Tíminn - 06.12.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 6. desember 1988
NÁMSGAGNASTOFNUN
Námsgagnastofnun auglýsir eftir
umsóknum um starfslaun
á árinu 1989
Verkefni höfunda geta veriö af ýmsu tagi, s.s.
handrit aö náms- og kennslugögnum í einhverri
grein, efni til sérkennslu, handrit að myndbandi,
þýðingar, tölvuforrit, lestarefni o.fl. sem tengist
grunnskólum eða framhaldsskólum. Þá kemur til
greina að veita starfslaun til rannsókna sem
beinast að notkun námsefnis í grunnskólum og
mati á námsefni.
Með umsókn um starfslaun skal fylgja greinargóð
lýsing á því efni sem áætlað er að vinna. Fleiri en
einn geta unnið að sama verki. Með hliðsjón af
umsókn verður ákvarðað um fjölda starfsmánaða
til hvers einstaks verks, allt að 6 mánuðum.
Ekki er gert ráð fyrir að viðkomandi gegni öðru
meginstarfi meðan hann nýtur starfslauna. Starfs-
laun verða greidd samkvæmt launaflokki BHMR1
148, 4. þrepi. Starfslaun eru greidd án orlofs-
greiðslu og annarra launatengdra gjalda.
Námsgagnastofnun hefur einkarétt á útgáfu efnis
er þannig verður til í allt að þrjú ár eftir að handriti
hefur verið skilað. Ákveði námsgagnastjórn að
gefa út handrit verður gerður útgáfusamningur
samkvæmt reglum Námsgagnastofnunar. Starfs-
laun teljast þá hluti af endanlegri greiðslu fyrir
útgáfurétt verksins.
Frekari upplýsingar, m.a. um reglurum starfslaun,
viðmiðanir stofnunarinnar um framsetningu og
frágang efnis og hugsanleg forgangsverkefni,
gefur Hanna Kristín Stefánsdóttir upplýsinga-
fulltrúi Námsgagnastofnunar.
Umsóknir skulu hafa borist Námsgagnastofn-
un í síðasta lagi fyrir 15. mars 1989.
Sænskt setulið hundskammar Expressen:
Dátarnir vilja
meira af Lindu
Frá Þór Jónssyni í Stokkhólmi
Dátar í Boden í Svíþjóð
hafa sent lesendasíðu Ex-
pressens, stærsta dagblaðs á
Norðurlöndum, bréf þar sem
ritstjórn blaðsins er hund-
skömmuð fyrir meðferðina á
ungfrú heimi, Lindu Péturs-
dóttur, þegar hún sigraði í
fegurðarsamskeppninni.
Raunar var íslendingum hér í
Stokkhólmi mjög skemmt, þegar
fréttin birtist af sigri Lindu í Express-
en.
Oftast nær þegar grannar okkar
hér í Skandinavíu fjalla um Norður-
lönd, vill gleymast að ísland heyrir
þeim til. En það var öðru nær, þegar
íslensk stúlka hreppti titilinn fegur-
sta stúlka heims og sænska stúlkan
komst ekki einu sinni í úrslit. Þá
varð fyrirsögnin eitthvað á þessa
leið: Norðurlönd eiga fegurstu
stúlku í heimi!
Skyldu Vopnfirðingar vita að
Linda þeirra hafi einatt verið sam-
norræn?
Hér er svo lausleg þýðing á bréfi
reiðu hermannanna í Boden til Ex-
pressens undir hausnum: Lemstruð
og litlaus.
„Hvernig getur ritstjórn Express-
ens kinnroðalaust og án allrar tilfinn-
ingar fyrir fegurðinni föstudaginn
hinn 18. nóvember fengið af sér að
gróflega limlesta ungfrú heim, Lindu
Pétursdóttur?
Hvernig getur maður með fullu
viti sett svo litla og skorna mynd af
áttunda undri veraldar út í horn?
Heilsíðumynd í fjórlit er hið eina
sem sæmir þessari fullkomnu kven-
Íförrar
Í£',« *t. ÖÖv-
I" ■,! XW,, d„
?Ilvv»tn-
1“'«■ ■
a,s«* ]
u$k kvö
ut I
I jiinn ■'r'drti
I
s&snSxd
I w'SW
gist
V&* J<*íi
W J>4 i ,
•aar*
i>n
fM* hor
j,-
asa? teás
veru.“
Undir þetta er ritað: Illa launaðir
þrælar í setuliðinu í Boden.
Og stjórn lesendasíðunnar tekur
undir með hermönnunum:
„Kæru þrælar í Boden - við á
ritstjórn lesendasíðunnar erum án
alls fyrirvara sammála ykkur. Nirfils-
lega meðferð Expressens á Lindu nú
nýlega er erfitt að afsaka, hér er um
að ræða greinilega og óumdeilanlega
misbeitingu á fegurðinni í tilverunni.
En hér er bót og betrun - Linda
Pétursdóttir í allri sinni örlátu dýrð.
Ekki skal lasta okkur fyrir að
fæturna vantar, heldur myndasafn
það í Lundúnum, sem dreifir mynd-
unum, og einhverjum dóna þar.“
Akranes
lóðaúthlutun 1989
Þeim sem hyggjast hefja byggingaframkvæmdir á
árinu 1989 og ekki hafa fengið úthlutað lóð, er hér
bent á að lóðir á eftirtöldum svæðum eru lausar til
umsóknar fyrir:
Einbýlis og raðhús í Jörundarholti.
Verslanir og þjónustustofnanir í Jörundarholti.
Iðnaðarhús á Smiðjuvöllum, Kalmansvöllum og í
Höfðaseli.
Iðnaðarhús tengd sjávarútvegi á Hafnarbraut og
Faxabraut.
Verslanir, þjónustustofnanir og íbúðir í Miðbæ.
Hús fyrir búfénað í Æðarodda.
Nánari upplýsingar eru veittar á Tæknideild
Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 300 Akranesi,
sími 93-11211.
Lóðaumsóknuim skal skilað á sama stað, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir 31.
desember nk.
Bæjartæknifræðingur.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við
framhaldsskóla
Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar
staða bókavarðar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið.
Nægur rjómi
á boðstólum
fyrir jólin
Undanfarin ár hefur þurft að
flytja rjóma til höfuðborgarsvæðis-
ins fyrir jól og páska. Vegna sam-
dráttarins í mjólkurframleiðslu í
september og október hafa verið
birtar fréttir, m.a. í DV, að fyrir-
sjáanlegur væri skortur á rjóma á
höfuðborgarsvæðinu fyrir þessi jól.
Pétur Sigurðsson hjá Mjólkur-
samsölunni sagði að ótti um slíkt
væri ástæðulaus. Pétur sagði að
búið væri að panta 25 þúsund lítra
frá Akureyri og 8 þúsund lítra frá
Blönduósi og Sauðárkróki, sem
væri sama magn og pantað hefði
verið í fyrra. „Við gerum alls ekki
ráð fyrir neinum vandamálum hvað
þetta varðar. Þetta lítur út fyrir að
vera alveg nóg, við seljum það
mikið meira af léttmjólk og undan-
rennu hér á okkar svæði en í fyrra
þannig að rjómaframleiðsla er
meiri.“ ssh
Rjúpnaskyttur í hópum
upp til fjalla:
Sýnið að-
gát í rúpna-
veiðinni
Nú þegar styttist óðfluga í jólin
hafa skotveiðifélög séð ástæðu til að
hvetja rjúpnaskyttur til að viðhafa
aðgát í ferðum sínum.
Nokkrar grundvallarreglur ættu
allir þeir sem til fjalla fara að hafa í
heiðri og má þar nefna að gera grein
fyrir ferðum sínum. Hvert er ferð-
inni heitið, hvað á hún að taka
langan tíma o.sv.frv. f framhaldi af
því skulu veiðimenn reyna að halda
áætlun til að losa sína nánustu við
óþarfa áhyggjur. Þá er mikilægt að
viðhafa fyílstu varúð í meðferð skot-
vopna. Allir þeir sem til veiða fara
ættu líka að hafa það í heiðri að
veiða ekki á eignarlöndum nema að
fengnu leyfi viðkomandi aðila.
Bókaflóðið
til sýnis
Um helgina var haldin sýning í
Norræna húsinu á þeim bókum sem
koma út fyrir jólin.
Björn Ó. Gíslason hjá Félagi
íslenskra bókaútgefanda sagði að
giskað væri á að í haust og byrjun
vetrar hefðu komið út um 350 bóka-
titlar og væri þeir nokkru færri en í
fyrra.
Varðandi skiptingu á milli hinna
ýmsu tegunda af bókmenntum sagði
Björn að hún væri að mestu leyti
svipuð og í fyrra, nema hvað nú
kæmu út tæplega helmingi fleiri
ljóðabækur en í fyrra. Einnig væri
nokkur samdráttur útgáfu spennu-
sagna. ssh
Þessum nasistabúningi lengst til hægri var stillt upp í tilefni af jólabókasýn-
ingu í Norræna húsinu en þar er m.a. að finna bókina „íslenskir nasistar“.
Búningurinn var fenginn að láni frá Þjóðminjasafninu en hann varð
viðkomandi bókaforlag að tryggja fyrir eina miiljón króna.Tímamynd: Gunnar