
og kórar æfðir og margt fleira sem of
langt yrði að telja upp. Allt þetta
stuðlaði að betra mannlífi í sveitinni
en það var eitt af því sem DúIIu var
mjög umhugað um, og einnig að vel
áraði í búskapnum.
í Köldukinn voru tvö mannmörg
heimili, hjá Dúllu og Kidda dvöldust
afi minn og amma og á hinum
bænum vorum við stór fjölskylda.
Alltaf áttum við systkinin góðu að
mæta þegar við þustum í heimsókn
yfir í hitt húsið enda notuðum við
okkur það óspart. Tengdaforeldrum
sínum var Dúlla góð og umhyggju-
söm en þau dvöldu hjá þeim Kidda
meðan þeim entist heilsa til.
DúIIa starfaði í mörg ár í kvenfé-
lagi hreppsins og hin síðari ár sungu
þau hjónin í blönduðum kór. Af
þessu hafði hún ákaflega gaman og
eins að ferðast um landið með manni
sínum. Sagði hún okkur margar
skemmtilegar ferðasögur þegar við
sáumst.
Já vænt þykir mér um að hafa
kynnst henni Dúllu og ég mæli fyrir
okkur öll úr ytra húsinu þegar ég
þakka fyrir gott nágrenni og vináttu
um áratuga skeið. Við Halldór og
börnin þökkum fyrir góðu stundirn-
ar með henni og sendum fjölskyldu
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnþórunn Jónsdóttir.
TIL SÖLU
VOLKSWAGEN UULh U l AKUtHtJ öö. steingrar, 5 gira,
LITAÐAR RÚÐUR, FJÓRIR HAUSPÚÐAR, GLÆSILEG BIFREIÐ
VERÐ CA. 730.000,-. SKIPTI MÖGULEG.
UPPLÝSINGAR í SÍMA 91-617620 (EGILL)
—BAÐINNRÉTTINGAR - ALLAR STÆRÐIR—i
STÍLHREIN
Sjáirðu
aðra betri
þá kaupirðu
hana!!
TÍGULEG
r^l SAMVINNU UrVJ TRYGGINGAR
ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK ■ SÍMI (91)681411
Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum.
Skoda 130 Rapid . árgerð 1988
Mazda 323 1300 . árgerð 1987
Volvo 240 GL . árgerð 1987
Opel Omega GL . árgerð 1987
Ford Escort 1300 LX . árgerð 1986
Lada Samara . árgerð 1986
Mazda 323 GLX . árgerð 1986
Mazda 323 1500 . árgerð 1986
Suzuki Alto . árgerð 1983
Mazda 323 1300 . árgerð 1981
Chevrolet Caprice . árgerð 1981
Honda Accord . árgerð 1981
VWGolf . árgerð 1981
Peugeot 505 GR . árgerð 1981
Colt 1200 . árgerð 1981
Vörubílshús Volvo F12 .... . árgerð 1988
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9,
Reykjavík, mánudaginn 28. kl. 12-16. nóvember 1988,
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl.
12, þriðjudaginn 29. nóvember 1988.
SAMVINNUTRYGGINGAR g.t.
- Bifreiðadeild '
Til sölu
VOLVO STATION 1987, dökkblár, 5gíra, rafmagn
í rúðum og rafmagnslæsingar, útvarp, segulband
og dráttarbeisli, sem nýr, ekinn 32.000,-. Skipti
koma til greina á nýlegum bíl.
Upplýsingar í síma 91-77035.
t
Þakka innilega samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns m íns
Bjarna Markússonar, matsveins
frá Rofabæ, Meðallandi,
Laugarnesvegi 76.
Sérstakarþakkirtil Blindrafélagsins og deildar 11E, Landspítalanum.
Lilja Sigurðardóttir.
AUGLÝSENDUR!
r r
POSTFAX TIMANS