Tíminn - 06.12.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 06.12.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriöjudagur 6. desember.1988 Talsmenn launþega taka upplysingum Þjoðhagsstofnunar um hlut launa í þjóöartekjum með fyrirvara. Formaöur BSRB: Launalækkanir auka á félagslegt misrétti „Þáttatekjur eru laun, afskriftir og atvinnutekjur. Hlutfall launa í þjóöartekjum getur hækkað þegar laun hækka sjálf, en þetta hlutfall getur líka hækkað þegar atvinnutekjur lækka. Við viljum halda því fram að umrædd hækkun á hlut launa í þjóðarframleiðslunni sé ekki einvörðungu launahækkunum að kenna, heldur líka af því að atvinnutekjur lækka, t.d. vegna aukins fjármagnskostnaðar. Til að gera sér grein fyrir þessum atriðum yrðum við að vita nákvæm- lega reikniforsendur Þjóðhagsstofn- unar, en þær vitum við ekki þessa stundina," sagði Lilja Mósesdóttir hagfræðingur ASÍ þegar Tíminn bar undir hana ummæli Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra á fundi á föstudaginn var. Á fundinum voru kynntar upplýs- ingar Þjóðhagsstofnunar, Byggða- stofnunar, Atvinnutryggingasjóðs og fleiri aðila um stöðu atvinnuveg- anna. Á fundinum kom fram hjá forsæt- isráðherra að hlutur launa í þjóðar- tekjum væri 74% en eðlilegt væri að hann væri 65-66%. Af þessum sök- um væri svigrúm til launahækkana afar þröngt þegar lög um launafryst- ingu og verðstöðvun falla úr gildi í febrúar á næsta ári. Forsætisráðherra sagði jafnframt að eins og nú horfði væri þess ekki að vænta að stjórnvöld gripu inn í kjarasamninga sem gerðir verða milli atvinnurekenda og launþega. Hvernig hyggjast samtök laun- þega bregðast við þegar lögin falla úr gildi? Lilja Mósesdóttir hagfræðingur ASÍ svaraði spurningunni svo: „Eins og fram kom á ASÍ þinginu um daginn þá er hugur í fólki að ná fram einhverri kjarabót í stað kjara- skerðinga sem dunið hafa yfir. Við vonumst til að einhver endurskipu- lagning muni eiga sér stað í þjóðfé- laginu og erum jafnvel tilbúin að gefa eitthvað eftir náist slík markmið svo viðunandi verði. Hvernig til tekst er vitanlega komið undir samn- ingsvilja atvinnurekenda.“ Lilja Mósesdóttir sagði að enn væru engar viðræður eða þreifingar komnar af stað milli atvinnurekenda og launþega. En hvert er viðhorf forystu ríkis- starfsmanna? Ögmundur Jónasson formaður BSRB: „Samkvæmt okkar útreikningum er kaupmáttur almennra launataxta kominn niður undir það sem hann var fyrir samningana 1987. Þeir sem búa þurfa við strípaða launataxta, sem er þorri almennra launamanna, mega ekki við frekari tekjurýrnun. Þvert á móti þarf að rétta þeirra hlut. Ég vara við alhæfingum eins og fram koma í máli forsætisráðherra um hækkandi hlut launa og vil fá svör við því hvernig þetta er reiknað út. Er verið að tala um aukna yfirvinnu eða yfirborganir og ef svo er, hverjir njóta þeirra? Það sem máli skiptir að okkar mati er að kaupmáttur kauptaxta hefur lækkað. Ég hélt sannast sagna að menn hefðu lært af fyrri reynslu að þegar reynt er að draga úr neyslu og þenslu með því að stíga á kaup- taxtana þá eykst félagslegt misrétti. Þeir sem standa best að vígi hafa jafnan betri tækifæri til að ná sínu fram í yfirborgunum af ýmsu tagi. Láglaunafólkið er hins vegar skilið eftir og við það verður ekki unað. Tíminn bar undir Ögmund um- mæli forsætisráðherra um að stjórn- völd myndu ekki grípa inn í kjara- samninga sem gerðir verða eftir að bráðabirgðalögin falla úr gildi í febrúar n.k.. Ögmundur sagði að ríkið sem væri stærsti atvinnurekandi landsins hefði ekki reynst traustur viðsemj- andi og ekki haldið gerða samninga. Það væri því vissulega kominn tími til að það tæki hlutverk sitt alvarlega og stæði við orð sín. -sá Mat íbúða upp um 28% á árinu Ný fasteignaskrá kom út hjá Fast- eignamati ríkisins í gær. Skráin er mikill doðrantur, 15.470 bls. að stærð. Samkvæmt henni hækkar matsverð íbúðarhúsa á landinu um 28% en alls húsnæðis annars um 20%. Magnús Ólafsson forstjóri Fast- eignamats ríkisins sagði að frá síð- asta fasteignamati sem tók gildi 1. des á síðasta ári hefði húsnæði á íslandi vaxið að rúmtaki um 4,3%. Magnús sagði að þegar á heildina væri litið væri matsverð allra fast- eigna í landinu 528,6 milljarðar. Hver íslendingur ætti að meðaltali 2,1 milljón í fasteignum. í landinu væru 89 þúsund íbúðir og 2,8 íslend- ingar um hverja íbúð. Matsverð fasteigna er reiknað út á þann hátt að safnað er saman kaupsamningum og öðrum gögnum sem gefa til kynna verðgildi fast- eigna. Út frá þessum gögnum og því hvar á landinu faasteignirnar eru niður komnar er leitast við að ákveða verðmæti þeirra. Um 57% allra fasteigna eru á Reykjavíkursvæðinu og er það hlut- fall lítið eitt hærra en var við síðasta mat en síðustu 6 árin hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um 12 þúsund manns. íbúðaverð í Reykjavík var í byrj- un árs 1986 orðið með því lægsta um árabil en hækkaði verulega seinni hluta þess árs og hefur haldið áfram að stíga síðan. Ástæður þessara hækkana eru taldar kaupmáttaraukning 1986 og 1987, aukin lán Húsnæðisstofnunar til kaupa á eldra húsnæði og mikil íbúafjölgun síðustu 6 ára en megin- hluti hennar hefur átt sér stað 1986 og 1987. -sá Fram með líf- eyrisfrumvarpið Stjórn Landssambands lífeyris- sjóða samþykkti á fundi sínum að skora aftur og enn á stjórnvöld að leggja þegar fram frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða þannig að efnisleg umræða um lífeyrissjóði geti hafist. -sá Góða skapið leynir sér ekki hjá þessum litlu hnátum, enda jólin að nálgast með kertaljósi og englum Fjögur ný barnaheimili Síðastliðinn föstudag voru fjögur ný barnaheimili tekin í notkun í Reykjavík. Þar af er eitt þeirra, dagheimilið Ösp í Breiðholti, endurnýjað og standsett fyrir fötluð börn. Nýi gæsluvöllurinn í Seláshverfi heitir Malarás, og er hann vel úr garði gerður eftir því sem best verður séð. Litlu börnin undu sér vel við leik og störf. Innan dyra er allt mjög smekklegt og eldvarnir í góðu lagi. í Asparfelli 10 er nýinnréttuð aðstaða fyrir fötluð börn. Þar hefur ýmsu verið breytt, og sagði Jónína Konráðsdóttir, forstöðumaður Aspar, að þetta væri allt annað líf nú. Börnin voru niðursokkin í að teikna og lita og mátti sjá að jólaundurbúningurinn var hafinn, því jólasveinar eftir börnin héngu á veggjunum. Tuttugu og þrjú börn verða á Ösp þegar plássið verður fullnýtt, þar af 6 fötluð börn. Þá er nýtt dagheimili og leikskóli í Jöklaseli í Breiðholti. Húsið er steinsteypt og er á einni hæð. Þar undir er kjallari auk geymslurýmis. Þrjár deildir eru í Jöklaseli; ein dagvistunardeild fyrir 17 börn og tvær leikskóladeildir fyrir alls 36 börn. Börnin í Hlíðahverfi hafa fengið nýtt skóladagheimili, sem heitir Stakkakot og er við Bólstaðarhlíð. Undirbúningur byggingarinnar hófst síðasta vor og framkvæmdir byrjuðu í júní s.l. sumar. Stakka- kot er á einni hæð á steyptum grunni, og þar er líka háaloft, sem er um 40 fermetrar. Lóðarfram- kvæmdum lýkur næsta vor. Arkitektar heimilanna eru þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson, Jóhannes Pét- ursson og Sigurður Sigurðsson. Stjórn Dagvistar barna skipa: Anna K. Jónsdóttir, formaður, Júlíus Hafstein, Ingimar Jóhanns- son, Kristín Á. Ólafsdóttir og Sig- rún Magnúsdóttir. Auk þess sitja fulltrúar foreldra og starfsmanna stjórnarfundi með málfrelsi og til- lögurétt. Kostnaður vegna starfsemi fyrir forskólabörn á árinu 1988 er áætl- aður 805 milljónir króna, og þar af greiðir Reykjavíkurborg 618 millj- ónir. elk. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðrún Guðjónsdóttir, gæslukona á Malarási, Sigrún Magnúsdóttir, í stjóm Dagvistar bama, Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, Anna K. Jónsdóttir, formaður Dag- vistar bama í Reykjavík, og Bergur Felixson, framkvæmdastjóri hjá Dagvistun barna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.